Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
22. janúar 1978: „Þær
ákvarðanir, sem þannig voru
teknar á öllum sviðum kjara-
mála á síðasta ári, voru rang-
ar og munu hafa verulegar
afleiðingar á þessu ári. Þetta
er öllum ljóst – hverjum ein-
stökum þjóðfélagsþegn verð-
ur þetta ljóst, þegar hann
íhugar málið. Hvaða vit er í
því að hækka kaupgjald um
60-80% til þess að ná fram 8%
aukningu kaupmáttar á einu
ári?
Ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsókn-
arflokks, sem hafði þegar náð
umtalsverðum árangri, hlýt-
ur að taka hér í taumana.
Mörgum kann að sýnast, að
það hefði hún átt að gera áð-
ur en kjarasamningar voru
gerðir sl. sumar og koma
þannig í veg fyrir að þeir
hefðu stefnumarkandi áhrif á
aðrar kjaraákvarðanir. Það
var ekki gert og um það þýðir
ekki að fást úr þessu. Við er-
um nú að nálgast endapunkt
verðbólguæðisins. Hingað til
hefur verðbólgan verið fjár-
mögnuð m.a. með mjög veru-
legum erlendum lántökum.
Það er ekki lengur hægt og
nú er komið að skuldadög-
um.“
. . . . . . . . . .
17. janúar 1988: „Hingað til
hafa neytendur á Íslandi
staðið í þeirri trú, að allt eft-
irlit með matvælaframleiðslu
hér væri mjög fullkomið og
nánast útilokað að alvarleg
mistök gætu orðið. Smátt og
smátt hefur komið í ljós, að
ástandið er ekki eins óaðfinn-
anlegt og fólk hefur haldið,
þótt það sé vafalaust betra en
víða annars staðar. Það er
orðið tímabært að fjalla um
það, hvernig hægt er að bæta
eftirlit með framleiðslu mat-
væla og tryggja rétt neytand-
ans og að skýrt komi fram
hver ábyrgð framleiðanda og
seljanda er. Þetta er eitt
þeirra mála, sem Alþingi þarf
að fjalla um á þessum vetri.“
. . . . . . . . . .
17. janúar 1998: „Annars eru
landvinningar íslenskra
söngvara ekki alveg ný saga.
Íslenskir söngvarar áttu
góðu gengi að fagna á er-
lendri grund fyrr á öldinni og
má með sanni segja að þeir
hafi rutt brautina. Hér nægir
að nefna nöfn Péturs Á. Jóns-
sonar, sem starfaði við óperu-
hús í Kiel, Berlín og Bremen
1914 til 1929 við fádæma vin-
sældir, Maríu Markan, sem
starfaði meðal annars í Kaup-
mannahöfn, Ósló, Stokk-
hólmi, Berlín, Lundúnum og
New York þar sem hún var
fastráðin við Metropolit-
anóperuna árin 1941 til 1944,
Stefáns Íslandi, sem átti
glæsilegan söngferil við Kon-
unglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn og varð þar kon-
unglegur hirðsöngvari 1949,
og Einars Kristjánssonar,
sem söng víða í Evrópu.
Það er einnig gömul saga og
ný að á hátíðarstundum
minnast ráðamenn á að efla
þurfi íslenska menningu því
að hún sé skjöldur og krúna
stoltrar og sjálfstæðrar þjóð-
ar. Það hefur hins vegar vilj-
að brenna við að einungis
daufur ómur af þessum hátíð-
arorðum heyrðist í lögum
þeirra sem fara með sameig-
inlegt fé landsmanna.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HVERFUM FRÁ
BÚTASAUMSHUGSUNINNI
Þeirri skoðun hefur verið lýst íMorgunblaðinu að jarðgöng séubyggðarlögum ómetanleg teng-
ing, ekki veigaminni en brýr voru áður
fyrr. Sameining atvinnusvæða auk ör-
yggis vegfarenda hefur verið leiðar-
ljósið. Á Vestfjörðum hefur reynslan
sýnt að jarðgöng eru byggðarlögunum
bráðnauðsynleg samgöngubót og for-
senda aukins sveigjanleika í mannlíf-
inu. Hið sama á auðvitað við um jarð-
göng á þéttbýlasta svæði landsins – á
höfuðborgarsvæðinu og í nágranna-
sveitum þess. Umferð um Hvalfjarð-
argöng hefur, svo nærtækt dæmi sé
tekið, verið mun meiri en menn þorðu
að spá þrátt fyrir að þar þurfi að greiða
vegatoll.
