Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Bókaveisla
Hinni landsfrægu og margróm-
uðu janúarútsölu lýkur um helg-
ina. Höfum bætt við fullt af fín-
um bókum á 300 kr. stk. 50%
afsl. af öðrum bókum. Við erum í
Kolaportinu, hafnarmegin í hús-
inu. Opið um helgina kl. 11-17.
Bækur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Barnavörur
Tvíburakerra með regnslá
Til sölu nánast ónotuð tvíburakerra,
Schwinn Safari TT Double auk
regnslár. Sætin eru aðskilin og þurfa
því ekki að vera í sömu stlillingu.
Verð: 12.000 kr. S.: 845 8585.
Viðskipti
Notaðu skynsemina og skoðaðu
möguleikann
Viltu vera með í að byggja upp öflugt
fyrirtæki með peningum sem þú ert
hvort sem er að nota til að byggja
fyrirtæki annarra? Skoðaðu þá
http://www.Netis.is
Byggingavörur
Smáauglýsingar
MINNINGAR
✝ Hafliði Jónssonfæddist á Pat-
reksfirði 20. októ-
ber 1923. Hann and-
aðist á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík
19. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jónína
Guðrún Jónsdóttir,
f. 1885, d. 1961, og
Jón Indriðason skó-
smiður, f. 1884, d.
1974. Systkini Haf-
liða voru Sigurður,
f. 1905, dó á fyrsta
ári; Sigurður Kristinn, f. 1906, d.
1968; Rannveig, f. 1908, dó á
fyrsta ári; Rannveig Lilja, f. 1910,
d. 1950; Marta, f. 1911, d. 1999;
Þorgerður, f. 1913, d. 1962; Indr-
iði, f. 1915, d. 1998; Jón úr Vör, f.
1917, d. 2000; Sigrún, f. 1918, d.
1988; Sólveig, f. 1919, d. 2003;
Gunnar, f. 1922, d. 1992; Fjóla, f.
1925, d. 1996, og Björgvin, f.
1929, sem enn býr í Kópavogi.
Hafliði var tólfti í systkinaröðinni.
Eiginkona Hafliða var Guðleif
Hallgrímsdóttir, alltaf kölluð
Gulla, f. 15. apríl 1926, d. 24. maí
1989. Synir þeirra eru Hallgrímur
Valur, f. 1947, kvæntur Sig-
urbjörgu Þórðardóttur, dóttir
hans er Guðleif og á hún þrjú
börn; Jón Gunnar, f.
1949, kvæntur Ernu
Hannesdóttur, son-
ur hans er Hafliði;
Indriði Már, f. 1950,
d. 2003, eiginkona
hans er Ranveig
Johansen, dætur
hans eru Guðleif
Hafdís og Berglind,
Guðleif Hafdís á tvö
börn; Atli Geir, f.
1960, kvæntur Höllu
Jónasdóttur, börn
þeirra eru Sóley
Björk og Gunnar
Daði; Stefán Daði, f. 1963. Sonur
Hafliða og Sigríðar Salvarsdóttur
er Hafsteinn Sævar, f. 1946,
kvæntur Iðunni Óskarsdóttur.
Dætur þeirra eru Ragnheiður
Gróa sem á fjögur börn; Gunn-
þóra sem á tvær dætur og Sigríð-
ur sem á fjóra syni.
Hafliði gekk í barnaskóla á Pat-
reksfirði, fór þaðan í Ungmenna-
skólann á Núpi. Útskrifaðist sem
garðyrkjufræðingur frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins vorið 1942.
Hann var garðyrkjustjóri Reykja-
víkurborgar frá 1956 til 1985.
Útför Hafliða fór fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 11. jan-
úar, í kyrrþey að beiðni hans
sjálfs.
Gamall maður deyr. Einum kafla í
lífsins bók lýkur. Andlát öldungs
sem smámsaman fjaraði út úr nær-
vistinni og var horfinn til foreldra-
húsa í lítið, lágreist hús á fjörukambi
í þorpi undir brattri hlíð í firði fyrir
vestan. Lausn og hvíld frá hrörnun
sem hann fann mjög fyrir og ágerð-
ist þar til allt rann saman í roflaust
rugl. Hvíld frá þreytu og ótta sem
óskiljanleikinn olli. Hið eina sem í
grillti var óljós minningin um mal-
arkambinn og móðurknéð. Hann
vildi fara heim.
Hafliði Jónsson var tíundi í röð-
inni af tólf systkinum sem upp kom-
ust af fjórtán fæddum. Lífsbaráttan
var hörð. Marga munna þurfti að
metta. Faðirinn stundaði skósmíðar,
eins og hann hafði lært til, en drýgði
tekjurnar framanaf með sjósókn á
vertíðunum. Móðirin blíðlynd, lág-
mælt, guðrækin og bókhneigð.
