Morgunblaðið - 20.01.2008, Side 26

Morgunblaðið - 20.01.2008, Side 26
lífshlaup 26 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ vegna hárrar leigu og því öryggis, sem fylgir því að búa í eigin íbúð.“ Ekki einasta festi Sverrir kaup á Eignamiðlun 1970, heldur gerðist hann líka það ár bókavörður Hins ís- lenzka bókmenntafélags og er það enn. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bókum og byrjaði að safna þeim inn- an við fermingu. Faðir minn var áhugamaður um bækur og hjá föður hans var bókasafn sveitarinnar til húsa. Það má víst segja að ég hafi fæðzt með bókagenið,“ segir Sverrir og hlær við. – Manstu hver var fyrsta bókin þín? Nú hugsar Sverrir sig vandlega um, en brosir svo vandræðalega. „Nei, ég man það nú ekki. Það gæti alveg hafa verið Palli var einn í heim- inum eða einhver slík bók. En ég veit hvaða bók ég eignaði mér fyrst. Það voru Andvökur Steph- ans G. 1939 og ég merkti mér bókina með því að bíta í kjölinn. Pabbi gaf mér svo bókina síðar og ég á hana enn. Hérna sérðu tannaförin.“ Og mikið rétt. Fyrsta bókamerki Sverris Kristinssonar blasir við á bókarkilinum. En hafi Palli var einn í heiminum verið hans fyrsta bók, þá var Palli ekki lengi einn í bókaheimi Sverris, sem er í fremstu röð íslenzkra bóka- safnara og kunnáttumanna á því sviði. „Þegar menn safna bókum þá fjölgar þeim fljótt,“ segir hann, þegar ég spyr, hve margar bækur séu í safni hans. „Og ég er búinn að vera í þessu í 50 ár. Það er ekkert afrek á svo löngum tíma þótt bókasafn telji einhver þúsund bóka. Satt að segja hef ég ekki lagt áherzlu á að eignast margar bækur, þær eru bara svo margar áhugaverð- ar.“ Þetta er eins og að spyrja Skag- firðinga eða Húnvetninga um hrossa- eign þeirra. Þau eru alltaf einhver niður á túni og hin á fjalli! – En hvar liggur áhuginn? „Ég hef áhuga á ljóðabókum, ævi- sögum, bókum um myndlist, ævi- skrám og fornprenti. Og svo auðvitað skáldverkum líka, og…“ Nú fer Sverrir að hlæja og seg- ir að þessi upptalning sýni bara hvað hann eigi bágt með að takmarka sig. „Ég hef aldrei fengið bók á bóka- safni síðan á skólaárunum. Ef ég þarf að fletta upp í einhverri bók, þá leita ég í mitt eigið bókasafn.“ – Hver er fallegasta bók íslenzk? „Ljóðmæli Jónasar Hallgríms- sonar frá 1847 er fallegust. Það er fal- legt brot á þeirri bók og innihaldið er auðvitað ekki síðra. Ég starfaði í áratug með manni, sem sagði mér frá fundum föður síns og Jónasar Hallgrímssonar. Þetta var Unnsteinn Beck, sem í 10 ár var lögfræðingur Eignamiðlunar. Faðir hans, Hans Jakob Beck, fæddur 1838, bjó á Sómastöðum í Reyðarfirði og leiðir hans og skáldsins lágu saman, þegar Jónas var í rannsóknaleiðangri eystra 1843. Mér þótti þetta skemmtilega merkilegt, þegar Unn- steinn sagði frá því.“ – Nú er nýafstaðið jólabókaflóð. Hvað finnst Sverri um bókaútgáfuna nú? „Bókaútgáfan er lífleg og fjöldi titla ótrúlegur. Mér finnast margar bækur sem komu út um síðustu jól áhugaverðar. Við eigum marga góða rithöfunda. Auk nýrra bóka las ég Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Það er sígilt verk.