Morgunblaðið - 20.01.2008, Side 22

Morgunblaðið - 20.01.2008, Side 22
22 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur löngum verið vitað að Olof Palme starfaði á árum sínum í stúdentapólitíkinni talsvert með Bandaríkjamönnum og sam- kvæmt skjölum sem leynd hefur verið létt af og sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur fjallað um, lét Palme á fimmta og sjötta áratugnum Bandaríkjamönnum í té upplýsingar um róttæk stúdentafélög í Evr- ópu og sænska róttæklinga, þ.á m. gaf hann Bandaríkjamönnum upp nöfn þriggja sænskra róttæklinga. Hann hafði frumkvæði að stofnun alþjóðlegra sósíaldemókratískra og andkommúnískra stúdentasamtaka og studdi CIA stofnun þeirra og vildi fá Palme til for- ystu, en því hafnaði hann þar sem hugur hans stóð til stjórnmálafskipta á heimavelli. CIA fjármagnaði starfsemi alþjóðlegu stúdenta- samtakanna að stórum hluta en Palme sagði síðar að honum hefði verið ókunnugt um fjár- hagsstuðning CIA. En svo vel leizt forráða- mönnum CIA á unga Svíann að þeir vildu fá hann í sínar raðir, en Palme afþakkaði. Palme dvaldi í Bandaríkjunum 1948 en hann hafði þá þegar átt samstarf við banda- ríska leyniþjónustumenn um athuganir á rót- tækum stúdentafélögum í Evrópu, m.a. Þýzkalandi. Hann gaf líka sænskum yfirvöld- um skýrslur um ferðir sínar utanlands. Palme hreifst af mörgu í fari Bandaríkja- manna og var um leið einlægur andstæðingur kommúnista. Þegar hann sneri heim frá Bandaríkjunum gerðist hann talsmaður þess að stofna andkommúníska stúdentahreyfingu og á stúdentaþingi í Prag skynjaði hann að tíminn væri kominn fyrir sósíaldemókratísk stúdentasamtök. Palme lýsti þinginu í Prag sem einhliða kommúnískum áróðri þar sem þingfulltrúar spruttu á fætur í hvert sinn sem nafn Stalíns var nefnt! Sjálfur sat hann sem fastast. Strax eftir heimkomuna skrifaði hann greinar um Pragþingið í sænsk blöð og vöktu þær mikla athygli; m.a. voru þær lesnar í heild í útvarpsstöðinni Voice of America sem sendi út um Austur-Evrópublokkina. Nefndi þrjá af sjö sænskum fulltrúum Haustið 1950 hittust þeir Robert F. Wo- odward, starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi, og Palme, þá 23ja ára. Það er á þessum fundi sem Palme nafngreinir þrjá Svía, sem sóttu Pragþingið, en bar við gleymsku um nöfn hinna fjögurra. Þeir sem Palme nafngreindi voru allir félagar í róttæka félaginu Clarté; Gunnar Claesson, Gunnar Svantesson og Hans Göran Franck. Það eru þessar upplýsingar sem hafa legið í láginni þar til leyndinni var nýlega létt af skjali þar sem þær eru tíundaðar. Í grein Dagens Nyheter segir að Hans Göran Franck hafi um 1950 haft kommúnísk- ar tilhneigingar og ekki verið félagi í sósíal- demókratíska flokknum, sem hann síðar sat á þingi fyrir. 1968 var hann nefndur eitt af dómsmálaráðherraefnum sósíaldemókrata. Gunnar Claesson var á þessum tíma ritari Clarté og skrifaði í Ny dag með lögfræði- námi. Gunnar Svantesson var læknir í Uppsölum og um hann eru nákvæmustu upplýsingarnar í skýrslu bandaríska sendiráðsins í Stokk- hólmi. Ekkju Svantesson, Helena Zymler, sem er pólskur gyðingur, var illa brugðið, þegar Dagens Nyheter sagði henni frá því að Palme hefði nefnt mann hennar við fulltrúa bandaríska sendiráðsins og það hefði beint at- hygli Bandaríkjamanna að þeim hjónum. Kjell Österberg, prófessor í samtímasögu við Södertörns-háskóla og höfundur vænt- anlegrar ævisögu Palme, bendir á að það sé athyglisvert að Palme nefni bara þrjú nöfn við bandaríska sendiráðsstarfsmanninn, en