Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 52
Lampi án rafmengunar með 4%. Í GREIN nýlega var bent á brotalamir um frágang rafmagns. Dæmin eru mörg. Á aðventunni voru sett upp jólaljós í nýju fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Það var mikið í lagt enda lýsa 688 perur húsið. Fólk var ánægt en afleið- ingarnar komu brátt í ljós. Ljósa- stæðin tóku að senda. Rafseg- ulsvið við mæla í rafmagnstöflu nam allt að 180 milligauss, langt yfir mörkum. Mælingar á köplum rafskauts hússins voru afar sér- stakar. Mælirinn sló eins og púls; hann hneig og reis frá fjörutíu milligássum í fimmtíu og þá sextíu til áttatíu milligauss að hann hneig aftur. Hið nýja fjölbýlishús þjáist sem sagt af húsasótt. Fólk er misnæmt fyrir rafmengun. Sumir verða einskis varir á meðan um 10-15% fólks hefur rafóþol samkvæmt sænskum rannsóknum. Hvað var að? Á daginn kom að rafmagnið fór „vitlausa leið“. Á tveimur hæðum var núll tengt inn á spennu og fór því öfuga leið. Við þetta myndaðist rafmengun, yf- irtíðnitónar. Sú einfalda aðgerð að tengja núll í núll varð þess valdandi að rafstorminn lægði. Það kviknaði í rafmagns- töflum og vírar brunnu Í gróðurhúsi í Mosfellssveit kviknaði ítrekað í rafmagnstöflum og vírar brunnu yfir. Lampar ent- ust illa og starfsmaður hafði það sérstaka verkefni að skipta um perur sem sífellt sprungu. Allur búnaður gekk mjög heitur og dæmi um 105° hita á vararofum. Sérfræðingar ráðlögðu eigenda að fjarlægja hlífar af töflum og hafa töfludyr opnar til kælingar. Auð- vitað bara kukl. Það hefur reynst þrautin þyngri að fá orkufyrirtækin til þess að taka á þessum málum sem þó varða fólk svo miklu; vellíðan og heilbrigði. Þó fólk upplifi stöðuga vanlíðan, að ekki sé talað um veik- indi þá er bara fullyrt að allt sé í lagi. Orkuveita Reykjavíkur telur sig ekki þurfa að vita hvað sé að gerast á núllinu sem ber drulluna í burtu; hvort kerfið yfir höfuð hreinsi sig. Meðan svo er málum háttað er ekki von á góðu. Röng ráðgjöf Samorku Mistök í meðferð rafmagns eru víða. Samorka eru samtök raf- orkufyrirtækja. Samtökin gefa út svokallaða tæknilega tengiskil- mála. Þar er fullyrt að við 125A heimtaug sé nóg að hafa 10q jarð- skautsvír til þess að leiða óhrein- indin í burtu. Þetta er rangt. Það þarf sverari vír svo rafdrullan komist í burtu. Þaðan af sverari vír þarf sverari jarðskautsvír. Þá þurfa jarðlög að geta leitt raf- drulluna burt. Því miður er það svo að mistök eru gerð allt of víða í ferlinu. Þetta er þeim mun alvar- legra mál þar sem fólk dvelur löngum stundum í rafmenguðum bygg- ingum; heima og í vinnu. Mengunin lýs- ir sér meðal annars í allt of sterku rafseg- ulsviði. Samkvæmt Evrópureglugerð skal rafsegulsvið ekki fara yfir 4 milligauss. Í byggingum er al- gengt að rafsegulsvið sé yfir 100 milligáss- um. Allt of algengt er að léleg raftæki séu sett upp. Jafnvel lampar eru settir upp á barnaheimilum sem teldust ekki hæfir í fjósum og svínabúum úti í hinum stóra heimi. Tækin dreifa rafdrullunni yfir börnin. Al- gengt er að rafmagnstæki leiði út, sendi frá sér rafgeisla. Þetta um- hverfi er fólki afar óheilbrigt. Nánast allar byggingar á höf- uðborgarsvæðinu eru rafmeng- aðar. Rafmagnstæki eyðileggjast, lampar springa, rúllustigar hætta að virka. Alvarlegast er þó að fólk þjáist. Gróðurhúsið í Mosfellsveit lagfært Fyrirtækið Orkulausnir var kallað til í gróðurhúsið í Mosfells- sveit og vandinn skilgreindur. Ít- arleg skoðun fór fram ásamt 24 tíma rafgæðamælingu. Í ljós kom að yfirtíðni barst inn í hús og tíðni var mest þegar álag var minnst. Eftir umbætur lækkaði hiti í töfl- um í 35°, ljós urðu bjartari og per- ur endast. Á daginn kom að raf- mengun barst inn í gróðurhúsið frá spennistöð og eftir að staf- skaut voru sett upp drógu þau að sér rafmengun frá öðrum húsum í nágrenninu. Þá kom á daginn að lélegur ljósabúnaður í gróðurhús- inu olli rafmengun og þar sem drullan