“ Sverrir Kristinsson hefur ekki bara safnað bókum, heldur rak hann eigið forlag; Lögberg, í áratug og hef- ur einnig verið viðriðinn útgáfu Hins íslenzka bókmenntafélags. Þegar ég spyr Sverri um bókaút- gáfuna, nefnir hann á vegum Lög- bergs ljósprentanir á handritum Skarðsbókar og Helgustaðarbókar og útgáfu Guðbrandsbiblíu 1984 á 400 ára afmæli biblíunnar. Hann lýsir því, þegar Guðbrandsbiblía var prentuð í Kassagerðinni og boðið var upp á sérrí í tilefni atburðarins. Þá lét Sig- urbjörn Einarsson, biskup, uppi vangaveltur um það hvort Guð- brandur hefði boðið upp á brenni- vínstár, þegar mikið stóð til í prent- uninni. Nú hafa fundizt í uppgreftri prentsmiðja á Hólum bæði brot úr vínflöskum og stafir svo Sverrir seg- ist telja fullvíst að í Kassagerðinni hafi menn fylgt aldagömlu fordæmi, þegar sérrístaupunum var lyft. Hann segist telja Guðbrandsbiblíu glæsi- legasta bókargrip íslenzkan og að út- gáfan 1984 hafi tekizt vel. „Þetta var afskaplega vandasamt en skemmti- legt starf. Pappírinn var sérvalinn, unnin voru tréspjöld og svo þurfti að velja nógu stór skinn og góð. Efalaust hefur þurft að velja skinn úr allstórri hjörð. Fyrirmyndin að bókaþrykki; myndum á bókarkápu, svo og bóka- skrauti og spennum, var eintak af frumútgáfunni 1584 sem talið var í upphaflegum búningi. Þegar fyrsta eintakið var fullgert og innbundið með tilheyrandi bókarskrauti, varð Jónasi Kristjánssyni á Árnastofnun að orði: „Mikið andskoti er hún fal- leg!“ Það er annars merkilegt hvað hún var snemma á ferðinni. Hún kom út aðeins 40 árum á eftir Lúters- biblíunni. Og Nýja testamenti Odds sem kom út í Hróarskeldu 1540. Lög- berg gaf það út með nútímastafsetn- ingu 1984. Ég tel að öll þessi bókagerð beri ís- lenzkum bókagerðarmönnum glæsi- legt vitni. Frá því ég gaf fyrstu bók- ina út 1968 og til þessa dags hef ég og við hjá Bókmenntafélaginu látið prenta allar bækur á Íslandi. Ég tel að við eigum að styðja íslenzkan iðn- að.“ Af bókum Bókmenntafélagsins segist Sverrir vilja nefna lærdóms- ritin, „úrvals þýðingar á erlendum ritum. Þau eru nú 70 og er þetta lang- stærsta ritröð slíkra úrvalsrita, sem komið hefur út á íslenzku. Ég leyfi mér að nefna Birting eftir Voltaire, sem er ein af mínum uppáhalds- bókum. Bækur Cicero Um ellina og Um vináttuna eru frábær rit og jafn aðgengileg á okkar dögum og fyrir meira en tvö þúsund árum, þegar þær voru samdar. Þetta eru bækur sem, allir ættu að lesa! “ Þegar Sverrir rifjar upp útgáfu- sögu Lögbergs, nefnir hann ritsafn Guðmundar Daníelssonar, sem hann lét blýsetja, sennilegast síðasta rit- safn íslenzkt sem sett var í blý, og prentað á kremaðan pappír. Bóka- flokkurinn Íslensk myndlist kom út í samstarfi við Listasafn ASÍ, en í þeim flokki eru m.a. bækur um Eirík Smith, Jóhann Briem, Mugg, Jó- hannes Geir, Ásgrím Jónsson, Tryggva Ólafsson, Jón Engilberts og Hring Jóhannesson. Þegar ég spyr Sverri, hvort það sitji í honum að hafa ekki fengið að gefa út bók, sem hann hafði augastað á, svarar hann neitandi. Svo segir hann mér söguna af fundi þeirra Matthíasar Johannessen. „Þetta var þegar Matthías var að skrifa sögu Ólafs Thors. Við hittumst á förnum vegi og tókum tal saman og ég spurði hann hvort hann vildi ekki selja mér handritið. „Ég skal borga þér í gulli,“ sagði ég. En hann var bú- inn að binda sig Almenna bókafélag- inu, sem ég auðvitað skildi og virti.“ – Og gullið? „Það fór á endanum allt í bókaút- gáfu.“ – Ætli öðrum íslenzkum höfundi hafi verið boðin ritlaun í gulli? „Ég hef ekki heyrt um það.