Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MIKIL óvissa er um framgang
kjaraviðræðna á almenna vinnu-
markaðinum. Að mati forystu ASÍ
hefur ríkisstjórnin hafnað tillögum
ASÍ í skattamálum, þ.á m. tillögum
um sérstakan persónuafslátt fyrir
þá tekjulægstu. Forystumenn laun-
þega gagnrýna stjórnvöld harðlega.
„Ríkisstjórnin vildi frekar al-
mennar aðgerðir í skattamálum en
sértækar. Með myndarlegri aðkomu
ríkisins hefði skapast svigrúm til að
fara með hófsamari launakröfur á
hendur atvinnurekendum með það
að markmiði að halda verðbólgu
niðri. Þessari leið hafa ríkisstjórn og
atvinnurekendur hafnað með þeim
afleiðingum að kostnaðarauki verð-
ur að líkindum mun meiri fyrir at-
vinnurekendur og lengra verður í að
stöðugleiki náist í efnahagslífinu,“
segir í frétt ASÍ í gær.
Forysta launþega lítur einnig svo
á að það sem fram hafi komið af
hálfu atvinnurekenda dugi hvergi
nærri til að ná samningum. Kjara-
viðræðurnar séu í uppnámi. Samflot
innan ASÍ um launaforsendur samn-
inga og áherslur gagnvart stjórn-
völdum heyra sögunni til og nú muni
landssamböndin hvert fyrir sig fara
í viðræður við atvinnurekendur, sem
muni áreiðanlega reynast erfiðar.
Í hefðbundna vígstöðu
Samninganefnd ASÍ fundaði fyrir
hádegi í gær og eftir hádegi var svo
haldinn fundur með forystu Sam-
taka atvinnulífsins. „Þetta fór eins
illa og það gat farið,“ sagði Kristján
Gunnarsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins (STG). „Miðað við þau
samtöl sem við höfum átt við fulltrúa
ríkisstjórnarinnar er orðið ljóst að
það verður ekki mynduð nein þjóð-
arsátt um launaramma og skatta-
stefnu fyrir láglaunafólk,“ segir
Kristján. Hann segir stjórnvöld hafa
fengið dyggan stuðning Samtaka at-
vinnulífsins við að hafna persónu-
afslættinum, sem hafi ekkert dregið
af sér í yfirlýsingum um hvað sú leið
sé ómöguleg. „Þetta er því allt að
fara í hefðbundna vígstöðu, þar sem
landssamböndin fara hvert fyrir sig
og þá rífur og tætir hver og einn í
sig þær kjarabætur sem hann nær.“
Skref aftur á bak
„Þetta var eitt skref aftur á bak í
dag,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, eftir fund-
inn með ASÍ í gær. Nú þurfi að
nálgast þetta verkefni með öðrum
hætti vegna óánægju ASÍ með svör
ríkisstjórnarinnar. Fundað verði
með landssamböndunum, hverju
fyrir sig, á næstu dögum.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir ljóst eftir
viðræðurnar við ríkið að full sam-
staða sé um það í ríkisstjórninni að
hafna tillögum um sérstakan per-
sónuafslátt fyrir þá tekjulægstu.
„Markmiðið var að koma meiri
fjármunum til þeirra tekjulægri en
það eru engar tillögur um með
hvaða öðrum hætti það ætti að geta
gerst nema þá hugsanlega í gegn-
um barnabætur. Allar þær hug-
myndir sem nefndar voru sem
möguleiki eru almennar,“ segir
hann. „Það er ekki hægt að „selja
það“ við gerð kjarasamninga að
ríkisstjórnin ætli að framfylgja
sinni stefnu. Tillaga Alþýðusam-
bandsins var að útfæra það sem
stendur í stjórnarsáttmála til þess
að leysa úr deilu við kjarasamn-
inga,“ segir hann. Gylfi segir að fé-
lög og sérsambönd í ASÍ vilji nú
annaðhvort skammtímasamning
eða semja til tveggja ára.
