Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÞÓTT nóg sé af snjó á höfuðborg-
arsvæðinu tókst ekki að opna
skíðasvæðið í Bláfjöllum í vikunni.
Mannekla háði skíðasvæðinu en
þótt margir hafi boðið sig fram til
aukastarfa vantar enn fast starfs-
fólk.
Magnús Árnason, fram-
kvæmdastjóri skíðasvæðisins, seg-
ir að til að hægt eigi að vera að
reka svæðið með góðu móti þurfi
10 til 13 manns að vera í fastri
vinnu við skíðalyfturnar. Þeir séu
nú þrír. „Ég get með herkjum opn-
að eina skíðalyftu með mínu fasta
fólki.“ Nokkuð af fólki var við
vinnu á skíðasvæðinu í gær en flest
er ekki fastir starfsmenn. „Auka-
fólkið kemst þegar það kemst en
þá er mjög erfitt að manna virka
daga og kvöldin. Kannski auðveld-
ara um helgar.“
Verið er að leggja lokahönd á
þjónustusamning um uppsetningu
og rekstur snjóframleiðslukerfis í
Bláfjöllum en slíkt gæti fjölgað
verulega þeim dögum sem opið
væri. Er sú framkvæmd næsta
skrefið í uppbyggingu svæðisins.
Magnús segir að forsenda þess
að hægt verði að framleiða snjó í
Bláfjöllum sé að setja upp snjó-
girðingar til að minnka fok. Þær
verði reistar í sumar, burtséð frá
því hvort ákveðið verði að hefja
snjóframleiðslu á skíðasvæðinu.
Þrír fastamenn í Bláfjöllum
Lokað í Skálafelli
og skert starf-
semi í Bláfjöllum
Árvakur/Árni Sæberg
Lokað Mannekla kemur í veg fyrir að fleiri lyftur í Bláfjöllum séu opnar.
Í HNOTSKURN
»Skyndilokun var í Bláfjöll-um í gær vegna hvassviðris
en þá stefndi í að veður yrði
gott í dag, sunnudag.
»Þar til mönnunarmál batnaí Bláfjöllum verður lokað í
Skálafelli.
„VIÐ leggjum höfuðáherslu á að
Frístundakortinu er ætlað að
auka jöfnuð meðal barna og ung-
linga í borginni varðandi þátt-
töku í skipulögðu félags-, menn-
ingar, og íþróttastarfi,“ segir
Sólveig Valgeirsdóttir, verk-
efnastjóri Frístundakorts hjá
ÍTR. Nýtt tímabil kortsins er nú
hafið og mun upphæðin tvöfald-
ast og nemur nú 25.000 krónum
á barn.
Nú er unnið að því að kynna
kortið í hverfum borgarinnar og
verður ýmsum verkefnum hrund-
ið af stað, meðal annars aukinni
kynningu á meðal innflytjenda.
Sólveig og Björn Ingi Hrafnsson,
formaður ÍTR, hittu félaga úr
sundfélaginu Ægi við Laug-
ardalslaugina í gær, en nærri all-
ir félagar Ægis nýttu sér Frí-
stundakortið á síðasta ári. Árvakur/G. Rúnar
Frístunda-
kortin jafna
tækifærin
Upphæð styrks ÍTR til frístundastarfs barna í Reykjavík tvöfaldast
TÖLUVERÐ umræða fer nú fram
um hvað gera megi við húsin á
Laugavegi 4-6 gangi friðun þeirra
eftir. Björn G. Björnsson, leik-
mynda- og búningahönnuður og
stjórnarmaður Leikminjasafns Ís-
lands, hefur viðrað þá hugmynd að
Laugavegur 6 gæti verið kjörin stað-
setning fyrir Leikminjasafnið.
„Leikminjasöfn eru með skemmti-
legustu söfnum hvarvetna,“ segir
Björn og nefnir söfn í Englandi og
Finnlandi sem dæmi. „Þar fær skóla-
fólk innsýn í sögu sviðslista, börn fá
að bregða sér í búninga og gervi og
haldið er úti margvíslegri og fróð-
legri starfsemi með útgáfu, sýning-
um og annarri miðlun.“ Lifandi miðl-
un og lítið kaffihús með nýtingu á
bakgarði hússins gæti skapað mikla
og góða stemningu á svæðinu. „Ís-
lendingar halda alltaf að söfn þurfi
að vera leiðinleg en svo þarf ekki að
vera.“ Nýlega hafi verið fjallað um
að Stefanía Guðmundsdóttir, ein
fremsta leikkona Íslendinga, hefði
fæðst í húsinu og aðrir frægir leik-
arar úr leiklistarsögu Íslands ættu
margvísleg tengsl við húsið.
Hefur Björn viðrað hugmyndina
við ýmsa innan borgarkerfisins og
fengið jákvæð viðbrögð.
Vill Leikminja-
safnið í húsið
Íslendingar van-
meta lífið sem
getur fylgt söfnum
Árvakur/Ómar
Safn? Var búð, gæti orðið safn.