“ Myndlistin á sterk ítök í Sverri ekki síður en bækurnar. Þessa sér vel stað í húsakynnum Eignamiðlunar; í skrifstofunni, þar sem við tölum sam- an, hangir Jóhann Briem á veggjum. „Hann gleður fólk svo í þessum fund- arsal,“ segir Sverrir. Í öðrum her- bergjum og á göngum hanga verk eftir ýmsa listamenn, þar á meðal Hring Jóhannesson og Sigurð Sig- urðsson frá Sauðárkróki, sem Sverrir segist hafa miklar mætur á. Nýjasta myndin á staðnum er eftir Kjarval; Deildarhóll í Víðidal í Húna- vatnssýslu, sem hann málaði í norð- urferð sumarið 1939, og á vegg hang- ir annað Kjarvalsverk; Lesið úr gullbók, sem Kjarval málaði í sum- arhúsi sínu í Hjaltastaðaþinghá 1960 og setti inn á andlit fjögurra smiða, sem gáfu honum bátaskýli. Um þetta málverk vísar Sverrir til frásagnar í endurminningum Þórarins Þórarins- sonar frá Eiðum: Horft til liðinna stunda. …og tónlistin sækir á Það liggur beint við að spyrja mann sem er hugfanginn af bókum og málverkum, hvort tónlistin standi honum ekki líka nærri. „Hún sækir á. Ég hlusta meira og meira á tónlist. Og fer æ oftar á tón- leika. Ég hlusta á sígilda tónlist og ýmsar tegundir dægurtónlistar. Það er skyldleiki með sígildri tónlist og myndlist; litir og tónar í samspili. Ljóðið liggur líka nálægt tónlist og myndlist ekki síður. Það eru litir og tónar í góðu kvæði. Sumar myndir Ásgríms Jónssonar eru til dæmis framlenging á Gunnarshólma og kvæðið Gunnarshólmi er mikið myndlistarverk út af fyrir sig.“ – Ef hann yrði að velja í milli fast- eigna og lista, hvað yrði ofaná? „Hjá mér hefur þetta eiginlega verið óaðskiljanlegt. Það þurfti á sín- um tíma allmikið fjármagn til þess að gefa út þessa stóru prentgripi. Á þessum tíma átti ég dálítið af gulli, sem var geymt í bankanum, og ég seldi það allt til að kosta útgáfuna. Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal er haft eftir Cicero. Þetta eru orð að sönnu. Í mínu starfi líður aldrei sá dagur að málin tengist ekki eitthvað myndlist, bókum, útgáfu- málum eða tónlist. Þetta gerir starfið mjög skemmti- legt.“ – Þú hefur verið fenginn til þess að meta listaverk og bækur. „Já. Það var til dæmis mjög gaman að meta með Ólafi Pálmasyni safn fá- gætra bóka úr eigu séra Ragnars Fjalars Lárussonar, en safnið var þjóðargjöf ríkisstjórnar Íslands til Hólastaðar. Ég hef líka stundum metið mál- verkasöfn með Hilmari Einarssyni í Morkinskinnu.“ Laxinn slapp af staurnum Til margra ára var Sverrir Krist- insson ástríðufullur laxveiðimaður og leigði ár ásamt félaga sínum; Sævari Þ. Sigurgeirssyni. „Ég byrjaði reyndar fimm ára að veiða lækjar- lontur og þær mögnuðu upp í mér einhvern veiðimann.“ Hann man líka þegar hann strákpatti fór með hjól- börurnar sínar fram á bryggju og fékk kóð hjá sjómönnunum, sem hann baksaðist með heim og hengdi upp. Svo seldi hann nágrönnunum í soðið! Nú segist hann ekki hafa farið í lax í nokkur ár. „Ég vil vera frjáls af hlutunum, þótt mér þyki þeir skemmtilegir meðan ég sinni þeim.“ Frægt er að þeir félagar buðu Bor- is Spassky í lax 1972, þegar heims- meistaraeinvígið var teflt í Laugar- dalshöllinni. „Já. Spassky kom tvisvar með okk- ur. Fyrst buðum við honum og svo hringdi sovézka sendiráðið síðar og bað um annað laxveiðiboð. Það var greinilegt að Spassky var undir gríðarlegu álagi og þótt hann reyndi að halda ró sinni og njóta veið- anna, þá var hann greinilega rosa- lega stressaður. Við fórum svo á dansleik og þá streymdi kvenfólkið að heimsmeist- aranum, eins og fréttnæmt þótti.