Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurGíslason fæddist á Seyðisfirði 17. des- ember 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Gísli Jónsson frá Mýrum í Hornafirði, versl- unarstjóri á Seyð- isfirði, f. 15 sept. 1882, d. 29. júní 1964, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Fáskrúðsfirði, f. 6. nóv. 1898, d. 26. okt. 1980. Al- systkini Guðmundar eru: Margrét Gísladóttir Blöndal húsmóðir, f. 30. okt. 1923, d. 11. feb. 2005, Hólm- fríður Gísladóttir talsímakona, f. 17. júlí. 1928, d. 4. jan. 2007 og Að- alsteinn Gíslason vélstjóri, f. 19. okt. 1930. Hálfsystkini Guð- mundar, börn Gísla og Margrétar Arnórsdóttur, f. á Felli í Kollafirði 9. júlí 1887, d. 19. ág. 1920 eru: Arnór S. Gíslason skipstjóri hjá skipadeild SÍS, f. 1911, d. 1992, Stefán Gíslason verslunarmaður, f. 1912, d. 1942, Séra Gunnar Gísla- son alþingismaður í Glaumbæ, f. 1914, Ragnar Eggerts skipa- smiður, f. 1915, d. 1936, og Hrefna Gísladóttir Thoroddsen húsmóðir, f. 1918, d. 2000. Hinn 30. okt. 1954 giftist Guð- mundur Jónhildi Friðriksdóttur, f. mjög virkur í bæjar-, félags- og íþróttastarfi á Seyðisfirði. Hann sat meðal annars í bæjarstjórn, sókn- arnefnd Seyðisfjarðarkirkju, var í stjórn íþróttafélagsins Hugins, sjálfstæðisfélaginu Munin og Skó- ræktarfélaginu. Skíðamennska og skógrækt var hans hugðarefni. Á yngri árum og langt fram eftir stundaði hann skíðamennsku af kappi og tók þátt í flestum mótum á Seyðisfirði og Austurlandsmótum þar til hann var kominn á fimmtugsaldurinn. Guð- mundur hélt áfram að renna sér með fjölskyldu og vinum á meðan orka leyfði. Hann hélt m.a. upp á 70 ára afmæli sitt með fjölskyldunni í brekkum Sladming í Austurríki. Mikið og óeigingjarnt starf vann hann við skógrækt á Seyðisfirði og vert er að minnast framlags hans og Emils Emilssonar, fyrrverandi kennara, til þeirrar myndarlegu skógræktar sem nú má víða sjá í hlíðum Seyðisfjarðar. Áður en ljós- myndun varð almenningseign má segja að Guðmundur hafi verið hirðljósmyndari Seyðfirðinga og ekki hafi verið margir þeir mann- fagnaðir eða fjölskylduatburðir þar sem hann var ekki kallaður til að taka myndir. Þá sýndi hann bíó við „Gamla bíóið“ og síðar Herðu- breiðarbíó til margra ára. Fyrir um 7 árum hóf Guðmundur erfiða baráttu við Alzheimers- sjúkdóminn en síðustu mánuði var hann vistmaður Hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Guðmundur verður jarðsunginn í Hjallakirkju í Kópavogi í dag, fimmtudag, klukkan 15. á Siglufirði 25. maí 1936. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Valdís innahússarkitekt, f. 28. ágúst 1954, gift Valdimari Erni Karls- syni, f. 26. des.1953. Börn þeirra eru; Snorri, Hildur og Hrönn. Barnabarn er Hilmar Freyr. 2) Friðrik sölumaður, f. 6. okt. 1959, kvæntur Guðnýju Árnadóttur, f. 14. apríl 1962. Börn þeirra eru; Sigrún Arna og Unnur. Barnabarn er Fríða Carmen. 3) Valur, f. 3. mars 1969. Mestan sinn búskap bjuggu Guð- mundur og Jónhildur á Seyðisfirði, fyrst á Austurvegi 7, en síðar Botnahlíð 35. Þar byggðu þau sér reisulegt hús og gerðu fallega lóð í útjarðri bæjarfélagsins að nátt- úrperlu, bæjarbúum og ekki síst börnum og barnabörnum til mik- illar gleði enda Seyðisfjörður heim- sóttur við hvert tækifæri. 1998 fluttu þau í Kópavog til að njóta samvistar barna og barnabarna. Eftir dvöl við Menntaskólann á Ak- ureyri 1943-1944 og í Miðnesi í Sandgerði hóf Guðmundur störf við Útvegsbankann á Seyðisfirði, síðar Landsbanka. Hann starfaði þar alla sína starfsævi, lengst af sem bankafulltrúi. Guðmundur lét af störfum 1993. Hann var alla tíð Það var í rétt fyrir jól árið 1975 að ég kom á Seyðisfjörð í heimsókn til verðandi tengdaforeldra minna í fyrsta skipti. Það hafði snjóað mikið undanfarna daga og var farið yfir Fjarðarheiðina á snjóbíl. Guðmund- ur var í vinnu í bankanum þegar ég kom á Austurveginn. Allt var á kaf í snjó og hafði ég aldrei séð annað eins fannfergi. Bíllinn var á kafi í inn- keyrslunni og sýndist mér að hann færi ekki úr henni fyrr en um vorið. Guðmundur kom heim úr bankan- um um fjögurleytið, gekk rakleitt til mín og sagðist heita Guðmundur, og því næst sagði hann með miklum ákafa: „ Ertu ekki búinn að prófa bíl- inn í snjónum, Valdi?