Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 44
44 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VERSLUNARORGÍUR Íslend-
inga erlendis voru nýlega á forsíðu
The Minneapolis Star Tribune í
grein um vinsælar verslunarferðir
útlendinga, en sér-
staklega Íslendinga,
vegna lágs gengis doll-
ars, til Bandaríkjanna.
Forsíðuna prýddi
mynd af örþreyttum
Íslendingi sem lá ofan
á góssinu úti á Hump-
hrey-flugvelli.
Þegar ég las þetta
yfir kaffinu þennan
desembermorgun í
Minnesota þar sem ég
bý, hugsaði ég með
mér að nú hefðum við
alveg gengið af göfl-
unum í neyslunni – neyslugleði okk-
ar var orðin að forsíðufrétt í heims-
pressunni.
En það var ekki fyrr en ég kom
heim yfir hátíðarnar að ég skildi
hvers vegna Íslendingar halda
áfram að versla erlendis þó landið
sé fullt af „big-box“ búðum og allt til
af öllu. Í íslenskri verslunarmenn-
ingu stendur nefnilega alltaf það
sama upp úr hvað neytendur varð-
ar; óheyrileg dýrtíð og afburða léleg
þjónusta.
Ekki aðeins að krómslegnar ok-
urbúllur mannaðar spjátrungslegu
afgreiðslufólki séu fullar af nank-
inbrókum sem kosta hálf mán-
aðarlaun meðallaunþega – íslenskir
verslunareigendur eru líka enn fast-
ir í því sem ég kalla KGB-stílinn
hvað snertir þjónustu við neyt-
endur.
Ég hlakkaði til að borða jólamat-
inn, hamborgarhrygg og í Hagkaup
keypti ég tvo, einn til
að elda á aðfangadags-
kvöld og annan til að
taka með mér út. Ham-
borgarhryggirnir eins
og maður hefur fengið
þá heima í gegnum tíð-
ina eru nefnilega ekki
auðfundnir í Banda-
ríkjunum; maður verð-
ur að leita uppi gam-
alreynda
kjötvinnslumenn í smá-
bæjum með skringi-
legum nöfnum til að
finna reykt svínakjöt
sem lítur út eins og alvöru kjöt með
kjötþráðum en ekki eins og frauð-
plast. En þegar hryggurinn hafði
verið eldaður kom í ljós að Hagkaup
virtist hafa hrifist af þessari amer-
ísku kjötvinnsluaðferð svo eftir jólin
fór ég að skila hryggnum sem ég
ætlaði að taka með mér út. „Veistu,
ég get ekki tekið við þessu,“ sagði
afgreiðsludaman, „Það má ekki end-
urgreiða matvöru.“ Ég hafði vart
upphafið ræðu mína um lélega þjón-
ustu, um Íslendinga sem búa er-
lendis og hrörnun íslenskrar kjöt-
vinnslu þegar hún sá aumur á mér
og byrjaði að fylla út innleggsnótu.
„Við megum nú ekki gera þetta.“
Ég hafði reyndar ætlað að fá pen-
ingana mína til baka því ég ætlaði
niður í Nóatún til að kaupa annan
hrygg, en ákvað að segja ekkert.
Laus við svínið hélt ég beinleiðis
yfir í 66°N, þar sem ég hafði fjárfest
í jólagjöf sem átti að fara aftur með
fjölskyldunni út. Gjöfin, jakkapeysa,
passaði ekki svo það þurfti að skipta
henni. En rétta stærðin var ekki til,
hvorki þar né í öðrum verslunum
66°N. „Ókei… jæja, ég ætla þá bara
að fá þetta endurgreitt,“ sagði ég
við afgreiðslustúlkuna, enda hafði
ég borgað með debetkorti fyrir vör-
una. Hún leit á mig eins og ég hefði
sagt eitthvað dónalegt.
