Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 65
Krossgáta
Lárétt | 1 sauður, 8 ónar,
9 tungumál, 10 litla
tunnu, 11 hljóðfæri, 13
peningar, 15 foraðs, 18
Lappar, 21 glöð, 22 eyja,
23 nytjalönd, 24 kon-
ungur.
Lóðrétt | 2 múlinn, 3 til-
biðja, 4 gista, 5 alda, 6
íþróttagrein, 7 at, 12 her-
flokkur, 14 dveljast, 15
slappleiki, 16 geri ama,
17 í ætt við, 18 á skipi, 19
drápu, 20 lélegt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bylja, 4 hirta, 7 tugur, 8 andúð, 9 sæl, 11 ræði, 13
barr, 14 lokka, 15 skil, 17 króm, 20 err, 22 ræddi, 23 ísing,
24 koðna, 25 totta.
Lóðrétt: 1 bútur, 2 lógað, 3 aurs, 4 hjal, 5 rudda, 6 arður,
10 æskir, 12 ill, 13 bak, 15 strák, 16 ildið, 18 reist, 19
mögla, 20 eima, 21 ríkt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Nú hættirðu að fresta hlutunum.
Það ríður á að halda áfram með verkefnin
og það þarf að taka ákvarðanir sem er
betra að þú takir. Krabbi laðast að
ákveðninni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Að taka til og skipuleggja er ekki
uppáhaldið þitt – nema það sé undanfari
þess að fara að versla og stílísera heimilið,
þá er það æði!
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú vilt ekki setja margar reglur
í samböndum þínum, og þess vegna er
auðvelt að vera vinur þinn. En í dag kem-
ur það þér í koll að leggja ekki smá línur.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þegar þú sérð tækifæri til að
tengja við einhvern, berðu þá fram út-
hugsaða spurningu sem krefst álíka svars.
Manneskjunni mun líka við þig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Erfiði ástarsambands ræður ríkjum
í sambandinu. Slakið á. Gerið eitthvað
nýtt – eða ekki neitt. Þannig endurnýið
þið sköpunargleðina og drifkraftinn.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú vilt að sambandið sé yfir hvers-
dagsleikann hafið. Þú vilt rómantík,
spennu og glamúr. Þú finnur spennuna
sem þú leitar að, en hún verður heim-
ilislegri en þú væntir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Eltu skuggann þinn og hann sleppur
í burtu. Snúðu baki í hann og hann eltir
þig. Notaðu þessa reglu til að laða að ein-
hvern sem erfitt er að ná í.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Sambönd þín þróast eðlilega,
og verkin sem þú skapar þroskast áður en
þú býður þau til sölu. Þroski þýðir að fara
eins hægt og kostur er til að vera viss um
hvert skref.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur sífellt meiri áhrif og
ábyrgðin eykst. Hvernig viltu svo að þín
verði minnst? Að nota ímyndunaraflið í
hvívetna er frábær ákvörðun.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert eins og vitringurinn á
fjallstindinum. Leit þín að innri friði er
aðdáunarverð. Að ná sáttum milli andans
og áhugans á viðskiptum gæti orðið flókið.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert svo sannarlega til í smá
breytingu. Þú gætir viljað bæta útlit þitt,
vinnuna og umhverfið. Steingeit og ljón
búa yfir góðum ráðum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ein góð hugmynd rekur aðra. Það
er eins og kvikni á hundrað snilldarlegum
marglita ljósaperum yfir hausnum á þér.
Venjulegir hlutir fá nýja merkingu. Ertu
ástfanginn?
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5.
Bg2 g6 6. Rc3 Bg7 7. O–O d5 8. cxd5
exd5 9. Da4+ c6 10. Bg5 h6 11. Bxf6
Bxf6 12. e4 dxe4 13. Rxe4 Be7 14. Re5
O–O 15. Hac1 Kg7 16. Hfe1 f6 17. Rd3
Ra6 18. Rf4 Rc7
Staðan kom upp á minningarmóti
Torres sem lauk fyrir skömmu í
Merida í Mexíkó. Þýski stórmeistarinn
Alexander Graf (2576) hafði hvítt gegn
kollega sínum Holder Hernandez
(2566) frá Kúbu. 19. d5! Hf7 svartur
hefði tapað manni eftir 19… cxd5 20.
Hxc7!. Í framhaldinu var staða hans
einnig töpuð. 20. Re6+ Rxe6 21. dxe6
b5 22. Db3 Hf8 23. Hed1 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Góðar og slæmar fréttir.
Norður
♠9643
♥D106
♦652
♣ÁG8
Vestur Austur
♠KDG1075 ♠2
♥94 ♥K87532
♦G9 ♦10873
♣753 ♣62
Suður
♠Á8
♥ÁG
♦ÁKD4
♣KD1094
Suður spilar 6♣.
Sagnhafi gefur slag á spaða, svo það
verður allt að ganga upp í rauðu lit-
unum. Góðu fréttirnar eru þær að
hjartasvíningin heppnast, en vondu
fréttirnar að tígullinn fellur ekki. Og
þar eð vestur á þrílitinn í trompi geng-
ur ekki að taka tvisvar tromp og fara
svo í tígulinn – vestur mun trompa
þann þriðja. Hvernig á að leysa tíg-
ulvandann?