Skóaraverkstæðið var einskonar
fréttastofa og fundarstaður þar sem
þjóðmálin voru reifuð og ýmsum
skoðunum skaut upp. Þetta um-
hverfi mótaði Hafliða og fylgdi hon-
um lengst af og þangað leitaði hug-
ur hans, hálft í hvoru, alla tíð.
Öðrum, en jafn varanlegum áhrif-
um varð hann svo fyrir í Ung-
mennaskólanum á Núpi. Sá andi og
sú uppeldisstefna sem þar ríkti þá
varð honum leiðarljós og vakti löng-
un hans til gera ræktunarstörf að
ævistarfi. Um þessar mundir var
Garðyrkjuskóli ríkisins stofnaður og
þaðan útskrifaðist hann sem garð-
yrkjufræðingur vorið 1942. Frá
1943 starfaði Hafliði sem fastráðinn
garðyrkjumaður hjá skrúðgörðum
Reykjavíkurbæjar og varð svo
fyrsti eiginlegi garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar árið 1956. Því
starfi gegndi hann til starfsloka árið
1985.
Hafliði skrifaði mikið öll sín ár og
skriftir voru hans helsta áhugamál
eftir að hann fór á eftirlaun og meðan
heilsa entist. Frá honum hefur ým-
islegt birst undir höfundarnafninu
„Hafliði Jónsson frá Eyrum“. Fræg-
ast af því eru kannski Æviminningar
Kristínar Dahlstedt veitingakonu. Sú
bók hefur verið ívitnunarrit íslenskra
femínista og lesin sem framhalds-
saga í Ríkisútvarpinu. Eftir hann
liggja nokkrar skáldsögur í handrit-
um. Merkar frásagnir hans um fólk
og samfélagið á Patreksfirði þegar
hann var að alast upp, „Við Brell-
urætur“, hafa birst í ritinu „Frá
Bjargtöngum að Djúpi“ á árunum
2000-2002.
Í einkalífi sínu var Hafliði farsæll,
hjónaband hans og Gullu var hlýtt og
traust. Hann tók langvarandi veik-
indi hennar nærri sér og lagði sig
fram um að létta byrði hennar þeirra
vegna. Eftir lát hennar fann hann til
tómleika og saknaðar en hann var
ekki gefinn fyrir að láta tilfinningar
sínar í ljós. En það lamaði alveg sjálf-
stæði hans, og hluta af lífsviljanum,
þegar hann varð að hætta að aka bíl
og komst þar með ekki lengur allra
sinna ferða án aðstoðar frá öðrum.
Sjálfstæði og sjálfræði, svo að oft á
tíðum jaðraði við einþykkju, var alla
tíð hans helsta persónueinkenni.
Hann eyddi litlum tíma í að ráðfæra
sig við hvern sem var, en fór oft til
þeirra sem hann áleit vera sama
sinnis. En jafnframt var hann góð-
lyndur og greiðvikinn og lagði oft
töluvert á sig til að greiða götu
náungans. Þar gerði hann engan
mannamun.
Við sem gengum samtíma Hafliða
Jónssyni, stuttan spöl eða langan,
eigum honum margt að þakka. Bless-
uð sé minning hans.
Hafsteinn Hafliðason.
Snyrtilegur með þverslaufu og
hatt, með staf í hönd, strýkur afi
geitarskeggið sitt og horfir spekings-
lega á stelpuna sína með glettni í
augum og brosir hlýtt.
Þannig minnist ég afa míns sem
var mér svo kær. Ég var svo lánsöm
að fá að búa hjá afa um stund og sá
tími reyndist mér mjög dýrmætur.
Við áttum margar góðar stundir
saman, þar sem margt var rætt, oft
um gamlar stundir, bókaskriftir, list
og náttúruna.
Afi var mjög hugulsamur, hjálp-
samur og hjartahlýr gagnvart mér
og mínum. Mér fannst ég alltaf svo
örugg og vernduð hjá afa, hann pass-
aði vel uppá stelpuna sína.
Ég mjög þakklát fyrir afa minn
sem ég kveð með söknuði en ljúfar
minningar búa ávallt í hjarta mínu.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guðleif Hafdís Indriðadóttir.
Nokkur orð til minningar um
skólabróður minn og vin, Hafliða
Jónsson, fyrrverandi garðyrkjustjóra
Reykjavíkurborgar. Veturinn 1939-
40 – fyrri vetur Hafliða í Núpsskóla í
Dýrafirði – seinni vetur minn.