„Endurgreitt?! Nei. Það er ekki
hægt.“ „Hvað meinarðu, það er ekki
hægt,“ spurði ég. „Það er ekki gert
hérna. Það bara tíðkast ekki í búð-
um á Íslandi að maður fái end-
urgreitt. Þú getur fengið innleggs-
nótu.“ Bíddu nú við, hvar er ég
stödd, hugsaði ég, er þetta Rassgat-
istan eða Podunkistan? Hér er ég
með vöru sem ég staðgreiddi, ónot-
aða, enn með miðunum á, í gjafaum-
búðunum frá versluninni sjálfri,
með kvittun, það er ekkert til í búð-
inni sem ég get notað, en ég get
ekki fengið hana endurgreidda? Þá
datt mér snjallræði í hug. „Það er
66°N-sjoppa í flugstöðinni í Kefla-
vík, kannski get ég notað hana
þar…“ „Þú getur prófað það,“ sagði
afgreiðslustúlkan, fegin að losna við
þessa freku kellingu út úr búðinni.
Lítið úrval var í fríhafnarbúðinni,
en ég fann eina peysu sem passaði
hvað varðaði stærð og verð og lagði
hana á afgreiðsluborðið ásamt inn-
leggsnótunni. „Nei,“ sagði af-
greiðsludaman, eftir að hún hafði
litið á nótuna merkta lógói 66°N.
„Við megum ekki taka við þessu,“
eins og ég hefði lagt notaðan kló-
settpappír á borðið. Nú var mér al-
veg nóg boðið. Ég vissi að þessi
markvissa „léleg þjónusta er okkar
stolt“ stefna verslunareigendanna
var ekki vesalings konunni að
kenna, en að geta ekki notað inn-
leggsnótu 66°N í þeirra eigin versl-
un… Það sauð í mér pirringurinn.
„Þú getur talað við Halldór,“ sagði
konan. „Hann er yfir þessu öllu,
hann er í Reykjavík…“
Svo ég hélt aftur til Ameríku,
peysulaus og orðlaus yfir dónaskap
íslenskra kaupmanna. Sennilega get
ég fengið alveg eins jakka í Col-
umbia Sportswear-búðinni fyrir
þrjú eða fjögur þúsund kall eða
minna í staðinn fyrir tíu þúsund
krónurnar sem ég greiddi fyrir
hann heima. Enda var það ekki
jakkinn sjálfur sem var það mik-
ilvægasta – ættjarðarástin birtist í
ýmsum myndum og ein þeirra er að
vera í sér „íslenskum“ fatnaði, t.d.
flík sem á stendur 66°N og er búin
til í Sjóklæðagerðinni. (Ég er reynd-
ar ekki alveg viss um hvað er sér-
íslenskt við 66°N-fatnaðinn. Á fal-
legri 66°N-húfu sem dóttir mín á
stendur: Made in Latvia.)
Ég hef ekki enn hringt í Halldór
(eða Hagkaup) en það væri fróðlegt
að vita, frá honum eða einhverjum
forsvarsaðilum íslenskra verslunar-
eigenda, hvers vegna þeim finnst í
lagi að bjóða íslenskum neytendum
upp á svona þjónustuleysi. Þangað
til mun ég í framtíðar ferðalögum
aftur heim reyna að gera eins og
landinn á Fróni og forðast íslenskar
verslanir.
Léleg þjónusta í
íslenskum verslunum
Íris Erlingsdóttir fjallar um
samskipti sín við íslenska
verslunareigendur
» Í íslenskri versl-unarmenningu
stendur nefnilega alltaf
það sama upp úr hvað
neytendur varðar;
óheyrileg dýrtíð og af-
burða léleg þjónusta.
Íris Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur og
fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans.
Baughús 9
Opið hús í dag kl. 14-16
Til sýnis í dag fallegt 180 fm
parhús á tveimur hæðum á
fráb. útsýnisst. Vandaðar inn-
réttingar, mikið skápapláss.