vafalaust hefur hann þekkt til hinna líka; í þeim hópi var Ingjerd Lindgaard-Franck, eiginkona Göran Franck. Palme hefur hins vegar talið nóg að fylgjast með þremenning- unum og þess vegna þagað um hina. Ingjerd Lindgaard-Franck segir í samtali við Dagens Nyheter að hún muni vel eftir Palme frá þinginu í Prag. Hann hafi haft mik- il áhrif á fólk og hún hafi trúað því að hann væri góður maður. Hún segist hafa tekið morðið á honum ákaflega nærri sér. Um sam- band hans við bandaríska sendiráðið, segir hún að það sé erfitt að meta umfang þess en líta verði á hlutina í spegli tímans. Svipuð um- mæli hefur Dagens Nyheter eftir Kjell Öster- berg sem segir að líta verði á nafngjöf Palme í ljósi kalda stríðsins. Eftir stendur að Palme átti náið samstarf við Bandaríkjamenn en var ekki CIA-njósn- ari. Hann var fyrst og fremst Svíi og mátaði alla hluti við sjálfan sig og land sitt. En það að hann skyldi gefa Bandaríkjamönnum upp nöfn þriggja Svía hefur farið misjafnlega í menn þótt margir bendi á sem málsbætur það andrúmsloft sem kalda stríðið skóp. Gekk fremstur gegn stríðinu í Víetnam En Bandaríkjamenn áttu eftir að líta Palme öðrum augum. 1968, þegar Palme var orðinn menntamálaráðherra, fór hann í fylkingar- brjósti göngu í Stokkhólmi gegn stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam og gekk þá við hlið sendiherra Norður-Víetnams í Moskvu.. Þau spor Palme fóru mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum og kældu samband land- anna; Bandaríkjamenn kölluðu sendiherra sinn heim til skrafs og ráðagerða og stöðvuðu útflutning á hergögnum til Svíþjóðar. Síðar meir varð Palme formaður sósíaldemókrata og forsætisráðherra 1969-76 og 1982-86. Palme var vinsæll stjórnmálamaður heima fyrir, en umdeildur sem og erlendis. Hann var myrtur á götu í Stokkhólmi þegar þau hjónin komu úr kvikmyndahúsi 28. febrúar 1986. Sagði til róttækra Svía Bauðst njósnara- staða hjá CIA en hafnaði henni Morgunblaðið/Ól.K.M. Forystumaður Olof Palme kom til Íslands, m.a. á Norðurlandaráðsfundi og fundi forsætisráð- herra Norðurlanda. Þá tók Ólafur K. Magnússon þessa ljósmynd. UPPLJÓSTRANIR» Í HNOTSKURN » Olof Palme varð forystumaður ístúdentapólitík sænskra sósíal- demókrata og vann að því að stofna al- þjóðlegt sósíaldemókratískt stúdenta- samband til mótvægis við kommúnista. Hann hafnaði því að vera þar í forystu því hann ætlaði sér pólitískan frama í heimalandi sínu. » Palme var menntamálaráðherra ogsíðar forætisráðherra 1969-76 og 1982-86, þegar hann var myrtur á götu í Stokkólmi. »Skjöl sem leyndinni hefur verið léttaf sýna að Palme átti náið samstarf við Bandaríkjamenn í stúdentapólitíkinni en hafnaði því að gerast njósnari CIA. Hann var fyrst og fremst Svíi og mátaði alla hluti við sjálfan sig og land sitt. »Palme bakaði sér ónáð Bandaríkja-manna þegar hann 1968 tók þátt í mótmælagöngu í Stokkhólmi gegn stríðs- rekstri Bandaríkjamanna í Víetnem. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@totil.com T ískugúrúar vilja nú klæða okkur í umhverfisvæn föt, sagði Auður með áherslu. Þýðir það að við getum borðað fötin okkar í framtíðinni? spurði Þórarinn og leit græðgislega upp úr tölvunni. Það er ekki svo gott, svaraði hún. En af Politiken.dk að dæma verður í framtíðinni hægt að velja sömu flík í mismunandi um- hverfisvænum útgáfum með lítils háttar verð- muni. Á sama hátt og við veljum nú úr mis- munandi smjöri í kjörbúðum. Hann yppti öxlum og spurði hvort fólk héldi ekki bara áfram að kaupa það sem væri óhollt