Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 30
gosið í eyjum 30 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ L augardaginn 6. október sl. var ég staddur á Nýjahrauni í Vest- mannaeyjum. Tilefnið var hátíðar- og afmæl- isfundur Kiwanisklúbbsins Helga- fells sem var fertugur og þarna fóru fram stjórnarskipti í hrauninu. 16 metrum undir fótum okkar var gamla Kiwanishúsið, sem fór undir hraunið í eldgosinu 1973. Fráfar- andi forseti var sr. Kristján Björns- son og við tók Gísli Valtýsson, út- gefandi vikublaðsins Frétta. Helgafell er fjölmennasti og öfl- ugasti Kiwanisklúbbur á Íslandi og gefur bæjarfélagi sínu heilu um- ferðarljósin, ef þörf þykir. Kiw- anismenn fjölmenntu á þessi sér- kennilegu stjórnarskipti í hrauninu og um huga minn flugu störf lög- reglumanna í Eyjagosi 1973, en ég hafði ekki komið til Vestmannaeyja síðan. Ég ákvað að efna fyrirheit mitt um grein varðandi störf lög- reglumanna sem tengdust eldgos- inu. Það yrði afmælisgrein eftir 35 ár. Eldgos í Heimaey Aðfaranótt 23. janúar 1973 um kl. 4.30 vaknaði ég við símhring- ingu. Ég vonaði að ekkert væri að hjá konu minni, en hún hafði eign- ast þriðja son okkar á Fæðing- arheimilinu í Reykjavík hinn 18. janúar og var þar enn. Í símanum var Ríkharð Bjarni Björnsson, yf- irmaður minn á vegalögreglubílnum sem við vorum á um þessar mund- ir. Hann sagði að eldgos væri hafið í Vestmannaeyjum og verið væri að flytja alla íbúana til lands með skipum, flugvöllurinn væri lokaður. Ég bað hann að grínast ekki við mig um miðja nótt og hvort eitt- hvað sérstakt væri á seyði. Hann bað mig að hafa mig til á 10 mín- útum, öll lögregluverkfæri og ein- hvern fatnað til einhvers tíma. Fyrsta hlutverk okkar í tengslum við almannavarnir var að loka Þor- lákshafnarvegi við Þrengslaveg fyr- ir almennri umferð. Síðan tóku aðr- ir lögreglumenn við gatnamótunum og vegalögreglubíllinn fór að Þor- lákshöfn, einnig vegalögreglubíll með Steinþóri Nygaard og Sævari Gunnarssyni. Þar fóru að tínast inn Vestmannaeyjabátar, fullir af fólki. Frá Reykjavík komu fleiri lög- reglumenn, sjúkrabifreiðar, rútur og strætisvagnar til að flytja mörg þúsund manns í skóla og aðrar vistarverur í Reykjavík. Veður var tiltölulega rólegt og innsigling skip- anna inn í Þorlákshöfn gekk vel. Það var átakanlegt að standa við skipshlið og taka í margar hendur til landgöngu, á andlitum fólksins voru engin svipbrigði, hvorki bros né grátur. – Allir meginflutningar að og frá Vestmannaeyjum fóru fram um Þorlákshöfn út gostímann, en seinna fóru fram flutningar flug- leiðis eftir því hvernig vindur blés við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Fólki var leyft að fara út í Eyjar eftir nokkurn tíma til að kanna eig- ur sínar. Lagt var bann við almenn- um flutningum fólks með skipum, óttuðust yfirvöld m.a. að óviðkom- andi fólk færi út til gripdeilda í mannlausum húsum. Herjólfur flutti því fólk á milli, en í einni fyrstu ferð hans frá Þorlákshöfn vorum við nokkrir lögreglumenn viðstaddir. Fengum við skattstjór- ann í Vestmannaeyjum til að segja til um hverjir væru Eyjamenn, öðr- um vísuðum við frá. Herjólfur sigldi til Vestmannaeyja með full- fermi af fólki, mig minnir eingöngu karlmenn. Með varðskipi til Eyja Lögreglumenn voru sendir til Eyja í smærri hópum hverju sinni og voru yfirleitt hálfan