Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA skrifaði námsmaður við Háskólann á Akureyri grein í Morg- unblaðið um skipulag þróunarmála innan ut- anríkisráðuneytisins. Hann fjallar um mik- ilvægi þess að utanrík- isráðherra Íslands geri þarfar skipulagsbreyt- ingar og taki Þróun- arsamvinnustofnun Ís- lands (ÞSSÍ) inn í ráðuneytið þannig að það hafi jafnframt fullt forræði yfir tvíhliða þróunarsamvinnu Ís- lendinga. Best væri að sérstök deild innan ráðuneytisins annaðist bæði tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu, en að ráðherrar málaflokksins virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því. Ég fagna sérstaklega þessum skrifum Sölmundar Karls Pálssonar þar sem hann kemst að nákvæmlega sömu niðurstöðu og ég gerði þegar ég gegndi embætti utanrík- isráðherra. Vaxandi vægi þróunarsamvinnu Nú eru nær fjórir áratugir síðan íslensk stjórnvöld hófu fyrst að veita tvíhliða þróunaraðstoð til annarra ríkja. Með lögum frá árinu 1971 hófst nýtt tímabil þar sem mörkuð var stefna og áherslur í þróunarsam- vinnu. ÞSSÍ var síðan sett á fót árið 1981. Á árinu 2004 ákvað rík- isstjórnin að stórauka framlög til þróun- armála. Frá þeim tíma hafa fjárveitingar til málaflokksins meira en tvöfaldast úr u.þ.b. 1,5 milljörðum kr. árið 2004 í 3,2 milljarða kr. á árinu 2007. Náist markmið fyrrverandi ríkisstjórnar munu framlögin nema um 4,6 milljörðum kr. á árinu 2009 eða sem svarar til 0,35% af vergri landsframleiðslu. Hér er um mikið fjármagn að ræða og því mik- ilvægt að koma í veg fyrir óhagræði og varast tvíverknað. Þátttaka Íslands í þróunarsam- starfi er í dag veigamikill þáttur í ut- anríkisstefnu Íslands og fer mik- ilvægi þróunarsamvinnu okkar mjög vaxandi. Eins og málum er háttað í dag þá fer ÞSSÍ, í umboði utanrík- isráðherra, með framkvæmd tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfi við stjórnvöld í þeim löndum sem sér- staklega hafa verið valin til sam- starfs og gilda um það tvíhliða milli- ríkjasamningar við hlutaðeigandi lönd. Marghliða þróunarsamvinna er hins vegar á forræði utanríkisráðu- neytisins og svo á einnig við um starfsemi Íslensku friðargæslunnar, samstarf við frjáls félagasamtök, ekki síst vegna neyðar- og mann- úðaraðstoðar. Þá teljast framlög til Jarðhitaskóla og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna til marghliða þróunarsamvinnu og eru skólarnir fjármagnaðir af fjár- lagaliðum utanríkisráðuneytisins. Tillögur að nýjum leiðum Okkur stjórnmálamönnum ber skylda til að horfa á bestu leiðirnar til að ná árangri í þróunarsamvinnu og sem bestri nýtingu fjármagns og ég gerði mér fljótt grein fyrir því, í tíð minni sem utanríkisráðherra, að þetta fyrirkomulag þróunarsam- vinnu skilar ekki þessum mikilvæga málaflokki bestum árangri. Tví- verknaður er of mikill og gagn- kvæmur stuðningur of lítill. Því ákvað ég að skipa nefnd sem skyldi skoða hvaða leiðir væru mögulegar í því augnamiði að auka skilvirkni og árangur í okkar þróunarsamvinnu. Við höfum einfaldlega ekki leyfi til að láta stjórnast af öðrum hags- munum eða hvötum. Nefndin leitaði ráða víða og skilaði mér skýrslu á síðastliðnu vori. Í skýrslunni eru