„ÉG TEK undir það að það þarf að auka gæða-
eftirlit og gæðakröfur í skólunum,“ segir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra um þá niðurstöðu
stjórnsýsluúttektar Ríkis-
endurskoðunar á Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga og
grunnskólunum, að gæða-
eftirliti sé ábótavant í skól-
unum.
„Það er alveg ljóst og ég
hef sagt það að mikilvæg-
asta hlutverkið núna í ráðu-
neytinu er gæðaeftirlitið og
það á að auka það á öllum
stigum. Það höfum við verið
að gera á rannsóknarstiginu og á framhalds-
skólastiginu og þurfum að gera það á grunn-
skólastiginu.
Á þessu er einmitt meðal annars verið að
taka í nýjum frumvörpum sem eru til með-
ferðar í þinginu, í grunnskólafrumvarpinu og
framhaldsskólafrumvarpinu. Þetta er alveg í
takt við það sem ég hef verið að segja.
Við erum að fjárfesta mjög mikið í kerfinu.
Bæði sveitarfélögin og ríkið og allir sem koma
að skólakerfinu hafa mikinn metnað til að fá
sem mest út úr því þannig að við verðum á
meðal fremstu þjóða í heimi varðandi mennt-
un, nýsköpun og þekkingu. Þá þurfum við að
hafa og koma upp öflugu eftirlitskerfi og það er
hægt að gera með margvíslegum hætti.“
Ekkert ferli fyrir hendi til að grípa inn í
Í úttekt Ríkisendurskoðunar segir að vís-
bendingar séu um að fáeinir grunnskólar skeri
sig úr að því leyti að árangur nemanda sé end-
urtekið langt undir meðaltali og að þrátt fyrir
eftirlitsskyldu menntamálaráðuneytisins sam-
kvæmt lögum sé ekkert ferli fyrir hendi sem
grípi inn í þegar ástæða sé til. Jöfnunarsjóð-
urinn geti nýst til að styrkja það ferli.
Einkar mikilvægt
að auka gæðaeftirlit
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
KRISTJÁN Möller sam-
gönguráðherra ætlar
ekki að tjá sig um ólíka
afstöðu Vegagerðarinnar
og meirihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur til
þess hvaða leið skuli far-
in við lagningu Sunda-
brautar, að sögn aðstoð-
armanns hans, Róberts
Marshall. Ráðherrann
gæti ekki tjáð sig um mál
sem hann ætti eftir að úrskurða um.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í
gær er Vegagerðin hlynnt svokallaðri
eyjalausn sem talin er níu milljörðum
króna ódýrari en að leggja hluta Sunda-
brautar í jarðgöng.
Vill ekki tjá sig
um Sundabraut
Kristján
Möller
FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ Nova telur aug-
ljóst að Síminn hafi brotið samkeppnislög og
reyni að hindra innkomu Nova á íslenskan far-
símamarkað. Hefur fyrirtækið
kært Símann til Samkeppnis-
eftirlitsins fyrir brot á sam-
keppnislögum.
Tilefni kærunnar er hækkun
Símans á verði á símtölum frá
viðskiptavinum Símans í far-
símakerfi NOVA. Vísar fyrir-
tækið til 11. gr. samkeppnislaga
í kærunni á hendur Símanum.
Telur Nova að með því að
hækka verð á símtölum til eins
samkeppnisaðila brjóti Síminn
samkeppnislög. Byggist kæran á ákvæði sam-
keppnislaga um bann við samkeppnishömlum.
Segir í tilkynningu frá Nova að Síminn telji sér
augljóslega ógnað með innkomu Nova á mark-
að og beiti markaðsráðandi stöðu sinni á ólög-
mætan hátt til að hindra nýja samkeppni. Far-
símamarkaðurinn á Íslandi hafi til þessa
einkennst af stöðnun og hárri verðlagningu.
Innkoma Nova hafi aftur á móti
nú þegar haft áhrif til hins betra.
Sérlega alvarlegt
Telur fyrirtækið brot Símans
vera sérlega alvarlegt í ljósi þess
að þegar Síminn tilkynnti verð-
hækkun sína í farsímakerfi Nova
hafi Síminn látið í veðri vaka að
Nova réði þeirri verðlagningu.
Síminn geti ekki skýlt sér á bak
við samkeppnisaðila þegar fyrir-
tækið ákveður að hækka verð til
eigin viðskiptavina og mismuna aðilum á mark-
aði. Verðhækkun Símans sem vísað er til í kær-
unni tók gildi 15. desember 2007 en Nova kom
inn á íslenska farsímamarkaðinn tveimur vik-
um fyrr.
Nova kærir Símann
Telja Símann reyna að hindra innkomu Nova á far-
símamarkaðinn og brjóta þannig samkeppnislög
AÐSTOÐA þurfti ökumenn nokkurra bif-
reiða á Melrakkasléttu aðfaranótt laug-
ardags, eftir mikinn skafrenning á veg-
unum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík
þurfti að aðstoða ökumenn á leiðinni til
Raufarhafnar og Þórshafnar sem urðu
strandaglópar í ófærðinni og voru nokkrir
bílar skildir eftir á vegunum.
Fastir í blindhríð