Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 30

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 30
gosið í eyjum 30 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ L augardaginn 6. október sl. var ég staddur á Nýjahrauni í Vest- mannaeyjum. Tilefnið var hátíðar- og afmæl- isfundur Kiwanisklúbbsins Helga- fells sem var fertugur og þarna fóru fram stjórnarskipti í hrauninu. 16 metrum undir fótum okkar var gamla Kiwanishúsið, sem fór undir hraunið í eldgosinu 1973. Fráfar- andi forseti var sr. Kristján Björns- son og við tók Gísli Valtýsson, út- gefandi vikublaðsins Frétta. Helgafell er fjölmennasti og öfl- ugasti Kiwanisklúbbur á Íslandi og gefur bæjarfélagi sínu heilu um- ferðarljósin, ef þörf þykir. Kiw- anismenn fjölmenntu á þessi sér- kennilegu stjórnarskipti í hrauninu og um huga minn flugu störf lög- reglumanna í Eyjagosi 1973, en ég hafði ekki komið til Vestmannaeyja síðan. Ég ákvað að efna fyrirheit mitt um grein varðandi störf lög- reglumanna sem tengdust eldgos- inu. Það yrði afmælisgrein eftir 35 ár. Eldgos í Heimaey Aðfaranótt 23. janúar 1973 um kl. 4.30 vaknaði ég við símhring- ingu. Ég vonaði að ekkert væri að hjá konu minni, en hún hafði eign- ast þriðja son okkar á Fæðing- arheimilinu í Reykjavík hinn 18. janúar og var þar enn. Í símanum var Ríkharð Bjarni Björnsson, yf- irmaður minn á vegalögreglubílnum sem við vorum á um þessar mund- ir. Hann sagði að eldgos væri hafið í Vestmannaeyjum og verið væri að flytja alla íbúana til lands með skipum, flugvöllurinn væri lokaður. Ég bað hann að grínast ekki við mig um miðja nótt og hvort eitt- hvað sérstakt væri á seyði. Hann bað mig að hafa mig til á 10 mín- útum, öll lögregluverkfæri og ein- hvern fatnað til einhvers tíma. Fyrsta hlutverk okkar í tengslum við almannavarnir var að loka Þor- lákshafnarvegi við Þrengslaveg fyr- ir almennri umferð. Síðan tóku aðr- ir lögreglumenn við gatnamótunum og vegalögreglubíllinn fór að Þor- lákshöfn, einnig vegalögreglubíll með Steinþóri Nygaard og Sævari Gunnarssyni. Þar fóru að tínast inn Vestmannaeyjabátar, fullir af fólki. Frá Reykjavík komu fleiri lög- reglumenn, sjúkrabifreiðar, rútur og strætisvagnar til að flytja mörg þúsund manns í skóla og aðrar vistarverur í Reykjavík. Veður var tiltölulega rólegt og innsigling skip- anna inn í Þorlákshöfn gekk vel. Það var átakanlegt að standa við skipshlið og taka í margar hendur til landgöngu, á andlitum fólksins voru engin svipbrigði, hvorki bros né grátur. – Allir meginflutningar að og frá Vestmannaeyjum fóru fram um Þorlákshöfn út gostímann, en seinna fóru fram flutningar flug- leiðis eftir því hvernig vindur blés við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Fólki var leyft að fara út í Eyjar eftir nokkurn tíma til að kanna eig- ur sínar. Lagt var bann við almenn- um flutningum fólks með skipum, óttuðust yfirvöld m.a. að óviðkom- andi fólk færi út til gripdeilda í mannlausum húsum. Herjólfur flutti því fólk á milli, en í einni fyrstu ferð hans frá Þorlákshöfn vorum við nokkrir lögreglumenn viðstaddir. Fengum við skattstjór- ann í Vestmannaeyjum til að segja til um hverjir væru Eyjamenn, öðr- um vísuðum við frá. Herjólfur sigldi til Vestmannaeyja með full- fermi af fólki, mig minnir eingöngu karlmenn. Með varðskipi til Eyja Lögreglumenn voru sendir til Eyja í smærri hópum hverju sinni