Hafliði var feiminn og hlédrægur,
það leyndi sér samt ekki að þarna var
kominn afbragðs nemandi. Þar sem
skólinn var rekinn með anda Grundt-
vigs að leiðarljósi var lögð áhersla á
samfélagsþroska með námi, enda hét
ein námsgreinin „samfélagsfræði“.
Hafliði sagði mér að hann vildi fara í
Kennaraskólann eftir Núp. Hann
vildi verða kennari. Veturinn 1942-43
hittumst við Hafliði aftur í húsnæði
sem Útvarpstíðindi höfðu til afnota í
húsi Garðars Gíslasonar við Hverf-
isgötu.
Jón úr Vör, bróðir Hafliða, og
Gunnar M. Magnúss rithöfundur
gáfu út Útvarpstíðindi og ég hafði
fengið þarna íhlaupavinnu. Ég innti
Hafliða eftir því, hvort hann væri bú-
in að ljúka kennaranáminu. „Ég fór
aldrei í námið, það voru ekki til pen-
ingar,“ var svarið. Það snart mig
hvað hann sýnilega harmaði þetta.
Um vorið hafði hann lokið námi í
Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi.
Seinna varð Hafliði garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, vann að
mörgu menningarlegu framtaki eins
og að skipuleggja Austurvöll, Laug-
ardalinn og Grasagarðinn, einnig var
Árbæjarsafn honum hugleikið.
Það er gott til þess að hugsa að
hafa kynnst þvílíkum dreng sem Haf-
liði var. Afkomendum hans sendi ég
samúðarkveðjur.
Edda Jónsdóttir.
Hafliði Jónsson, fyrrum garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, var einn af
bestu vinum föður míns, Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara. Þeir
kynntust fyrst árið 1949 þegar Haf-
liða var falið að aðstoða föður minn
við skipulag lóðar sem hann hafði
fengið úthlutað við Sigtún í Reykja-
vík. Þar með hófst gagnkvæm vin-
átta þeirra sem hélst alla tíð.
Umhyggja Hafliða fyrir foreldrum
mínum var einstök. Listamenn eru
oft svo uppteknir af eigin starfi að
venjulegt veraldarvafstur verður
þeim aukaatriði. Þar kom Hafliði til
sögunnar og leysti alls konar mál af
hugkvæmni og dugnaði. Hafliði varð
smám saman mikill fjölskylduvinur
og var ekki síður góður vinur og
hjálparhella móður minnar. Hann
hafði lifandi áhuga á fólki og gaf sér
tíma til að kynnast högum þess.
Hafliði hafði fyrir venju að koma
vikulega í Kúluna til að spjalla og
leita frétta. Einnig kom hann reglu-
lega í heimsókn til þess að klippa
föður minn sem sá lítinn tilgang í því
að eyða löngum stundum á rakara-
stofum.
Alltaf hýrnaði yfir foreldrum mín-
um þegar Hafliði birtist með sitt
góða skap og glettni. Síðan var rætt
jafnt um málefni líðandi stundar sem
æskuárin í sveitinni og myndlistina í
landinu. Áhugi Hafliða á myndlist
var einlægur. Í starfi sínu sem garð-
yrkjustjóri Reykjavíkur hafði hann
m.a. það hlutverk að velja staði fyrir
útilistaverk í borginni. Hann lagði
mikinn metnað í að finna réttu stað-
setninguna og margar ferðir fór
hann með foreldra mína til að velja
bestu staðina.
Eftir að Hafliði lét af störfum hóf
hann að rita æviágrip nokkurra
myndhöggvara sem hann hafði
kynnst á lífsleiðinni þeirra á meðal
Einars Jónssonar og Ásmundar
Sveinssonar. Þessi skrif hafa að
geyma mikinn fróðleik sem Hafliði
skráði hjá sér í framhaldi af sam-
tölum við listamennina eða hafði eft-
ir öðrum þeim nákomnum. Hafliði
gerði sér far um að leita upplýsinga
hjá vinum og ættingjum listamann-
anna. Þetta fólk er nú flest fallið frá
svo ómetanlegt er að eiga frásagnir
þess.
Með Hafliða Jónssyni er genginn
góður drengur. Hafi hann þökk fyrir
þá vináttu og aðstoð sem hann árum
saman sýndi foreldrum mínum.
Ég og fjölskylda mín vottum son-
um Hafliða og fjölskyldum þeirra
innilega samúð okkar.
Ásdís Ásmundsdóttir.
Hafliði Jónsson
✝ Jónína Bjarna-dóttir fæddist á
Héðinshöfða á Tjör-
nesi 1. apríl 1927.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 6. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Jónasdóttir, f. 1895,
d. 1975 og Bjarni
Stefánsson, frá
Kaldbak í Reykja-
hverfi, f. 1884, d.
