Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 55 ✝ RagnheiðurKristjana Bald- ursdóttir fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1919. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Maren Péturs- dóttir frá Engey, verslunareigandi, f. 1884, d. 1974 og Baldur Sveinsson ritstjóri, f. 1883, d. 1932. Tvær eldri systur hennar, Ragnheiður og Kristjana, létust í æsku. Yngri bræður hennar voru Sigurður hæstaréttarlögmaður, f. 1923, d. 2005 og Kristinn Magnús lögfræð- 1975; Auður, f. 1978; og Ella Vala, f. 1980. 2) Baldur Hafstað prófessor, f. 18.5.1948. Kona hans er Finna B. Steinsson myndlistarmaður. Börn þeirra: Steinn Þ. Steinsson, f. 1977; Ragnheiður Maren, f. 1982; Þor- gerður, f. 1983; og Páll Ársæll, f. 1995. 3) Valgerður Hafstað, M.A., f. 14.7.1963. Hún er gift Birni P. Flygenring hjartalækni. Þau eru búsett í Minneapolis. Börn þeirra: Ragnheiður Þóra, f. 1992; Páll Ásgeir, f. 1994; Björn Gunnar, f. 1996; og Baldur, f. 1999. Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939. Eftir það vann hún um skeið í Ingólfsapóteki og síðar með hléum í verslun móður sinn- ar við Laugaveg 66. Síðar var hún í nokkur ár starfsmaður hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og loks kennari í Vogaskóla (1962-76) og Langholtsskóla (1976-85). Útför Ragnheiðar var gerð frá Langholtskirkju hinn 5. febrúar. ingur, f. 1924, d. 2002. Árið 1946 giftist Ragnheiður Páli Hafstað, cand.agric., f. 8.12.1917, d. 5.9.1987, síðar skrif- stofustjóra hjá Orku- stofnun. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af í Snekkjuvogi 3, og þar bjó Ragnheiður til æviloka. Börn þeirra eru: 1) Stein- unn P. Hafstað, kennari og nuddkona, f. 20.3.1947. Hún giftist Ármanni Gunnarssyni dýralækni (þau skildu). Dætur þeirra: Edda Björk, f. 1973; Unnur Erla, f. Ragnheiður Kristjana, föður- systir mín, var þriðja dóttir for- eldra sinna. Þegar hún fæddist höfðu þau nýlega flutt til Reykja- víkur frá Ísafirði og misst tvær fyrri dætur sínar, þá yngri Krist- jönu á Ísafirði, rétt hálfs árs gamla, og Ragnheiði, þriggja ára, úr spönsku veikinni eftir að þau komu í bæinn. Sú þriðja fékk þannig nöfn þeirra beggja. Þetta hljóta að hafa verið erfið ár fyrir foreldrana og þegar þeim fæðist sonur liðlega þremur árum síðar spyr stóra systir: „Var ekki gott hann kom?“ Frelsunin og lausnin í þessari fallegu spurningu lifa svo sterku lífi í fjölskyldunni að það þykir enn kurteisi að spyrja hvort maður hafi ekki verið góður að koma, nefni gestgjafar það ekki að fyrra bragði. Ragnheiður var ákaflega gam- ansöm og létt í lund en jafnframt ákveðin og fylgin sér. Vissi hvað hún vildi og hélt sínum gildum á loft, fylgdist grannt með, skipu- lagði líf sitt og arransjeraði ýmsu. Hún gerði sér einnig mat úr orð- um og merkti menn og málefni iðulega með viðeigandi og lýsandi heiti sem var fyndið eitt og sér. Einnig söng í henni hláturinn þeg- ar nöfn erlendra þjóðhöfðingja á borð við Habib Burgiba og Haile Selassie bar á góma í fréttum. Þá var stofnun Bangladess mikill hvalreki á hennar fjörur. Hún tók á þeim árum upp kveðjuna: „Komdu bangla blessaður!