Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 21
ÞAÐ stóð ekki á því.
Í áramótaávarpi for-
sætisráðherra voru ein
mikilvæg skilaboð
send þjóðinni. Það er
almenningur sem ber
ábyrgð á efnahags-
legum stöðugleika.
Það eru almennir
launamenn sem skulu
axla byrðarnar, eins
og venjulega, og það
er þeirra að sjá til þess
með hóflegum kjara-
kröfum að viðunandi
stöðugleiki náist í
efnahagsmálum.
Ekki skal gert lítið
úr því að komandi
kjarasamningar eru
mikilvægir og af-
drifaríkir hvað varðar
m.a. efnahagslegan
stöðugleika. En stöð-
ugleiki snýr að fleiru
en efnahagsmálum
einum. Það er líka til
hugtak sem nefna má
„félagslegan stöð-
ugleika“. Á því sviði
stöðugleika hefur einnig sigið mjög á
ógæfuhliðina og ekki er síður ástæða
til að hafa áhyggjur af vaxandi mis-
skiptingu og því jafnvægisleysi sem
myndast hefur í lífskjörum og hvað
varðar hinar félagslegu aðstæður.
Ef maður nálgast málið frá þeim
sjónarhóli má alveg eins segja: Það
er lífsnauðsyn að endurheimta fé-
lagslegan stöðugleika í landinu með
jafnari kjaraskiptingu og jafnari lífs-
kjörum. Þá snýst málið auðvitað um
að bæta kjör þeirra sem verst eru
settir. Ná þarf fram umtalsverðri
hækkun dagvinnulauna fyrir fasta
umsamda og hóflega vinnuviku og
hlífa lægri launum við skattlagn-
ingu. Annars er þess
ekki að vænta að sátt
verði um hlutaskiptin í
samfélaginu.
„Litli maðurinn“
kunni sér hóf
Skilaboð forsætisráð-
herra Geirs H. Haarde
eru hins vegar af allt
öðrum toga. Þau eru
hinn hefðbundni söngur
hægrimanna og tals-
manna atvinnurekenda
sem jafnan í aðdrag-
anda kjarasamninga
varpa allri ábyrgðinni
af efnahagsástandinu,
stöðugleikanum, bar-
áttu við verðbólgu, við-
skiptahalla og erlendar
skuldir, yfir á herðar
hins almenna launa-
manns. Skilaboð for-
sætisráðherra voru
ekki til stórfyrirtækj-
anna, þau voru ekki til
fjármagnseigenda.
Skilaboðin voru ekki til
auðmanna sem borist
hafa blygðunarlaust á og sýnt þjóð-
inni inn í nýjan heim með afmæl-
isveislum sem kosta hundruð millj-
óna og með einkaþoturekstri þannig
að örtröð myndast á stæðunum við
Hótel Loftleiðir um helgar. Skilaboð
forsætisráðherra voru ekki til topp-
anna í fjármálalífinu sem hafa hækk-
að laun sín svo að þau nema nú í viss-
um tilfellum nokkur hundruðföldum
launum verkamanna. Þau voru ekki
til útvarpsstjórans nýja, ekki til
æðstu embættismanna sem Kjara-
dómur hefur úrskurðað ríflegar
hækkanir á undanförnum misserum.
Nei, skilaboðin voru til hins al-
menna launamanns. Þau voru eins
og stundum er sagt í umræðunni til
„litla mannsins“ í samfélaginu. Slík
eru skilaboðin þegar forsætisráð-
herra loksins vaknar af sínum værð-
arblundi.
Nú liggur fyrir að um eiginlega
kaupmáttaraukningu hefur ekki ver-
ið að ræða undanfarin misseri hjá
þeim sem eingöngu hafa notið fastra
umsaminna kauphækkana sam-
kvæmt almennum kjarasamningum.
