Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÁKVEÐIÐ hefur verið að verja 50
úthaldsdögum rannsóknarskipa Haf-
rannsóknastofnunarinnar á þessu ári
til loðnurannsókna og mælinga. 28
dagar verða nýttir nú í upphafi árs og
22 að hausti. Í upphafi síðasta árs var
áætlunin að nýta 39 daga til þessara
rannsókna en síðar var 20 dögum
bætt við með sérstakri aukafjárveit-
ingu.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra kynnti
þessa stöðu á ríkisstjórnarfundi nú í
vikunni. „Það er auðvitað mjög þýð-
ingarmikið fyrir okkur að ná núna
áreiðanlegri mælingu á stöðu loðnu-
stofnsins, bæði fyrir veiðarnar sjálf-
ar, sem skipta mjög miklu máli, og
líka til þess að sannfæra okkur um
stöðu fæðuframboðsins á miðunum,“
segir Einar K. Guðfinnsson.
Meiri áherzla á rannsóknir
„Það er ljóst af þessu að stofnunin
leggur meiri áherzlu heldur en gert
var í fyrra á loðnurannsóknirnar. Við
tókum að vísu þá ákvörðun þá að
leggja til viðbótarfjármuni til Haf-
rannsóknastofnunarinnar til þess að
geta meðal annars farið í þessar
loðnurannsóknir og í fjárhagsramma
stofnunarinnar fyrir þetta ár er gert
ráð fyrir aukningu frá því sem lagt
var af stað með í upphafi síðastliðins
árs.
Það á sér nú stað heilmikil atferl-
isbreyting, sem við sjáum, og við höf-
um verið að reyna að svara því með
því að verja auknu fé til þessara rann-
sókna, en við vitum hins vegar að það
veitir ekkert af þeim fjármunum og
þó meira væri. Aðalatriðið við þessar
aðstæður nú er að okkur takist að slá
máli á stofninn.
Það er jákvætt að sjá að menn hafa
fundið loðnu þó þetta snemma. Það
var líka jákvætt að árið 2006 tókst
okkur í fyrsta skipti í nokkur ár að
mæla loðnuna þannig að hægt væri
að gefa út upphafskvóta þó lítill væri.
Engu að síður er alltaf óvissa í kring-
um loðnuna, sem er nauðsynlegt að
eyða,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Áhrif á aðrar rannsóknir
Ráðherrann lagði á fundi ríkis-
stjórnarinnar fram minnisblað, þar
sem kemur fram að hátt olíuverð hafi
aukið útgerðarkostnað rannsókna-
skipanna verulega. „Vegna þess hve
svigrúmið er takmarkað, mun þessi
áætlun hins vegar hafa áhrif á aðrar
mikilvægar rannsóknir svo sem áætl-
aðar karfamerkingar, nauðsynlegar
veiðarfærarannsóknir, fyrirhugaðar
samstarfsrannsóknir á þorski við
strendur Grænlands, auk annarra
mikilvægra verkefna stofnunarinnar.
Ekki er ólíklegt að áætlað úthald
til loðnurannsókna muni engu að síð-
ur ekki nægja til að skila nauðsyn-
legum mælingum af loðnustofninum.
Þess vegna þykir nauðsynlegt að
vekja athygli á stöðunni á þessu
stigi,“ segir meðal annars á minnis-
blaðinu
Ekki tókst að mæla
ungloðnu í haust
„Staðan varðandi loðnumælingar
nú í byrjun árs 2008 er sú, að haustið
2006 tókst að mæla 1-árs loðnu og
áætla veiðistofn á yfirstandandi ver-
tíð (2007/2008) þannig að hægt var að
leggja til takmarkaðan upphafskvóta
á vertíðinni, 205 þúsund tonn. Ekki
tókst hins vegar fyrir síðustu áramót
að ná mælingu af veiðistofninum svo
unnt yrði að leggja til endanlegt afla-
mark á vertíðinni, en aðstæður voru
óhagstæðar til mælinga, einkum af
völdum íss.
Ekki tókst hins vegar á sl. hausti
að mæla ungloðnu, sem standa mun
undir vertíðinni 2008/2009.
Vænta má að mikill þrýstingur
verði frá atvinnugreininni að gerðar
verði frekari tilraunir til mælinga í
vor eða sumar svo unnt verði að
leggja til upphafskvóta fyrir sumar-
ið,“ segir ennfremur á minnisblaðinu.
