Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 61 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga kl. 9- 16.45. Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaðasóknar heldur aðalfund næstkomandi mánudag, 11. feb. kl. 20. í safnaðarheimilinu, venjuleg aðalfundarstörf, súpa og brauð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10-11.30, s. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, í Gjá- bakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Dansleikurinn verður tekinn upp á myndband Félagsstarf Gerðubergs | Breiðholtshátíð, menningar og listahátíð eldri borgara, kl. 11, messa í Fella- og Hólakirkju, Gerðubergskórinn syngur, stjórn. Kári Friðriks, kl. 11, messa í Breiðholtskirkju, Senjórítukórinn syngur stjórn. Ágota Joó, kl. 14, messa í Seljakirkju sönghópur frá Árskógum annast söng. Hraunsel | Athygli skal vakin á að lokadagur skráningar á Sæludaga á Örkinni 9-14. mars, er 12. febrúar, skráning er í Hraunseli, nefndin. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá. alla daga. Dæmi: skap- andi skrif, Bör Börsson í Baðstofunni, bridge, framsögn og upplestur, spjallhópurinn „Þegar amma var ung“, bókmennta- hópur í Betri stofunni, söngur, línudans, söngur og Listasmiðj- an opin alla daga! Málverkasýningu Stefáns Bjarnasonsr er að ljúka. S. 568-3132 Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu á mánu- og mið- vikudögum kl. 9.30. Hringdansar í Kópavogsskóla á þriðjudög- um kl. 14.20. Ringó í Smáranum á miðvikudögum kl. 12 og í Snælandsskóla á laugardögum kl. 9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rv. kl. 17. Uppl. í símum 564-1490 og 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Egilshöll kl. 10. Vesturgata 7 | Þeir sem eiga pantaða miða á þorrablótið fimmtud. 14. feb. eru vinsamlegast beðnir um að nálgast mið- ana í síðasta lagi þriðjud. 12. feb. Upplýsingar í síma 5352740 Kirkjustarf Bústaðakirkja | Farið verður í heimsókn til eldri borgara í kirkjunni á Akranesi 13. feb. Lagt verður af stað frá Bústaða- kirkju kl. 12.30 og er áætluð heimkoma um kl. 17. Skráning er hjá kirkjuvörðunum í síma 553-8500. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11, kennsla, söngur, leikir fyrir krakka, almenn samkoma kl. 14, þar sem Hreimur H. Garðarsson prédikar, á samkomunni verður lofgjörð, barna- starf og fyrirbænir í lokinn verður kaffi og samfélag. Grensáskirkja | Tómasarmessa kl. 20. Tónlist einkennir messuformið, predikunin er stutt og tími fyrir fyrirbænir. Laugarneskirkja | Athugið að fundur Harðjaxlanna (7. bekkur) flyst yfir á kvöldið í kvöld, þar sem þau munu selja vöfflur til styrktar starfi sínu að lokinni kvöldmessu kl. 20, við messuna mun Freyja Haraldsdóttir tala. Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta kl. 14, prestur séra María Ágústsdóttir. Elías og Hildur sjá um barnastarfið á sama tíma og eru öll börn velkomin með foreldrum/forráðamönnum sín- um. Maul eftir messu dagbók Í dag er sunnudagur 10. febrúar, 41. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Mímir-símenntun býður síð-ar í mánuðinum upp ánámskeiðið Evrópa ábreytingaskeiði –Fé- lagslegar og pólítískar breytingar í Evrópu á 20. öld. Kennsla hefst 13. febrúar og verður kennt fjóra miðvikudaga. Kennari á námskeiðinu er dr Þorleifur Frið- riksson.: „Á námskeiðinu gef ég al- mennt yfirlit um evrópska sögu á 20. öld, og dreg einnig fram þau miklu áhrif sem samtök alþýðufólks höfðu á þá þróun sem varð á öldinni,“ segir Þorleifur, en hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur stundað umfangsmiklar rann- sóknir á sögu verkalýðshreyfing- arinnar. „Mjög stutt er síðan venjulegt fólk gat leyft sér að hafa skoðanir um gangverk samfélagsins, hvað þá að fylgja þeim eftir og stilla gangverkið af. Oft