Undanfarið hefur enn og aftur verið
rætt um jarðgöng í Reykjavík í
tengslum við Sundabraut. Þær tvær
leiðir sem hafa verið í umræðunni eftir
að hugmynd um háa brú var slegin af,
eru títtnefnd eyjalausn og síðan jarð-
göng. Eyjalausnin hefur mætt mikilli
andstöðu íbúa beggja vegna Klepps-
víkur sem telja að mannvirkið muni
vega að lífsgæðum þeirra. Jafnframt
hefur verið bent á þau sjónrænu lýti
sem slíkt mannvirki væri í Kleppsvík
og í námunda við náttúruperlu á borð
við Elliðaárnar. Þar að auki er ljóst að
beggja vegna Kleppsvíkur verður mun
þrengra um allar tengingar eyjalausn-
arinnar við gatnakerfið heldur en ef
jarðgöng verða grafin utar í Klepps-
víkinni. Þótt gallar eyjalausnarinnar
séu flestum ljósir er það kostnaðurinn
við jarðgöng sem Vegagerð ríkisins
setur helst fyrir sig, þrátt fyrir að
borgarráð hafi nú ítrekað stuðning
sinn við jarðgangagerð.
Í ljósi þeirrar ítrekunar myndi það
sæta nokkrum tíðindum ef Reykvík-
ingar fengju ekki þá samgöngubót sem
þessi jarðgöng óneitanlega eru. Arð-
semi þeirra þegar til lengri tíma er litið
hlýtur hreinlega að réttlæta kostnað-
inn rétt eins og í öðrum borgum sem
eru eða hafa verið í örum vexti. Hvort
Reykvíkingum ber að standa undir
þeim kostnaði sem jarðgöng hafa í för
með sér umfram eyjalausnina er enn
álitamál, en hafa ætti í huga við
ígrundun þess þáttar hvort sá háttur
hafi verið hafður á í öðrum byggðarlög-
um. Eins og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri bendir á í Morgunblaðinu
í dag er vandséð hvers vegna annað
ætti að gilda um Reykjavík en aðra
staði.
Öll þessi umræða er að einhverju
leyti angi af þeirri vitundarvakningu
sem vart hefur orðið um mikilvægi
skipulagsmála – því samgöngur eru
vitaskuld hluti af þeim. Í því samhengi
hefur mikið verið rætt um bútaskipu-
lag í Reykjavík og þá fyrst og fremst
varðandi byggingarreiti víðs vegar um
borgina. Bútasaumslíkingin á einnig
við um vegaframkvæmdir á höfuðborg-
arsvæðinu, rétt eins og bent var á í
tengslum við nýju Hringbrautina þeg-
ar framkvæmdir stóðu yfir þar. Það er
ekki seinna vænna að skoða Sunda-
braut í samhengi við framkvæmdir á
hafnarbakkanum í miðborginni sem og
tengingu hennar við Grafarvogssvæðið
– hvað eigi að gera við þá tugi þúsunda
bíla sem koma til með að fara um þenn-
an nýja veg. Augljóst virðist að umferð
um Sæbrautina mun aukast til muna
og skapa miðborginni sóknarfæri. En
með hvaða hætti verður tekist á við það
flæði? Ekki er búið að leysa vandann
við Geirsgötu og vestur úr nema að
hluta til. Sömuleiðis þarf að huga að
því hvað borgaryfirvöld hugsa sér með
Lækjargötu vegna uppbyggingar í ná-
vígi við hana í nánustu framtíð. Það má
ekki dragast lengur að skoða hlutina
heildstætt með þessi sjónarmið í huga.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
U
ndir árslok 2005 og veturinn og
vorið 2006 birti Morgunblaðið
ítarlegar fréttir af umsögnum
greiningadeilda erlendra fjár-
málafyrirtækja um stöðu ís-
lenzka bankakerfisins og ein-
stakra banka. Þessar umsagnir voru býsna
gagnrýnar en bankarnir brugðust við þeim af
skynsemi og talsmenn þeirra segja nú almennt,
að þær umræður hafi verið gagnlegar fyrir þá
og að viðbrögð þeirra hafi orðið til þess að
styrkja og efla bankana og auðvelda þeim að
standa af sér þann óróa, sem nú er á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum.