“ Þetta er mér ofarlega í minningunni þegar ég lít til bak og rifja upp mín fyrstu kynni af tengdaföður mínum, Guðmundi Gíslasyni. Það má segja að alltaf hafi strákurinn skinið í gegn hjá Guð- mundi líkt og við okkar fyrstu kynni þó að alvaran væri ávallt skammt undan. Guðmundur vildi alltaf hafa hlutina á hreinu og anaði ekki að neinu að óathuguðu máli. Guðmund- ur hélt dagbók og þar er skráð merkileg saga hans frá unga aldri. Til dæmis er þar sagt frá því að einn daginn gekk hann með hinum strák- unum á Strandatind og renndu þeir sér niður á skíðum, þegar þeir komu niður gengu þeir inn í Fjarðarsel, seinna um daginn fór hann á skauta á lóninu og um kvöldið fór hann á rúnt- inn á bílnum. Fyrir flesta hefði það verið gott dagsverk að ganga á Strandatind. Guðmundur var góður skíðamaður og hélt meðal annars upp á sjötugs- afmælið sitt á skíðum með fjölskyld- unni í Sladming í Austurríki þar sem hann fór í allar svörtu brekkurnar og sleppti ekki degi úr þó að frostið hefði alla dag verið nálgægt 20 stig- um. Guðmundur var góður ljós- myndari og tók reyndar mikið af kvikmyndum líka. Í myndasafni hans er skráð saga Seyðisfjarðar frá miðri síðustu öld. Þegar Guðmundur og Jónhildur hugðust flytja til höf- uðborgarsvæðisins til að vera í ná- lægð við börnin sín og barnabörn sem öll voru á höfuðborgarsvæðinu, keyptum við í sameiningu hús í Kópavogi. Á þessum tíma var Guð- mundur kominn á eftirlaun og ann- aðist garðinn við húsið okkar af mik- illi natni og var hreint ótrúlegt hvað honum tókst að rækta þar. Við tók- um að okkur hundhvolp sem heitir Stulli og tókst með þeim Guðmundi mikill vinskapur. Guðmundur gekk með Stulla á hverjum degi í Kópa- vogsdalnum og eignuðust þeir marga kunningja þar á göngustígun- um því Guðmundur var einstaklega mannblendinn og gaf sig iðulega á tal við þá sem hann mætti á göngu sinni. Það var fyrir um 7 árum að Guð- mundur veiktist af Alzheimers-sjúk- dómi og var erfitt að horfa á eftir honum inn í skugga sjúkdómsins. Guðmundur dvaldi síðustu mánuðina á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og naut einstaklega góðrar umönnunar starfsfólks Sunnuhlíðar þar til hann lést 2. janúar síðastliðinn. Guð blessi minningu tengdaföður míns, Guð- mundar Gíslasonar Valdimar Örn Karlsson. Guðmundur Gíslason  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gísli Eyjólfssonfæddist í Efra- Sandgerði 12. febr- úar árið 1920. Hann lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Jóhannsson skipsstjóri, f. í Mels- húsum á Sel- tjarnanesi 12.2. 1881, d. í Sandgerði 5.1. 1933, og Gíslína Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. í Dalbæ í Gaulverjabæj- arhreppi í Árnessýslu 19.7. 1891, d. 3.9. 1959. Gísli var fjórði í systk- inaröðinni af átta börnum þeirra Gíslínu og Eyjólfs. Hin eru í ald- ursröð: Jóhann Kr., f. 12.10. 1914, d. 18.6. 2005, Ingi- björg Steinunn, f. 23.9. 1916, d. 18.12. 2000, Ása, f. 13.4. 1918, Ingj- aldur Geir, f. 29.5. 1921, lést á fyrsta ári, Gyða, f. 17.6. 1923, Skúli, f. 14.8. 1924, d. 5.12. 2000, og Garðar, f. 29.9. 1930, d. 6.3. 1994. Gísli ólst upp í for- eldrahúsum í Sand- gerði en byggði sér hús á sjötta áratugn- um á Vallargötu 15 í Sandgerði. Að lokinni starfsævi flutti hann til Reykjavíkur. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Með þessum fáeinu línum langar mig til að kveðja föðurbróður minn, Gísla Eyjólfsson. Gísli var alinn upp á miklu og fjölmennu menningarheimili í Efra-Sandgerði. Hann fæddist árið 1920, ári eftir að fjölskyldan fluttist til Sandgerðis úr Reykjavík. Faðir Gísla lést á besta aldri þegar hann var á þrettánda ári sem urðu mikil við- brigði fyrir fjölskylduna. Gísli þurfti því snemma að taka til hendinni og byrjaði ungur að vinna eins og al- gengt var á þessum árum. Eftir frá- fall föðurins fluttist fjölskyldan frá Efra-Sandgerði og byggði sér nýtt hús í Sandgerði sem nefnt var Þrast- arlundur. Í Sandgerði snerist allt um útgerð og fiskvinnslu og vann Gísli stærstan hluta starfsævi sinnar störf sem tengdust sjómennsku. Hann var á sumrin á síldveiðum fyrir Norður- landi með þjóðkunnum aflaskipstjór- um og á vetrarvertíðum í Sandgerði, ýmist á sjó eða við beitningu og aðra landvinnu sem tengdist útgerðinni. Á sjötta áratugnum byggði Gísli sér einbýlishús við Vallargötu 15 í Sandgerði en þar hófu margir sín fyrstu búskaparár. Mér er það sér- staklega minnisstætt að allir hlutir voru í röð og reglu hjá honum og allt snyrtilegt. Það var sama hvert litið var, inni í húsi eða í bílskúrnum, allir hlutir áttu sinn stað. Stundum kom það fyrir að Gísli óskaði eftir hjálp og þá var um að gera að vanda sig vel. Hann var ákaflega kröfuharður að hlutirnir væru í lagi og vel gerðir og gekk t.d. vel eftir því að ryksugað væri í öll horn og alla króka og kima. Gísli var mikið snyrtimenni og sérvit- ur og kom það oft í hlut systra hans og dætra þeirra að greiða götu hans. Margar voru ferðirnar farnar á Vall- argötuna. Pabbi átti þá oftast erindi í bílskúrinn og Gísli tók vel á móti okk- ur krökkunum. Ævinlega átti hann gos og eitthvað gott í skál. Þegar Gísli hætti til sjós árið 1967 hóf hann störf hjá Loftleiðum sem hlaðmaður og starfaði hann á þeim vettvangi þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Fljótlega flutti hann til Reykjavíkur og bjó lengst af á Afla- granda 40. Þar leið Gísla ákaflega vel og sótti félagsstarfið sem í boði var og hann hafði áhuga á. Starfsfólk og heimilisfólk á Aflagrandanum reynd- Gísli Eyjólfsson ✝ Maðurinn minn, SIGURJÓN SIGURÐSSON Læk, Skíðadal, lést sunnudaginn 6. janúar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina á Dalvík. Elínborg Gunnarsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Birgisvík, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Vigdís R. Viggósdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Lilja Viggósdóttir, Magnús Þór Indriðason og ömmubörn. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir okkar, RÍKHARÐUR HJALTI PÁLSSON, Gonderange, andaðist á heimili sínu í Lúxemborg laugardaginn 5. janúar. Upplýsingar um útförina verða birtar á heimasíðunni http://web.mac.com/indridipalsson. Páll Herbert Þormóðsson, Indriði Viðar Pálsson, Kjartan Thor Pálsson, Anna Theresa Pálsdóttir. ✝ HARALDUR JÓNSSON frá Jörfa, Víðidal, lengst af búsettur á Laufásvegi 5, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 3. janúar á Heilbrigðis- stofnuninni á Hvammstanga. Útför hans verður gerð frá Melstaðarkirkju laugar- daginn 12. janúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Þingeyrakirkjugarði. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðursystir okkar, ELÍNBORG JÓHANNSDÓTTIR frá Krossi, Óslandshlíð, Freyjugötu 40, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 8. janúar. Þóra Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Jón Aðalsteinn Jónasson, Sveinn Gretar Jónsson, Jónas R. Jónsson, Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jón Aðalsteinn Sveinsson, Margrét Ragna Jónasardóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Helga Gabríela Sigurðardóttir, Ásta Sigríður Sveinsdóttir, Birta Hlín Sigurðardóttir, Sigurður Karl Guðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.