Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skráning á www.gbergmann.is og í síma 690-1818
Takm
arkað
ur fjö
ldi!
Námskeiðið er í þremur hlutum 29.,31. janúar og 3.febrúar.
Verð kr. 27.900
Þú getur
staðið upp og talað
Lærðu að byggja upp sjálfstraust
og tæknilegan grunn til að standa upp
og tala, við hvaða tilefni sem er.
Guðjón veitir frábærar leiðbeiningar
með greinargóðri framsetningu sem
allir geta tileinkað sér. Hrein snilld!
Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur
þau séu úti í eyju og verða að bíða eft-
ir að það fjari út svo þau geti hjólað
aftur til baka,“ segir Kristín.
100 km hjólaferð
Sjöundi bekkur fer í hefðbundna
skólabúðaferð að Reykjum í Hrúta-
firði en þegar komið er upp í 8. bekk
færist heldur betur alvara í leikinn.
Þá leggja nemendur í fjögurra daga
göngu um Laugaveginn, milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur, um 53
km langa leið. Í 9. bekk hjóla nem-
endur síðan um 100 kílómetra leið frá
Landmannahelli, í Landmannalaug-
ar, austur Fjallabak nyrðra og niður
Skaftártungu.
Tíundi bekkur byrjar sitt skóla-
starf að hausti með því að hjóla hluta
af Fjallabaki syðra, frá Laufafelli að
Hvanngili og síðan niður í Fljótshlíð,
alls um 60 kílómetra langa leið.
Í hálendisferðunum er gist í skál-
um og farangur fluttur á milli auk
þess sem rúta fylgir í hjólaferðunum.
„Hjólaferðirnar eru mjög vinsælar.
Það er svo mikill leikur að vera á
hjóli, hjóla á fullu niður brekku, lenda
út í á og detta kannski. Það er mjög
mikilvægt fyrir unglinga á þessum
aldri að upplifa að það er leikur að
vera uppi á fjöllum. Það er líka mik-
ilvægt að þau upplifi þann sigur að
hafa hjólað hundrað kílómetra eða
gengið 50 kílómetra,“ segir Kristín.
Á fjöllum hafa menn alltaf lært
mikið um lífið sjálft og krakkarnir
gera það svo sannarlega. „Þau koma
að einhverri brekku sem virðist vera
töluvert erfið en smátt og smátt kom-
ast þau upp. Og við kennararnir töl-
um um þau að svona sé lífið, maður
kemur að erfiðleikum og byrjar að
takast á við þá og sigrast á þeim að
lokum,“ segir Kristín.
Mikil áhersla er lögð á samvinnu
alls hópsins og þess er vel gætt að
enginn dragist aftur úr og telji sig
vera „tapara“ fyrir vikið. „Það er allt-
af svo góð stemning í þessum ferðum.
Það þarf ekkert að vera að vesenast
við að skammast. Krakkarnir fá líka
ofboðslega útrás í ferðunum og eru
bara sofnuð klukkan 10 eða 11, þreytt
eftir daginn.“
Það er töluverð áskorun að fara í
sína fyrstu hálendisferð, sérstaklega
fyrir 12-13 ára gamla nemendur í 8.
bekk. „Þau eru í rauninni að undirbúa
sig frá því þau gista í skólastofunni í
sex ára bekk. Hvernig maður hagar
sér, hvernig maður passar dótið sitt
og að þau þurfa að hjálpast að,“ segir
Kristín. Þá ræðir hún ítarlega við
nemendur um útbúnað og útbún-
aðarlisti er sendur á heimilin. „Fyrst
þegar við byrjuðum á þessu var mikil
vinna fólgin í því að veita upplýsingar
um útbúnaðinn. En núna er eins og
reynslan fari á milli árganga. Krakk-
ar spyrja krakka. Og þau eru búin að
læra að það borgar sig að vera al-
mennilega klæddur.“
Kristín kennir ekki rötun og korta-
lestur enda ekki beinlínis þörf á slíku
því nemendur eru ávallt með leið-
sögn. „Fyrst til að byrja með var ég
mikið að segja þeim hvar þau væru,
sýna þeim kort og svoleiðis. En þeim
er svo nákvæmlega sama hvar á land-
inu þau eru stödd. Ég er alveg hætt
að svekkja þau á einhverjum örnefn-
um, þau njóta þess bara að vera á
staðnum.“
Verða betri vinir
Hinir verklegu þættir útivist-
arinnar, ef svo mætti kalla, eru ekki
það mikilvægasta að mati Kristínar,
heldur félagslegi þátturinn. „Þau
segja sjálf að þau verði betri vinir í
ferðunum og að hópurinn þéttist. Ég
vil líka leyfa þeim að finna til sigurtil-
finningar og stolts. Þetta finnst mér
vera aðalmálið,“ segir hún.
