Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
GLÆPASAGA Yrsu Sigurðar-
dóttur, Þriðja táknið, heldur áfram
að sigra heiminn og nú er komið að
Bretlandi, sala á bókinni hefst þar í
landi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa
margir farið fögrum orðum um bók-
ina, segja hana m.a. fyndna og
áhugaverða, hlaðna spennu og
glæsilega frumraun.
Sunday Telegraph segir það vekja
athygli hversu margir góðir glæpa-
sagnahöfundar séu frá Íslandi miðað
við smæð þjóðarinnar. Sagan sé
heillandi og þá óvenjulegt að ung
kona sé spæjarinn í sögunni en ekki
þunglyndur lögreglumaður. Þriðja
táknið sé fullkomin frumraun.
Kvennaritið Woman and Home
segir bókina einnig glæsilega frum-
raun, hlaðna spennu og gagnrýnandi
Guardian segir það koma á óvart að
bókin sé fyndin miðað við hvað sögu-
efnið er myrkt.
Bókmenntatímaritið Literary Re-
view segir söguna upplýsandi og
áhugaverða, lofandi upphaf að seríu.
Metsöluhöfundurinn Mark Bill-
ingham, sem skrifar einmitt glæpa-
sögur, var beðinn af bókabúðakeðj-
unni Borders að velja
uppáhaldsskáldsögurnar sínar og
var Þriðja táknið þeirra á meðal.
Billingham segir Arnald Indr-
iðason hafa vakið athygli á íslensk-
um glæpasögum þegar hann vann
Gullrýtinginn árið 2005 og Þriðja
táknið eigi skilið að slá í gegn.
„Myrk, djúp og ísköld eins og ís-
lenskur fjörður,“ segir Billingham.
Bókin heitir í enskri þýðingu Last
Rituals.
Yrsa er byggingarverkfræðingur
að mennt og starfar sem slíkur við
framkvæmdaeftirlit á Kárahnjúkum
auk þess að stunda ritstörf. Hún hef-
ur skrifað þrjár glæpasögur.
„Myrk,
djúp og
ísköld“
Yrsa fær góða dóma
í breskum fjölmiðlum
Yrsa Herjar á Bretlandsmarkað.
Morgunblaðið/Frikki
ELÍN Helena Evertsdóttir
opnar sýningu í Galleríi Start
Art í dag kl. 17. Sýningin ber
titilinn Pong og verður á
Loftinu í listamannahúsinu
Start Art, Laugavegi 12b.
Elín Helena mun afhjúpa
þar hljóðverkið Pong, en
opnunin stendur milli 17 og
19. Elín Helena Evertsdóttir
lauk mastersnámi í myndlist
frá The Glasgow School of
Art árið 2005 og útskrifaðist úr Lista-
háskólanum árið 2001. Hún hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga og haldið nokkrar
einkasýningar.
Opið er í Start Art þri.-lau. kl. 13-17.
Myndlist
Hljóðverkið
Pong afhjúpað
Elín Helena
Evertsdóttir
MIÐSTÖÐ myndlistar á Aust-
urlandi, Seyðisfirði, opnar sýn-
inguna Íslensk myndlist –
hundrað ár í hnotskurn.
Sýningin er unnin í sam-
vinnu við Listasafn Íslands og
spannar tímabilið 1902-2004 í
íslenskri myndlist. Á sýning-
unni eru 21 verk úr safneign
Listasafns Íslands, bæði olíu-
málverk, verk unnin á pappír
og þrívíð verk. Verkin á sýningunni endurspegla
ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki
einstaka listamenn né þróun þeirra. Þannig er
reynt að gefa mynd af þróun myndlistar í íslensku
samfélagi á 20. öld og auka skilning á samtímalist.
Opnunin verður 12. janúar kl. 16.
Myndlist
Miðstöð myndlistar
á Austurlandi
Skaftfell
TÓNLEIKARÖÐ Kópavogs í
Salnum, verður haldin laug-
ardaginn 12. janúar og hefst
kl. 17. Þetta er fimmta árið í
röð sem Salonhljómsveit Sig-
urðar Ingva Snorrasonar
fagnar nýju ári með glæsi-
legum Vínartónleikum í Saln-
um. Að þessu sinni hefur þetta
einvalalið hljóðfæraleikara
fengið til liðs við sig sópr-
ansöngkonuna Huldu Björk
Garðarsdóttur. Uppselt er á tónleikana í Salnum
en tónleikarnir verða endurfluttir daginn eftir,
sunnudaginn 13. janúar kl. 15 á vegum Tónlistar-
félags Reykjanesbæjar í Listasafni bæjarins. Þar
fer einnig fram sala aðgöngumiða.