Til marks um það er umsögn eins þeirra fyr-
irtækja, sem komu við sögu þá og sagt er frá í
Morgunblaðinu í dag, laugardag, en í nýrri
álitsgerð Credit Insight kemur fram að skulda-
tryggingaálagið á íslenzku bankana sé mun
hærra en nokkurt tilefni sé til.
Viðbrögð forráðamanna sumra íslenzku bank-
anna við fréttaflutningi Morgunblaðsins undir
árslok 2005 og fram á vorið 2006 einkenndust
hins vegar ekki af sömu skynsemi og viðbrögð
þeirra við vandanum sjálfum. Blaðið lá undir
þungri gagnrýni úr þeirri átt. Því var haldið
fram að allt of mikið væri gert úr þessum frétt-
um og meiri áherzla lögð á hið neikvæða í álits-
gerðum erlendu greiningadeildanna en hið já-
kvæða. Einmitt af þeim sökum lagði
Morgunblaðið áherzlu á að birta langa kafla úr
þessum álitsgerðum í heild, þýddar af fagmanni
utan ritstjórnar, til þess að lesendur Morg-
unblaðsins gætu af eigin raun lagt mat á hvort
sjálfar fréttirnar, sem unnar voru upp úr þess-
um gögnum, einkenndust fremur af því nei-
kvæða en því jákvæða, sem fram kom.
Harkaleg viðbrögð sumra bankanna komu
m.a. fram í því, að einn þeirra tók ákvörðun um
að hætta að auglýsa í Morgunblaðinu um skeið
en það eru viðbrögð sem einkenna í vaxandi
mæli afstöðu nýrrar kynslóðar í viðskiptalífinu.
Að hætta að auglýsa í fjölmiðli sem birtir eitt-
hvað sem kemur viðkomandi fyrirtæki illa eða
tala ekki við þann sama fjölmiðil eða starfs-
menn hans.
Þetta er gömul saga sem er rifjuð upp nú að
gefnu tilefni vegna þess að í einstaka tilvikum
eru viðbrögð við fréttum Morgunblaðsins af
fjármálamarkaðnum heima og erlendis um
þessar mundir áþekk og fyrir tveimur árum.
Það er algengara en ekki, þegar blaðamenn
Morgunblaðsins hringja í forráðamenn ein-
stakra fjármálafyrirtækja, að spurningum
þeirra sé mætt með athugasemdum um að
Morgunblaðið sé að „kynda undir“ óróa á fjár-
málamarkaðnum eða „auka á erfiðleika“ á
markaðnum. Og spurningum er oftar en ekki
svarað með athugasemdum sem augljóslega eru
efnislega rangar eða villandi og til þess fallnar
að gefa aðra mynd af þeim veruleika sem við
blasir en tilefni er til.
Tvær fréttir, sem birzt hafa hér í blaðinu síð-
ustu vikur, hafa vakið óvenju sterk viðbrögð af
þessu tagi. Annars vegar frétt um að búast
mætti við uppsögnum í íslenzkum fjármálafyr-
irtækjum á þessu ári og hins vegar frétt sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum
þess efnis að Glitnir hefði lent í erfiðleikum
með hugsanlegt skuldabréfaútboð á erlendum
fjármálamörkuðum og orðið að hætta við.
Nú er auðvitað ljóst að Morgunblaðið hefði
aldrei birt fréttina um hugsanlegar uppsagnir í
fjármálafyrirtækjum nema vegna þess að á bak
við þá frétt voru öruggar heimildir. Engu að
síður voru hafðar uppi ásakanir á hendur
blaðinu um að frétt þess væri tilbúningur einn,
sem er auðvitað fáránlegt.
Í síðara tilvikinu hafði Morgunblaðið upplýs-
ingar undir höndum frá því um síðustu helgi
sem bentu til að Glitnir hefði lent í vanda með
fyrirhugað skuldabréfaútboð, ekki vegna þess
að bankinn gæti ekki fengið peninga heldur
vegna hins að þeir reyndust vera svo dýrir.
