Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 37
Þýska dagblaðið Süddeutsche
Zeitung segir það „syndsamlega
fagra upplifun“ að heyra hana spila
og að hæfileikar hennar séu ein-
stakir. Annað þýskt blað, Frank-
furter Allgemeine Zeitung, segir að
Korsakova sé samnefnari fyrir „full-
komnaða tækni, stórkostlega tilfinn-
ingu fyrir stíl, einstaka músíkgáfu
og persónutöfra.“
Og í Freies Wort var skrifað:
„Natasha Korsakova kveikti í
áheyrendum með leik sínum á
fyrsta fiðlukonsert Sjostakovitsj,
sem er ekki auðvelt verk, en hún
spilaði af slíkum tækniyfirburðum
og slíku listfengi að henni misfórst
hvergi í kraftmikilli túlkun sinni.“
Um tólf plötur hafa komið út með
leik Natöshu Korsakovu. Sú fyrsta
kom út í Rússlandi þegar fiðluleik-
arinn var á fermingaraldri, og þar
leikur hún þrælerfiðan en undurfal-
legan fiðlukonsert eftir Max Bruch
og Árstíðir Vivaldis. Á næstu plötu
sem kom út skömmu síðar léku þau
saman hún og faðir hennar; hvort
sinn Mozart-konsertinn en svo sam-
an Bach-konsertinn fyrir tvær fiðl-
ur. Fáum árum síðar gaf hún út
plötu þar sem móðir hennar lék með
henni á píanó.
Flauelstónn á ferð og flugi
Korsakova þykir hafa sérdeilis
fallegan tón. Gagnrýnendur lýsa
honum sem flauelsmjúkum og segja
að hann geti bæði verið bjartur og
heitur og dimmur og mystískur.
Hún er sólgin í að spila Mozart og
Sjostakovitsj en auðvitað spilar hún
margt annað – síðustu árin hefur
hún ekki gert annað en að ferðast
um heiminn og spila. Enn er hún þó
ekki orðin stórt nafn í Bandaríkj-
unum; hún fór þangað fyrst í tón-
leikaferð árið 2005, en hún hefur oft
farið til Mið- og Suður-Ameríku, og
árið 1998 var hún valin tónlist-
armaður ársins í Chile. Hún tengist
mörgum þeim stöðum sem hún spil-
ar á og í Mexíkó og Chile hefur hún
oft haldið masterklassa fyrir fiðl-
unemendur. Hún er líka vinsæll
gestur tónlistarhátíða og árið 2000
bað Irina Sjostakovitsj, ekkja tón-
skáldsins mikla, hana sérstaklega
að gera sér þann heiður að spila á
hátíð þar í borg í minningu hans.
Henni þykir líka einstaklega vænt
um að hafa fengið tækifæri til að
spila í Moskvu undir stjórn Mstisl-
avs Rostropovitsj, sellóleikarans og
hljómsveitarstjórans fræga, eftir að
hann kom aftur heim til Rússlands
eftir áralanga útlegð.
Það sem er heillandi við Natöshu
Korsakovu er hversu illa hún passar
í sniðið „virtúós“, þótt leikur hennar
gefi ekki neitt annað til kynna en að
einmitt það sé hún. Fiðluleikarinn
Laurent Korcia, sem lék í Salnum
fyrir helgi og var í eyrum þeirra
sem heyrðu ekkert annað en virtú-
ós, sagði í viðtali að orðið „virtúós“
væri gamaldags og ætti frekar við
um snillinga liðinna alda en fram-
úrskarandi listamenn dagsins í dag.
Trúlega eru hann sjálfur og
Natasha Korsakova með bestu
„sýnishornum“ sem við höfum séð
af þessari nýju tegund undurhæfi-
leikaríkra tónlistarmanna. Og fyrir
áhugafólk um fiðluna er það ein-
stakt að fá tvo slíka listamenn í
sama mánuði.Ný ímynd Natasha Korsakova tilheyrir nýrri kynslóð afburðalistamanna. Þriðja skáldsaga hennar er í smíðum.
!
"# ! $!%
&
% '
!
"
#
"
$ !%&&'
(
!
!
) $
*
!
+
*"
!
(
"
*
* ,
* *
- !
""
.&&/'0'1
"
2
3
4
0
555
/ !*
! "# %"#$& '" ( $
SÝNINGARDAGAR:
Frumsýning Föstudag 8. febrúar
2. sýning Sunnudag 10. febrúar
3. sýning Föstudag 15. febrúar
4. sýning Sunnudag 17. febrúar
5. sýning Miðvikudag 20. febrúar
6. sýning Föstudag 22. febrúar
7. sýning Sunnudag 24. febrúar
8. sýning Laugardag 1. mars
9. sýning Föstudag 7. mars
10. sýning Lokasýning
Sunnudag 9. mars.
Sýningar hefjast kl. 20.00
LA TRAVIATA eftir Giuseppe Verdi, sagan af hinni fögru og
dauðvona Violettu Valéry sem leggur allt í sölurnar fyrir ástina,
verður frumsýnd í Íslensku óperunni 8. febrúar 2008.
Sagan er færð í stórbrotna tóna af meistara Verdi og það þekkja
trúlega flestir eitthvert stef úr óperunni, hvort sem þeir gera sér
grein fyrir því eða ekki. Það er mál manna að allir verði að sjá
LA TRAVIATA einu sinni á ævinni – að minnsta kosti.
Námskeið Vinafélags Íslensku óperunnar og Endurmenntunar
Háskóla Íslands um La traviata eftir Giuseppe Verdi hefst
þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20.00. Á námskeiðinu verður óperan
og efni hennar kynnt, helstu einkenni tónlistarinnar rædd og
skoðuð með tóndæmum.
Námskeiðskvöld eru 5. og 12. febrúar og námskeiðið endar á ferð
á sýningu á La traviata 20. febrúar þar sem þátttakendum gefst
tækifæri til að hitta tónlistarstjóra ásamt einsöngvurum í lok sýningar.
Nánari upplýsingar og skráning
hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sími: 525 4444 - Netfang: endurmenntun@hi.is
Vinafélag Íslensku óperunnar er félag áhugafólks um óperutónlist og óperustarfsemi á Íslandi. Með því að ganga til liðs við félagið stuðla
menn að áframhaldandi uppbyggingu Íslensku óperunnar og standa vörð um það góða starf sem þar er unnið.
Vinafélag Íslensku óperunnar Netfang: vinafelag@opera.is Sími: 511 6400
KYNNING FYRIR SÝNINGU
Vinafélag Íslensku óperunnar býður óperugestum upp á
kynningu fyrir sýningu þar sem fjallað verður um
La traviata og sagt frá uppfærslunni í Óperunni.
Kynningin fer fram í Íslensku óperunni og hefst kl. 19.15.
Bergþór Pálsson söngvari annast kynninguna.
NÁMSKEIÐ UM LA TRAVIATA
LA TRAVIATA
eftir Giuseppe Verdi
LA TRAVIATA MIÐASALA Í SÍMA 511 4200OG Á WWW.OPERA.IS
Kennari: GARÐAR CORTES
Nú er 50% afsláttur á útsölunni
v/Laugalæk • sími 553 3755