Það sé líka mikilvægt að krakk-
arnir finni að það sé gaman á fjöllum
og að fjallaferðir séu á færi allra, ekki
bara einhverra fjallakappa.
Og hjá sumum nemendum kviknar
hin illlæknanlega fjallabaktería í
skólaferðunum, það hefur Kristín
heyrt frá gömlum nemendum.
Þótt undarlegt megi virðast var
Kristín ekki mikil útivistarmanneskja
áður en hún hóf kennsluna en hafði
þó smitast af fjallabakteríunni þegar
hún vann við að elda ofan í ferðamenn
á hálendinu í nokkur sumur. Hún
byrjaði í raun ekki að stunda útivist
af alvöru fyrr en hún byrjaði á útivist-
arverkefninu í Smáraskóla. Síðan þá
hefur hún farið með vini og vanda-
menn í gönguferðir og frá árinu 2002
hefur hún verið leiðsögumaður fyrir
Úrval-Útsýn í hjólreiðaferðum um
Ítalíu.
Fara fyrst í útilegu í skólann en
enda í erfiðum hálendisferðum
Ljósmyndir/Jakob
Leikur Það er mikill leikur að vera á hjóli, maður getur t.d. dottið út í á.
Púl Nemendur í 8. bekk ganga Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, um 53 km langa leið.
Í HNOTSKURN
» Í hálendisferðunum hafahjálparsveitarmenn ávallt
verið með í för.
» Í 8. bekk hafa árgangarnirverið kynjaskiptir. Bæði
stelpunum og strákunum finnst
ágætt að vera laus við hitt kynið,
til tilbreytingar.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Nemendur í Smáraskóla íKópavogi kalla ekki alltömmu sína, svo mikið ervíst. Strax í 1. bekk þegar
þau eru sex ára gömul, eru þau send í
útilegu, reyndar bara í skólahúsið, en
síðan verða útilegurnar og ferðalögin
sífellt metnaðarfyllri. Í 8. bekk er
þeim þvælt upp á hálendi í fjögurra
daga gönguferð og í 9. og 10. bekk eru
þau send í þrælerfiðar hjólreiðaferð-
ir, líka uppi á hálendi.
Það var Kristín Einarsdóttir,
kennari, þjóðfræðingur og útvarps-
maður í lausamennsku, sem kom
verkefninu af stað og hefur haft um-
sjón með því síðan.
„Þegar Smáraskóli var stofnaður
árið 1994 var ég að kenna í sex ára
bekk. Ég hafði heyrt að börn í Dan-
mörku gistu stundum í skólanum sín-
um og mér fannst þetta svo sniðug
hugmynd að ég stakk upp á því við
Valgerði Snæland Jónsdóttur, sem þá
var skólastjóri, að við gerðum þetta
líka. Hún tók strax vel í þetta og árið
1994 gistu sex ára krakkarnir í skól-
anum í fyrsta skipti. Þau komu bara
með dýnur og tilheyrandi, héldu
kvöldvöku, gistu síðan í skólastofunni
sinni og mættu svo bara í skólann
daginn eftir. Þetta hefur síðan verið
gert með hvern einasta sex ára bekk,
allar götur síðan,“ segir Kristín sem
síðast fór í svona sex ára útilegu, eins
og þær eru kallaðar, aðfaranótt föstu-
dags.
Upplifa náttúruöflin
Þessi fyrsta útilega vatt síðan upp
sig og þróaðist smám saman út í
heildstætt verkefni fyrir alla árganga
skólans sem fara á hverju ári í ferða-
lag, yfirleitt á haustin og gista a.m.k. í
eina nótt.
Í 2., 3. og 4. bekk fara nemendur
austur fyrir fjall, fara í réttir, gista í
félagsheimilum, fara í gönguferðir
o.fl. Það er hluti af hugmyndafræði
verkefnisins að fara þrisvar í sömu
ferðina. Þannig öðlast börnin öryggi.