mánuð í einu, enda þá yfirkeyrðir. Ég ásamt fleirum fór um borð í varðskipið Þór frá Þorlákshöfn, rétt upp úr miðjum febrúar. Hvasst aust- anveður var, skipinu var keyrt upp í vindinn á allmikilli ferð og við vor- um sjóveikir. Ég fékk að leggja mig á gólfinu í vopnageymslunni, enda var ég ör- þreyttur eftir langar vaktir heima, því mikið álag var á heimalögregl- unni vegna margra starfsbræðra okkar í Vestmannaeyjum. Varð- skipsmönnum var vorkunn, við átt- um í landhelgisstríði samfara eld- gosi og Sjöstjarnan hafði farist milli Færeyja og Íslands. Skipstjór- inn þar var góður vinur minn. Ég var áhyggjufullur vegna þess- arar ferðar, ég var búinn að ganga frá lóðakaupum í Mosfellsbæ og þar biðu eftir mér framkvæmdir. Þegar tveir tímar voru eftir til Eyja, byrjaði vikurinn úr gosinu að dynja á varðskipinu. Er skipið lagð- ist að bryggju vorum við reknir eins og fé beint inn í lögreglubíl (Maríu) sem beið með opnar aft- urdyrnar við kantinn, tveir lög- reglumenn úr Eyjaliðinu ýttu okk- ur inn og vikurinn lamdi allt og barði. Þegar við komum að gömlu lög- reglustöðinni sá ég tvo félaga mína uppi á þaki, þeir voru að moka vikri svo þakið félli ekki niður. Þetta varð að gera allan sólarhring- inn. Við sváfum á dýnum í dómhús- inu, en nú er þetta hús horfið. Við vorum ekki lengi þarna, því lög- reglan lagði hald á Hótelið í Vest- mannaeyjum og þar var allt önnur og betri aðstaða, bæði í fæði og gistingu. Neglt var fyrir glugga sem sneru að eldstöðvunum, eins og reyndar varð að gera á öllum húsum, annars var yfirvofandi íkveikja vegna logandi vikurs úr gígnum. Yfirmaður lögreglunnar var Guð- mundur Guðmundsson, hann var starfandi yfirmaður Vestmanna- eyjalögreglunnar. Guðmundur var frábær maður, þekkti alla stað- hætti, var úthaldsmikill og sterkur persónuleiki. Við sváfum lítið og unnum mikið. Næst eldstöðvunum var sett upp hættusvæði, sem eng- inn mátti fara inná nema slökkvilið, björgunarsveitir og lögregla, enda voru hús sífellt að brenna í hraun- kantinum og jafnvel neðar í bæn- um. Eitt skipti að degi til var ég ásamt Sævari Gunnarssyni og Hilmari Þorbjörnssyni í Land Ro- ver-jeppa á hættusvæðinu í leit að Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldgos í Heimaey 1973 Íbúar Vestmannaeyja voru fluttir til lands með skipum því flugvöllurinn var lokaður. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eignum bjargað Vörubílar komu að miklu gagni við björgun verðmæta úr húsum sem fóru undir hraun. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eyðilegging Hús gjöreyðilögðust eða stórskemmdust í gosinu og vikurinn lá yfir öllu, dökkur og drungalegur. Skyndilega sá ég holu opn- ast framan við vinstra framhjólið í vikurbreiðunni og jeppinn stakkst beint niður fyrir yfirborð jarðar. Við vorum lentir inni í stofu á einbýlishúsi. Lögregla í eldlínunni Í og eftir eldgosið í Heimaey 23. janúar 1973 vann fjöldi manns hörðum höndum að björgunar- og upp- byggingarstarfi. Lög- reglan var þar fyrir- ferðarmikil og þurfti oft að bregðast við óvenju- legum aðstæðum og uppákomum eins og minningabrot Gylfa Guðjónssonar frá þess- um tíma vitna um. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldur og brennisteinn Maðurinn er á stundum ósköp lítill andspænis óblíðum náttúruöflunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.