Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 75 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? Þessir söngvarar og 28 manna hljómsveit í Langholtskirkju mán 11 og mið 13 kl 20 Miðar: Skólinn 552-7366 og midi.is Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÍSLENSKAR bíómyndir ferðuðust víða á síðasta ári og of langt mál væri að telja upp öll ferðalögin – við látum því nægja að geta þeirra sem voru leystar út með verðlaunum á kvik- myndahátíðum erlendis. Það kemur væntanlega fáum á óvart að Mýrin og Börn luku síðasta ári margverðlaun- aðar en tvær myndir sem fór ekki eins hátt um, heimildarmyndin Reiði guðanna og stuttmyndin Bræðra- bylta, voru ekki síður sigursælar. Eins og sést eru þetta oft ársgamlar myndir, og því munum við líklega ekki komast að því fyrr en síðar á þessu ári hvort myndir á borð við Foreldra, Veðramót, Astrópíu og Duggholufólkið sigra heiminn. Mýrin Kvikmyndin hlaut stærstu verð- laun sem íslensk kvikmynd hlaut á síðasta ári, Kristalshnöttinn, að- alverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary, í júlí og tók Baltasar Kormákur við þeim úr hendi sjálfs Danny DeVito. Mýrin hlaut einnig Don Kíkóta-verðlaun Alþjóða- samtaka kvikmyndaklúbba (FICC) á sömu hátíð. Þá hlaut Ingvar E. Sigurðsson Napapijri-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni á ítölsku hátíðinni Courmayeur Noir Festival, en eins og nafnið gefur til kynna er áherslan þar lögð á rökkurmyndir. Hátíðin fór fram í desember á síðasta ári. Börn Ragnar Bragason hlaut í júní 2007 verðlaun sem besti leikstjórinn á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í Rúmeníu og bar þar meðal annars sigurorð af Cannes- verðlaunahafanum rúmenska Cristian Mungiu. Rúmum mánuði síðar vann mynd- in tvenn verðlaun á Zerkalo- kvikmyndahátíðinni í Ivanov í Rúss- landi – annars vegar gagnrýn- endaverðlaun hátíðarinnar og hins vegar var Ólafur Darri Ólafsson val- inn besti leikarinn. Loks hlutu Börn Gullna svaninn, aðalverðlaun Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Kaupmannahöfn, í september. Einnig er rétt að nefna að Gísli Örn Garðarsson, einn aðalleikari Barna, var fulltrúi Íslands í hinu ár- lega Shooting Star-verkefni sem ýtt var úr vör á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Reiði guðanna Reiði guðanna, heimildarmynd um gerð Bjólfskviðu (þá er átt við þessa með Ingvari E. Sigurðssyni, ekki þessa með tölvugerða skrímslinu slefandi), hlaut áhorfendaverðlaun í flokki heimildarmynda á Oxford- hátíðinni í Ohio í apríl. Því fylgdi myndin eftir með verðlaunum á Stony Brook-hátíðinni í Bandaríkj- unum í júlí, hún hlaut svo verðlaun sem besta heimildarmynd á Napa Sonoma Wine Country-kvik- myndahátíðinni í Kaliforníu í ágúst, dómnefndarverðlaunin á MOFF – Santarém-hátíðinni í Portúgal (en hún er sérstaklega tileinkuð heimild- armyndum sem fjalla um gerð kvik- mynda) og loks var hún valinn besta heimildarmyndin á Red Rock- kvikmyndahátíðinni í Utah í Banda- ríkjunum í nóvember. Bjólfskviða Helsti heiður Bjólfskviðu sjálfrar var hins vegar þegar Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld myndarinnar, var tilnefndur til kanadísku Genie- verðlaunanna fyrir myndina. Þau verðlaun eru oft nefnd kanadíski Óskarinn – en leikstjóri Bjólfskviðu er Vestur-Íslendingurinn Sturla Gunnarsson. Stuttmyndir „Bræðrabylta“, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, var valin besta leikna stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Melbourne í Ástralíu í ágúst. Hún fylgdi því eftir með því að vinna helgi eina í nóvember aðalverðlaun í flokki evrópskra stuttmynda á stutt- myndahátíð í Brest í Sviss, og sömu helgi hlaut hún þriðju verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Alcine á Spáni. Loks hlaut hún einnig viðurkenningu á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Stuttmyndin „Skröltormar“ hlaut verðlaun fyrir handrit Huldars Breið- fjörð á alþjóðlegri hátíð kvikmynda- skólanema í Poitiers í Frakklandi, sem kennd er við Henri Langlois, rétt fyrir jól. Áður hafði hún hlotið fern verðlaun á árlegri kvikmyndahátíð Columbia- háskóla í New York í maí, að- alverðlaun, gamanmyndaverðlaun, áhorfendaverðlaun og verðlaun fyrir leik Jóhanns Sigurðssonar. Stuttmyndin „Góðir gestir“ eftir Ís- old Uggadóttur hlaut aðalverðlaun bíóhátíðar samkynhneigðra í Kaup- mannahöfn. Loks fékk Dagur Kári Sundance/ NHK-verðlaunin sem fulltrúi Evrópu. Verðlaununum er ætlað að styðja við athyglisverð verkefni leikstjóra og er styrkurinn ætlaður næstu mynd Dags Kára, The Good Heart. Gleði bíóguðanna Bræðrabylta Var m.a. valin besta leikna stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Melbourne, Ástralíu. Heimildarmynd Reiði guðanna lýsir óblíðum að- stæðum við gerð Bjólfskviðu. Börn Kvikmyndin vann til fernra verðlauna á erlendum kvikmyndahátíðum á síðasta ári. Film Servis Festival Karlovy Var Sigursæl Mýrin hlaut fyrstu verðlaun, Kristalhnött- inn, á Karlovy Vary-hátíðinni. Baltasar Kormákur ásamt konu sinni, Lilju Pálmadóttur. Íslenskar kvikmyndir ferðuðust víða á síðasta ári og hlutu margvíslegar viðurkenningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.