Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 31 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Barcelona frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Takmarkað magn sæta í boði á þessu verði. Lægsta fargjald er uppselt á mörgum brottförum. Heimsferða Vorveisla Síðustu sætin! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bókaðu núna! E N N E M M / S IA • N M 3 19 97 Beint flug 7. mars - örfá sæti 10. mars 13. mars - örfá sæti 28. mars 31. mars 3. apríl - uppselt 7. apríl 10. apríl - örfá sæti 13. apríl 17. apríl - nokkur sæti 21. apríl 24. apríl - nokkur sæti 27. apríl 1. maí 5. maí 8. maí - nokkur sæti 12. maí Beint flug 24. mars 28. mars - nokkur sæti 31. mars 4. apríl - örfá sæti 7. apríl Beint flug 24. apríl - örfá sæti 28. apríl - UPPSELT 1. maí 5. maí - örfá sæti 8. maí - örfá sæti 8. júní - AUKAFLUG Beint flug 11. apríl - örfá sæti 14. apríl 17. apríl - UPPSELT Beint flug 23. apríl - örfá sæti 27. apríl 30. apríl - nokkur sæti 4. maí 9. maí - örfá sæti Prag frá 39.990 kr. Flug, skattar og gisting í 4 nætur með morgunverði í tvíbýli á Hotel Corinthia Towers *****. Sértilboð 24. og 31. mars. Budapest frá 61.690 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Carat **** í 4 nætur 1. maí. Netverð á mann. Kraká frá 44.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Chopin *** eða Hotel Wyspianski *** í 3 nætur 14. apríl. Netverð á mann. Vilnius frá 40.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Europa City *** í 3 nætur 27. apríl. Netverð á mann. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Mývatn er eitt af frjósömustu vötnum landsins. Silungurinn í Mývatni hefur um aldir verið mikilvæg matarkista þeirra sem við vatnið búa og óvíða hérlendis er veiðihefð eins samofin landbúnaði og búsetu. Við stofnun Veiðifélags Mývatns árið 1905 var helsta markmið félagsins að vinna gegn minnkandi veiði í vatninu. Rakin verður saga veiðanna síðustu 100 árin en miklar sveiflur hafa komið fram í veiðinni og nær stöðugur samdráttur í veiði frá því um 1970. Árlegar rannsóknir hafa farið fram á silungastofnum Mývatns í rúmlega 20 ár. Þar hafa meðal annars fengist upplýsingar um holdafar, fæðu, aldurs- og stærðarsamsetningu ásamt vísitölum fyrir stofnstærð silungs í vatninu á þeim tíma. Greint verður frá niðurstöðum þessara rannsókna og leitast verður við að tengja saman niðurstöður vöktunarrannsókna á silungastofnunum við framvindu í veiði bænda. Málstofa LbhÍ Mánudag 11. febrúar kl.15:00 Keldnaholti, 3. hæð Fyrirlesari: Guðni Guðbergsson Er framtíð í silungsveiði í Mývatni? - eða heyrir hún sögunni til? Guðni Guðbergsson er deildarstjóri rannsóknadeildar Veiðimálastofnunar. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1976. B.Sc. prófi í líffræði frá HÍ 1983 og Cand. Scient prófi í vatnavistfræði með ferskvatnsfiska sem sérgrein frá Óslóarháskóla 1985. Guðni hefur starfað á Veiðimálastofnun frá árinu 1979 fyrst sem rannsóknarmaður en síðar sem sérfræðingur og deildarstjóri. Hann hefur stundað rannsóknir á laxfiskum hér á landi og m.a. tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Líbanon líkti skipun Blairs við það að ráða Neró keisara í fornu Róm sem slökkviliðsstjóra borgarinnar. Höfum í huga hverjir klúðruðu Pal- estínumálinu. Voru það ekki ein- mitt Bretar með þeirra misheppn- uðu stjórn í Palestínu í umboði Þjóðabandalagsins á árunum 1920 til 1948? Bretar áttu á þessum tíma að hafa stjórn á takmörkuðum inn- flutningi gyðinga til Palestínu án þess þó að flæma í burtu heima- mennina. En stjórnleysi Breta varð til þess að Zíonistar flykktust til „fyrirheitna“ landsins í hundraða þúsunda tali á mánuði þegar verst var. Zíonistar stunduðu jafnvel skæruhernað og hryðjuverk gegn bresku herstjórninni, og eru Zíon- istar enn í dag stoltir af því. 5. Þegar horft er á pólitískan bakgrunn landa sem flestir flótta- menn koma frá (Palestína, Afgan- istan, Írak) kemur í ljós að þessi lönd eru byggð múslímum sem eiga a.m.k. eitt sameiginlegt að trúnni undanskilinni: Andúð á Ísrael, sem var stofnað árið 1948 á landsvæði annarra, af þjóðernissinnum (nat- ional) og félagslegum (social) Zíon- istum (national-socialists = nas- istum). 