Kjaraviðræður í uppnámi
og samfloti hætt innan ASÍ
Ríkisstjórnin
hafnaði sérstökum
persónuafslætti
„Engin þjóðarsátt
um launaramma
og skattastefnu“
Morgunblaðið/Golli
Ófær leið Forysta ASÍ fundaði með forystu SA í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær og kynnti þar mat launþega-
samtakanna á svörum stjórnvalda. ASÍ telur að sú leið sem lagt var upp með til þjóðarsáttar sé ekki lengur fær.
Í HNOTSKURN
»ASÍ lagði til að tekinn yrðiupp sérstakur mánaðarlegur
20.000 kr. persónuafsláttur, sem
færi lækkandi frá 150.000 kr. og
fjaraði út við 300.000 kr. tekjur á
mánuði.
»Forysta ASÍ mótmælti í gærharðlega hækkun fast-
eignaskatta sveitarfélaga, sem
væri afar slæmt innlegg í kjara-
viðræðurnar.
Morgunblaðið/Ómar
Einhugur Um 80 manns voru á fundi Flóabandalagsins í gærkvöldi og var
samstaða um að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur staðfest að grunur er um
íkveikju í tveimur af þeim þremur
stóru brunamálum sem komið hafa til
rannsóknar frá því á sunnudag. Hef-
ur lögreglan ennfremur staðfest að
við Neshaga, þar sem kviknaði í að-
faranótt sunnudags, hafi fundist
nokkur ílát undan bensíni. Þar er
grunur um íkveikju og sömuleiðis í
Jórufelli þar sem kviknaði í á þriðju-
dag. Ekki er hins vegar grunur um
neina íkveikju í íbúð við Tungusel þar
sem kviknaði í á mánudagsmorgun
með þeim afleiðingum að karlmaður
á fimmtugsaldri lést. Að sögn Sigur-
björns Víðis Eggertssonar aðstoðar-
yfirlögregluþjóns er talið að kviknað
hafi í út frá kertaskreytingu í íbúð-
inni.
Að sögn Sigurbjörns Víðis hafa
þessar þrjár brunarannsóknir óneit-
anlega valdið auknu álagi á rann-
sóknadeild LRH. Þótt grunur sé um
íkveikjur í tveim fyrrnefndu tilvikum
hefur enginn verið handtekinn eða
yfirheyrður með réttarstöðu sak-
bornings. Hins vegar hefur verið tal-
að við fjölda manna sem býr í hús-
unum og vitnisburður þeirra skráður.
Þá hafa tæknirannsóknir verið fyr-
irferðarmiklar af hálfu lögreglunnar.
Brunarnir
í fullri
rannsókn
Morgunblaðið/Júlíus
Kveikt í? Grunur er um íkveikju í
tveimur brunum sem urðu nýlega.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
REIKNAÐ er með að afkoma á séreignar-
sparnaðarleiðum þar sem tekin er mest áhætta
hafi verið mjög léleg á síðasta ári. Viðmæl-
endur blaðsins vonast þó eftir að hún verði
ekki eins léleg og 2002 þegar hún fór í nokkr-
um tilvikum niður fyrir 10%. Langstærstur
hluti fólks leggur inn á sparnaðarreikninga
sem taka minni áhættu og skila því betri af-
komu.
Séreignarsparnaðurinn er valfrjáls, en mik-
ill meirihluti fólks á vinnumarkaði nýtir sér
hann. Flestir lífeyrissjóðir og bankar bjóða
upp á fleiri en eina sparnaðarleið. Leiðir þar
sem tekin er mest áhætta eru með meiri en
helming eignarinnar í hlutabréfum, en leiðir
þar sem minnst áhætta er tekin byggja nær
eingöngu á ávöxtun skuldabréfa. Almennt er
mælt með því að þeir sem eldri eru velji sparn-
aðarleið sem byggir á minni áhættu vegna þess
að sveiflur í ávöxtun geta komið illa við þennan
hóp. Þeir sem yngri eru geta hins vegar mun
betur þolað sveiflur í ávöxtun því að sparn-
aðurinn verður ekki tekinn út fyrr en að ára-
tugum liðnum.