Fimmtíu dögum varið
til loðnurannsókna í ár
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Vinnsla Ólafur Stefánsson fylgist með í flokkunarsal Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar. Loðnan sem veiðist nú fer ýmist í frystingu eða bræðslu.
Í HNOTSKURN
»Í upphafi síðasta árs varáætlunin að nýta 39 daga til
þessara rannsókna en síðar var
20 dögum bætt við með sérstakri
aukafjárveitingu
»Það er heilmikil atferl-isbreyting að eiga sér stað og
við höfum verið að reyna að
svara því með því að verja auknu
fé til þessara rannsókna
»Ekki er ólíklegt að áætlað út-hald til loðnurannsókna muni
engu að síður ekki nægja til að
skila nauðsynlegum mælingum
af loðnustofninum
„Mjög þýðingarmikið að ná áreiðanlegri mælingu nú“
ÚR VERINU
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Í KJÖLFAR fjölmargra válegra eldsvoða undanfarið vill
Öryggismiðstöðin benda fólki á nokkur mikilvæg atriði er
varða eldvarnir. Ef upp kemur eldur á heimili getur hann
tvöfaldast á 30 sekúndum og hitastig hækkað um hundruð
gráða á fáeinum sekúndum. Frá slíkum eldi kemur kol-
svartur lífshættulegur reykur sem getur skaðað lungu við
einn einasta andardrátt. Íbúðin getur orðið alelda á innan
við 5 mínútum og tíminn skiptir því höfuðmáli. Að sögn
Ómars Arnar Jónssonar, markaðsstjóra Öryggis-
miðstöðvarinnar, er algengast að eldur í heimahúsum
komi upp á milli kl. 2 og 6 að næturlagi og því lífs-
nauðsynlegt að hafa reykskynjara til að vekja íbúa.
„Reykskynjarar ættu að vera á öllum hæðum húsa og
rétt staðsettir samkvæmt leiðbeiningum sem þeim fylgja,“
bendir hann á. „Einnig er mælt með að reykskynjarar séu
í öllum herbergjum þar sem rafmagnstæki eru til staðar
og eins í svefnherbergjum. Rétt staðsettir reykskynjarar,
sem skynja eld snarlega eftir að hann kemur upp, veita
íbúum lengstan tíma til flótta úr íbúð.“
Mælt með að hafa dyr lokaðar heima við
að næturlagi og æfa viðbrögð við eldsvoða
Ómar Örn mælir einnig með því að dyr séu hafðar lok-
aðar að næturlagi en það getur lengt þann tíma sem tekur
eld að magnast og þann tíma sem íbúar hafa til að bregð-
ast við eftir að reykskynjari vekur þá.
„Það væri mjög gagnlegt fyrir fjölskyldur að æfa við-
brögð við eldsvoða og skilgreina flóttaleiðir úr íbúðum sín-
um,“ segir hann. „Í svona æfingum þyrfti fólk að ákveða
hvar skuli hittast utan við íbúð ef upp kemur eldur.“
Reykskynjarar endast almennt um 10 ár og þarf að
skipta þeim út fyrir nýja að endingartíma loknum.
Tryggja þarf að reykskynjarar virki með því að prófa þá
reglulega, t.d. vikulega, með því að þrýsta á próf-
unarhnapp. Skipta þarf um rafhlöðu í flestum tegundum
reykskynjara árlega og gott að festa þá athöfn við ein-
hverja aðra uppákomu. Eins þarf að þrífa reykskynjara
t.d. með ryksugu, að lágmarki árlega þar sem ryk og
óhreinindi sem safnast fyrir í þeim geta skert virkni þeirra
verulega.
Margir flaska á að þrífa reykskynjarana
„Ég held að margir flaski á að þrífa reykskynjarana
sína reglulega. Einnig grunar mig að fólk átti sig ekki fylli-
lega á því að reykskynjarar hafa ekki ótakmarkaðan líf-
tíma og margir séu með gamla reykskynjara. Á hinn bóg-
inn held ég að fólk sé almennt nokkuð duglegt að skipta
um rafhlöður.“
Ómar segir að tvær gerðir reykskynjarar séu á mark-
aðnum, þ.e. svokallaðir optískir og jónískir. „Þessir fyrr-
nefndu eru algengastir í dag og við mælum með þeim. Þeir
skynja fyrr glóðarbruna sem eru algengari í íbúðum. Jón-
ískir reykskynjarar bregðast fyrr við snöggum opnum eldi
vegna olíu eða annars. Báðar tegundir bregðast þó við
reyk, þótt á mismunandi forsendum sé.“
Bent er á að leita má frekari upplýsinga og ókeypis ráð-
gjafar um eldvarnir heimila hjá Öryggismiðstöðinni og
fleiri aðilum er sérhæfa sig í öryggismálum.