og voru yfirleitt hálfan mánuð í einu, enda þá yfirkeyrðir. Ég ásamt fleirum fór um borð í varðskipið Þór frá Þorlákshöfn, rétt upp úr miðjum febrúar. Hvasst aust- anveður var, skipinu var keyrt upp í vindinn á allmikilli ferð og við vor- um sjóveikir. Ég fékk að leggja mig á gólfinu í vopnageymslunni, enda var ég ör- þreyttur eftir langar vaktir heima, því mikið álag var á heimalögregl- unni vegna margra starfsbræðra okkar í Vestmannaeyjum. Varð- skipsmönnum var vorkunn, við átt- um í landhelgisstríði samfara eld- gosi og Sjöstjarnan hafði farist milli Færeyja og Íslands. Skipstjór- inn þar var góður vinur minn. Ég var áhyggjufullur vegna þess- arar ferðar, ég var búinn að ganga frá lóðakaupum í Mosfellsbæ og þar biðu eftir mér framkvæmdir. Þegar tveir tímar voru eftir til Eyja, byrjaði vikurinn úr gosinu að dynja á varðskipinu. Er skipið lagð- ist að bryggju vorum við reknir eins og fé beint inn í lögreglubíl (Maríu) sem beið með opnar aft- urdyrnar við kantinn, tveir lög- reglumenn úr Eyjaliðinu ýttu okk- ur inn og vikurinn lamdi allt og barði. Þegar við komum að gömlu lög- reglustöðinni sá ég tvo félaga mína uppi á þaki, þeir voru að moka vikri svo þakið félli ekki niður. Þetta varð að gera allan sólarhring- inn. Við sváfum á dýnum í dómhús- inu, en nú er þetta hús horfið. Við vorum ekki lengi þarna, því lög- reglan lagði hald á Hótelið í Vest- mannaeyjum og þar var allt önnur og betri aðstaða, bæði í fæði og gistingu. Neglt var fyrir glugga sem sneru að eldstöðvunum, eins og reyndar varð að gera á öllum húsum, annars var yfirvofandi íkveikja vegna logandi vikurs úr gígnum. Yfirmaður lögreglunnar var Guð- mundur Guðmundsson, hann var starfandi yfirmaður Vestmanna- eyjalögreglunnar. Guðmundur var frábær maður, þekkti alla stað- hætti, var úthaldsmikill og sterkur persónuleiki. Við sváfum lítið og unnum mikið. Næst eldstöðvunum var sett upp hættusvæði, sem eng- inn mátti fara inná nema slökkvilið, björgunarsveitir og lögregla, enda voru hús sífellt að brenna í hraun- kantinum og jafnvel neðar í bæn- um. Eitt skipti að degi til var ég ásamt Sævari Gunnarssyni og Hilmari Þorbjörnssyni í Land Ro- ver-jeppa á hættusvæðinu í leit að Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldgos í Heimaey 1973 Íbúar Vestmannaeyja voru fluttir til lands með skipum því flugvöllurinn var lokaður. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eignum bjargað Vörubílar komu að miklu gagni við björgun verðmæta úr húsum sem fóru undir hraun. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eyðilegging Hús gjöreyðilögðust eða stórskemmdust í gosinu og vikurinn lá yfir öllu, dökkur og drungalegur. Skyndilega sá ég holu opn- ast framan við vinstra framhjólið í vikurbreiðunni og jeppinn stakkst beint niður fyrir yfirborð jarðar. Við vorum lentir inni í stofu á einbýlishúsi. Lögregla í eldlínunni Í og eftir eldgosið í Heimaey 23. janúar 1973 vann fjöldi manns hörðum höndum að björgunar- og upp- byggingarstarfi. Lög- reglan var þar fyrir- ferðarmikil og þurfti oft að bregðast við óvenju- legum aðstæðum og uppákomum eins og minningabrot Gylfa Guðjónssonar frá þess- um tíma vitna um. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldur og brennisteinn Maðurinn er á stundum ósköp lítill andspænis óblíðum náttúruöflunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.