“ og gekkst sjálf við nafninu „Bangla“ þegar vel lá á henni. Ragnheiður var menntakona og stúdent á þeim árum sem slík menntun var enn fágæt og þó enn fágætari meðal kvenna, ekki síst þeirra sem höfðu misst föður sinn – eins og hún gerði 12 ára gömul. En aldrei heyrði ég hana tala um að hún hefði e.t.v. átt að halda áfram í námi. Oft virtist mér hún líka hafa nokkuð eindregnar skoð- anir á hlutverkum kynjanna og hún samsamaði sig ekki kvenrétt- indabaráttu síðari ára. Þó ólst hún upp innan um frænkur sínar úr Engey sem létu kvenréttindi mjög til sín taka á fyrri hluta síðustu aldar og hún var ákaflega stolt af skólasystur sinni, Hildigunni Hjálmarsdóttur, sem sendi frá sér sína fyrstu bók um síðustu jól um dönsku frúna á Kleppi. Ragnheið- ur tók bókina fram og sýndi mér nokkuð hreykin þegar við sátum saman heima hjá henni í Snekkju- vogi uppúr hádegi á gamlársdag. Þá hafði hún á orði, eftir að hafa fengið sér einn, að leggja sig seinni partinn til að duga betur um kvöldið. Hún var lífsglöð og langaði ekki til að verða gömul og lasburða, og alls ekki til að liggja á sjúkrahúsi eða dvelja á elliheim- ili. Hún tók því skyndilegum en alvarlegum veikindum sínum með góðum vilja, talaði óhrygg um að nú gæti hún farið með stæl – og hitt hann Pál sinn sem hún hefði ekki séð í rúm 20 ár. Ragnheiður var uppátækjasöm og frumleg, minnug vel, hafði næmt skopskyn og hélt því til efsta dags. Vinskapur hennar gekk þvert á kynslóðabil og til hennar var alltaf gott og gaman að koma. Hjá henni fengu allir sömu hlýju viðtökurnar og litli bróðir hennar þegar hann kom í heiminn. Blessuð sé minning frú Ragnheiðar. Gísli Sigurðsson. Meira: mbl.is/minningar Það er með söknuði og depurð í huga sem við vinkonur og skóla- systur Ragnheiðar Baldursdóttur kveðjum hana hinstu kveðju. Með henni hverfur dálítill þáttur af okkur sjálfum. Ekki var að merkja fararsnið á Ragnheiði á síðasta fundi okkur nokkru fyrir jól. Hún sat í þægilegum stól með fallegt sjal á herðum, dreypti á sérríi, brosti kankvíslega og fór með gamanmál. En þetta var í gær og síðan rann upp annar dag- ur. Kynni okkar Ragnheiðar hófust í fjórða bekk MR haustið 1936. Það sem var sérstakt við þennan bekk var að í stúlknahópnum voru fjórar náfrænkur. Þetta voru dæt- ur Engeyjarsystranna og kven- skörunganna Guðrúnar, Ragnhild- ar og Marenar Pétursdætra. Þessar frænkur voru tvíburasyst- urnar Ólöf og Guðrún Benedikts- dætur, Ragnhildur Halldórsdóttir og Ragnheiður Baldursdóttir. Og enn voru sterkari skyldleika- tengsl, því þeir Benedikt þing- forseti og Baldur ritstjóri voru bræður. Á Sturlungaöld var sterk- ur frændgarður eiginlega á borð við einkaher, en frænkurnar voru friðsamar og deildu ekki við aðra nemendur! Á þessum tíma var faðir Ragn- heiðar látinn, en hún bjó með móður sinni og tveimur yngri bræðrum í bakhúsi við Laugaveg 66. Í fremra húsinu bjó frændfólk Ragnheiðar, þar á meðal Ólafía móðursystir hennar. Á milli húsanna var fallegur og einstak- lega vel hirtur garður, sem Ólafía sá um. Þessu hefur nú verið fórn- að á altari nútímans. Frú Maren sá heimilinu far- borða eftir að maður hennar lést. Hún varð einn af umboðsmönnum Happdrættis Háskólans og stofn- aði verslun, „Happó“, í húsinu við Laugaveg 