„Þau vita um hvað þetta snýst og
verða algjörlega örugg í þessu verk-
efni. Þau kunna þetta!“ segir Kristín.
Þegar komið er upp í 6. bekk er
farið í hjólreiðaferð frá Smáraskóla
og út í Gróttu, um 15 km leið. Þar er
gist og síðan hjólað til baka daginn
eftir. „Grótta er stórkostlegt fyr-
irbæri, að vera úti eyju en samt innan
höfuðborgarinnar. Og krakkarnir
upplifa náttúruöflin á sjálfum sér, að
KRISTÍN Ein-
ardóttir hefur
ákveðið að hætta
kennslu í Smára-
skóla þegar
kennslu lýkur í
vor en þar hefur
hún verið í 50%
stöðu. Að hennar
sögn er ástæðan
einkum sú að for-
sendur fyrir
ferðalögunum og
verkefnum sem
tengjast þeim
breyttust þegar
menntamála-
ráðuneytið til-
kynnti afdrátt-
arlaust í haust að
ekki mætti rukka
í skólaferðir. Þá
hafi nýjar
áherslur fylgt
nýjum skólastjórnendum.
Kostnaður við ferðirnar hefur
reyndar ekki verið mikill, í sjálfu
sér. Gróttuferðin í haust kostaði
3.500 krónur með mat. Laugavegs-
gangan var dýrust og kostaði
17.000 með mat en hjólaferðirnar
kostuðu 7-12.000. Kristín segir að
ef foreldrar eigi í fjárhagslegum
erfiðleikum sé komið til móts við þá
og aldrei hafi nemandi þurft að
hætta við þátttöku af þeim sökum.
Þá þurfi ekki mikinn búnað í ferð-
irnar enda sé Laugavegurinn geng-
inn án byrða og flestir geti fengið
hjól lánuð hjá ættingjum eða vin-
um, sé slíkur fákur ekki til á heim-
ilinu.
Kristín telur að þessi ákvörðun
ráðherra setji starf eins og þetta í
nokkurt uppnám, a.m.k. þurfi að
leita nýrra leiða til að greiða kostn-
aðinn. „Hvað á ég að gera, á ég að
fá einhvern banka til að styrkja
þetta? Ég sé ekki leiðina,“ segir
hún. Það sé þó vonarneisti að
Ferðafélag Íslands hafi lýst yfir
áhuga á að styðja við verkefnið.
Ferðunum haldið áfram
Sigurlín Sveinbjarnardóttir,
skólastjóri Smáraskóla, er bjart-
sýnni. „Við höldum okkar striki og
höldum áfram með þessar ferðir,
það er ekkert annað í kortunum,“
segir hún. Ferðirnar hafi verið með
svipuðu sniði sl. 12 ár og kennarar
orðnir vanir að taka þátt í þeim.
„Ég hafði vonast til að Kristín Ein-
arsdóttir yrði hér áfram en hún vill
það ekki og það er hennar val. En
það er engin ástæða til þess að það
bitni á okkar ágæta ferðaverkefni.“
Að sögn Sigurlínar hefur Kópa-
vogsbær lýst því yfir að hann muni
leggja til sérstakt fjármagn til
skólaferða og foreldrafélagið
stendur fyrir ýmsum fjáröflunum
sem gætu nýst í verkefnið. Að auki
sé skólinn í samstarfi við Ferða-
félag Íslands og nú sé verið að leita
að fleiri styrktaraðilum en skólinn
sé ágætlega stæður og geti brúað
bilið þar til fjármögnun verkefn-
isins komist á hreint. Sigurlín segir
að nemendur geti treyst því að
ferðirnar haldi áfram í nokkurn
veginn óbreyttri mynd. Hálendis-
ferðirnar verði t.a.m. ekki styttar.
Sigurlín segir það almennan
skilning skólastjórnenda að nem-
endur megi annaðhvort koma með
nesti eða borga fyrir mat í ferða-
lögum. Eftir standi rútu- og gisti-
kostnaður sem sé ekki óyfirstíg-
anlegur.
Hættir
kennslu vegna
breyttra
forsendna
Kristín
Einarsdóttir
Sigurlín
Sveinbjarnardóttir