komst ekki í burtu vegna lélegra rafskauta hlóðust vanda- málin upp. Orkulausnir eru stofnaðar af Brynjólfi Snorrasyni, frumkvöðli á Akureyri. Í þrjátíu ár hefur hann rannsakað samspil rafmagns og rafmengunar, hefur yfirburða- þekkingu á þessu sviði. Hann er kallaður til þegar verkfræðingar geta ekki. Nýverið annaðist hann um jarðtengingu Grand Hótel. Eitt stærsta hátæknifyrirtæki landsins kallaði á hann við jarð- tengingu höfuðstöðva sinna; einn stærsta banki landsins kvaddi hann á vettvang að höfuðstöðvum sínum eftir að verkfræðingarnir stóðu ráðalausir og svo framvegis og framvegis. Brýnt að hefja rannsóknir Nú vilja menn opna Lækinn í Kvosinni. Allt gott um það. Eng- um dytti þó í hug að leiða óþefinn aftur fyrir vit Reykvíkinga. Er ekki kominn tími til hreinsa raf- drulluna út? Er ekki kominn tími til þess að hefja víðtækar rann- sóknir á frágangi rafmagns og takast á við rafmengun í umhverfi okkar? Þegar jólaljósin voru tendruð tók húsið sótt Hallur Hallsson og Svanbjörn Einarsson skrifa um rafmengun Hallur Hallsson Hallur er framkvæmdastjóri og Svan- björn Bsc. rafmagnstæknifræðingur. Lampi með háa yfirtíðni, 38%. Rafmengunin sést glögglega. » Orkuveita Reykja-víkur telur sig ekki þurfa að vita hvað sé að gerast á núllinu sem ber drulluna í burtu; hvort kerfið yfir höfuð hreinsi sig. Svanbjörn Einarsson 52 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • Björt og falleg 80 fm, efri sérhæð • Sérinngangur og bílastæði • Glæsilegt útsýni Verð 23,9 milljónir • Glæsileg 167 fm efri sérhæð og bílskúr með fallegu sjávarútsýni • Sérinngangur og tvennar góðar svalir • Íbúðin er nýstandsett Verð 49,9 milljónir • Skemmtileg 140 fm, neðri sérhæð á sunnanverðu Seltjarnarnesi • Sérinngangur og skjólsæl suðurverönd • Þrjú góð svefnherbergi Verð 39,9 milljónir Birkihvammur 15, Kópavogi Opið hús frá kl. 15:15–16:00 Miðbraut 3, Seltjarnarnesi Opið hús frá kl. 15-16 Miðbraut 17, Seltjarnarnesi Opið hús frá kl. 14-15 m bl .9 61 18 2 Með þér alla leið! www.miklaborg.is - Sími 569 7000 - miklaborg@miklaborg.is Framnesvegur - Einbýli Opið hús í dag á milli 14 og 16 M bl 9 60 96 0 Til sölu er einbýlishúsið Austurholt, sögufrægt hús á horni Framnesvegar og Lágholtsvegar. Húsið er mjög snyrtilegt og þónokkuð endurnýjað. Húsið er á þremur hæðum og skiptist í kjallara, miðhæð og ris. Á miðhæð er eldhús, stofa, borðstofa, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Í kjallara eru tvö svefnherbergi, þvottahús, geymslur og sérinngangur. Í risi er opið rými sem hægt væri að nota sem barnaherbergi eða vinnustofu. Húsið er staðsett á mjög góðum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Anna og Gestur sýna húsið í dag á milli kl. 14 og 16. ÍSLENSKA kvikmyndavorinu lauk 16. janúar sl. Þá hófst lang- þráð íslenskt kvikmyndasumar með frumsýningu Brúðgumans eftir Baltasar Kormák sem er best heppnaða kvikmynd Íslend- inga til þessa. Aldrei fyrr hafa all- ar deildir íslenskra kvikmynda- gerðarmanna skilað jafnóaðfinnanlegu og aðdáun- arverðu verki í einni og sömu kvikmyndinni. Aldrei fyrr hefur íslenskur kvikmyndaleikstjóri sýnt jafnmikið vald á list sinni og magnað upp jafnsterkt samspil úrvalsleikara í öllum hlutverkum. Aldrei hefur heilt Háskólabíó sprottið jafnhratt á fætur blístr- andi, hrópandi og klappandi og á umræddri frumsýningu og voru það verðskulduð viðbrögð við þessari skemmtilegustu kvik- mynd okkar ungu kvikmynda- sögu. Þetta var stór gleðidagur í því samhengi öllu og skal því hér spáð að kvikmyndin hljóti ekki að- eins metaðsókn heldur muni hún efla verulega aðsókn að Þjóðleik- húsinu þar sem önnur útfærsla sama hóps, byggð á sama frum- verki Tsjekovs, er nú til sýningar. Megi íslenska kvikmyndasum- arið lengi lifa Jakob Frímann Magnússon 5 stjörnu Brúðgumi boðar kvikmyndasumar Höfundur er tónlistarmaður sem hefur framleitt kvikmyndirÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.