66. Mér finnst undarlegt að hugsa um Ragnheiði í þátíð og finna orð til að lýsa henni. Hún var björt yfirlitum og bauð af sér góðan þokka, róleg og yf- irveguð í framkomu, en gat orðið gáskafull á góðri stundu í góðra vina hópi. Hún var skarpgreind, eins og hún átti kyn til, skemmti- leg og fróð og vildi varðveita þjóð- ararfinn. Hún var traust kona og heiðarleg í öllum samskiptum. Í Íslenskum æviskrám, sem Páll Eggert Ólason tók saman, segir um Baldur Sveinsson, föður Ragnheiðar, að hann hafi verið „vinsæll maður, enda allra manna góðviljaðastur“. Þessi lýsing á einkar vel við Ragnheiði. Enn- fremur segir um Baldur að hann hafi verið „vel ritfær maður“og tvímælalaust má halda því sama fram um Ragnheiði. Máltilfinning hennar var óbrigðul og henni gramdist þegar tungunni var mis- þyrmt í fjölmiðlum. Við Ragnheiður urðum ná- grannakonur eftir að hún giftist. Eiginmaður hennar, Páll Hafstað, fulltrúi orkumálastjóra, var ein- staklega ljúfur og elskulegur mað- ur og sonur okkar Agnars, smá- strákur, sagði, eftir að þau hjón höfðu verið hér í heimsókn: „Mik- ið var þetta skemmtilegur mað- ur.“ Ragnheiður var myndarleg hús- móðir. Heimili hennar var aðlað- andi og smekklegt og með þeim látlausa blæ sem var henni svo eðlislægur. Auk heimilisstarfa stundaði hún vélritunarkennslu um árabil við Vogaskóla. Við vinkonur Ragnheiðar viljum að leiðarlokum þakka henni vin- semd og rausnarskap allan á liðn- um áratugum og vottum aðstand- endum samúð. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. „Um dauðans óvissan tíma“ hafa skáldin tjáð sig í orðum og leitast við að varpa ljósi á þá al- kunnu staðreynd að sumir falla í valinn ungir að árum en aðrir lifa langa ævi. Í einni af „færslum“ sínum ræðir Hannes Pétursson þessa óvissu og kemst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu að vegna hennar sé dauðinn sífellt „um- hugsunarefni“ og „lífsafl af því tími hans er óviss“. Ennfremur tekur hann svo til orða að dauðinn sé „regla sem reglur ná ekki til“. Vissulega tregum við brottför frú Ragnheiðar Baldursdóttur héðan úr heimi en finnum jafn- framt þá sárabót helsta að þótt forgangsröðun mannsins með ljá- inn verði hvorki skýrð né skilin, þá lifði hún langa ævi með óbug- aðri reisn, allt til hinstu stundar. Hún var þeim eiginleikum gædd sem staðgóð menntun og ástundun góðra verka og hugsana einatt styrkja og fága. Öndvegiskona var frú Ragnheiður, eins og fjölskylda hennar og vinir vita gerst. Með það í huga er margs að minnast frá liðinni tíð. Heimili hennar og eiginmanns hennar, Páls heitins Hafstað, í Snekkjuvogi 3 í Reykja- vík, var rómað fyir gestrisni. Þangað lögðu margir leið sína og fengu það ávallt á tilfinninguna að þeir væru húsráðendum aufúsu- gestir. Þau hjón voru samrýnd og áttu í sameiningu mörg áhugamál og margvísleg. Hér skal nefna sem dæmi íslenskar bókmenntir, og þá sér í lagi íslenska ljóðlist þar sem þau voru bæði á heima- velli, og var því ekki að spyrja að umræðuefnum á heimilinu. Skylt er að fella inn í þessa orð- fáu kveðju endurminningu um heimsókn þeirra frú Ragnheiðar og Páls Hafstað til Kanada fyrir næstum því þrem áratugum, en hingað til lands komu þau hjón á