Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ » Íbúasamtök beggja vegna Elliðavogs; Laugardals og Graf- arvogs, hafa lýst and- stöðu við eyjalausnina og kjósa Sundagöng. aðalskipulagi Reykjavíkur með möguleikum á hábrú yfir Elliðaár- voginn, opnanlegri brú og botn- göngum. Leið II kom í land við Holtaveg, en fór fljótlega út af borð- inu, þar sem engar almennilegar lausnir fundust á landtökunni. Leið III tók land við Kleppsmýrarveg og lá með líkum hætti og eyjaleiðin, sem nú er. Leið IV endaði beint í gatnamótum Sæbrautar og Vest- urlandsvegar, sem ekki gekk upp og var hugmyndin lögð til hliðar. Hver göngin á fætur öðrum Menn þreifuðu sig líka áfram með legu jarðganganna og var ein hug- myndin; leið V, að endar ganganna væru annars vegar á strætólóðinni á Kirkjusandi og hins vegar á sorp- haugunum í Gufunesi. Það þóttu þó ekki aðgengilegar lausnir og á síð- asta ári komust menn á þá línu, sem borgarráð hefur nú samþykkt með fyrirvara um niðurstöður umhverf- ismats; að göngin liggi frá Laugar- nestanga og inn undir Laugarnes og Laugarás upp af Sundahöfn, sveigi að ströndinni við Klepp og komi upp í Gufunesi. Beini leggurinn frá Laugarnesi í Gufunes er um 4,1 km með forskálum, sem eru samtals um 300 m; um 100 m að vestanverðu og 200 m að austanverðu. Um er að ræða tvenn göng hlið við hlið, hvor með sína ein- stefnuumferð á tveimur akreinum, þversniðsflatarmál 66,5 fermetra en til samanburðar er þversniðsflat- armál Hvalfjarðarganga um 60 fer- metrar. Austanmegin byrja þau suðaustan við hús gömlu áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi, fara síðan undir Kleppsvíkina og koma upp á þremur stöðum; í tengingu til suðurs inn á Sæbraut milli Holta- vegar og Kleppsmýrarvegar, í teng- ingu inn á hafnarsvæðið við Kletta- garða og aðalgöngin enda á landfyllingu vestan Laugarnes- tanga, ekki langt austan við gatna- mót Sæbrautar og Kringlumýr- arbrautar. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum á gatnakerf- inu vegna Sundaganga við Sæbraut sérstaklega að öðru leyti en breyt- ingu á gatnamótum, þar sem Sunda- brautin „kemur að landi.“ Til lengri tíma litið kemur til skoðunar fjölgun akreina á Sæbraut vestan Kringlu- mýrarbrautar, en umferðarspá gef- ur til kynna að umferð um Kringlu- mýrarbraut frá Borgartúni að Suðurlandsbraut minnki frekar en hitt með tilkomu Sundabrautar; margir sem annars færu suður Kringlumýrarbraut og áfram til austurs munu fara göngin. Íbúasamtök beggja vegna Elliða- vogs; Laugardals og Grafarvogs, hafa lýst andstöðu við eyjalausnina og kjósa Sundagöng. Samkvæmt nýju kostnaðarmati Vegagerðarinnar kostar Sunda- braut í göngum frá gatnamótum við Kringlumýrarbraut upp í Geld- inganes 24 milljarða kr., sem sé níu milljörðum kr. dýrari framkvæmd en eyjalausnin. Vegagerðin með eyjalausn Eyjalausnin eða Eyjaleið var ým- ist nefnd landfyllingarleið eða land- mótunarleið á sínum fyrri stigum. Hún liggur frá Sæbraut á móts við Skeiðarvog, í steyptum stokki undir Kleppsmýrarveg og á brúm og upp- fyllingum yfir Elliðaárvog að Hábrúin Lagt var upp með þrjár brúargerðir yfir Elliðaárvoginn; hábrú, lágbrú og opnjanlega brú. Hábrúin fór í umhverfismat, 50 m há, en er nú ekki lengur inni í myndinni. BORG Í DEIGLU Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar og formaður sam- ráðshóps um Sundabraut, segir einkennilega þá af- stöðu samgönguráðherra að kveða ekki upp úr um legu Sundabrautar nú þegar borgaryfirvöld hafa tekið af skarið. „Ég tel að það sé ekki eftir neinu að bíða, um- hverfismatið hefur sinn gang og þegar það liggur fyrir eigum við að fara alla leið í einu og vinna eins hratt og mögulegt er. Ríkið verður því að taka ákvörðun. Allir borgarfulltrúar Reykvíkinga eru fylgjandi göngum og ég held líka allir þingmenn Reykvíkinga. Margir þing- menn telja að ef ríkið ætlar að velja eyjaleiðina, sem íbúar beggja vegna Elliðaárvogs hafa hafnað og borg- aryfirvöld líka, þá verði Sundabraut aldrei að veru- leika.“ – Deilir þú þessum skoðunum með þingmönnunum? „Ég skil þessi sjónarmið og tel menn hafa margt til síns máls.“ – En af hverju göngin? „Þau eru margfalt betri kostur en eyjaleiðin hvað varðar umferðartengingar og í raun enn frekar ef horft er til lífsgæða fólksins í borginni. Göngin eru betri hvað varðar umferðaröryggi og há- vaðamengun og þau gefa okkur færi á auknu bygg- ingamagni ofanjarðar. Þá gefa þau okkur færi á betri stjórnun á svifryksmengun, þegar bílarnir fara niður í jörðina. Allir þessir þættir koma miklu betur út. Göngin eru líka hugsuð til framtíðar. Ef við lítum til ársins 2050 þurfum við að koma fyrir 35 þúsund manns. Við viljum frekar byggja borgina inn á við en teygja byggðina frekar til austurs sem myndi rýra lífsgildi fólks. Við horfum líka til þess eins og þróunin hefur orðið erlendis að hafnir á borð við Sundahöfn hafa hop- að. Við erum að byggja Sundabrautina til hundrað ára. Þá er rætt um íbúðarbyggð í Elliðaárvogi, við Geirs- nefið, en eyjaleiðin er verri kostur fyrir þá fram- kvæmd. Þá er rétt að það komi fram að sú mikla hækk- un kostnaðar sem Vegagerðin kynnti á dögunum er öll í formi aukins umferðaröryggis. Þetta verða vel upp- lýst og breið borgargöng og allt öðruvísi en Hvalfjarð- argöngin.“ Varðandi annan áfangann, frá Gufunesi norður fyrir Kollafjörð, segir Gísli Marteinn óþarfa að vera með brautina í göngum. Hún geti öll legið ofanjarðar og á fyllingum og brúm. Hann segir þeirri hugmynd hafa verið varpað fram, að á leiðinni komi falleg hengibrú sem verði eins konar borgarhlið á brautinni. EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA Húnaflói Grímsey Stórtíðindi úr Skagafirðinum Gríptu augnablikið og lifðu núna Ung kona staðhæfir að hún hafi náð GSM sambandi á bóndabýli foreldra sinna í Skagafirðinum. Það þykir ótrúlegt, enda hefur ekki náðst slíkt samband þar áður – svo lengi sem elstu menn muna. Eina tiltæka skýringin er sú að stúlkan hefur yfir að ráða farsíma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. F í t o n / S Í A 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.