Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVAR finnum við
bræður okkar og systur
í nútímasamfélagi?
Hvert getum við leitað
þegar erfiðleikar lífsins
leika okkur grátt og við
sjáum ekki út úr aug-
um? Hvar í samfélaginu
finnum við þá þjónustu
sem er aðgengileg og
greið? Hvernig með-
höndlum við sem byggj-
um okkar litla sam-
félagi þá ábyrgð að líta
til hvert með öðru?
Hér áður fyrr var
samfélagið einfaldara
og fólk átti greiðan að-
gang að lækninum í
þorpinu eða bænum
sínum. Það var bara að
setjast á bekkinn og
bíða þangað til röðin
kom að manni. Þá fékk
fólk ótakmarkaðan
tíma til að ræða sín
vandamál við lækninn og oft nægðu
þær samræðurnar til þess að fólk gat
haldið áfram vegferð sinni. Héraðs-
læknarnir nutu virðingar fyrir störf
sín og skiptu fólkið miklu máli.
Flóknara samfélag,
meiri sérhæfing,
meiri samvinna
Í dag er samfélag
okkar flóknara og sér-
hæfing fagstétta meiri.
Samfélagið leggur sig
enn fram um að finna
leiðir til þess að þegn-
arnir geti lifað sem heil-
brigðustu og bestu lífi.
Þannig hefur verið
unnið að hugmyndum
innan heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytisins í mörg ár um
það hvernig hjálpa megi
börnum og unglingum
með geðraskanir og fjöl-
skyldum þeirra. Nið-
urstaða þeirrar vinnu
birtist í aðgerðaráætlun
heilbrigðisráðherra frá
árinu 2006 en þar kem-
ur meðal annars fram
að: Grunnþjónusta
heilsugæslunnar við börn með hegð-
unar- og geðraskanir verði aukin og
bætt og ríkari áhersla lögð á for-
varnir. Sett verði á laggirnar teymi
fagfólks á heilsugæslustöðvum til að
sinna þeim sérstaklega sem mest
þurfa á hjálp að halda. Teymin verði
m.a. skipuð læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, sálfræðingum og öðru starfs-
fólki eftir því sem við á. Markmiðið
verði að tryggja að hvert barn fái
þjónustu við hæfi og stuðla að öflugri
samvinnu allra sem veita þjónusta á
þessu sviði. Jafnframt er hvatt til
þess að aukin áhersla verði lögð á
fræðslu og forvarnir.
Sumarið 2007 samþykkti Alþingi
síðan fjölþætta tillögu ríkisstjórn-
arinnar til þingsályktunar um að-
gerðaáætlun til fjögurra ára til að
styrkja stöðu barna og ungmenna og
fjölskyldna þeirra hér á landi. Aðgerð-
irnar byggjast meðal annars á rétti
þeirra eins og hann er skilgreindur í
barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Í þessari áætlun fær heilsugæslan í
landinu mikilvægt hlutverk sem sá
staður þar sem fólk getur stigið
fyrstu skrefin til að leita sér hjálpar
þegar um geðræn vandamál barna og
unglinga er að ræða rétt eins og þeg-
ar þau eru að kljást við líkamleg ein-
kenni og sjúkdóma.
Þetta er merki um að samfélagið er
að viðurkenna að vanlíðan og van-
heilsa er hluti af lífi hins venjulega
manns og tengist hinu flókna sam-
félagi okkar og lífsstíl. Enda verða
læknar varir við það að fólk sem leit-
ar til þeirra hefur oft ekki grein-
anlegan sjúkdóm heldur leitar hjálp-
ar vegna erfiðleika sem trufla daglegt
líf og valda óöryggi og kvíða.
Heilsugæsla Akureyrar,
fjölskylduráðgjöf í 20 ár
Á heilsugæslustöð Akureyrar hef-
ur starfsfólk stöðvarinnar um 20 ára
skeið verið þjálfað í þverfaglegri sam-
vinnu til þess að leita lausna á erf-
iðleikum barna og fjölskyldna þeirra í
samvinnu við viðkomandi fjölskyldur.
Starfshættir stöðvarinnar hafa
mótast af heildarsýn á barnið og allar
aðstæður þess. Unnið hefur verið út
frá yfirlýstu markmiði heilsugæslu
Akureyrar að horfa jafnt til lík-
amlegra, tilfinningalegra og fé-
lagslegra þátta heilsunnar þar sem
þeir eru samofnir og skoða og skilja
þessa þætti út frá stöðu barnsins í
fjölskyldu og samfélagi. Þá hefur ver-
ið lögð áhersla á forvarnarstarf með
því að þjónusta sérstaklega fjöl-
skyldur ungra barna og freista þess
þannig að hindra það að vandinn
verði svo mikill að sérþjónustu sé
þörf síðar meir með þeim kostnaði og
þjáningum sem því fylgir. Jafnframt
hefur stöðin lagt áherslu á að vinna
kerfisbundið með öðrum stofnunum
bæjarins sem vinna að fjölskyldu-
málum. Fjölskylduráðgjöf heilsu-
gæslu Akureyrar hefur verið leiðandi
afl í samvinnu við aðra starfmenn
stöðvarinnar í þessari vinnu.