miðju sumri til nokkurra vikna dvalar, einkum í Winnipeg. Tengsl þeirra við fólk hér vestra voru margvísleg. Ungur að árum hafði faðir frú Ragnheiðar, Baldur Sveinsson, átt heima í Winnipeg og ritstýrt íslensku blaði. Hann var einnig á sinni tíð meðal nán- ustu vina og velgerðarmanna Stephans G. Stephanssonar. Ætt- fólk átti Páll Hafstað vestra, og litlu munaði að móðuramma hans, Ingibjörg Halldórsdóttir, flyttist ung að árum til Kanada. Allt þetta og fjölmargt annað var rifjað upp í Winnipegdvöl þeirra hjóna. Helst er þó frá því að segja að ekki voru þau frú Ragnheiður og Páll fyrr orðin landföst á kanadísku slétt- unum en augljóst varð að á fluginu vestur um hafið hafði ekkert gengið á segulkraft þeirra. Var engu líkara en að þau hefðu flutt Snekkjuvog 3 með sér, eða alla vega andrúmsloftið sem umlykur þann stað hið ytra sem innra. Fólk af ýmiss konar þjóðerni tók þeim fagnandi, enda fóru þau veislum um Winnipegborg og nágrenni, kynntust fjölmörgum og fengu það örugglega á tilfinninguna að hér um slóðir væru þau sannkall- aðir aufúsugestir. Við andlát frú Ragnheiðar Baldursdóttur er gott að orna sér við minninguna um þessa sólríku og góðu daga. Við Margrét og okkar fólk vottum fjölskyldu hennar samúð. Haraldur Bessason. Látin er kær vinkona okkar, Ragnheiður Baldursdóttir. Við áttum því láni að fagna að kynn- ast henni og Páli manni hennar fyrir mörgum árum og tengjast þeim og fjölskyldu þeirra traust- um vináttuböndum. Hér er aðeins rúm til að rekja fáar minningar, og langar okkur þá til að minnast sérstakra gleðistunda sem við átt- um saman um áratuga skeið að kveldi Þorláksmessudags, heima hjá hjónum sem voru sameigin- legir vinir okkar. Samkoman kall- aðist að sjálfsögðu Þorláksblót og var upphaf jólagleðinnar á hverju ári. Ávallt voru sömu veisluföng á borðum, af því tagi sem tíðkuðust í gestaboðum norður í Mývatns- sveit á 19. öld. Og smám saman mótaðist skemmtidagskrá sem að miklu leyti var einnig í föstum skorðum ár eftir ár. Einstakling- ar eða hjón lögðu fram sína gleði- söngva sem þau „sungu fyrir“, og aðrir lærðu söngvana smám sam- an og tóku undir. Söngvar Páls og Ragnheiðar, sem þau fluttu af einstakri snilli, urðu okkur hinum ógleymanlegir. Milli söngvanna var síðan farið með kímnisögur í óbundnu máli, sumar endurteknar en þó fleiri nýjar frá ári til árs; og við slíkar frásagnir naut Ragn- heiður sín frábærlega, svo gáfuð sem hún var, fyndin og vel máli farin. Þess var jafnan beðið með eftirvæntingu að hún risi á fætur og flytti sögur sínar, af kyndugu fólki eða kímilegum atburðum. Á skilnaðarstundu þykir okkur sem við heyrum rödd hennar sem féll svo vel að þessum fyndnu frá- sögnum. Gamansemi Ragnheiðar og góða lund fylgdi henni til ævi- loka og hjálpaði henni til að sigr- ast á missi ástvinarins og heilsu- leysi sem á hana stríddi á efri árum. Allt til æviloka tókst henni að vera veitandi öðrum með fróð- leik sínum og skemmtun. Við hjónin þökkum henni ógleymanlega samfylgd og send- um börnum hennar og öðrum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður og Jónas. Ragnheiður K. Baldursdóttir                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.