Fengu skell 2001-2002
Ákvæði um séreignarlífeyrissparnað voru
sett í lög 1997. Í kjölfarið gerðu aðilar vinnu-
markaðarins með sér samkomulag um að
vinnuveitendur greiddu iðgjald inn á lífeyris-
sparnaðarreikninga hjá þeim sem kjósa að
spara með þessum hætti. Almennt var farið að
bjóða upp á séreignarsparnaðarreikninga í
kringum árið 1999, en árin á eftir voru ekki
hagstæð fjárfestum. Ávöxtun var léleg á ár-
unum 2001 og 2002, en þá varð mikil niður-
sveifla á hlutabréfamörkuðum sem leiddi til
þess að ávöxtun á séreignarsparnaði var nei-
kvæð. Verst var hún á leiðum sem byggðu á því
að ávaxta meirihluta eignanna í hlutabréfum.
Þó nokkur dæmi voru um að einstakar leiðir
skiluðu meira en 10% í neikvæðri ávöxtun á
árinu 2002. Hópur fólks upplifði þá að meiri en
þriðjungur sparnaðarins hafði horfið á tveimur
árum. Þetta leiddi til þess að margir færðu
sparnaðinn yfir í áhættuminni ávöxtunarleiðir.
Á síðustu þremur árum hefur ávöxtun lífeyr-
issjóðanna verið mjög góð. Dæmi eru um að
sparnaðarleið sem skilaði yfir 11% neikvæðri
ávöxtun árið 2002 hafi skilað tæplega 14%
raunávöxtun árið 2006.
Viðskiptabankarnir bjóða allir upp á lífeyr-
issparnaðarreikninga, en þeir hafa rýmri laga-
heimildir til fjárfestinga í hlutabréfum en líf-
eyrissjóðirnir. Einstakir bankar bjóða upp á
sparnaðarleiðir þar sem allar eignirnar eru
ávaxtaðar í hlutabréfum. Ljóst er að ávöxtun
af slíkum sparnaðarleiðum er afar léleg þessi
misserin, en hafa ber í huga að hún hefur verið
góð undanfarin þrjú ár.
Lífeyrissjóðirnir bjóða flestir upp á mismun-
andi sparnaðarleiðir. Þorri fólks er að spara
eftir leiðum sem byggja á svipaðri áhættu og
samtryggingarsjóðirnir. Einnig bjóða sjóðirnir
upp á sparnaðarleiðir sem byggjast alfarið upp
á því að ávaxta eignina í skuldabréfum. Þá eru
dæmi um leiðir sem eru algerlega hliðstæðar
venjulegum bankareikningum. Þar er áhættan
engin.
Ástæða er fyrir fólk að skoða ávöxtun
þeirra leiða sem það hefur valið
Eins og áður segir getur fólk valið sér sparn-
aðarleiðir, en ástæða er fyrir fólk til að skoða
ávöxtun þeirra leiða sem það hefur valið og
velta fyrir sér hvort ástæða er til að skipta yfir
í áhættuminni leiðir. Almennt er þó ekki mælt
með því að fólk færi þann sjóð sem það hefur
sparað milli sparnaðarleiða því þá er fólk að
innheimta tapið og missir af þeim ávinningi
sem kemur þegar markaðirnir fara upp á við.
Upplýsingar um ávöxtun sjóðanna munu ber-
ast fólki á næstu mánuðum, en lífeyrissjóðirnir
eru nú að ljúka uppgjöri fyrir árið 2007.
Misjöfn ávöxtun af lífeyrissparnaði
Bankarnir bjóða upp á lífeyrissparnaðarreikninga sem eingöngu fjárfesta í hlutabréfum Þorri fólks
er hins vegar með lífeyrissparnaðinn í áhættuminni eignum og sumir eingöngu í skuldabréfum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sparnaður Skynsamlegt er fyrir fólk að
fylgjast með ávöxtun lífeyrissparnaðarins.
♦♦♦
ÍSLENDINGUR kom fyrir rétt í
Newark í Bandaríkjunum í vikunni
þar sem honum var birt ákæra fyrir
stórfellt peningaþvætti í tengslum
við fíkniefnamál. Hann var ákærður
fyrir að þvætta peninga á árunum
1996-2000 fyrir annan mann. Sá
maður afplánar nú ævilangt fangelsi
fyrir fíkniefnabrot. Brot Íslendings-
ins varða allt að 20 ára fangelsi og
allt að hálfrar milljónar dala sekt.
Fyrir rétti
vestanhafs