Með þvingun á austur. En til þess að
hún gangi þarf sagnhafi að vera stadd-
ur í borði hjá hjartahótuninni þegar úr-
slitastundin rennur upp. Og það gerir
hann með því að stytta sig tvisvar í
trompi. Sem sagt: Drepið á ♠Á og
spaða spilað um hæl. Segjum að vestur
trompi út. Borðið á slaginn og ♥D er
svínað. Spaði er næst trompaður, laufi
spilað á blindan og spaði aftur tromp-
aður. Svo kemur tromp á ásinn og
austur er þvingaður með ♥K og lengd-
ina í tígli.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hvað hefur sóknarbörnum kaþólska safnaðarins hérá landi fjölgað mikið frá 1990?
2 Tekið hefur verið upp nýtt meistaranám í Háskól-anum á Bifröst. Í hverju?
3 Fyrsta vélmennaapótekið hefur verið tekið í gagnið ínýrri verslunarmiðstöð hér á landi. Hvar?
4 Einstaklingur birtir opnuauglýsingu í öllum dagblöð-unum á föstudag með áskorun til Jóhönnu Sigurð-
ardóttur um að veita lífeyrissjóðum heimild til að byggja
og reka húsnæði fyrir eldri borgara. Hver er hann?
Svör við spurn-
ingum gærdagsins:
1. Tomas Svens-
son, markvörður Svía,
reyndist Íslendingum
erfiður í handbolta-
landsleiknum í fyrra-
kvöld. Hversu gamall er hann? Svar: Fertugur. 2. Hannes
Jón Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, kann að
vera að færa sig um set. Hvert gæti hann verið að fara?
Svar: Til Þýskalands. 3. Starfsmenn Landhelgisgæsl-
unnar hafa verið að æfa með áhöfn dansks varðskips.
Hvað kallast það? Svar: Vædderen. 4. Hvað fer mikið af
vannýttum lyfjum til eyðingar á 10 mánuðum í gegnum
apótekin? Svar: 5 tonn.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Árvakur/Golli
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
EVRÓPUVIKA gegn legháls-
krabbameini verður 20.-26. janúar.
Í tilkynningu frá Krabbameins-
félaginu kemur fram að hér á landi
verða seld sérstök barmmerki,
svonefnd vísdómsperla, til stuðn-
ings baráttunni. Lyfja sér um söl-
una fyrir Krabbameinsfélagið.
Í tilkynningunni segir: „Til að
gera konum auðveldara að mæta í
leghálskrabbameinsskoðun verður
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð 8 opin lengur en venju-
lega miðvikudagana 23. og 30. jan-
úar. Hægt er að panta tíma í síma
540 1919. Sérstök ástæða er til að
hvetja konur til að mæta reglu-
lega, ekki síst á aldrinum frá 20 til
30 ára. Þessa sömu daga verður
einnig opið í Ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins til kl. 19.
Ráðgjafarþjónustan er ætluð þeim
sem greinast með krabbamein og
aðstandendum þeirra. Boðið er
upp á faglega ráðgjöf, hagnýtar
upplýsingar og fleira.
Þá hafa Evrópusamtök um leg-
hálskrabbamein (ECCA, European
Cervical Cancer Association) hafið
baráttu fyrir því að allar evr-
ópskar konur njóti sama réttar til
bestu fáanlegra forvarna gegn
þessum sjúkdómi. Hvatt er til þess
að Evrópuþingið, framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins og rík-
isstjórnir allra landa í Evrópu veiti
konum þennan rétt. Hægt er að
skrifa undir áskorun á vefsíðu
samtakanna. Slóðin er http://
www.cervicalcancerpetition.eu/ Nú
eru undirskriftirnar orðnar yfir
sjötíu þúsund, þar af meira en sex
þúsund frá Íslandi. Aðeins tvö
önnur lönd eru með meiri fjölda en
að teknu tilliti til íbúafjölda eru Ís-
lendingar langefstir.
Leghálskrabbamein er næstal-
gengasta krabbamein meðal
kvenna ef litið er til heimsins alls.
Á hverju ári greinast í Evrópu um
50.000 konur og um 25.000 deyja
af völdum þessa sjúkdóms. Hér á
landi er dánartíðnin hvað lægst á
heimsvísu vegna skipulegrar leit-
ar. Aðrar þjóðir, jafnvel innan
Evrópu, geta ekki státað af slíkum
árangri.“
Evrópskt átak gegn
leghálskrabbameini
Leitarstöðin í Skógarhlíð opin lengur 23. og 30. janúar
JAPÖNSK stjórnvöld bjóða fram
styrk til ungs fólks sem hyggur á há-
skólanám í japanskri tungu eða jap-
önskum fræðum við háskóla í Japan.
Styrkurinn er til eins árs frá og með
október 2008. Menntamálaráðuneyt-
ið í Japan (MEXT) greiðir flugfar-
gjöld fram og til baka, skólagjöld,
sérstakan komustyrk og mánaðar-
lega fær styrkþegi greidd 134.000
jen sem eru um 77.000 ísl. krónur.
Styrkur þessi stendur til boða
þeim sem fæddir eru eftir 2. apríl
1978 og fyrir 1. apríl 1990. Hann er
ætlaður þeim sem eru þegar í há-
skólanámi utan Japans og leggja
stund á japönsk fræði eða japönsku
og sem munu halda áfram slíku námi
þegar þeir snúa heim á ný. Styrkina
hljóta nemendur sem hafa góða
þekkingu á japönsku og hefur gengið
vel í námi. Umsóknum þarf að skila
eigi síðar en 22. febrúar 2008 til
sendiráðs Japans.
Styrkur til
náms í japönsk-
um fræðum