Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 57
✝ Marís KristjánGústaf Adolf
Haraldsson fæddist
í Bolungarvík 29.
ágúst 1908. Hann
lést á heimili sínu á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 29. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Haraldur Stef-
án Hrómundur
Stefánsson, f. í Eyr-
arsókn í Seyðisfirði
í N-Ís. 26. október
1877, d. 19. mars
1961, og Ágústa Andresína Mar-
ísdóttir, f. á Langeyjarnesi á
Skarðsströnd 15. desember 1880,
d. 13. desember 1930. Systkini
Marísar voru, Eggert Karvel, f. 9.
apríl 1904, d. 28. janúar 2002,
Magnús Ágúst, f. 24. ágúst 1905,
d. 15. ágúst 1997, Katrín Guðrún,
f. 9. júní 1907, d. 13. september
1907, og samfeðra Þorkell Jens, f.
9. júní 1905, d. 16. september
1947.
barnabörn,. 2) Páll Sigurður, f. 2
apríl 1950. Hann á fimm börn og
átta barnabörn, 3) Ágústa Katrín,
f. 23. september 1953, maki Árni
Friðbjarnarson, f. 23. nóv. 1953,
þau eiga eina dóttur og eitt
barnabarn. 4) Hafrún Valbjörg, f.
16. október 1956, maki Helgi
Samsonarson, f. 3. júní 1954 , þau
eiga tvö börn og þrjú barnabörn.
Marís var lærður tré- og
mublusmiður. Hann rak tré-
smíðaverkstæðið Þrótt í Bolung-
arvík og tók þátt í að byggja
mörg hús í plássinu, þar á meðal
félagsheimilið. Seinna vann hann
hjá Trésmiðju Jóns Friðgeirs í
Bolungarvík. Hann og kona hans
Guðrún settu á stofn prjónastofu
og verslun á staðnum. Marís og
Guðrún fluttu til Reykjavíkur
1972. Marís var húsvörður á
Kleppsvegi 2-6, í 15 ár, 1987
flytja þau á Dalbraut 20. Það var
svo í ágúst 2005 að þau hjón
fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Marís tók virkan þátt í félagslífi,
hann var virkur þátttakandi í
Góðtemplarastúkunni í Bolung-
arvík og þegar hann kom suður
var hann virkur þátttakandi í fé-
lagsstarfi innan SÍBS.
Útför Marísar fór fram frá
Fossvogskapellu 11. janúar, í
kyrrþey að ósk hans.
Marís var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans var Ásdís Guð-
rún Pálína Jóns-
dóttir, f. 30. apríl
1919, d. 6. janúar
1945. Þau giftu sig 1.
apríl 1939. Þau áttu
saman tvö börn: 1)
Marís Gilsfjörð, f.
29. ágúst 1937, maki
Birna Björnsdóttir,
f. 27. janúar 1936, d.
1995, þau eiga 6
börn, 14 barnabörn
og þrjú barna-
barnabörn og 2) Guðrún Auður, f.
10. ágúst 1939, maki Ingólfur
Ólafsson, f. 22. mars 1935, d.
2003, þau áttu 4 börn, 1 barna-
barn og 1 barnabarnabarn.
Seinni kona Marísar er Guðrún
Þórarinsdóttir, f. 29. júní 1916.
Þau giftu sig 1. janúar 1952. Þau
eiga saman fjögur börn, 1) Ás-
valdur Jón, f. 5 janúar 1948, maki
Soffía Jacobsen, f. 21. júlí 1948,
þau eiga fjögur börn, og níu
Látinn er faðir okkar Marís Har-
aldsson frá Bolungarvík.
Hann var 99 ára og fjögurra mán-
aðar þegar hann dó.
Pabbi var mjög vinnusamur maður
og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni.
Ungur að árum fór hann á sjó, en
það var það sem hann vildi leggja fyr-
ir sig, hann lærði smíðar, þar á meðal
mublusmíði og voru smíðar aðalat-
vinnugrein hans um ævina. Pabbi var
mjög félagslyndur maður, hafði góða
söngrödd, og þótti gaman að ferðast,
eftir að hann flutti suður keypti hann
sér sumarhús uppi í Svignaskarði
sem farið var í allar helgar. Þegar
aldurinn færðist yfir og honum þótti
of langt að keyra þangað var það selt
og keyptur bústaður upp við Elliða-
vatn sem þá var sveit og þangað farið
allar helgar og oft eftir vinnu á dag-
inn. Því þar gat hann fengið útrás fyr-
ir vinnusemi sína við að dytta að húsi
og girðingu og hjálpa mömmu að
rækta garðinn, það voru ekki fáar
plönturnar sem þar voru settar niður.
Ótal minningar koma upp í hugann á
þessum tímamótum, en sterkust er
minningin um bænastundirnar á
kvöldin; þegar við systur vorum hátt-
aðar á kvöldin og komnar upp í rúm
kom pabbi og breiddi yfir okkur og
lét okkur fara með bænirnar. Þetta
var ekki ein bæn eða tvær, þegar búið
var að læra eina bæn var annarri
bætt við og svo koll að kolli, þannig að
þetta gat tekið dágóðan tíma og svo
eftir að bænastundinni lauk mátti
ekki segja eitt aukatekið orð. Pabbi
var sérlega bóngóður maður og var
mjög gott að leita til hans, því hann
var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
okkur sem við báðum hann um.
