Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 55

Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 55 ✝ Sigríður Arn-laugsdóttir fæddist á Akurgerði í vesturbæ Reykja- víkur 18.1. 1918. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 21.12. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Arn- laugur Ólafsson, f. á Gerðum í Árnes- sýslu 8.8. 1888, d. 2.9. 1971 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Múlastöðum í Flókadal í Borgarfirði 6.9. 1884, d. 6. 8. 1943. Sigríður var næstelst í stórum systkinahóp, af þeim börnum sem komust til fullorðins Guðmundsson Norðdahl, f. 4.7. 1910, d. 10.1. 1974. Seinna var hún var í sambúð með Jóhannesi Sig- urðssyni, f. 4.7. 1910, d. 14.9. 1998. Sigríður stundaði fimleika til fjölda ára hjá Ármanni og fór hún margar sýningarferðir bæði inn- anlands og utan með meist- araflokki kvenna í fimleikum. Eft- ir nám í gagnfræðaskóla stundaði hún nám í Kennaraskólanum og stundaði framhaldsnám í hand- mennt í Danmörku og Svíþjóð. Hún kenndi við barnaskóla í Hafn- arfirði 1948 en síðan handiðn við Kennaraskólann til 1972. Eftir það rak hún mötuneyti fyrir nem- endur Menntaskólans við Hamra- hlíð og gegndi því starfi í mörg ár. Hún skrifaði bókina „Lærið að sauma“ sem gefin var út 1962 og var um árabil með fastan þátt í Þjóðviljanum um handmennt og heimilishald. Útför Sigríðar fór fram 4. jan- úar, í kyrrþey að ósk hennar. ára, en Skúli bróðir hennar, f. 30.9. 1916, dó er hann var á fyrsta ári eða 8.6. 1917. Önnur systkini hennar voru Guð- mundur, f. 1.9. 1913, d. 9.11. 1996, Ólafur, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984, María, f. 19.6. 1921, Helgi, f. 17.3. 1923, Elías, f. 8.11. 1925, d. 4.11. 2000, og Hanna, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984. Sigríður ólst upp í föðurhúsum, fyrst í Akurgerði, síðan að Ljósvallagötu 30 og síð- ast að Öldugötu 25. Maki Sigríðar var Sigurður Hún Sigga frænka er dáin. Ég sé hana enn fyrir mér, hnarreista og fallega konu. Fyrstu minningar mínar eru heimsóknir til hennar og Sigga frænda. Það var áhrifa- ríkt fyrir litla telpu. Heimili þeirra bar vott um smekkvísi. Sigga og Siggi fóru oft í ferðalög sem flestir gátu bara látið sig dreyma um. Þau höfðu verið í sýningaflokki í fimleikum og mamma sagði mér stolt sögur af Siggu og afrekum hennar. Við litum alltaf upp til hennar. Hún var mjög góð handavinnu- kona og sérstaklega góður kennari við Kennaraskóla Íslands. Það sem ég met mest við frænku mína var lífsgleði hennar, vilji og geta til að fylgjast með tímanum. Alltaf var jafn gaman að spjalla við hana. Hún var áhugasöm og gaf mér til- finningu um að vera mikils virði. Þrátt fyrir marga örðugleika, sjúkdóma og annað, gafst hún aldrei upp. Hún var glæsileg kona alveg fram á síðustu ár, háöldruð og sjúk. Ég mun alltaf vera stolt af að hún var móðursystir mín. Hallfríður Bjarnadóttir, Sandnes, Noregi. „Komdu sæl og velkomin í hús- ið.“Þannig hófust kynni okkar Sig- ríðar, eða Siggu eins og hún var alltaf kölluð, fyrir tæpum 30 árum. Hún var móðursystir mannsins míns og elsta systirin í stórum systkinahópi og hún minnti mig oft á Hönnu tengdamóður mína. Í fyrstu var ekki mikill samgangur á milli okkar. Sigga var enn í fullu starfi og lifði sínu lífi. En með ár- unum myndaðist mjög góður vin- skapur milli okkar. Hún sagði mér frá ýmsu úr lífi sínu, frá uppvaxt- arárum á Ljósvallagötu, búskap foreldra sinna í Haga og tauga- veikinni sem kom upp og einangr- uninni sem því fylgdi. Einnig sagði hún mér frá námsárum sínum hér heima, í Kaupmannahöfn og von- brigðum sínum þegar hún varð að hverfa frá námi þegar síðasta próf- ið var eftir og hún varð að fara strax heim vegna þess að hún var með berkla og fór beint á Vífils- staði, einnig frá framhaldsnámi í Stokkhólmi. Hún hafði yndi af því að ferðast og sagði m.a. frá skemmtilegu hjólaferðalagi með- fram hinum stóru vötnum Svíþjóð- ar. Hún var ákaflega vel lesin kona og fróð um marga hluti. Hún naut þess að fara í leikhús og fylgdist með því sem var á fjölunum hverju sinni. Áttum við margar góðar leikhúsferðir saman. Allt virtist leika í höndum henn- ar. Hún var ákaflega flink sauma- kona og alls konar hannyrðir gerði hún. Hún var líka meistarakokkur og mikil smekkkona. Sigga var einstaklega dugleg kona og viljaföst. Þegar elli kerl- ing sótti á efldist hún og ætlaði ekki að láta í minni pokann fyrr en í fulla hnefanna. Hún var alltaf að æfa sig og ef hún komst ekki út til að ganga þá æfði hún sig í stig- anum. Ég dáði Siggu fyrir það hve hún lifði lífinu lifandi og hafði áhuga á því sem var efst á baugi hverju sinni. Það verður ekki oftar hlaupið milli hæða til að vita hvernig líð- anin er, setjast niður bara til að spjalla, horfa á sjónvarp saman eða athuga hvort þurfi að útrétta eitthvað. Það