Tónlist
Svellandi valsar og
spriklandi polkar
Hulda Björk
Garðarsdóttir
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
LÓAN er komin. Steingrímur Ey-
fjörð myndlistarmaður opnar í
Hafnarhúsinu klukkan 17 í dag sýn-
ingu með sömu verkum og voru
framlag Íslands til Feneyjatvíær-
ingsins í fyrrasumar. Fékk sýning
Steingríms, sem haldin var í alda-
gamalli byggingu, talsverða athygli
í Feneyjum og töldu sumir erlendir
gangrýnendur hana með því athygl-
isverðasta. Í kjölfarið var Stein-
grími boðinn samningur við virt
gallerí í New York, Max Protetch.
Í gær var Steingrímur önnum
kafinn, ásamt hópi aðstoðarmanna,
við að koma sýningunni um lóuna
fyrir í sal Hafnarhússins. Veggirnir
hafa verið málaðir dökkir og þarna
tekur stór lóa á móti gestum, á gólfi
eru líka togklippur, kró huldukind-
ar, skór huldumanns, módel af húsi
Benedikts Gröndals skálds, myndir
af vefnaði álfa, „pinhole“-mynda-
vélar úr morgunkornspökkum og
myndir sem voru teknar með þeim
af álfaklettum, veggverk með text-
um og ljósmyndum, Ólöf Arnalds
syngur á myndbandi – í þessari inn-
setningu er ótalmargt, en í grunn-
inn er skoðun á ýmiskonar þjóðtrú.
„Við máluðum veggina svona
dökka til að fá svipaða stemningu
og úti. Það virkar vel. Þetta er eins
og í kirkju,“ segir Steingrímur kím-
inn þar sem hann stendur við lóuna
og horfir inn eftir salnum.
Táknmynd vonarinnar
„Lóan er táknmynd þessarar
sterku vonartilfinningar íslensku
þjóðarinnar, biðarinnar eftir hækk-
andi sól og hlýrri dögum. Biðin eftir
lóunni hefur öðlast goðsögulega
vídd með þjóðinni. Fólk verður svo
glatt þegar það fréttir að lóan sé
komin, það er alltaf eins og menn
hafi haldið að hún kæmi alls ekki.
– Þetta er okkar heimur, brot úr
þjóðarsálinni,“ segir hann þegar ég
spyr um þær rannsóknir á þjóðtrú
sem birtast þarna. „Ég fékk annars
tölvupóst frá ítalskri konu um dag-
inn, sem talaði um að sýningin hefði
alþjóðlega skírskotun, þótt hún sé á
þjóðlegum forsendum. Þá er þetta
orðið „glocal!“ – „global“ og „local“ í
senn.“
Steingrímur leiðréttir notkun
mína á orðinu rannsókn, segir þetta
vera listaverk – drifkrafturinn sé
ekki vísindalegur eða dularfullur.
„Þetta eru tilfinningaleg verk, sam-
ansafn ýmiskonar þátta.“ Hann seg-
ir verkin verða til í gegnum langt
ferli, og samþykkir að „ferli“ sé lyk-
ilorð í þessari sköpun. „Ég tala við
fólk, heyri eitthvað, einhver segir
mér eitthvað og ég nota það sem
hluta af verkinu. Þau eru mjög opin.
Þetta er margradda miðill, mynd-
listin, og lífrænar tengingar innan
hennar.“
Samstarfið við Max Protetch-
galleríið í New York kom þannig til
að stjórnandinn kom á sýninguna í
Feneyjum og varð það hrifin að hún
bauð Steingrími strax að sýna.
„Þeir eru að steypa tvö gifsverk eft-
ir mig í brons, verk sem ég set upp
þar í maí. Svo er ég farinn að und-
irbúa sýningu í aðalrými gallerísins.
Þátttakan í Feneyjum skilaði
þessu.“
Feneyjasýning Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin, opnuð í Hafnarhúsinu
Goðsöguleg vídd lóunnar
Morgunblaðið/Einar Falur
Hús skálds „Gröndalshús var exótískt í Feneyjum en hér er það frekar póli-
tískt,“ segir Steingrímur Eyfjörð um eftirmynd af húsi Bendikts Gröndal.
Í HNOTSKURN
» Sýning Steingríms Eyfjörð,Lóan er komin, naut umtals-
verðrar athygli í Feneyjum í
sumar.
» Innsetningin samanstenduraf 13 sjálfstæðum verkum;
ljósmyndum, skúlptúrum, text-
um, teikningum, myndböndum
og fleiri miðlum.
