Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 69
Árvakur/Ómar Stoltir verðlaunahafar Signý Æsa Káradóttir og Karítas Gunnarsdóttir við nokkrar af verðlaunamyndunum í samkeppninni. Á myndina vantar þau Fjólu Oddgeirsdóttur og Nökkva Jarl Bragason sem ekki gátu verið viðstödd athöfnina. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JAPANSKA orðið manga þýðir teiknimyndasaga en flestir kannast þó við manga sem sérstaka tegund teiknimyndasagna sem upprunnar eru í Japan og eru stór hluti jap- anskrar menningar. Í Japan er manga út um allt, svo að segja, fólk á öllum aldri les sögurnar og útgáfan á þeim er gríðarlega umfangsmikil, allar sjoppur fullar af manga-sögum. Manga hefur skotið rótum hér á landi sem víðar á Vesturlöndum og nýtur mikilla vinsælda, ef marka má útlán á sögunum í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þar var opnuð sýning á manga-teikningum barna og ung- linga sl. föstudag, sýning sem unnin var í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi. Á þess vegum var haldin samkeppni um manga-teikningar á síðasta ári í tilefni af komu Nobuyuki Tsugata, sérfræðings í japönskum teiknimyndum (anime) og má á sýn- ingunni sjá afrakstur samkeppn- innar, 40 myndir eftir 17 ungmenni, 11-20 ára. Sýningargestir geta rýnt í fjölbreyttar manga-bækur safnsins, m.a. manga-teiknikennslubækur þar sem hægt er að læra að teikna manga-líkama, manga-borgir, manga-flugvélar o.s.frv. Fjórir unnu til viðurkenninga í keppninni, þau Fjóla Oddgeirsdóttir, Karítas Gunnarsdóttir, Nökkvi Jarl Bragason og Signý Æsa Káradóttir. Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur og verkefnastýra á safn- inu er vel að sér í manga og mikill áhugamaður um þá list. Úlfhildur var í óðaönn að hengja upp verk ung- mennanna hæfileikaríku á föstudag- inn var þegar blaðamaður náði tali af henni. Sum verkin á sýningunni virðast teiknuð eftir fyrirmyndum en önnur algjörlega hugverk höfundar í manga-stíl, tölva notuð sem hjálp- artæki í sumum tilfellum og öðrum ekki. Úlfhildur segir manga m.a. skiptast í stráka- og stelpu-manga, strákasögurnar meira um hörkutól með minni texta, stelpusögurnar mýkri og sætari með meiri texta. Þó sé stór hluti sagnanna lesinn af báð- um kynjum. Stór Disney-augu Manga-stíllinn sækir eitt af höf- uðeinkennum sínum, stóru augun, til Disney-teiknimynda. Hið broslega er að nú er Disney farið að stæla manga, það má m.a. sjá í myndasög- unni Galdrastelpurnar. En manga er ekki bara fyrir börn, eins og fyrr segir. Í bókasafninu má m.a. sjá sög- una Oldboy, sem samnefnd kvik- mynd var gerð eftir að sögn Úlfhild- ar, en sú mynd er stranglega bönnuð börnum. „Það er mjög þétt samband milli sjónvarps, kvikmynda og myndasagna í Japan,“ segir Úlfhild- ur. Manga-teiknimyndasögurnar séu miklu stærri hluti japanskrar menningar en vestrænar teikni- myndasögur í hluta vestrænnar menningar. „Þetta er orðinn mik- ilvægur partur af starfi sendiráð- anna eins og þessi sýning er dæmi um,“ segir Úlfhildur. Japönsk sendi- ráð og utanríkisþjónusta Japans séu farin að taka manga sífellt meira upp á arma sína til að auglýsa og kynna landið. Fólk sé farið að fara í píla- grímsferðir til Tókýó út af manga og krakkar fái mikinn áhuga á landinu með manga-lestri. Alltaf eitthvað japanskt – Segir manga manni mikið um japanskt samfélag? „Allt manga segir manni eitthvað um Japan. Þó sumar sögurnar gerist ekkert í Japan og segi ekki af jap- önskum persónum, haga þær sér á japanskan máta, ákveðnar kurteisis- og samskiptavenjur sem eru jap- anskar,“ segir Úlfhildur. Meðal ann- ars megi finna manga-víkingasögur í Borgarbókasafninu. „Það er engin tilviljun að manga er svona sterkt í landi eins og Japan sem er með þessa ofboðslega auðugu myndhefð,“ segir Úlfhildur. Það sem hrífi hana við manga sé að þegar það gerist best nái Japanar ákveðinni hæfni í myndrænni frásagnartækni sem sé sérstaklega heillandi, ein- hverri færni í því að segja sögu í myndum sem á Vesturlöndum sé allt öðruvísi. „Þeir hafa einhver tök sem eru ofboðslega sjarmerandi.“ Sýningin í Borgarbókasafninu stendur til 6. febrúar. Heillandi heimur manga Raunsæi? Manga hefur farið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og þrátt fyrir auðsæ einkenni hefur stíllinn orðið raunsærri í seinni tíð. Í HNOTSKURN » Japanir eiga sér langa söguþegar kemur að mynd- lýstum handritum og mynd- verkum sem segja sögur, m.a. Ukyo-e tréristurnar (17.- 20. öld). » Teiknarinn Osamu Tezukamótaði manga-stílinn sem við þekkjum í dag á eftirstríðs- árunum, hinn japanski Walt Disney, svo að segja. » Manga-sögurnar eru oftastsvart-hvítar, oftar en ekki lesnar afturábak og þá er við- vörun á öftustu blaðsíðu ætli menn að byrja á öfugum enda. »Hægt er að finna allar gerð-ir manga-sagna, m.a. eró- tískar, hasar- og ævintýrasög- ur, rómantískar, íþróttasögur, sagnfræðilegar, vísindaskáld- skap og hryllingssögur. Ofurstrákur Osamu Tezuka er af mörgum talinn upphafsmaður Manga. Sýning á verðlaunamyndum eftir 17 íslensk ungmenni opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 69 ■ Fim. 24. janúar kl. 20.00 Tónleikar á Ísafirði í tilefni af 60 ára afmæli tónlistar- skólans. Verk eftir Shostakovitsj, Poulenc, Chopin og Jónas Tómasson. Listamenn á Ísafirði eru áberandi á tónleikunum. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Einleikari á píanó: Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Einsöngur: Ingunn Ósk Sturludóttir. Kór: Hátíðarkór Tónlistarskólans á Ísafirði. Kórstjóri: Beáta Joó ■ Fim. 31. janúar kl. 19.30 Ættgeng snilligáfa Natasha Korsakova, ungur rússneskur fiðlusnillingur, flytur hinn rómaða fiðlukonsert Brahms. ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is MÁNUDAGUR 21. JAN KL. 20 LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR UPPLESTUR, TÓNLIST, VEITINGAR OG VERÐLAUNAAFHENDING. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. SUNNUDAGUR 27. JAN KL. 20 TÍBRÁ: MUSIC FOR A WHILE JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR og barokksveit. Söngvar, svítur og dansar frá 16. & 17. öld Miðaverð 2.000 kr. MYRKIR MÚSÍKDAGAR VIKUNA 3.–10. FEB ’08 Nánar auglýst síðar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.