Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 39 „‘I AM LEGEND’ ER MÖGNUÐ SPENNUMYND. MÆTTU MEÐ EINHVERJUM SEM ÞÚ MÁTT HALDA Í HENDINA Á" THELMA ADAMS US WEEKLY eeee „...FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI SPENNU“ „...EIN BESTA AFÞREYING ÁRSINS.“ -S.V. MBL Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 8 og 10 ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! eee FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG - DÓRI DNA. D.V. Sýnd kl. 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 5, 8 og 10:30 STÆRSTA ÆVINTÝRI VETRARINS ER UM ÞAÐ BIL AÐ HEFJAST. VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG. Sýnd kl. 5, 8 og 10:15 Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í USA Í DESEMBER. eee - S.V. MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T., RÁS 2 Þetta er frumleg, úthugsuð, vönduð og spennandi barna- og fjölskyldumynd, besta íslenska myndin af sínu tagi. eeee - B.S., FBL „...ein besta fjölskyldu- afþreyingin sem í boði er á aðventunni” eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni”DAN Í RAUN OG VERU S T E V E C A R E L L SÝND Í REGNBOGANUM -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Kauptu bíómiða í Háskólabíó á SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABIÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Stærsta kvikmyndahús landsins eee „...Raunsæ, hugljúf og angurvær í senn“ -T.S.K., 24 Stundir EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. eee - S.V. MBL „Gamandrama sem kemur á óvart“ -T.S.K., 24 Stundir NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA . The Nanny Diaries kl. 5:40 - 8 - 10:20 The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára I am legend kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára We own the night kl. 10:30 B.i. 16 ára Duggholufólkið kl. 6 B.i. 7 ára Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 6 Það er heldur óvenjulegt að fara á ævi-sögulega kvikmynd um heimsþekktapersónu án þess að verða mikils vísari um ævi hennar og störf. Kvikmynd, sem vekur fleiri spurningar en hún svarar, gerir mann mun forvitnari en áður um þessa tilteknu manneskju, skoðanir hennar og ævi. Sú varð þó reynsla mín af hinni stórundarlegu, skemmtilegu en þó heldur of löngu I’m not there, verki bandaríska leikstjórans Todd Haynes, þar sem Bob Dylan er viðfangsefnið. Haynes samdi jafnframt handritið og það er engum blöðum um það að fletta að hann er vel að sér í Dylan-fræðum og mér skilst að það sé afrek út af fyrir sig að Dylan hafi leyft honum að gera þessa mynd.    Myndin er eiginlega ráðgáta út í gegn, sér-staklega fyrir fólk eins og mig sem veit ósköp lítið um Dylan annað en það allra helsta, þekkir þekktustu lögin hans en á ekki allt plötusafnið, hefur aldrei lesið bók um hann, hvað þá margar bækur. En mér skilst að jafn- vel fyrir þeim sem stúderað hafa Dylan sé hann nokkur ráðgáta og því hlýtur frásagn- arstíllinn í I’m not there að henta efninu full- komlega. Þó svo myndin sé á köflum pirrandi og ill- skiljanleg þá er hún allrar athygli verð fyrir stílinn og hvað hægt er að gera við ævisögu- formið í kvikmyndum. Mýmargar myndir hafa verið gerðar um hina og þessa 20. aldar menn sem ollu straumhvörfum í mannskynssögunni, ekki þá síst fræga Bandaríkjamenn. Oftast nær fær maður ævisöguna í tímaröð, frá vöggu til grafar, helstu atriði tekin fyrir en oftar en ekki lítið sem situr eftir að kvikmynd lokinni. Oft rembast leikarar og leikstjórar við að láta allt líta út eins og það gerði á þeim tíma sem fjallað er um, finna leikara sem er líkur fyrirmyndinni, láta hann ganga eins, tala eins, hegða sér eins og þar fram eftir götunum (t.d. hin leiðinlega og langdregna Ali, um hnefa- leikakappann Muhammad Ali). Þessu er al- gjörlega umturnað í I’m not there og titillinn er sannarlega lýsandi fyrir innihaldið: Dylan er ekki þarna (en er þó þarna!) Það er engin glans- mynd af tónlistarmanninum dregin upp; rót- laus, erfiður í samstarfi, skapvondur, erfiður í sambúð, illskeyttur í viðtölum o.s.frv. Nálgun Haynes er snilldarbragð að því leyti að hún minnir áhorfendur (heldur betur) á að enginn er allur þar sem hann er séður. Hvenær er ég ég? Ég held að við séum flest margar persónur í einni, breytumst í sífellu jafnt í útliti og skoð- unum. Þannig er Dylan allt í senn skáldið Arth- ur Rimbaud; 11 ára þeldökkur drengur að nafni Woody (tenging við aðdáun Dylans á Woodie Guthrie); söngvaskáldið Jack Rollins sem hefur ferilinn sem hetja, hrapar af stjörnuhimninum og endar sem hallærislegur predikari í lítilli sveitakapellu; kvikmyndastjarnan Robbie sem lætur frægðina stíga sér til höfuðs sem verður til þess að eiginkonan yfirgefur hann með börn þeirra tvö; Billy, flækingur í villta vestrinu (Dyl- an lék í og samdi tónlist fyrir mynd Sam Peck- inpah, Pat Garrett and Billy the Kid) og síðast en ekki síst Jude (leikinn af Cate Blanchett af mikilli snilld), sem er í raun sú útgáfa sem mest líkist Dylan, bæði í útliti og tali.    Kvikmyndagagnrýnandi Guardian segirskemmtilega sögu af Dylan í umfjöllun sinni um myndina. Breski spjallþáttarstjórnand- inn Michael Parkinson hafi setið að snæðingi á veitingahúsi í Ástralíu og séð Dylan. Parkison hafði lengi vel reynt að fá Dylan í þáttinn en án árangurs og ákveður að reyna að ræða við hann. Hann gengur að borði Dylans, hallar sér að honum og segir: „Hr. Dylan, ég …“ en Dylan er eldsnöggur til og hreytir í hann: „Hann er ekki hérna“. Þar með lauk spjallinu. Dylan vildi, eðlilega, fá að borða í friði. „Hann er ekki hérna“ AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Lagskiptur Dylan Bale leikur söngvaskáldið Jack Rollins sem hefur ferilinn sem hetja. helgisnaer@mbl.is »Nálgun Haynes er snilld-arbragð að því leyti að hún minnir áhorfendur (heldur bet- ur) á að enginn er allur þar sem hann er séður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.