» Steingrímur rýnir í menn-ingararfleifð Íslendinga og
fléttar saman ólíka þræði.
» Hann vinnur nú að þátttöku ísýningum fyrir Max Pro-
tetch-galleríið í New York.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÁSÓKNIN í að spila á hátíðinni
er orðin svo mikil að við erum
þegar farin að skipuleggja dag-
krána 2009 og 2010,“ segir Kjart-
an Ólafsson tónskáld og formaður
Tónskáldafélags Íslands, sem nú
heldur Myrka músíkdaga í 28.
skipti.
Myrkir músíkdagar verða
haldnir 3.-10. febrúar, frá sunnu-
degi til sunnudags, og verða
margir tónleikar á dag. Laugar-
borg í Eyjafirði á í samstarfi við
Myrka músíkdaga og þar verða
tónleikar á vegum hátíðarinnar.
Kjartan Ólafsson segir að alla-
jafna séu flutt um 70 verk á há-
tíðinni og að í ár megi gera ráð
fyrir því að um 30 verk verði
frumflutt.
Meðal erlendra gesta á hátíð-
inni verður norski harm-
ónikusnillingurinn Geir Draugs-
voll sem mun flytja tónlist undir
þöglu kvikmyndinni Nosferatu, en
tónleikarnir eru samstarfsverk-
efni hátíðarinnar og kvikmynda-
félagsins Deus ex cinema. Að
sögn Kjartans koma margir
fremstu tónlistarmenn okkar
fram á hátíðinni. „Þar má nefna
Caput og Kammersveit Reykja-
víkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Blásarasveit Reykjavíkur, Einar
Jóhannesson, Lúðrasveit Reykja-
víkur og marga fleiri.“
Kjartan segir Myrka mús-
íkdaga stækka mjög hratt. „Hing-
að koma erlendir skríbentar að
venju til að skrifa um hátíðina.
Hún vekur athygli erlendis og er
vaxandi hér líka. Við þurfum að
passa að hún springi ekki í hönd-
unum á okkur, hún vex svo
hratt,“ segir Kjartan.
„Blásarasveit Reykjavíkur er
að ryðja sér til rúms sem stöðluð
sveit í tónlistarlífi okkar; það
verða tvennir blásaratónleikar;
með henni og með Lúðrasveit
Reykjavíkur. Við verðum líka
með blokkflaututónleika með
elektróník, þar sem Camilla Söd-
erberg flytur meðal annars eigin
verk. Camilla snýr sér nú æ meir
að tónsmíðum auk þess að vera
einn fremsti blokkflautuleikari á
norðurslóðum.“
Austurríska tónskáldið Klaus
Ager verður gestur hátíðarinnar
og verður með fyrirlestra í
Listaháskólanum, en verk eftir
hann verða flutt á tónleikum Ca-
put. Ager kom hingað síðast í
sumar og var þá gestur á Sum-
artónleikum í Skálholti.
Kjartan nefnir nýjan málmblás-
arakvintett sem kemur fram á há-
tíðinni, en Eiríkur Örn Pálsson
trompetleikari er í forsvari fyrir
hann. Fjórir kammerhópar, skip-
aðir ungu tónlistarfólki, leika á
hátíðinni; Kammerhópurinn Njú-
ton, Adapter, Dúó plús og Trio
Lurra. „Þetta eru blandaðir hóp-
ar, skipaðir yngstu kynslóð tón-
listarmanna en þau flytja ný verk
með nýjum og skemmtilegum
blæ,“ segir Kjartan. Helga Þór-
arinsdóttir verður með einleiks-
tónleika þar sem hún frumflytur
ný verk fyrir víólu. Margrét
Bóasdóttir og Gerður Bolladóttir
verða hvor með sína söng-
tónleikana, og fjölvíðir raf-
tónleikar verða í Salnum, eins og
verið hefur á síðustu Myrkum
músíkdögum. „Þeir eru hafðir
síðla kvölds þegar búið er að
slökkva ljósin í herbergjum betri
borgara,“ segir Kjartan.
Eldfimur áhugi á myrkrinu
Draugar og vampírur Geir Draugsvoll þykir einn mesti harmónikkusnill-
ingur dagsins í dag. Á Myrkum músíkdögum leikur hann við klassísku bíó-
myndina um vampíruna Nosferatu í samvinnu við Deus ex cinema.
Myrkir músíkdagar verða haldnir í byrjun febrúar í 28.
sinn Geir Draugsvoll meðal gesta 30 tónverk frumflutt