Fráb. staðsetn. Innbyggður
góður bílskúr. Stutt í skóla og
frábæra íþróttaaðstöðu Fjöln-
is. Fallegt og vel skipulagt á
einstökum útsýnisstað.
V. 51 m.
Allir velkomnir í opið hús.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477
Lögg. fasteignasali
Hrafnhildur Bridde
Agnar Agnarsson
Sigurberg Guðjónsson hdl.
Hrafnhildur Bridde,
lögg.fasteignasali
821 4400
534 2000
www.storhus.is
Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14-15
MÓVAÐ 45, 110 REYKJAVÍK
EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR.
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð.
Húsið er 219,2 fm en þar af er bíl-
skúrinn 43,1 fm. Fallegar innréttingar
og vönduð gólfefni. Parketið er gegn-
heil eik. Fjögur svefnherbergi. Rúmgóð
stofa með útgangi út í garð og gott
sjóvarpshol. Baðherbergið er flísalagt
og m. sturtuklefa. Bílaplanið er hellu-
lagt. Ósnortin náttúra er í göngufæri og mikil útivistarparadís.
Verð 82 millj.
BERGSTAÐASTRÆTI, 101 REYKJAVÍK
RÚMGÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ EFSTA HÆÐ Í TVÍBÝLISHÚSI
ÁSAMT BÍLSKÚR. SVALIR OG HÁTT TIL LOFTS.
Tvö svefnherbergi. Rúmgóð stofa með
góðum gluggum og er eldhúsið opið
inn í stofuna. Suð-vestursvalir með út-
sýni. Baðherbergi m. baðkari. Íbúðin
og geymslan eru 89,3 fm og bílskúrinn
22,9 fm. Verð 36,9 millj.
BÓKIÐ SKOÐUN !
ELDRI BORGARAR! BÓLSTAÐARHLÍÐ,
105 RVK. 2JA HERB. M. BÍLSKÚR
42,9 fm íbúð á 1. h. og 23,1 fm bílskúr.
Yfirbyggðar svalir. Íbúðin skiptist í eld-
húskrók, stofu, baðherb. og svefnherb.
Húsvörður. Lyfta. Þjónusta á vegum
Reykjavíkurborgar í húsinu. Skilyrði
er að viðkomandi sé félagi í
samtökum aldraðra.
Verð 19,5 millj. BÓKIÐ SKOÐUN !
M
b
l. 961137
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Vorum að fá í sölu mjög vel staðsetta byggingarlóð undir
einbýlishús við Skeiðakur í Akralandi.
Um er að ræða um 750 fm lóð. Lóðin snýr á móti suðri.
Teikningar geta fylgt.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali
í síma 861-8611
AKRALAND, GARÐABÆR
MJÖG VEL STAÐSETT BYGGINGARLÓÐ
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Falleg 191,1 fm efri sérhæð á þessum vinsæla
stað. Þar af 24,5 fm bílskúr. Þríbýlishús.
4 svefnh. 3 stofur. Tvennar svalir, aðrar eru
yfirbyggðar. Gott viðhald á húsi.
Verð 47,5 millj.
Nánari uppl. gefur Bjarni 896-3875
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15-16
GLAÐHEIMAR 22, efsta hæð - 104 RVK
m
bl
9
60
89
1
Skrifstofuhúsnæði
Fiskislóð 75 – 101 Reykjavík
Til leigu er 300 fm skrifstofuhúsnæði við Fiskislóð.
Um er að ræða gott skrifstofuhúsnæði á annari hæð með góðum
síma- og tölvulögnum. Stækkunarmöguleikar fyrir hendi.
Næg bílastæði. Verð 1.400 kr. pr. fm á mánuði.
Upplýsingar veitir Jón Svan sölufulltrúi
í síma 891 8803
Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 •
www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl & Löggiltur FFS
M
bl
9
57
80
9