vill þetta gleymast í umræðum um fall hins svokallaða „komm- únisma“, – að það voru samtök alþýðu sem bæði skópu draumahöllina og brutu hana niður. Þáttur pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu var þar gríðarlega mikilvægur,“ útskýrir Þorleifur, en í framhaldi af námskeið- inu verður boðið upp á söguferð til Póllands þar sem m.a. verða heimsótt- ar aðalstöðvar Samstöðu í Gdansk, og Úlfagrenið þaðan sem Hitler stýrði lengi vel stríðinu á austurvígstöðv- unum. Á fyrsta degi námskeiðsins verður fjallað um tímabilið 1900-1920, alda- mótabjartsýni, spennu, þjóðernis- hyggju og alþjóðahyggju. Á öðrum kennsludegi er sjónum beint að ár- unum 1920-1945, bandalagi þjóða og þjóðernishreinsunum, og á þriðja degi fjallar Þorleifur um kalt stríð og vel- ferðarstjórnmál tímabilsins 1945-1980. „Síðasta námskeiðið spannar tímabilið frá 1980 til 2000, og skoðar m.a. hrun kommúnismans, áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar á breytingaferli aldarinnar, og hina íslensku þjóðarsátt,“ segir Þorleifur. Námskeiðið er öllum opið og að- gengilegt. Kennsla verður í formi fyr- irlestra og umræðna, og vísað til val- inna bóka og greina til lestrar. Heimasíma Mímis-símenntunar er á slóðinni www.mimir.is og er þar að finna upplýsingar um námskeiðið. Námskeið | Fjallað um sögu Evrópu á 20. öld og áhrif verkalýðshreyfinga Draumar, átök og breytingar  Þorleifur Frið- riksson fæddist í Reykjavík 1952. Hann lauk kenn- araprófi frá KÍ 1973 og stúdents- prófi frá sama skóla ári síðar. Hann stundaði nám í sagnfræði við HÍ, lauk fil.cand.-prófi frá Háskól- anum í Lundi 1978 og doktorsprófi í sagnfræði 1990. Þorleifur hefur starf- að við kennslu, fræðastörf, leiðsögn um söguslóðir og útvarpsþáttagerð. Eiginkona Þorleifs er Þóra Birna Björnsdóttir innanhússarkitekt og eiga þau tvo syni. Tónlist Barinn | Til minningar um að tvö ár eru liðin frá andláti meistara Dilla (Jay Dee) mun DJ Flip ásamt Introbeats og DJ Acer spila lög eftir snillinginn, frítt inn. Barinn – Laugavegi 22 kl. 22. Sjá nánar á www.hiphop.is Kvikmyndir MÍR-salurinn | Alexander Névský, hin fræga kvikmynd snill- ingsins Sergeis Eisenstein frá 1938 verður sýnd í MÍR-salnum Hverfisgötu 105 í dag kl. 15. Í myndinni segir frá Alexander fursta af Novgorod sem stjórnaði herjum Rússa er þeir hrundu inn- rásum erlendra hersveita í lönd þeirra á 13. öld. Aðgangur er ókeypis Fyrirlestrar og fundir Bókasafn Kópavogs | Röð erinda um ástina hefst 14. feb. kl. 17.15. Alls eru erindin 5, um 1 klst. í hvert sinn, vikulega til 13. mars. Sólveig Anna Bóasdóttir, Guð- finna Eydal, Þorgrímur Þráins- son, Katrín Jónsdóttir og Óttar Guðmundsson ræða hvert sitt sjónarhorn. Ókeypis aðgangur. KÍNVERSKIR ofurhugar sýndu aflraunir og ýmsar þrautir á hátíðarhöldum í borginni Xiangfan í Kína í gær, en þá hófst ár rottunnar þar í landi. Veisluhöld standa yfir í marga daga og fara ekki aðeins fram í Kína, því um 35 milljónir Kínverja búa víða um lönd og halda upp á daginn fjarri heimahögum. Þeir sem koma því við ferðast þó um langan veg til þess að vera í faðmi fjölskyldunnar yfir hátíðina. Þrautin þyngri ReutersSÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skrán- ingin á netinu um leið og skrásetjari staðfestir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púkann til að lesa yfir textann og gera nauðsynlegar breyt- ingar. FRÉTTIR MEÐ tilkomu nýrra langdrægra GSM-senda er GSM-þjón- ustusvæði Vodafone orðið það stærsta á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar með er viðskiptavinum Vodafone tryggt talsamband allt að 100 kílómetra á haf út og á hálendinu. „Alls verða um 50 langdrægir GSM-sendar settir upp víðs vegar á landinu, en nú þegar eru um 10 komnir í notkun. Ráðgert er að uppsetningu sendanna ljúki