Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
STRÁKAR, ÞAÐ ER HÆGT AÐ SEGJA
MARGT UM UMBURÐARLYNDI
ÉG ER
SAMMÁLA ER ÞAÐ?
JÁ, FÓLK SEM
VILL LÍTA VEL ÚT
GETUR EKKI HÆTT
AÐ TALA UM ÞAÐ
GUNNAR FAGNAR
ÞVÍ AÐ VERA
FYRSTI MAÐURINN
Í HEIMINUM
TIL AÐ LÆRA
AÐ STRAUJA
SYND SAKARUPPGJÖF
ÉG ENDURVINN ALLAR
PLASTFLÖSKUR OG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ
ANDA MINNA. HVAÐ GERIR
ÞÚ FYRIR UMHVERFIÐ?
MESSUVÍNIÐ
Í DAG
GUNNAR ER EKKI
LENGUR JAFN
ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ
HAFA LÆRT AÐ
STRAUJA...
dagbók|velvakandi
Misbeiting stöðuveitinga
PABBADRENGJA-klíkukerfið sem
lengst af hefur verið ríkjandi hér á
landi er greinilega gengið sér til
húðar. Sú óskammfeilni og fyrirlitn-
ing sem veitingavaldið hefur sýnt
íbúum þessa lands getur ekki gengið
lengur. Og þegar viðkomandi klíku-
stjóra er bent á ósómann er jafnvel
reynt að verja herfilega misgjörð.
Það er eins og sumir þessara svo-
kallaðra ráðamanna haldi að allt vit
sé í þeim geymt og enginn hafi vit
nema þeir. Er það til í dæminu að
kjörnir fulltrúar fólksins í þessu
land séu gjörsneyddir allri réttlæt-
istilfinningu og haldi að þeir komist
upp með hvað sem er? Þeir hafi vald-
ið og þegar valdið er hjá þeim eru
þeir handhafar allrar þekkingar,
aðrir en þeir eru bara núll.
Það er augljóst að setja þarf upp
nýtt kerfi sem særir ekki réttlæt-
isvitund þjóðarinnar. Nýja kerfið
gæti falist í því að velja hæfustu
menn til starfa eftir að dregið er um
hæfustu menn. Með slíku kerfi væri
gengið framhjá svívirðilegum mis-
gjörðum sem framkvæmdar hafa
verið að undanförnu og í allmörg ár.
Það er nauðsynlegt að kjósendur í
þessu landi láti það sjást á kjördegi
að misbeiting valds er ósómi og
svona ósóma þarf að losna við.
Eftirlaunaþegi.
Erum við nokkuð
að drukkna í lauginni
HVAÐ var málið með síðasta laug-
ardag þegar versta lagið var valið
áfram í laugardagslögunum?
Er þetta ekki tónskáldakeppni
eða svo var þjóðinni a.m.k sagt í
upphafi keppninnar. Síðan er þetta
orðið eins og einhver hæfi-
leikakeppni þar sem grínið er sett
framar fallegum laglínum og frá-
bærum flutningi.
Svo var það auðvitað snilld að fá
gestadómara inn í keppnina sem er
bróðir eins keppandans. Það hjálpar
auðvitað því lagi sem fyrirfram var
ákveðið að færi áfram. Já, að sjálf-
sögðu, svo allir lagahöfundarnir
ættu nú lag í milliriðli.
Verður það kannski þannig næstu
laugardagskvöldin að við megum bú-
ast við því að sjá mæður, bræður eða
systur í dómnefndinni til að fylgja
eftir þeim lögum sem henta best að
fari áfram í það og það skiptið.
Frekar fúlt fyrir þjóðina sem á að
heita að sé að kjósa þegar það lítur
út fyrir að það sé fyrirfram ákveðið
hverjir fara áfram.
Áhugamanneskja um Evrovision
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSi unga mær gleðst yfir snjónum sem hefur kyngt niður að undan-
förnu. Hún er vel búin og hefst handa við að leika sér og skapa eitthvað
skemmtilegt úr snjónum og lætur fannfergið ekki trufla sig.
Árvakur/Valdís Thor
Í snjókomunni á Miklatúni
Pera vikunnar
Finndu minnstu töluna sem talan 7 gengur upp í og gefur 1 í afgang
þegar deilt er í hana með tölunum 2, 3, 4, 5 eða 6.
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 28. janúar.
Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en
athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 21.
janúar.
Frekari upplýsingar eru á vef skólans.
Stærðfræðiþraut
Digranesskóla og
Morgunblaðsins