Fólk hugi vel
að eldvörnum
Eldur í heimahúsum getur magnast alveg ótrúlega
fljótt og framkallað kolsvartan og lífshættulegan reyk
sem skaðar lungu í fólki við einn einasta andardrátt
Morgunblaðið/Sverrir
Öryggi Reykskynjari og slökkvibúnaður eru gagnleg
tæki á heimilum sem og vinnustöðum.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞAÐ er samfélagsleg ábyrgð for-
eldra að taka á lúsavandamálinu og
treysta ekki á aðra. Ef foreldrar
bregðast ekki við þegar tilkynning
kemur frá skólahjúkrunarfræðingi,
eru þeir að skemma fyrir samvisku-
sömum foreldrum sem ef til vill hafa
eytt einhverjum fjárhæðum í lúsalyf
og tíma í erfiðar kembingar því
þeirra börn smitast einfaldlega aft-
ur,“ segir Ása Atladóttir, verkefn-
isstjóri sóttvarnarsviðs hjá Land-
læknisembættinu.
Ása segir lúsavandamálið viðvar-
andi í íslenskum skólum og að vand-
inn sé alfarið á höndum foreldranna,
„það er sífellt verið að reyna að fá
foreldra til að taka á þessu, því
þetta er vandamál heimilanna og
verður ekki leyst neins staðar ann-
ars staðar,“ segir Ása.
Hún segir kembingarnar elsta og
besta vopnið, en nú sé einnig komið
á markaðinn nýtt lyf sem heitir He-
drin og hafi gefið góða raun í ná-
grannalöndunum. Ása segir mikil-
vægt að góðir kambar séu á
boðstólum og að ekki væri úr vegi
að staðlar væru settir um þá, til að
sem bestur árangur fengist með
kembingunum.
Erfitt að eltast við lúsina
Bergljót Þorsteinsdóttir, skóla-
hjúkrunarfræðingur í Grafarvogi,
segir miklar annir fylgja lúsagang-
inum. „Það er mikilvægt að fylgjast
vel með því hvaða börn koma
kembd og hver ekki. Við verðum að
hringja og leiðbeina sumum foreldr-
anna ofan í kjölinn, sumir þeirra
eiga hreinlega erfitt með að lesa og
fylgja leiðbeiningum,“ segir Berg-
ljót.
Hún segist vera með tvo skóla í
Grafarvoginum á sínum snærum og
geta sinnt hvorum þeirra í tvo daga
í viku og því geti verið erfitt að
fylgja lúsinni eftir, „en það hefur þó
tekist með góðri samvinnu foreldra
og starfsfólks í mínum skólum,“
segir Bergljót.
Hún segir að almennt séu skóla-
hjúkrunarfræðingar undir miklu
álagi og komist ekki yfir að sinna
þeim verkefnum sem af þeim sé
krafist. Löngum skóladögum
barnanna fylgi kvíði, streita og erf-
iðleikar í samskiptum, sem þarfnist
mun meiri athygli innan skólakerf-
isins en nú sé.
Lúsin á ábyrgð
foreldranna
Óvelkomin Lúsin er hvimleið.
ÚTKÖLLUM á þyrlur og flugvél
Landhelgisgæslunnar fjölgaði
verulega milli áranna 2006 og
2007. Árið 2007 voru útköll á loft-
för Landhelgisgæslunnar samtals
182 en voru 142 árið 2006. Þetta er
um 28% heildaraukning á milli ára,
sem er töluvert meiri aukning en
árin á undan. Frá árinu 2004 og
fram til síðasta árs fjölgaði útköll-
um flugdeildar jafnt, um 11% á ári.
Af þessum 182 útköllum voru 76
útköll á láglendi, 54 útköll í
óbyggðir og 52 útköll á sjó, þar af
sex lengra út en 150 sjómílur. 121
einstaklingur var fluttur í þessum
82 útköllum í fyrra. Flutningur
fólks er ekki nauðsynlegur í öllum
útköllum þar sem oft er um að
ræða leitarflug eða annars konar
aðstoð. Aukningin er nokkuð jöfn í
útköllum í leit og björgun annars
vegar og sjúkraflutningi hins veg-
ar.
Mikil fjölgun útkalla