að fullu á fyrri hluta ársins og GSM- samband verði þá komið á stærstan hluta hálendisins og á hafinu umhverfis landið. Langdræga kerfið er hrein viðbót við núverandi GSM-kerfi og bylting í öryggismálum fyrir marga sjófarendur og ferðalanga á hálendinu. Með uppsetningu skapast tækifæri fyrir fólk til að nota GSM-símann sinn miklu víðar en hingað til og ekki þarf að skipta um símtæki þegar farið er út á sjó eða upp á hálendi. Enginn auka- kostnaður fellur á símnotandann við notkun á hinu nýja langdræga kerfi, því sama gjaldskrá gildir fyrir símtöl í langdræga GSM- kerfinu og því hefðbundna. Til viðbótar við þessa uppbyggingu hefur Fjarskiptasjóður sam- ið við Vodafone, fyrir hönd íslenska ríkisins, um að fyrirtækið taki að sér uppbyggingu á GSM-þjónustu á völdum svæðum á landinu þar sem markaðslegar forsendur standa ekki undir rekstri slíkrar þjónustu. Alls er um að ræða 32 svæði, sem flest eru á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Stefnt er að því að ljúka því verkefni á árinu,“ segir í tilkynningunni. GSM-þjónustusvæði Vodafone stækkað EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri voru í vikunni viðstaddir uppboð á minkaskinnum hjá uppboðshúsinu Kopen- hagen Fur í Dan- mörku sem þótti tak- ast vel, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá sjáv- arútvegs- og land- búnaðarráðuneyt- inu. Margar gerðir skinna voru að venju til sölu en minka- skinn eru lang- stærsti hlutinn. „Að þessu sinni voru 3,4 milljónir minka- skinna boðnar upp, þar af tæplega tíu þúsund íslensk. Mjög gott verð fékkst fyrir skinnin, eða 261 dönsk króna að meðaltali, sem svarar til 3.393 ísl. kr. Þetta er um 30% hærra verð en á síðasta uppboði Kopenhagen Fur sem haldið var í desember síðast- liðnum,“ segir í tilkynningu. Hækkunin mun hafa komið mönnum ánægjulega á óvart og að sögn er skýringarinnar að leita í miklum kuldum í Rússlandi, Kína og á fleiri mikilvægum skinnamörkuðum. Ráðherra átti fund með Torben Nielsen, framkvæmdastjóra uppboðshússins, og kom þar fram að sú mikla aukning sem sögð hefur verið á skinnaframleiðslu Kínverja væri orðum aukin. Því væri minni ástæða til að óttast þá miklu samkeppni sem talin var yfirvofandi. Haft er eftir Einari Einarssyni, loðdýraræktarráðunauti Bænda- samtaka Íslands, að afrakstur Íslendinga á uppboðinu gæfi tilefni til að ætla að íslensku skinnin væru ívið betri en verið hefði. Góð sala á minka- skinnum í Danmörku Á uppboðinu F.v. Sigurgeir Þorgeirsson, Einar K. Guðfinnsson og Torben Nielsen. LJÓSMYNDASÝNINGIN Útkall 2007 var opnuð á föstudag í Kringlunni af Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Í fréttatilkynningu segir að sýningin sé haldin í tengslum við „1-1-2“-daginn 11. febr- úar nk. Stefán sagði í opnunarávarpi sínu að sýningin væri haldin til þess að minna á verkefni og mikilvægi þeirra fjölmörgu við- bragðsaðila sem störfuðu í landinu og raunar væri einkar viðeig- andi að opna þessa sýningu þennan dag, þegar þúsundir viðbragðs- aðila um allt land væru að búa sig undir dýpstu lægð vetrarins. Myndirnar á sýningunni eru ríflega 20 talsins og sýna lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir og fleiri viðbragðsaðila að störfum við ýmsar aðstæður, frá miðborg Reykjavíkur til Svínafellsjökuls. Ljósmyndarar frá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Víkurfréttum og Austurglugganum ásamt fleiri miðlum eiga myndir á sýningunni og þakkaði Stefán þeim sérstaklega þeirra framlag. Gerði hann öflugt og gott samstarf viðbragðsaðila og fjölmiðla að umtalsefni og sagði hlut fjölmiðla mikilvægan frá ýmsum sjónarhornum, segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 18. febrúar nk. Árvakur/Júlíus Ljósmyndasýningin Útkall opnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.