Barnið og fjölskylda þess
Barnið eyðir þeim árum sem eiga
eftir að móta það allar götur síðan í
fjölskyldu sinni og verður fyrir miklum
áhrifum af henni. Í þessum fjölskyldu-
tengslum bregst barnið við tilfinn-
ingahlöðnum aðstæðum löngu áður en
það sjálft getur talað. Fjölskyldan
skiptir barnið því höfuðmáli. Þess
vegna er það mjög mikilvægt að þegar
barn eða unglingur þarf á hjálp að
halda að fjölskyldan sé þátttakandi.
Fagfólk sem vinnur við að hjálpa börn-
um og unglingum þarf því að hafa trú á
möguleikum fjölskyldunnar og hjálpa
henni til að öðlast trú á eigin styrk.
Fagfólk þarf að mæta einstaklingnum
í því heildarsamhengi sem hann lifir í
og leggja áherslu á þá þroskamögu-
leika sem búa með honum og felast í
þeim tilfinningakreppum sem mæta
honum á lífsleiðinni. Gott fjölskyldulíf
og heilbrigð tengsl einstaklingsins
skipta vellíðan hans höfuðmáli og
stuðla að góðri almennri heilsu.
Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi
Þuríður Hjálmtýsdóttir
fjallar um geðræn vandamál
barna og unglinga
»Mjög mik-ilvægt er að
þegar barn eða
unglingur þarf á
hjálp að halda að
fjölskyldan sé
þátttakandi.
Þuríður Hjálmtýsdóttir
Þuríður Hjálmtýsdóttir er sálfræð-
ingur og fjölskylduráðgjafi á Heilsu-
gæslustöð Akureyrar.
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Vandað 200 fm endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið
er vandað og fullbúið. Það stendur á skjólgóðum stað í neðsta botnlanganum
við óbyggt svæði og rétt hjá golfvellinum. Við húsið er hellulagt, upphitað bíl-
aplan og fallegur, viðhaldsléttur garður með hellulegðri verönd og timbur sólp-
alli. Í húsinu eru fjögur herbergi, þrjár stofur og tvö baðherbergi. V. 57,5 m.
Bogi Molby Pétursson fasteignasali sýnir húsið milli kl. 14-15.
ÞORLÁKSGEISLI 98
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 15
Glæsileg 3ja herbergja, 90 fm íbúð og stæði í bílskýli. Íbúðin er á annarri hæð
með glæsilegu útsýni af 17 fm svölum yfir sjóinn og bátabryggjuna. Íbúðin er
fallega innréttuð á smekklegan hátt. Góð eign á einstökum stað.
Laus fljótlega. V. 31,9 m.
Tinna og Davíð taka á móti áhugasömum milli kl. 15-16.
NAUSTABRYGGJA 40, ÍBÚÐ 203
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 16
Falleg mikið endurnýjuð, 3ja herbergja, 100 fm íbúð í kjallara með sérinngangi
á austurhlið hússins. Íbúðin er smekklega innréttuð og vel tækjum búin.
Nýlegar innréttingar og gólfefni ásamt gluggum, gleri og lagnakerfi. V. 25,9 m.
Sólveig og Guðmundur taka á móti áhugasömum
milli kl. 16-17.
BARMAHLÍÐ 52 - 3JA HERB.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16 OG 17
M
b
l. 960965
Bogi Pétursson lögg. fasteignasali.
530 1800
30.900.000
Virkilega glæsileg 99,7 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Húsið nýlega sprungu
viðgert og málað að utan. Þórarinn sölumaður Draumahúsa verður á
staðnum.
M
b
l 9
61
12
9
Grandavegur 4 - 107 Rvk
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00 - 14:30
LAXAKVÍSL 33
OPIÐ HÚS
Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali
Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is
tákn um traust
Í dag sunnudag frá kl. 15–16 er opið hús
að Laxakvísl 33, 110 Reykajvík.
Mjög fallegt, 5 herb. raðhús á þremur hæðum ásamt bílskúr, alls 210,3 fm, á
frábærum útsýnisstað. 70 fm óskráð rými í kjallara sem býður upp á mikla
möguleika. Stórar stofur. Rúmgóð svefnherbergi. Sólskáli með hita í gólfi.
Ræktaður garður. Stutt í skóla og leikskóla. Eigandinn er tilbúinn að skoða
skipti á ódýrarri íbúð upp í kaupin. Gott lán getur fylgt með eigninni.
Verð 59,9 millj.
Nánari upplýsingar gefur Björn Daníelsson hdl./lgf.
fasteignasölunni Hóli í síma 595-9000,849-4477.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
FAGRIHVAMMUR 4 - HF. EFRI SÉRH.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00 TIL 16.00.
Sérlega glæsileg efri sérhæð á þessum frábæra útsýnisstað í
Hvammahverfinu í Hafnarfirði. Hæðin er 157,3 fm auk bílskúrs sem er 24,3
fm, samtals 181,6 fm. Hæðin skiptist þannig: forstofa, gestasalerni, hol, 2
stofur og borðstofa, eldhús með borðkróki, þvottahús/búr, 3 svefnherbergi,
og baðherbergi. Falleg eign sem vert er að skoða. Laus fjótlega.
Verð 48,5 millj.
Vigfús og Sæunn bjóða ykkur velkomin, sími 555-2209.