“ Laxveiði Sverris komst öðru sinni í fréttirnar. Það var þegar hann batt stóra laxinn við staur og brunaði í bæinn. „Ég var nefnilega búinn að lofa að kjósa í prestskosningum, en það tókst nú ekki betur til en svo, að þegar ég kom á kjörstað, var búið að loka, og þegar ég kom aftur að ánni, var laxinn horfinn af staurnum.“ Sverrir Kristinsson á að baki fjöl- breytilegan starfsferil, þótt fast- eignir, bækur og myndlist séu þar þungamiðjan. Hann hefur verið dóm- kvaddur matsmaður og meðdómari og í stjórn Matsmannafélags Íslands í mörg ár, í stjórn MP Fjárfestinga- banka, áður MP verðbréfa, fyrstu ár- in, í stjórnum Félags fasteignasala, Félags íslenskra bókaútgefenda og Þýðingarsjóðs, formaður stjórnar- nefndar Þjóðskjalasafns Íslands 1985-89 og 93-97, í stjórn Minja og sögu frá 1989, formaður frá 1990 og formaður stjórnar Listskreytinga- sjóðs ríkisins 1994-2001. Hann hefur að vonum á svo víðfeðmum vettvangi kynnzt mörgum. Ég tek eftir því að alltaf öðru hvoru í samtali okkar nefnir hann það fyrst til að hann hafi hér og þar kynnzt góðu fólki. – Meturðu fólk meira en fé? Sverrir verður hálfklumsa við þessa spurningu. Er fyrst eins og á báðum áttum um það hvort hann eigi að taka hana alvarlega. En afræður svo að svara: „Það er stór hluti starf- ans að umgangast fólk. Í öllum störf- um mínum hef ég kynnzt gríðarlega mörgu fólki og mér finnst gaman að kynnast fólki. Þau tengsl eru ákaf- lega dýrmæt, en féð er fallvalt eins og við sjáum á fjármálamörkuðunum um þessar mundir. Við búum við stöðugar breytingar. Umferðin breyttist frá vinstri kanti yfir á hægri kant. Einu sinni mæld- um við vindinn í stigum, en nú er tal- að um vindhraða á sekúndu. Sumir vilja að krónan okkar verði lögð niður og evran komi í staðinn. Það er talað um þróun. Sérþekking er mikil en al- menn skynsemi er líka góð. Atburða- rásin hjá okkur er hröð og oft svo ólíkindaleg að skáldsagan nær henni aldrei. Skáldverkið eða reyfarinn kemur á eftir. En ég held samt að við byggjum við meiri sálarheill, ef við hefðum meiri festu og ró.“ – En nú er bezt að búa á Íslandi í öllum heiminum ef marka má skoð- anakönnun SÞ. „Já, það tel ég vera. Ef ég fer til út- landa, finnst mér alltaf gott að koma heim.“ Árvakur/Frikki Starfsfólk Eignamiðlunar:Aftari röð, frá vinstri: Jóhanna Valdimarsdóttir, Elín Þorleifsdóttir, Heiðar Birnir Torleifsson, Guðmundur Sigurjónsson, Sverrir Kristinsson, Ólöf Steinarsdóttir, Sólveig Guðjónsdóttir, Dagný Erla Eiríksdóttir, Hilmar Þór Hafsteinsson, Magnea Sverrisdóttir og Gunnar Helgi Einarsson. Fremri röð, frá vinstri : Þorleifur Guðmundsson, Hákon Jónsson, Kjartan Hallgeirsson og Geir Sigurðsson. Á toppinum Sverrir Kristinsson og Sævar Þ. Sigurgeirsson, göngufélagi hans, með merki Eignamiðlunar á toppi Kilimanjaro 7. september 2007. „ Frá því ég gaf fyrstu bók- ina út 1968 og til þessa dags hef ég og við hjá Bókmenntafélaginu látið prenta allar bækur á Íslandi. Ég tel að við eigum að styðja íslenzkan iðnað.“ freysteinn@mbl.is Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennarar: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menn- ingarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í símum 553 3431 og 897 8765 Japönsk bogfimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.