Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 60

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 60
60 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI George W. Bush Bandaríkja-forseti sagði á sunnu-daginn að stjórn-völd í Íran ógnuðu öryggi heims-byggðarinnar. Hann sagði að Banda-ríkin og banda-menn þeirra í araba-löndum þyrftu að mynda banda-lag gegn Íran og taka á hættunni „áður en það verður of seint“. Bush sagði að klerka-stjórnin í Íran styrkti hryðju-verka-hreyfingar fjárhags-lega, græfi undan pólitískum stöðug-leika í Líbanon, vopnaði talibana í Afganistan, hefði í hótunum við grann-þjóðir og virti að vettugi ályktanir öryggis-ráðs Sam-einuðu þjóðanna í kjarnorku-málum. Bush flutti ræðuna í Abu Dhabi, höfuð-borg Sam-einuðu arab-ísku fursta-dæmanna, helsta viðskipta-lands Írans. Utanríkis-ráðherra Írans sagði að mark-miðið með ferð Bush um Mið-Austurlönd væri að skaða tengsl Írans við grann-ríkin en það hefði ekki tekist. Bush vill banda-lag gegn Íran Reuters Bush með krón-prinsi Abu Dhabi, Sheikh Mohammed Bin Zayed Al Nahyan. Alla vega 8manns létu lífið í árás liðs-manna taliban-- hreyfingar- innar á glæsi-hótel í Kabúl á mánu-daginn. Á meðal þeirra var norskur blaða-maður, Carsten Thomassen. Jonas Gahr Støre, utanríkis-ráðherra Noregs, var staddur á hótelinu þegar árásin var gerð en særðist ekki. Ban Ki-moon, framkvæmda-stjóri Sam-einuðu þjóð-anna, telur að tilræðis-mennirnir hafi ætlað að drepa norska utanríkis-ráðherrann. Norski net-miðillinn Nettavisen hafði eftir tals-manni talibana að þeir hefðu ekki vitað að Støre væri á hótelinu. Árásin hefði beinst að öllum sem tengdust Atlantshafs-bandalaginu. Tals-maður talibana í Afganistan sagði að hreyfingin ætlaði að auka árásir á veitinga-hús, hótel og aðra staði sem út-lendingar venja komur sínar til. Árás á hótel í Kabúl Carsten Thomassen Björk til-nefnd til Brit-verðlaunanna Björk Guðmundsdóttir fær eina til-nefningu til Bresku tónlistar-verðlaunanna sem verða af-hent 20. febrúar. Hún er til-nefnd sem besti alþjóð-legi kven-kyns tónlistar-maðurinn og keppir þar m.a. við Aliciu Keys og Kylie Minogue. Það eru Take That, Mika og Leona Lewis sem eru með flestar til-nefningar, fjórar hver. Inflúensurnar mættar Báðir stofnar inflúensu, þeirrar sem árlega gengur um heims-byggðina, hafa greinst hér á landi. B-stofninn greindist á landinu rétt fyrir jól og A-stofninn fyrir um einni viku. Enn má bólu-setja sig og er að: Byrgja nef og munn við hósta og hnerra. Nota bréf-þurrkur svo dropar úr öndunar-færum nái ekki að berast út í loftið. Þvo hendur. Stutt Bobby Fischer, fyrrverandi heims-meistari í skák, lést á Land-spítalanum á fimmtudag. Fischer varð heims-meistari þegar hann sigraði Borís Spassky í einvígi í Laugar-dals-höll árið 1972. Einvígið vakti heims-athygli og þótti kalda stríðið kristallast í viðureign skák-snillinganna frá Banda-ríkjunum og Sovét-ríkjunum. Fischer var veitt hæli á Íslandi 2005 og hafði þá setið í fangelsi í Japan vegna framsalskröfu Bandaríkjamanna sem gáfu honum að sök að hafa rofið viðskiptabann með því að tefla við Spassky í gömlu Júgóslavíu árið 1992. Fischer látinn Ólafur Elíasson myndlistar-maður mun reisa fjóra fossa í höfn New York-borgar í sumar. Kostnaður við lista-verkið er 15 milljónir dala, en Michael E. Bloomberg borgar-stjóri New York segir fossana vera „gríðar-stórt og hugvits-samlegt“ lista-verk. Hann hefur mikla trú á því að verk Ólafs muni laða fjölda gesta til borgarinnar, vekja athygli á umhverfis-vernd – og afla milljóna dala í tekjur fyrir borgina. Verkið saman-stendur af fjórum tröll-vöxnum fossum, sem flæða fram af still-önsum úti í ánni, 28 til 37 metra háir. Hefst rennslið um miðjan júlí og verður verkið tekið niður um miðjan október. Fyrir-hugað er að nota einungis vist-væna orku til að knýja dælurnar og í lýsinguna. „Þetta er lang-stærsta verk-efni sem ég hef fengist við, og ótrú-lega spenn-andi,“ sagði Ólafur Elíasson daginn eftir að Fossarnir voru kynntir opinber-lega. Gríðar-stórt lista-verk Reuters Brúð-guminn heitir nýjasta kvik-mynd Baltasars Kormáks, sem var frum-sýnd í Háskóla-bíói á miðvikudags-kvöld. Myndin byggir í grunninn á leik-ritinu Ívanov eftir Tsjekhov, en hand-ritið skrifuðu Baltasar og Ólafur Egill Ólafsson. Myndin sem er tragi-kómedía, fékk mjög góðar við-tökur áhorfenda. Brúð-guminn frum-sýndur Úr Brúð-gumanum sem tekin er í Flatey. Á fimmtu-daginn hófst Evrópu-keppni lands-liða í Noregi. Alfreð Gíslason landsliðs-þjálfari ákvað að fara utan með aðeins tvo mark-verði, þá Birki Ívar Guðmundsson og Hreiðar Leví Guðmundsson. Aðrir leik-menn eru Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petterson, Róbert Gunnarsson, Gummersbach, Vignir Svavarsson, Jaliesky Garcia, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn. Hallgrímsson, Logi Geirsson, Sverrir Jacobsson, Sigfús Sigurðsson, Bjarni Fritzson og Hannes Jón Jónsson. Mótið fór illa af stað hjá Íslendingum, sem töpuðu fyrir Svíum, 24:19. Þeir léku síðan við Slóvaka í gær og leika við Frakka í dag. EM í hand- bolta hafið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur Stefánsson meiddist í leiknum við Svía. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.