Morgunblaðið - 10.01.2008, Qupperneq 36
■ Í kvöld kl. 19.30
Ungir einleikarar
Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Flutt
verða verk eftir Prókofíev, Debussy, Sibelius og Wieniawski.
Einleikararnir eru Arngunnur Árnadóttir, klarinettuleikari,
Theresa Bokany, fiðluleikari, Hákon Bjarnason, píanóleikari
og J. Páll Palomares, fiðluleikar. Stjórnandi er Kurt Wahlander.
■ Fim. 17. janúar kl. 19.30
Söngvar ástar og trega
Rannveig Fríða Bragadóttir syngur hina óviðjafnanlegu
Rückert-söngva Mahlers.
■ Fim. 24. janúar
Tónleikar á Ísafirði í tilefni af 60 ára afmæli tónlistarskólans.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Ég held að við séum
flest margar persónur
í einni … 39
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG var heiðursgestur á tónleikum
Sálarinnar og Stuðmanna í fyrra, og
þetta er í rauninni framhald af því,“
segir Björgvin Halldórsson sem ætl-
ar að halda tónleika í Cirkusbygn-
ingen í Kaupmannahöfn á sum-
ardaginn fyrsta, 24. apríl. „Þarna
eru allar helstu sýningarnar í Kö-
ben, og þarna eru meira að segja stí-
ur fyrir fíla og gíraffa sem henta
mjög vel fyrir okkur. Þannig að í lok-
in á sýningunni get ég sent inn fílana
og tígrisdýrin,“ segir Björgvin og
hlær. „En tónleikarnir verða helvíti
flottir, þetta verður svona sérhönn-
uð útgáfa af tónleikunum mínum
með Sinfóníunni. Þarna verður hell-
ingur af gestum, meðal annars Svala
dóttir mín, Sigríður Beinteinsdóttir,
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson. Svo verður sama
ryþmasveit og var með mér á jóla-
tónleikunum, auk 20 manna
strengjasveitar úr Konunglegu óp-
erunni í Köben. Við megum ekki
flytja allt inn, við verðum að vinna
eitthvað með Dönunum líka.“
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum
verður Þórir Baldursson, en boðið
verður upp á þriggja rétta matseðil,
og dansleik á eftir. Miðasala er hafin
og segir Björgvin að allt stefni í að
uppselt verði á tónleikana. „Það er
stór hópur Íslendinga að koma frá
Íslandi, en líka frá Noregi og Sví-
þjóð, og auðvitað frá Danmörku. Svo
ætla einhverjir Danir að koma, og
meira að segja Íslendingar frá
Spáni.“ Allar nánari upplýsingar má
finna á www.koben.is.
Bó dregur að í Köben
Morgunblaðið/Eggert
Dúett Sigga Beinteins er á meðal þeirra sem koma fram með Bjögga.
Sú ráðlegging
fylgdi frétt um yf-
irvofandi heim-
sókn kvennaflag-
arans Tommy
Lee, að feður
landsins ættu að
halda dætrum sínum innanhúss á
meðan á heimsókn hans stæði. Nú
þykir þeim sem þetta ritar líklegt
að kvenpeningur landsins blindist
ekki af stjörnubjarmanum, því tæp-
ast telst Lee til vænlegs karlsefnis
ef marka má íslenska rokkstjörnu,
sem kynntist trommaranum ágæt-
lega. Hið sama verður þó ekki sagt
um hinn hug-
prúða mexíkóska
leikara Gael
García Bernal
sem væntanlegur
er til landsins í
dag til að taka
þátt í æfingum
fyrir leikritið Tillsammans sem
Vesturport sýnir í samstarfi við LR
í febrúar.
Nú þegar er hin ægifagra
spænska leikkona, Elena Anya
mætt til æfinga með leikhópnum en
hana má m.a. sjá í ævintýramynd-
inni Van Helsing þar sem hún leik-
ur eina af blóðþyrstum hjákonum
Drakúla greifa.
Í gær var á þessum stað í blaðinu
sagt frá for-
dæmalausri út-
rás Vesturports.