Því veldur ósköp einfaldlega að
verðbólga hefur étið upp hinar föstu
umsömdu og hógværu hækkanir
samkvæmt gildandi kjarasamn-
ingum. Að sjálfsögðu hafa ýmsir
hópar notið launaskriðs og mikilla
umsvifa í þjóðfélaginu, en því er
mjög misskipt eins og kunnugt er.
Flóttinn úr umönnunarstéttum og
vandræðin við að manna hefðbundin
launamannastörf af margvíslegum
toga eru vel þekkt og eiga þó þar í
hlut lífsnauðsynleg störf við umönn-
un og uppeldi, við sjálfan rekstur
velferðarsamfélagsins. Það eru engu
að síður þessir hópar m.a. sem for-
sætisráðherra er sérstaklega að
senda kveðju sína.
Óbreytt „hægri“stefna
En var við öðru að búast? Mitt
svar er nei. Forsætisráðherra er
ósköp einfaldlega talsmaður hægri-
sinnaðrar ríkisstjórnar sem fram-
fylgir óbreyttri stjórnarstefnu rík-
isstjórna Sjálfstæðisflokksins að
þessu leyti. Önnur athyglisverð um-
mæli sem forsætisráðherra end-
urtók í umræðuþáttum og greinum
um áramótin staðfesta þetta. Þar á
ég við lýsingar hans á því hversu
auðveldlega hafi gengið saman með
Samfylkingunni og Sjálfstæð-
isflokknum við myndun ríkisstjórn-
arinnar, hversu lítill ágreiningurinn
hafi reynst þegar á hólminn var
komið. Með þetta er forsætisráð-
herra að sjálfsögðu hæstánægður og
að því er virðist Samfylkingin líka.
Það var sem sagt engum umtals-
verðum hugmyndafræðilegum
ágreiningi til að dreifa þegar þessir
tveir flokkar settust niður við samn-
ingaborðið.
Nú er ástæða til að ætla að hveiti-
brauðsdögum stjórnarinnar sé lokið.
Verður fróðlegt að sjá hvernig and-
rúmsloftið þróast í garð ríkisstjórn-
arinnar á næstu mánuðum. Þar
skipta kjarasamningar vissulega
máli, en ekki síður viðmót og viðhorf
stjórnvalda í garð hins almenna
launamanns sem finnur á eigin
skinni kjaraskerðinguna sem fólgin
er í mikilli verðbólgu og svimandi
háum vöxtum, stórhækkuðum hús-
næðiskostnaði og þar fram eftir göt-
unum. Í þessum efnum aðhefst rík-
isstjórnin ekkert en skellir eins og
venjulega skuldinni á launalið al-
mennra kjarasamninga. Litli mað-
urinn er ábyrgur og á að bera her-
kostnaðinn af klúðri og mistökum
núverandi og fyrrverandi rík-
isstjórna í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin stikkfrí – launamenn ábyrgir
Steingrímur J. Sigfússon fjallar
um kjaramál og áramótaávarp
forsætisráðherra
Steingrímur J.
Sigfússon
» Það er lífs-nauðsyn að
endurheimta fé-
lagslegan stöð-
ugleika í landinu
með jafnari
kjaraskiptingu
og jafnari lífs-
kjörum.
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
SÍÐASTA aldarfjórðung hefur
Davíð Oddsson verið valdamesti
maður landsins og ráðskast með
flest svið þjóðlífsins. Það er eðli-
legt að orð slíks manns og gerðir
sæti gagnrýni og raunar inngróið
í það lýðræðiskerfi sem við aðhyll-
umst að um menn í hans stöðu
geisi stormar.
En það vekur æ meiri efasemd-
ir að Þorsteinn Davíðsson megi
hvergi sjást eða heyrast án þess
að því sé hnýtt við, til þess að gera
hann tortryggilegan, að hann sé
sonur föður síns. Mér finnst það í
rauninni jafn lítilmannlegt og
hallærislegt og þegar Hannes
Hólmsteinn var ítrekað að reyna
að gera þýðingarstörf Hjörleifs
Sveinbjörnssonar tortryggileg
vegna þess að hann væri eig-
inmaður Ingibjargar Sólrúnar.
