Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Viðskiptavinir, sem greiða
með korti frá SPRON, fá
20% afslátt
af miðaverði á myndina
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
Bobby Green snéri baki við fjölskyldu sinni, en þarf nú
að leggja allt undir til að bjarga henni undan mafíunni.
Dagbók fóstrunnar
SÝND Í REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum
frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr
Die Hard 4.0 í fantaformi.
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
SÝND Í REGNBOGANUM
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
Duggholufólkið kl. 4 - 6 B.i. 7 ára
Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
The Nanny Diaries kl. 5:40 - 8 - 10:20
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 4 - 6
Alvin and the C.. m/ensku tali kl. 8 - 10
I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára
We own the night kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 8 - 10:10
Dan in real life kl. 5:45
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
- Kauptu bíómiðann á netinu -
The Nanny Diaries kl. 8 - 10
The Golden Compass kl. 8 - 10 B.i. 10 ára
Alvin og íkornarnirm/ísl. tali kl. 6
Duggholufólkið kl. 6 B.i. 7 ára
eee
- A.S. MBL
eee
- V.J.V., TOPP5.IS
eee
- T.S.K. 24 STUNDIR
Stórskemmtileg gamanmynd
með Scarlett Johansson í aðalhlutverki
sem fóstra hjá ríka liðinu í New York
og lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist!
EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
eeee
- H.J. MBL
eee
- A.F.B. 24 STUNDIR
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„ÉG get eiginlega ekki sagt að
þetta sé innsetning, þetta er
„object“, teikning og vídeó,“ segir
Ingirafn Steinarsson myndlist-
armaður um sýningu sem hann
opnar í dag kl. 17 í D-sal Listasafns
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Teikn-
ingin er stór, u.þ.b. sex metrar á
lengd og 1,5 á hæð, í vídeóinu er
fjallað um fagurfræði og pólitík og
„object-ið“, eða hluturinn, er plex-
íglerverk sem býr til sápufroðu.
„Þetta er vél sem er tengd við
helíum þannig að froðan leitar upp
á við,“ útskýrir Ingirafn fyrir
blaðamanni, ekki búinn að koma
verkunum fyrir þegar viðtalið var
tekið í gær. Í vídeóinu sést Ingirafn
mála þekktasta hústökuhús Óslóar
hvítt, eða þar til honum líst ekki á
blikuna eftir samtal við hústöku-
mann og ákveður að hætta því og
yfirgefa svæðið. „Ég ræðst á fag-
urfræði pönkaranna sem þeir
tengja við hugmyndafræði sína og
framkvæmi eiginlega þeirra hug-
myndafræði á mínum fag-
urfræðilegu forsendum. Þeir voru
búnir að mála húsið svart og ég
mála það hvítt.“
Stórt, handteiknað verk á sýn-
ingunni byggist á frjálslegri tækni-
teiknunaraðferð sem brýst út í
ákaflega smágerðu flúri sem virkar
skipulagt við fyrstu sýn. Hún er
ekki unnin eftir stífum reglum en
hefur þó tækniteiknunarútlit. Ingi-
rafn segir fagurfræði þekkingar í
sem víðustum skilningi vera inntak
sýningarinnar.
Bekenndu ekki verkið
Ingirafn nam myndlist við fjöl-
tæknideild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands á árunum1996-9,
þá við listaháskóla í Vín árið 2003
og fór þaðan beint til Malmö þar
sem hann hlaut meistaragráðu í
myndlist árið 2006. Ástæðan fyrir
því að hann var þrjú ár í meist-
aranámi en ekki hin hefðbundnu
tvö er sú að lokaverkefni hans var
ekki viðurkennt af skólayfir-
völdum.
„Þeir bekenndu ekki útskrift-
arverkið mitt, ég þurfti að gera það
aftur,“ segir Ingirafn kíminn. Hann
hélt partí í galleríi skólans, það var
útskriftarverkefnið, fjallað um
partísögu skólans. Ingirafn segir
það alltaf heilmikið mál að halda
partí í skólanum, það sé eiginlega
bannað. „Ég olli þeim svo miklum
vandræðum að þeir vildu valda mér
vandræðum í staðinn.“ Verkið hafi
bara orðið betra fyrir vikið.
Ráðist á fagurfræði
pönkaranna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svart og hvítt Myndlistarmaðurinn Ingirafn Steinarsson opnar í dag sýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur.
TÓNLEIKARÖÐ Hins Hússins,
Fimmtudagsforleikur, hefst að nýju í
kvöld kl. 20. Þá stíga á svið hljóm-
sveitir þrjár, allar skemmtilega
skírðar: Narfur, Brimrót og Númer
núll. Menn þurfa að hafa náð 16 ára
aldri til að fá inngöngu og krafa gerð
um að allir séu allsgáðir.
Narfur var stofnuð 1. desember
2005 af þeim Teiti og Ella, sem líkt
og svo margir ungir tónlistarmenn
hömuðust á hljóðfærum sínum í bíl-
skúr. Steini bættist síðar í hópinn
sem gítarleikari, síðan bassaleik-
arinn Fúsi og trommarinn Skúli, eins
og segir á Myspace-síðu sveit-
arinnar. Narfur segist þar spila „sto-
ner/Indie/Psycadelic“ rokktónlist. Þá
hefur fiðluleikari einnig slegist í hóp-
inn. Sveitin keppti í Global Battle Of
The Bands á Gauki á Stöng í fyrra.
Hljómsveitin Brimrót keppti einn-
ig í fyrra en þó í öðru, Músíktil-
raunum, og þótti Árna Matthíassyni
sveitin leyfa einfaldleikanum að ráða,
„gera það sem þurfti og svo ekki
meira“, eins og segir í umfjöllun hans
í fyrra. Hann lýsir sveitinni sem
klassísku rokktríói með fínum gít-
arleik, þéttum bassa og traustum
trommum.
Hljómsveitin, eða tríóið, Númer
núll spilaði á Iceland Airwaves í
fyrra. Sveitin blandar saman á kraft-
mikinn hátt poppi, pönki, metal og
gamaldags rokki og róli. Sveitin var
stofnuð árið 2004 og hefur leikið á
börum og öðrum tónleikastöðum í
Reykjavík upp frá því auk þess að
spila í ýmsum plássum úti á landi. Á
vefsíðu Iceland Airwaves segir að
krafturinn hafi verið svo mikill í
sveitinni á Hvammstanga að gestir á
ónefndum tónleikastað hafi þurft að
fara út með borð og stóla og beðið
þar eftir að tónleikum lyki. Þó þótti
þeim tónlistin góð, hörfuðu undan
kraftinum.
Að þessu sögðu ætti að vera ljóst
að engin lognmolla verður í Hinu
húsinu í kvöld og þá sakar heldur
ekki að aðgangur er ókeypis. Tón-
leikaröðin er hugsuð sem vettvangur
fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25
ára til að koma tónlist sinni á fram-
færi jafnframt því að fá reynslu í því
að sjá um tónleika.
Hitt Húsið útvegar aðstöðu og
tækjabúnað til tónleikahalds og býr
með því til vettvang í samstarfi við
ungt tónlistarfólk þar sem að það
getur öðlast reynslu í öllum hliðum
þess að sjá um tónleika og því að
koma tónlist sinni á framfæri. Gengið
er niður í kjallara Austurstræt-
ismegin.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Eyrbekkingar Narfur á Músíktilraunum í fyrra.
Fimmtudagsforleikur hefst á ný