og ódýrt – líkt og vanalega. Hún áleit það full- mikla svartsýni í honum og benti á að meðvit- und um umhverfið færi óðum vaxandi á Vest- urlöndum. Þessi meðvitund getur farið út í öfgar, full- yrti Þórarinn. Ibyen.dk segir frá því að rót- tæklingarnir í Enhedslisten í Kaupmannahöfn vilji banna útihitalampa sem hefur fjölgað stórkostlega eftir að reykingar voru bannaðar inni á veitingastöðum. Þeir eru víst óumhverf- isvænir og eyða mikilli orku. Einhver myndi segja að forræðishyggja hinna grænu væri komin á hættulegt stig. Kannski, sagði Auður. Á móti kemur að þessi útilampamenning eyðir sér að öllum lík- indum sjálf þar sem veitingamenn hafa upp- götvað að það þarf að selja ansi marga kaffi- bolla til að lamparnir borgi sig. Því miður. Þórarinn setti upp spekingssvip þegar hann sagði: Auðvitað þurfa hlutirnir að sanna sig sjálfir, forræðishyggja er stórvarasöm að mínu viti og hættulegt að rembast við að stjórna öllu. Hundavinur í Norðvestur-Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu um daginn. Spie- gel.de/international greinir frá því að þessi 47 ára ógæfumaður hafi drukkið ótæpilega marga bjóra og fengið þá flugu í höfuðið að kenna hundi vinar síns hver réði í heimi hér. Hann gerði sér lítið fyrir, lagðist á fjórar lappir á gólfið og gæddi sér á hundamat hvuttans sem varð að vonum furðu lostinn. Náttúrlega brást hann heldur illa við uppátækinu og beit andlit- ið því sem næst af aumingja manninum. Hrelld á svip sagði Auður: Guardian.co.uk fjallar einmitt um yfirvöld sem skirrast ekki við að sýna vandræðaunglingum hver ræður. Þýskur afbrotaunglingur var nýlega sendur til Síberíu í endurmenntun. Honum var komið fyrir í vinnubúðum í ömurlegu þorpi sem kall- ast Sedelnikovo og tekur marga klukkutíma að heimsækja á bíl frá borginni Omsk. Þarna verður hann að dúsa í níu mánuði, netlaus og allslaus sem hlýtur að vera ansi erfitt fyrir nú- tímaungling. Fylkisstjórnin í Hessen í Þýska- landi segir þetta vera örþrifaráð til að koma pörupiltinum á réttan kjöl. Undanfarið hafa hundruð annarra unglinga verið send til staða eins og Grikklands og Kyrgyzstan. Nú rak Þórarinn upp stór augu. Það er ein- mitt í Hessen sem fylkisstjórinn og kristilegi demókratinn Roland Koch hefur gert allt vit- laust í baráttu sinni fyrir endurkjöri 27. janúar næstkomandi, sagði hann. Spiegel.de/ international greinir frá því að Koch vilji senda alla unga innflytjendur sem hafa brotið af sér til Síberíu, enda séu þeir ábyrgir fyrir u.þ.b. helmingi allra afbrota í Hessen. Þessi uppástunga hans tryllti stjórnarandstöðuna og Angela Merkel kanslari þurfti að boða til fréttamannafundar í hvelli til að breiða klæði á vopnin. Kímin sagið Auður: Aftenposten.no fjallar líka um fólk í framboði. Því er slegið upp að Barack Obama hafi 80 sinnum ráðist persónu- lega á Hillary Clinton í kosningabaráttu demó- krata í Bandaríkjunum – samkvæmt eig- inmanni Hillary, Bill Clinton. Súrt andrúmsloft, að mati frænda okkar Norð- manna. Greininni fylgir nokkuð kostuleg mynd þar sem Obama horfir morðingjaaugnaráði aftan á hnakka Hillary meðan hún skellihlær. Spurning hvort þessi mynd verður söguleg? Hmm, heyrðist í Þórarni. Hvað ætli Bill Clinton hafi talið upp að miklu áður en hann fór úr buxunum fyrir Monicu Lewinsky um ár- ið? Kannski þremur? FÖST Í FRÉTTANETI» Grænt er vænt Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Þýðir það að við getum borðað fötin okkar í fram- tíðinni? spurði Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.