Það er sjálfsagt að skamma
ráðherra fyrir orð þeirra og gerð-
ir og auðvitað á að gagnrýna emb-
ættisveitingar með málefnalegum
hætti. En getum við ekki gert
með okkur þjóðarsátt um að sýna
dálitla tillitssemi fjölskyldum
þeirra sem í eldlínunni standa?
Einar Kárason
Stjórnmálamenn
og þeirra nánustu
Höfundur er rithöfundur.
MAÐUR deilir ekki við dóm-
arann og maður á ekki heldur að
þurfa að deila um dómarann og
skipan hans. Ég tel að það sé
óbærilegt fyrir dómstólana og þá
sem sækjast eftir dómarastörfum
að búa við þetta úrelta skip-
unarkerfi.
Það deilir enginn um rétt
dómsmálaráðherrans til að skipa
hvern þann mann úr hópi um-
sækjenda sem hann telur hæf-
astan en umræðan um að dómari
sé merktur stjórnmálaflokki
vegna skipunar pólitísks ráð-
herra er ekki í samræmi við hlut-
leysiskröfur og eða hæfni hans,
hvað þá þrískiptingu ríkisvalds-
ins.
Nú þegar sami stjórn-
málaflokkurinn hefur farið með
skipunarvaldið í áratugi og nær
allir dómarar landsins eru með
skipun frá sjálfstæðisráðherra
vex tortryggnin, og ekki síst þeg-
ar umsagnaraðilarnir, dómarar
og lögmenn, telja valið rangt.
Ég tel því að nú beri að stíga
skref sem skera á þessa umræðu
og þessar deilur. Þorsteinn Dav-
íðsson er skipaður dómari. Ég
efast ekki um hæfni hans til að
takast á við dómstörf og óska
honum velfarnaðar í starfi. Deil-
an snýst um að aðrir umsækj-
endur hafi verið hæfari að mati
matsnefndar og ráðherra ekki
farið eftir því. Sambærilegar um-
ræður hafa komið upp áður.
Ég ítreka hins vegar að það er
fyrst og fremst fyrirkomulag
þessara ráðninga sem er ómögu-
legt. Það er óheppilegt að vald
safnist um of á einn þátt rík-
isvaldsins. Ég tel því að þrískipt-
ing ríkisvaldsins eigi að vera
skýrari og að dómarar, bæði við
Hæstarétt og í héraðsdómi, eigi í
framtíðinni að vera skipaðir með
samþykki Alþingis.
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp þessa efnis flutt af Lúðvík
Bergvinssyni og fleirum. Ég tel
að nú beri að stíga það skref til
að skapa sátt um dómstóla lands-
ins. Framsóknarflokkurinn mun
beita sér fyrir slíkum sáttum um
nýja leið sem verði hafin yfir alla
pólitíska gagnrýni og tekur í
meginatriðum undir frumvarpið
sem fyrir Alþingi liggur.
Guðni Ágústsson
Deilur um skipan
dómara veikja
dómstólana
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
· skoðað álagningarseðilinn í Rafrænni Reykjavík fyrir árið 2008
(eftir 20. janúar nk.) og alla breytingaseðla sem koma þar á eftir.
· afpantað álagningarseðilinn og breytingaseðla í pósti.
· skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda.
· valið hvort maður vilji einn eða sex gjalddaga á fasteignagjöldunum.
· gefið upp reikningsnúmer fyrir Reykjavíkurborg að leggja inn á ef
maður ofgreiðir gjöldin eða þau lækkuð einhverra hluta vegna.
Upplýsingar og aðstoð í síma 411 1111
www.reykjavik.is
Reykjavíkurborg
Umhverfisvæn þjónusta fyrir Reykvíkinga
Rafræn birting álagningarseðla fasteignagjalda 2008 á
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur:
www.reykjavik.is