tilgreindar tvær leið- ir til úrbóta. Önnur var sú, og með henni var mælt, að gera ráð fyrir fullum samruna á starfsemi ÞSSÍ og utanríkisráðuneytisins. ÞSSÍ yrði þannig hluti af þróunarsam- vinnusviði ráðuneytisins. Hin til- lagan var að ÞSSÍ starfaði áfram sem sjálfstæð undirstofnun, en tengsl hennar við utanríkisráðu- neytið yrðu efld. Ég gerði fyrri tillöguna að minni og kynnti hana fyrir forsætisráð- herra, Geir H. Haarde, sem var sam- mála mér um leiðir. Síðan kynnti ég þessa niðurstöðu mína fyrir utanrík- ismálanefnd. Ég sagði jafnframt að skýrslan væri fyrst og fremst fram- lag til nauðsynlegrar umræðu um þennan mikilvæga málaflokk og að ég hygðist ekki leggja fram frum- varp til breytinga á skipulagi þróun- arsamvinnu fyrir kosningar, enda naumur tími til stefnu. Þannig kæmi það í hlut nýrrar ríkisstjórnar og Al- þingis að vinna málið áfram. Hvað gerir utanríkisráðherra? Aðeins örfáir klukkutímar liðu. Þá glumdu í eyrum viðbrögð fram- kvæmdastjóra Þróunarsam- vinnustofnar Íslands og guðföður Samfylkingarinnar, Sighvats Björg- vinssonar, sem staddur var í Afríku. Framkvæmdastjórinn taldi að sér vegið og hafði uppi stór orð í fjöl- miðlum í minn garð. Hef ég hvorki fyrr né síðar orðið vitni að öðrum eins gífuryrðum embættismanns í garð pólitísks yfirmanns síns. Í um- ræðu í þjóðfélaginu var skýrslunni hins vegar vel tekið í hvívetna, enda vel til hennar unnið og tillögur mínar að leiðum ekki ósvipaðar þeim sem mörg okkar nágrannalanda hafa far- ið. Nýr utanríkisráðherra og formað- ur Samfylkingarinnar hefur boðað nýja löggjöf um fyrirkomulag þróun- arsamvinnu. Fróðlegt verður að sjá hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir metur meira hagsmuni þróunarsam- vinnu Íslendinga, og þar með íbúa þróunarlanda, eða eiginhagsmuni pólitísks samherja. Það verður líka áhugavert að fylgjast með hvort Geir H. Haarde forsætisráðherra skiptir um skoðun. Um skipulag þróunarsamvinnu Valgerður Sverrisdóttir fjallar um þróunarsamvinnu »Hef ég hvorki fyrr né síðar orðið vitni að öðrum eins gíf- uryrðum embættis- manns í garð pólitísks yfirmanns síns. Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 16-17 SÖRLASKJÓL 94 – VESTURBÆR Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 jöreign ehf Glæsileg algerlega endurnýjuð sérhæð í góðu steinsteyptu húsi. Sérstæð- ur bílskúr. Stærð 134,3 fm. Ný gólfefni og innihurðir. Nýjar vatns- og frá- rennslislagnir. Allt nýtt í eldhúsi og baði. Tvö rúmgóð herbergi og tvær bjartar og rúmgóðar stofur. VERÐ 49,0 MILLJ. FRÁBÆR STAÐSETNING MEÐ MIKLU SJÁVARÚTSÝNI. LAUS STRAX. SÖLUMAÐUR KJÖREIGNAR TEKUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM Í DAG MILLI KL. 16 OG 17. Gott og vel staðsett 183,8 fm einbýli á einni hæð, þar af 31,6 fm bíl- skúr. Húsið er klætt að utan með steni og hefur fengið gott viðhald. Næg bílastæði eru við húsið. Flísalögð forstofa með skáp, gesta- snyrting, gott þvottahús, parketlagt hol notað sem sjónvarpshol (væri hægt að nota sem herbergi). Parketlögð stofa hátt til lofts. Eldhús með ágætri innréttingu/korkur á gólfi, góð parketlögð borðstofa. Á sérgangi er hjónaherbergi með skáp og þrjú góð barnaherbergi öll með parketi á gólfi. Baðherbergi með baðkari og innréttingu (gluggi á baði). Í borð- stofu er gengið út í garð með góðri verönd. Nýtt gler er í öllu húsinu. Þetta er í heild sinni fallegt hús á góðum stað í Árbæ. Skipti möguleg á minni íbúð. Verð 49,5 millj. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Hlaðbær 5 Opið hús í dag frá kl. 14-16 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Kjarrvegur - við Fossvogsdalinn Glæsilegteinbýlishús/tengihús staðsett við opið svæði, skógi vaxið með útsýni yfir Fossvogs- dalinn og til sjávar. Húsið er um 380,0 fm þ.m.t. 30,7 fm bílskúr, kj. og tvær hæðir, innréttað á vandaðan og smekklegan hátt. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar. Granít, parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. Ræktuð lóð með fallegu holtagrjóti. Mikil timburverönd með skjólveggjum. Verðtilboð. Mýrarás 235 fm einbýlishús á einni hæð vel staðsett á útsýnisstað innst í lokaðri götu. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, gesta wc, stofu með arni og mikilli lofthæð, eldhús, þvottaherbergi innaf eld- hús, 5 herbergi og baðherbergi. 943 fm ræktuð lóð með timbur- verönd og skjólveggjum. Hitalagnir í stéttum. Tvöfaldur bílskúr. Stutt í skóla og þjónustu. Verð 68,0 millj. Grettisgata-neðri sérhæð Mjög falleg og mikið endurnýjuð 151 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi í miðborginni. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í þrjú góð her- bergi, tvennar bjartar samliggjandi stofur með rennihurðum og því möguleiki að nýta aðra stofuna sem herbergi, eldhús með eyju klædda grásteini og flísalagt baðherbergi. Tvær sér geymslur. Góð eign í miðborginni. Laus við kaupsamning. Verðtilboð Rauðagerði-efri sérhæð ásamt bílskúr Efri sérhæð ásamt bílskúr, samtals 163 fm. Hæðin er mikið endur- nýjuð, hönnuð af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Rúmgóð stofa, opið eldhús í borðstofu, 3 svefn- herbergi og vel hannað bað- herbergi. Gólf eru flotuð og lökkuð. Suðursvalir út af borðstofu og til vesturs frá einu herb. Sér geymsla í kjallara. Verð 39,5 millj. Laugarnesvegur-neðri sérhæð Laugarnesvegur-neðri sérhæð Glæsileg 110 fm neðri sérhæð í nýlegu þríbýlishúsi. Hellulögð verönd með skjólveggum út af stofu/borðstofu, eldhús með eyju og nýrri innrétttingu úr eik, hjóna- herbergi með góðu skápaplássi og flísalagt baðherbergi. Ein íbúð á hæð. 2 sér bílastæði fyrir framan hús. Verð 35,9 millj. www.domus.is Laugavegi 97 | 101 Reykjavík | sími 440 6000 SKIPHOLT 29B – 105 REYKJAVÍK SÖLUSÝNING KL. 15:00-15:30 Í DAG Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli við Skipholt í Reykjavík. Um er að ræða nýtt og vandað hús með lyftu. Skiptist eignin í forstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu og þvottahús. Á þaki hússins er skemmtilegur sólskáli sem er sameiginlegur. Hægt er að ganga út á þakið úr sólskálanum, en þar er einstaklega mikið og gott útsýni. Eignin er fullbúin með fallegu eikarparketi og flísum. Verð 33,9 millj. Björgvin Víðir Guðmundsson Viðskiptastjóri vidir@domus.is s. 664 6024/440 6024
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.