Elsku pabbi, við erum öll mjög
þakklát fyrir að hafa verið hjá þér
þína síðustu stund og missir mömmu
er afar mikill, því þið máttuð ekki af
hvort öðru sjá, en við munum styðja
hana í hennar miklu sorg.
Ég vil í Drottni sofna sætt,
samviskustríðið allt er bætt,
dauðahaldi ég Drottin þríf,
dýrstur gef þú mér eilíft líf.
Lúinn anda ég legg nú af,
lífinu ráði sá, sem gaf,
í sárum Jesú mig sætt innvef,
sálu mína ég Guði gef.
Láttu mig, Drottinn, lofa þig,
með lofi þínu hvíla mig,
ljósið í þínu ljósi sjá,
lofa þig strax sem vakna má.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíl í friði, elsku hjartans pabbi, og
hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Ástarkveðja frá okkur öllum,
Páll, Ágústa og Hafrún.
Elsku afi, nú ert þú farinn. Ég var
voða dapur þagar síminn hringdi 29.
desember og pabbi svaraði í símann
og ég spurði hver hefði hringt. Hann
sagði mér að Ágústa frænka hefði
hringt og sagði að þú værir að deyja.
Við pabbi fórum strax af stað til þín
og á leiðinni fór ég að gráta. Mér leið
betur þegar pabbi skýrði út fyrir mér
á leiðinni að þú værir að fara í ferða-
lag og að þú færir til Guðs.
Mér finnst gott núna að hafa getað
kvatt þig, áður en þú lagðir af stað,
elsku afi minn. Það var alltaf svo gott
að koma til þín og ömmu á Dalbraut-
ina og svo í Hafnarfjörðinn. Mér
fannst þú alltaf svo skemmtilegur.
Það var líka svo gott að þið amma
voruð alltaf hjá okkur á jólunum.
Elsku afi minn, ég sakna þín og það
huggar mig að þú ert kominn á góðan
stað. Ég ætla að halda í hendina á
henni ömmu fyrir þig, afi minn, og
vera góður við hana.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Páll Marís Pálsson.
Elsku langafi.
Það er svolítið skrítið að þú sért
farinn frá okkur, þú sem varst svo
góður maður. Það verður svolítið
skrítið að koma upp í vinnu til
mömmu og geta ekki heilsað upp á
þig. Mér fannst alltaf jafn gaman að
koma upp í vinnu til mömmu og fara
inn til þín og ömmu. Það var oft sem
ég kom og las fyrir þig Andrésblað
eða bara spjallaði við þig. Ég á eftir
að sakna þín mikið. Ég veit að þú
varst orðinn gamall, en það er samt
sárt að þurfa að kveðja þig. Ég er feg-
in að hafa fengið að kynnast þér því
þú varst svo góður maður. Ég vona að
ég verði eins afi og þú varst, alltaf
glaður og skemmtilegur. Þú kunnir
fullt af vísum sem þú sagðir mér.
Takk fyrir samveruna hér og þú
munt alltaf verða hjá mér í hjartanu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Bernharður Guðjón.
Langafi var góður maður. Hann
var alltaf svo glaður. Það var soltið
gott að hann fengi að leggja sig, hann
var svo veikur og með hósta. Skrítið
að hann dó 29. desember og á afmæli
29. ágúst. Æi, ég vildi að langafi
myndi ekki deyja. Það var sorglegt að
kveðja þig í síðasta sinn. Hann
langafi minn var mjög vitur maður.
Hann vissi bara allt um landið sitt.
Langafi var besti langafi sem hægt
var að eiga, ég sakna hans mjög mik-
ið.
Kær kveðja
Aron Freyr Haraldsson.
Marís Kristján Gústaf
Adolf Haraldsson
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN HERMANN EYFJÖRÐ JÓNSSON,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag
kl. 13.00.
Þórey Gísladóttir,
Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson, Svanborg Oddsdóttir,
Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson, Sigríður Albertsdóttir,
Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir, Geirmundur Geirmundsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við fráfall og útför elskulegs sonar okkar og bróður,
JAKOBS HRAFNS HÖSKULDSSONAR,
Bröndukvísl 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Björgunarsveitum
Landsbjargar.
Höskuldur Höskuldsson, Aðalheiður Ríkarðsdóttir,
Rakel Sara Höskuldsdóttir, Lea Ösp Höskuldsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Brúsastöðum,
Suðurvangi 2.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Ingveldur S. Kristjánsdóttir,
Þórður K. Kristjánsson, Elma Cates,
Sigurður Kristjánsson, Anna J. Sigurbergsdóttir,
Valgerður Kristjánsdóttir, Rúnar Smárason,
Kristín Kristjánsdóttir, Magnús Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
ljósmóður.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins að
Hrafnistu við Brúnaveg fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalheiður Sigurðardóttir,
Margrét Sigurðardóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐJÓN ÞORSTEINSSON,
Hamrabergi 6,
Reykjavík,
sem lést á Líknardeild Landspítalans, Landakoti,
þriðjudaginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá
Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, þriðjudaginn 22.
janúar klukkan 15.00.
Lilían Kristjánsson,
Hörður Guðjónsson, Brynhildur Sveinsdóttir,
Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir,
Guðmundur Jón Guðjónsson, Dóra Magnúsdóttir,
Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, Jóhann Gestsson,
Þorsteinn Sigurður Guðjónsson
og barnabörn.