Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 47

Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 47 Ég skil ekki hvers vegna allir MS- veikir fá ekki nýja lyfið Tysabri. Af hverju að skammta þetta? Ég er að lesa frétt í Morgunblaðinu 17. jan. 2008. Tárin trilla og ég græt af von- brigðum því að ég hef haft ómælda trú á því að þetta lyf myndi gefa okkur nýtt líf. Eða er verið að refsa mér vegna þess að rebifið hefur hjálpað mér svo mikið. Það fékk ég nánast um leið og byrjað var að gefa það MS-fólki hér. Þá var þetta skömmtunarferli og ég þekki marga sem grétu þá. Ég hafði svo mikla sektarkennd yfir að hafa verið ein af útvöldum að ég þorði varla að tala um að ég hefði fengið lyfið. Hvernig í ósköp- unum er hægt að velja út fólk í þessari aðstöðu. Rebifið hefur haldið mínum MS-sjúkdómi þokka- lega niðri og ég fæ væg köst en eftir hvert kast er ég samt á nálum yfir hvað hafi nú skemmst. Tysabriið gefur okkur svo mikla von um færri köst og þar af leið- andi minni skemmdir = meiri styrkur sem skilar sér í því að maður hlýtur að hreyfa sig meira og þá enn meiri styrkur. Ég lít allavega á þetta á þennan hátt. Nýtt líf. Þessi sjúkdómur hefur haft mik- il áhrif á fjölskylduna mína. Árið 1974 greindist systir mín þá 19 ára gömul, við vissum þá ekkert um MS, höfðum aldrei heyrt talað um hann. Allt var reynt að gera en hún beið allan tímann eftir lyfinu sem átti að koma innan 5 ára. Hún dó 1999 og fékk aldrei að prófa nýja lyfið. 1994 greinist ég síðan, auðvitað sjokk fyrir alla og þá held ég sér- staklega fyrir foreldra okkar sem höfðu horft upp á systur mína veslast upp. (Hún var þá komin á hjúkrunarheimili, algerlega ósjálf- bjarga.) 1995 kom svo Beta interferon- lyfið sem ég fékk strax, sprautað í vöðva 1x í viku og síðan Rebif sprautað 3x í viku. Köstum fækkar en skemmdir dálitlar og nú geng ég draghölt við eina hækju. Tvær yngri systur mínar fæddar 1965 og 1969 eru núna báðar greindar með MS og ég horfi á þær fara hægt niður á við, hvor- uga á rebifinu og báðar að ströggl- ast í vinnu en minnka við sig smátt og smátt. Þá er spurningin þessi. Komast þær þá í útvalda hópinn? Það sem ég tel að hafa hjálpað mér mest er að ég hætti fljótlega að vinna og gat þess vegna hvílt mig alltaf ef ég fann fyrir einkenn- um um að kast væri að byrja. Læknirinn minn ráðlagði mér strax að fara vel með mig svo að skemmdir vegna sjúkdómsins yrðu minni þegar nýtt og betra lyf kæmi. Nú er lyfið komið og ég fæ það líklega ekki af því að skemmdir eru ekki nógu miklar, samt get ég ekki gengið nema með hækju, út- haldið lítið, dofin og þreytt flesta daga. RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR MS-sjúklingur og býr í Hveragerði. Hverjir eru útvaldir og hvers vegna? Frá Ragnhildi Guðmundsdóttur: Glæsileg raðhús Hæðin Komdu og skoðaðu nútímaleg og falleg raðhús, tvílyft, á skjólsælum stað á Arnarneshæðinni. Húsin eru ýmist klædd flísum, viði eða báruðu áli. Allur frágangur að utan tryggir lágmarksviðhald. Afhent tilbúin til innréttinga. Raðhúsin okkar leika aðalhlutverkið í þættinum Hæðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 innan skamms. Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is Við búum á Hæðinni Arnarneshæðin er einstaklega vel staðsett á eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Hverfið er sólríkt og skjólsælt, með gullfallegt útsýni til allra átta. Stutt er í alla verslun og þjónustu, fjölmargir skólar eru í næsta nágrenni og ótal frábær íþrótta- og útivistarsvæði innan seilingar. Opið hús í Árakri og Sandakri í dag frá kl. 14–15 Cocoa Beach, Florida Beautiful, fully furnished condominium in The Pier Resort, right across the street from famous Cocoa Beach – a location by many preferred to Hawaii. Situated on fourth/top floor with a view of the Atlantic Ocean, the unit contains 1900 square feet (excluding balcony/patio), three bedrooms, three baths, living room and dining room with separate large laundry area. Elevator access as well as tennis courts, swimming pool and exercise room. Guided tour available upon request. Price: $ 550-600.000 USD. Smaller unit of 1650 square feet also available – price: 450-500.000 USD. Contact: S&J Gruppen, Henrik Kellermann, +0045 3526 6033 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                           

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.