1968. Systkini Jón-
ínu eru; Ljótunn, f. 1917, Sigríð-
ur, f. 1919, báðar látnar, Bergljót,
f. 1929, búsett á Húsavík, Jónas, f.
1932 og Bjarni, f.
1934, ábúendur á
Héðinshöfða.
Jónína stundaði
nám við Alþýðuskól-
ann og Húsmæðra-
skólann á Laugum í
Reykjadal og lauk
prófi frá Hús-
mæðrakenn-
araskóla Íslands
vorið 1952.
Útför Jónínu fór
fram frá Höfðakap-
ellu á Akureyri í
kyrrþey 14. desem-
ber.
Jarðsett var í Húsavík-
urkirkjugarði sama dag.
Þegar fregnin barst um andlát
Jónínu setti okkur hljóðar jafnvel
þótt fregnin hefði ekki verið óvænt.
Jónína var ein okkar sextán skóla-
systra sem hófum nám í Húsmæðra-
kennaraskóla Íslands haustið 1950.
Fljótlega mynduðust náin kynni í
þessum litla hópi þar sem skóladag-
urinn var oftast langur og samvinna
óvenjumikil.
Innileg vinátta okkar skólasystr-
anna, sem þarna var lagður grunnur
að, hefur haldist í rúma hálfa öld þótt
oft yrði vík milli vina.
Enn fækkar í hópnum okkar. Jón-
ína er sú áttunda sem kveður.
Góðar eru minningarnar um ljúfar
samverustundir öll þessi ár.
Saumaklúbbarnir í gamla daga hjá
hveri og einni, stundirnar er við
komum saman og hjálpuðumst að við
ýmis verkefni að ógleymdum öllum
útskriftarafmælisdögum okkar.
Hugurinn reikar til ársins 1981 en
þá ákvað Erla skólasystir, sem bú-
sett er í Bandaríkjunum, að koma
heim og halda veglega upp á 50 ára
afmælið sitt og bjóða ættingjum og
vinum til veislu. Við sem heima sát-
um ákváðum að sjá um veisluhaldið
og þá var gott að hafa Jónínu með í
ráðum. Sameiginlega lögðum við
hönd að verki og glöddumst með af-
mælisbarninu í góðra vina hópi. Jón-
ína var ein af þeim sem voru að norð-
an, Þingeyingur í húð og hár og
talaði fallega norðlensku sem eftir
var tekið.
Góðir námshæfileikar hennar
komu fljótt í ljós. Hún var vel und-
irbúin til að takast á við námsefnið
hvort sem það var á verklega eða
bóklega sviðinu.
Hún var samviskusöm, hógvær,
elskuleg í samskiptum og góður fé-
lagi skólasystra sinna.
Námið nýttist Jónínu vel alla
hennar starfsævi. Hún fór að ráðum
Helgu Sigurðardóttur skólastjóra
um að við yrðum að vera þjóðinni
hollar og starfa við námsgrein okkar
í a.m.k. 10 ár að námi loknu. Nokkru
eftir útskriftina varð Jónína ráðs-
kona á Bessastöðum hjá forsetahjón-
unum Dóru Þórhallsdóttur og Ás-
geiri Ásgeirssyni. Við heimsóttum
hana þangað og sú ferð var okkur
lengi minnisstæð. Annars varð aðal-
starf Jónínu kennsla í hússtjórnar-
fræðum, m.a. við Húsmæðraskólana
í Reykjavík og á Laugum í Reykja-
dal, en á Laugum var hún skólastjóri
um árabil. Síðustu árin kenndi hún
þroskaheftum börnum matreiðslu í
Reykjavík og síðar á Akureyri.
Þar naut hún sín vel sem og ann-
ars staðar og gladdist innilega yfir
áhuga og framförum nemenda sinna.
Í nokkur sumur starfaði Jónína
við sumarhótel í samstarfi við Sig-
urlaugu Eggertsdóttur skólasystur
okkar.
Árið 1975 urðu þáttaskil í lífi Jón-
ínu er hún hóf sambúð með Birni
Karlssyni frá Siglufirði. Kynni
þeirra hófust með ævintýralegum
hætti. Skólasystir okkar Ásta, ein
nánasta vinkona Jónínu, hafði boðið
henni upp í Borgarfjörð, en þar sem
þær urðu seinar fyrir var ákveðið að
gista hjá vinkonu á Akranesi. Þar
var Björn gestkomandi og þetta
kvöld voru örlög þeirra ráðin. Þau
áttu síðan góð ár saman, bæði í
Reykjavík og síðustu árin á Akur-
eyri. Björn lést fyrir tveimur árum.
Við vottum aðstandendum Jónínu
innilega samúð og kveðjum hana
með söknuði, virðingu og þökk.
Skólasystur.
Jónína Bjarnadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Minningargreinar