Svo mörg verk
eru á dagskrá
hópsins að ekki
er furða þó ým-
islegt skolist til.
Þannig var ranglega sagt frá því að
Woizeck yrði sýnt í London í næstu
viku þegar það er í raun sýningar á
Hamskiptunum sem hefjast í The
Lyric Hammersmith-leikhúsinu í
vesturhluta London. Í sömu borg
verður söngleikurinn Ást einnig
sýndur með enskum leikurum í maí
en þar fyrir utan fyrirhugar Vest-
urport leikferðir til Írlands, Mexíkó
og Tasmaníu svo eitthvað sé nefnt.
Gael García Bernal
til landsins í dag
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
NEMENDUR Menntaskólans við Sund ráðast
ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í leik-
ritavali þetta skólaárið. Um miðjan febrúar
frumsýnir Thalía, leikfélag skólans, leikritið
Stjörnustríð í leikstjórn Halldórs Gylfasonar og
Orra Hugins Ágústssonar.
„Ég leikstýrði nemum í Menntaskólanum við
Sund í fyrra ásamt Sigurjóni Kjartanssyni. Þá
var sett upp verkið Rómeó og Júlíus sem nem-
endur sömdu sjálfir frá grunni. Á einni æfing-
unni kom einhver með þá hugmynd að setja upp
Star Wars en það var bara hlegið að því. Svo
báðu þau mig aftur að leikstýra í vetur og þá
kom þessi Star Wars-hugmynd upp aftur og allir
sögðu bara auðvitað,“ segir Halldór Gylfason
spurður út í hvaðan hugmyndin að því að setja
upp leikverk byggt á Star Wars kvikmynd kom.
Handritið að verkinu var unnið af hópi nem-
enda með aðstoð Halldórs.
„Við einbeittum okkur að elstu Star Wars-
myndinni, þeirri sem var gerð árið 1977. Við tök-
um atriði og söguþráð úr henni en einblínum
meira á mannlega þáttinn en er í sjálfri mynd-
inni. Við sýnum jafnvel tilfinningahlið á Svart-
höfða. Bardagar og geimurinn eru aukaatriði,
verkið gerist samt auðvitað í geimnum og bar-
dagasenur koma fyrir. Star Wars er í raun og
veru svolítið eins og grískur harmleikur og við
erum að sjá söguna í því,“ segir Halldór og tekur
fram að þau séu samt að fíflast svolítið með
þetta. „Stefnan er að gera verkið skrítið og
skemmtilegt. Við vildum ekki setja upp hefð-
bundinn strákur hittir stelpu menntaskólasöng-
leik heldur frekar einbeita okkur að baráttu hins
góða og illa.“
Uppsetningin verður þó í áttina að söngleik
því inn í allt saman fléttast svo lög og dansar.
„Þetta eru lög héðan og þaðan, frá ýmsum ára-
tugum sem við búum til nýjan texta við sem passa
inn í söguna í leikverkinu. Tónlistin verður svo-
lítið stafræn og geimleg.“
Ekki mikill aðdáandi
Um þrjátíu nemendur MS taka þátt í uppfærsl-
unni og segist Halldór hafa mjög gaman af því að
leikstýra þeim. „Þetta eru skemmtilegir krakkar
sem eru til í allt. Þau vinna líka uppsetninguna
sjálf, ég og Orri erum einu atvinnumennirnir
sem koma að þessu.“
Aðspurður segist Halldór ekki vera mikill Star
Wars-aðdáandi. „Ég verð að játa það að áður en
ég tók þetta að mér hef ég forðast svona myndir
utan úr geimi, mér finnst þær svo mikil vitleysa.
Ég sá reyndar fyrstu Star Wars-myndina í bíó á
sínum tíma, ekki orðinn tíu ára, og smitaðist smá
af Star Wars-æðinu sem gekk þá en ég óx upp úr
því.“
Söngleikurinn Stjörnustríð
Tilfinningahlið Svarthöfða dregin fram í uppsetningu Menntaskólans við Sund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjörnustríðshópurinn Orri og Halldór leikstýra nemendum Menntaskólans við Sund í skólaleikritinu í ár sem er byggt á Star Wars.