6. Á hvaða land verður næst ráð- ist í nafni lýðræðis, réttlætis og frelsis með tilheyrandi flótta- mannastraumi og drápi á óbreytt- um borgurum í hundraða þúsunda tali? Er það Íran eða Sýrland? Ol- íugræðgi má varla nefna í þessu samhengi, þó að Greenspan, fyrr- verandi seðlabankastjóri BNA og flokksbróðir Bush hafi gert það ný- lega. Íbúar þessara landa eru músl- ímar og bæði löndin styðja Palest- ínumenn. Er það synd? Hverju ógna þessi lönd? Eru til dæmi um að þau hafi staðið fyrir hryðjuverk- um? Á hinn bóginn ógna og ögra Ísrael/Bandaríkin þeim í sífellu. Bandaríkin/Ísrael eiga nóg af kjarnorkuvopnum ásamt vinum sín- um Pakistan og Indlandi. Mega Ír- an og Sýrland ekki verja sig? Ísrael er rótin 7. Er ekki einkennilegt að rótin að ófriði í þeim löndum, sem flestir flóttamenn koma frá sé Ísrael? 8. Til að vekja fólk til umhugs- unar eru nokkur svæðiskort af Pal- estínu (heimild: Le Monde) birt með þessari grein. Er hægt að semja við Ísraela við slíkar for- sendur? Hver er tilbúinn að semja við þá sem orsaka dauða nánustu vandamanna og valda missi eigna? Er skrítið að hin lýðræðislegu kosnu Hamas-samtök skuli hafna tilverurétti Ísraelríkis? Eru Ha- mas-samtökin virkilega ósvífnir hryðjuverkamenn? Eru þau ekki einnig þekkt fyrir góðgerðar- og menntunarstarf í þágu eigin manna? Í örvæntingu gripu Ha- mas-samtökin til vopna á Gaza- ströndinni, eftir að landið var ein- angrað eftir stórsigur þeirra í frjálsum kosningum og eftir að Bandaríkin/Ísrael hófu að styrkja Fatah (Abbas) með (palestínsku) fé og vopnum með því skilyrði að Ha- mas-samtökin fengju ekkert af því, ekki einu sinni fé fyrir launum op- inberra starfsmanna þeirra. Hefur Abbas verið sveltur til hlýðni? Er þetta vestrænt lýðræði, frelsi og réttlæti? Er Abbas orðinn föð- urlandssvikari? Þögn er sama og meðsekt 9. Væri ekki nær að setja ísr- aelskum Zíonistum skilyrði, ein- angra þá í stað Palestínumanna og fá Ísraela til þess að framfylgja eft- irfarandi boðorðum 10?  Láta Ísraela skila öllum her- numdum og innlimuðum svæðum, ekki aðeins þeim sem þeir tóku ár- ið 1967 og eftir það.  Láta þá leysa upp allar land- nemabyggðir á Vesturbakkanum og skila rændum landsvæðum þar.  Láta þá fjarlægja alla vega- tálma og hindranir ásamt múrnum fræga og láta þá tryggja frjálsar samgöngur milli Vesturbakkans og Gaza-strandarinnar.  Láta þá leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima.  Láta þá gefa öllum 11.000 póli- tísku, arabísku föngunum, þing- mönnum og ráðherrum frelsi.  Láta þá hætta að eyðileggja innviði (infrastructure) Palest- ínumanna.  Láta þá hætta að ögra og ógna Palestínumönnum og gera íbúum Palestínu kleift að lifa eðlilegu lífi.  Láta Palestínu sjá um sína framleiðslu og viðskipti og sjá að auki um sína skatta og gjöld, án af- skipta Ísraela.  Skrúfa fyrir neysluvatn til Ísr- aels frá palestínskum svæðum.  Láta báða aðila framfylgja ályktunum SÞ. Þá fyrst verður hægt að semja við Ísraela og þá sérstaklega um landamæri ríkis þeirra. Þetta mun leiða til friðar og stórkostlegrar fækkunar á róttækum Íslamistum, á hryðjuverkum og flóttamönnum um heim allan. 10. Að þegja og láta líkt og ekk- ert sé að, gegn betri vitund, gerir hvern mann meðsekan. Það gildir jafnt um einstaklinga og rík- isstjórnir. Höfundur er tæknifræðingur. » Bandaríkin/Ísrael eiga nóg af kjarn- orkuvopnum ásamt vin- um sínum Pakistan og Indlandi. Mega Íran og Sýrland ekki verja sig?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.