er tómlegt í ætt- arhúsinu á Öldugötu. Í virðingu og þökk kveð ég Sig- ríði Arnlaugsdóttur. Kristín Sverrisdóttir. Þegar hugurinn leitar til löngu liðins tíma æskuáranna rifjast ým- islegt upp. Sigríðar Arnlaugsdótt- ur minnist ég sem glæsilegrar og mjög ákveðinnar persónu. Hún var vel að sér, hafði mótaðar skoðanir um flesta hluti og var með næmt auga fyrir formi og fegurð. Hún var virt og flinkur handavinnu- kennari í Kennaraskólanum, eða eins og faðir minn orðaði það „hún var mjög vel metin sem kennari og þegar við mamma þín vorum að kynnast skipti miklu máli álit Siggu“. Þannig minnist ég hennar með aðdáun og virðingu. Á þeim árum kom nokkrum sinnum maður hennar Sigurður Norðdahl ljós- myndari til okkar, stillti upp tækj- um sínum og tók ljósmyndir af okkur fjölskyldunni. Þetta voru stórviðburðir í huga mínum sem ungs drengs. Ég hef búið í sama hús og Sigga síðastliðin þrjátíu ár. Ég er þakklátur og kveð nú með sökn- uði frænku mína. Heimili hennar er smekklegt og mjög snyrtilegt eins og ávallt. Hún var mjög dug- leg kona og einbeitt. Sigga ferð- aðist meðan hún gat, las mikið og fylgdist vel með leikhúslífi, kvik- myndum og öðru menningarlífi. Síðustu árin dáðist ég að já- kvæðri lífssýn hennar þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir og heils- unni hrakaði. Hún vissi hvað hún vildi eða þurfti, keypti sér sjúkra- rúm og heyrnartæki af bestu gerð og smart föt fram undir það síðasta. Hún var stöðugt að þjálfa sig eftir einhverja leguna, gekk upp og niður stigann og fór í gönguferðir með göngugrind og gerði sín innkaup sjálf eftir því sem hún gat. Hún vildi sjaldan þiggja hjálp nema í ýtrustu neyð, þvoði þvottinn sinn sjálf og hengdi upp á snúrur, þrátt fyrir að geta varla lyft höndum. Hún gerði góðlátlegt grín að vanmætti sínum og tók mótlæti af æðru- leysi, alltaf tilbúin að vinna úr vandanum. Hún mátti muna tím- ana tvenna en sem ung stúlka stundaði hún fimleika og fór í sýningarferðir utanlands sem innan, með fimleikaflokki Ár- manns. Gunnar Bjarnason. Sigríður Arnlaugsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Bróðir okkar og mágur, HALLDÓR SVEINBJARNARSON frá Ísafirði, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, sem lést á Landakoti 11. janúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.00. Sigríður Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sveinbjarnardóttir, Þorvaldur Tryggvason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR Árskógum 6, Reykjavík verður jarðsungin frá Seljakirkju 21. janúar kl. 13.00. Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir, Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson, Kristín Erla Guðnadóttir, Brynjar Víðisson, Arnar Páll Jóhannsson, Jóhann Baldur Jóhannsson, Magnea Mjöll Ingimarsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ELÍN ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR, Einilundi 10a, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 15. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort Öldrunarheimila Akureyrar eða önnur líknarfélög. Svanhvít Jónsdóttir, Herbert Herbertsson, Elín Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Herbertsson, Guðrún Elín Herbertsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGTRYGGUR ÞÓRHALLSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Bryndís Bjarnadóttir, Þórhallur Sigtryggsson, Sesselja Valtýsdóttir, Bjarni Sigtryggsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Hallgerður Gunnarsdóttir, Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, Davíð Jóhannsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVAVA STEFÁNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, Hjallaseli 55, áður Mjóstræti 4, sem andaðist í Seljahlíð föstudaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00. Snæbjörn Aðalsteinsson, Kristín Lárusdóttir, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Gísli Guðnason, Kristborg G. Aðalsteinsdóttir, Rafn Guðmundsson, Stefán Aðalsteinsson, Elín Geira Óladóttir, Anna Aðalsteinsdóttir, Robert Molodziejko, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓN PÁLSSON kennari, Aflagranda 40, áður Melhaga 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00. Elín Þórðardóttir, Reinold Kristjánsson, Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann, Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kjartan Þórðarson, Helga Kristín Einarsdóttir, Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR JÓHANNSSON múrarameistari, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardag- inn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.00. Kjartan Sæmundsson, Katerina Siparinko, Ásta K. Norrman Sæmundsdóttir, Tommie Norrman, Guðrún Sæmundsdóttir, Kjartan Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.