Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 72

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 72
72 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Meðal þess skemmtilegasem kom út á síðastaári voru fjölmargarskífur þar sem menn sóttu sér innblástur til fyrri tíma hvort sem það var varðandi hljóm eða hljóma. Ekki var það alltaf til að gera eins heldur nýttu ýmsir sér tækni og hugmyndir og settu í nýtt samhengi, eða notuðu gamalt verklag til að skapa eitthvað nýtt. Nefni sem dæmi frábæra plötu Black Moth Super Rainbow, sem nýtti gervilega hljómborðshljóma og bjagaðar raddir á óvenjulegan hátt og eins Smoke, afbragðsskífu Joe Williams sem kallar sig reynd- ar White Williams. Leiðin sem Joe Williams / White Williams fór er dæmigerð að mörgu leyti; ungur tónlistarmaður tekur þátt í því sem hæst ber og finnur síðan fjölina sína, mjakast úr tón- og tilraunaflækjum í popp – því í raun er ekkert flóknara en popp og ekkert eins erfitt. Williams lærði á píanó sem krakki og hefur lýst því svo að hann hafi verið í sífelldu stríði við píanókennara sinn, enda vildi hann frekar framleiða hávaða með pí- anóinu en spila endalausar skala- æfingar. Þegar hann komst á ung- lingsár var hann líka fljótur að leggja píanóinu og taka upp kjuð- ana og fljótlega var hann orðinn trommuleikari í óhljóðasveit, Oblongata, sem varð meðal annars svo fræg að hita upp fyrir Rapture og Black Dice. Ekki bara óhljóð Óhljóðin voru framkölluð með slagverki, gíturum og miklu af raf- eindatólum sem kveikti hjá pilti áhuga á tölvu sem hljóðfæri. Hann hætti í óhljóðunum og fór að setja saman tónlist einn síns lið í tölv- unni, kenndi sjálfum sér að nota trommuheilahugbúnað og hljóð- smala. Rafeindahljóðsmiðja Williams, sem hann kallaði So Red, vakti at- hygli meðal listamanna sem voru á svipuðum tónlistarslóðum og hann fór í tónleikaferðir og spilaði á klúbbum með ýmsum listamönn- um, þar á meðal Gregg Gillis, sem áður hefur verið getið á þessum stað (Girl Talk). Tónleikahaldið varð til þess að Williams sá á verkum sínum ýmsa hnökra og þá ekki síst að tónsmíðarnar voru of flóknar og svo saknaði hann þess að engin var röddin. Hann dró sig í hlé um tíma og fann upp nýtt aukasjálf, White Williams, sem byggðist á sunginni poppmúsík með lifandi hljóðfæra- leik í bland við tölvuhljóð, en smám saman lét tölvan líka undan síga því að Williams fékk gríð- arlegan áhuga á því hvernig menn höfðu sett saman þær skífur sem hann hélt mest upp á frá áttunda og níunda áratugnum og vildi síð- an gera eins. Að gera eins hefur þó aðeins aðra merkinu hjá Williams en gengur og gerist því þó hann byggi á hljómi fyrri tíma, þá fer hann sínar eigin leiðir, klippir hlutina nokkuð til og skælir eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Það má því segja að skífan sé hálfgerð þversögn; há- tæknivædd og gamaldags í senn. Plötuna hljóðritaði Williams á flandri, tók hana upp í svefn- herbergi sínu í Cleveland, Cinc- innati, New York og San Franc- isco, á tveggja ára tímabili, en eins og hann hefur lýst vinnunni þá var málum iðulega svo háttað að hann þurfti að deila húsnæði með hinum og þessum og því varð hann að grípa í verkið þá sjaldan hann var einn heima, aukinheldur sem hann var sífellt að týna upptökum vegna sífelldra flutninga, en alls tók hann upp ríflega þrjátíu lög. Þrátt fyrir vinnulagið segir hann að stærstur hluti plötunnar hafi verið unninn frekar hratt, hann vissi nákvæmlega hvað hann vildi gera, en frágangurinn tók svo lengri tíma. Menn sækja iðulega innblástur aftur í tímann og ekki nema gott eitt um það að segja; sérstaklega þegar það er notað til að skapa eitthvað nýtt eins og White Williams gerir á skífunni Smoke. Gamalt og nýtt Iðinn Joe Williams sem tók sér nafnið White Williams. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson ENCHANTED m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 1 - 2 - 4 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 10:20 Síðustu sýningar B.i.16.ára / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í DESEMBER Í USA. eeee „...FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI SPENNU“ „...EIN BESTA AFÞREYING ÁRSINS.“ -S.V. MBLSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI TILNEFND TIL TVEGGJA GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA LEIK, AMY ADAMS. eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. THE GAMEPLAN kl. 1 - 3:20 - 5:40 -8 - 10:20 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 3- 5:30 - 8 -10:30 LÚXUS VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 2 - 4 - 6 - 8 -10:10 B.i. 7 ára I AM LEGEND kl. 6 - 8 -10:10 B.i.14 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 1- 3:20 LEYFÐ THE GAME PLAN kl. 1:20 - 3:40 - 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ DEATH AT A FUNERAL kl.6 - 8:20 - 10:20 B.i. 7 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 -10:30 B.i.12 ára I AM LEGEND kl. 6 B.i.14 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:40 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN kl. 2D - 4D LEYFÐ DIGITAL SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND FRÁ WALT DISNEY VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.