Þetta þurfti ekki að koma nokkrum manni á
óvart sem fylgzt hefur með þróun alþjóðlegra
fjármálamarkaða á undanförnum mánuðum.
Raunar mátti ganga út frá því sem vísu að svo
færi. En fyrstu tvo dagana sem Morgunblaðið
reyndi að fá staðfestingu á þessum móttökum
fékk blaðið þau svör ein að þetta mál væri á
byrjunarstigi og móttökur hefðu verið ágætar
og má lesa þau svör hér í blaðinu á fyrstu dög-
um síðustu viku. Á þriðja degi komu önnur
svör, sem var skynsamlegt af forráðamönnum
bankans.
Auðvitað eru fjölmiðlar sem birta fréttir sem
þessar ekki að kynda undir óróa eða leitast við
að auka á erfiðleika. Þeir eru einfaldlega að
segja frá því sem er að gerast í kringum okkur.
Það er þeirra hlutverk. Í báðum tilvikum, fyrir
tveimur árum og nú, var um að ræða vandamál
sem áttu rætur að rekja til annarra landa. Í
fyrra tilvikinu var um að ræða álitsgerðir
margra fjármálafyrirtækja beggja vegna
Atlantshafs, þó sérstaklega í Bretlandi, Dan-
mörku og Bandaríkjunum. Í síðara tilvikinu var
og er um að ræða fréttir af miklum sviptingum
á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa
áhrif hér á Íslandi. Er það raunverulega skoð-
un þeirra, sem hafa að undanförnu gagnrýnt
Morgunblaðið fyrir þennan fréttaflutning, að
það eigi að þegja um þessar sviptingar?! Halda
þeir í raun og veru að á tímum gervihnattasjón-
varps og nets sé hægt að halda upplýsingum
um þessa þróun leyndum fyrir íslenzkum al-
menningi?!
Auðvitað er það ekki hægt en það er merki-
legt rannsóknarefni að kynslóðir nútímans skuli
halda að í opnu lýðræðislegu samfélagi sé eitt-
hvað athugavert við fréttaflutning af þessu tagi.
Um þetta er fjallað hér sem eins konar til-
raun til að eiga skoðanaskipti við þá sem gagn-
rýnt hafa Morgunblaðið af þessum sökum bæði
nú og fyrir tveimur árum. Þau viðbrögð sem
hér hefur verið lýst eru til marks um ótrúlegt
þroskaleysi ef reynt er að horfa á þau með já-
kvæðum augum en verra er ef einhver heldur
að það sé hægt að koma í veg fyrir umræður
sem eru óþægilegar fyrir fjármálageirann með
því að reyna að þagga þær niður.
Víðtækar umræður
U
m annað hefur ekki verið meira
rætt í erlendum fjölmiðlum,
bæði dagblöðum og í sjón-
varpsfréttum, en þau snöggu
umskipti sem hófust á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum
snemma í ágúst vegna vandamála sem upp
komu á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Öll
helztu dagblöð í Bandaríkjunum og í Bretlandi,
svo og á Norðurlöndum, ekki sízt í Danmörku,
hafa fjallað um þessa framvindu mála. Þessar
fréttir byrjuðu í smáum stíl og í upphafi var
ljóst að fáir sérfræðingar trúðu því að áhrifin af
húsnæðislánakreppunni yrðu jafn víðtæk og
raun hefur orðið á. Smátt og smátt hefur þetta
mál orðið að einhverri mestu kreppu sem upp
hefur komið á fjármálamarkaðnum úti í löndum
í tvo áratugi.
Það dettur engum manni í hug í öðrum lönd-
um að ekki sé sjálfsagt og eðlilegt og jafnframt
nauðsynlegt að fjölmiðlar í þeim löndum fjalli
um þessa atburði. Enda ekki hægt að láta sem
ekkert hafi gerzt.
Á forsíðu síðasta heftis brezka tímaritsins
The Economist er mynd af þyrlubjörgunar-
sveitum koma fljúgandi frá Miðausturlöndum,
Laugardagur 19. janúar
Reykjavíkur
Hálslón við Kárahnjúka.