Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 35 Þriggja hæða uppþvottavél                                   !                                 !! "    "    #$ %  & '   ( ) & "  *++ $#$$ ###    , -   ! Atvinnuhúsnæði Til leigu glæsilegt verslunar- og lagerhúsnæði alls 1.867,5 fm, við Bæjarflöt í Grafarvogi. Milliloft er að hluta og allt að 10 m lofthæð. Góð bílastæði. Býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika. Örstutt frá stofnbraut og húsið er í alfaraleið. Upplýsingar veita Haraldur í síma 690 3665 eða Þórhallur í síma 899 6520 Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • vidskiptahusid@vidskiptahusid.is www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl. & löggiltur FFS Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2008. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýð- legra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Megin- hlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í staf- rænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru að jafnaði veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 3. mars. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) að Laugavegi 13, sími 515-5800, eða á heimasíðu Rannís – www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Laugavegi 13 101 Reykjavík Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is vinum okkar fékk þau skilaboð upp í sínum síma að viðkomandi síður væru lokaðar. Hugrakkt fólk Flestallir krakkarnir sem við hittum áttu það sameiginlegt að hafa farið í fangelsi af pólitískum ástæðum – ekki fyrir árásir í garð yfirvalda heldur fyrir það eitt að taka þátt í mótmælafundum eða kosningabaráttu. Það var erfitt annað en að dást að hugrekki þeirra, æðruleysi og bjartsýni því þrátt fyrir allt töluðu þau aldrei öðruvísi um framtíðina en að breytingar væru framundan. Baráttan um menninguna Baráttan við Lúkasjenkó snýst ekki bara um pólitísk völd. Hún snýst líka um grunngerð og ein- kenni hvítrússnesku þjóðarinnar – tungumálið, menningararfinn og þjóðarvitundina. Til að mynda er óheimilt að halda hátíðlegan 25. mars, sem er þjóðhátíðardagur hvítrússnesku þjóðarinnar, en þann dag árið 1918 fékk hún sjálf- stæði. Skólum er gert að kenna á rússnesku og æ færri læra að tala hvítrússnesku. Hvítrauður fáni Hvíta-Rússlands er ekki opinber þjóðfáni landsins, heldur hafa stjórnvöld gert annan fána að þjóð- fána landsins. Ungliðahreyfing BPF hefur lagt mikla vinnu á sig til að halda á lofti hvítrússneskri menningu, t.d. með því að gefa út tónlist og talsetja kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt. Slík menningar- starfsemi, hvort sem um er að ræða tónlist eða myndlist, er bönn- uð af stjórnvöldum. Í Minsk er margt fallegt að sjá og viti maður ekki betur er ekkert þar sem gefur til kynna að keyrt sé í gegnum höfuðborg síðasta ein- ræðisríkis Evrópu. Yfir borginni er þó grár svipur og hún er ekki sér- lega lífleg – Sovétsvipurinn er enn sterkur í arkitektúrnum. Á sunnu- dögum er til að mynda flestallt lok- að og fátt um að vera fyrir borg- arbúa annað en að mæla göturnar og kannski finna stöku kaffihús sem hefur opið. Að vísu er hægt að úða í sig McDonalds-hamborgurum og ekki gátum við séð betur en að merki TGI Fridays væri að sjá á hvítrússnesku utan á einu veitinga- húsinu. Kosningar féllu á eftirlitsprófum Síðustu stóru kosningarnar í Hvíta-Rússlandi fóru fram árið 2006 þegar þjóðin „kaus“ sér for- seta. Ekki þarf að fletta lengi í skýrslum kosningaeftirlitsmanna til þess að sjá að framkvæmd kosn- inganna kolféll á öllum prófum eft- irlitsaðila. Stjórnarandstaðan átti afar erfitt með að fá að komast að í fjölmiðlum, sem einbeittu sér að umfjöllun um forsetann og ágæti hans, þótt lagaákvæði tryggðu stjórnarandstöðunni einhverja um- fjöllun. Fundarhöld í landinu voru bönnuð og lögregla leysti upp þá opinberu fundi sem boðað var til af hálfu stjórnarandstöðunnar. Raun- ar lýsti yfirmaður KGB því yfir að þátttakendur í mótmælafundi sem fram fór á kjördag, þann 19. mars 2006, yrðu meðhöndlaðir sem hryðjuverkamenn. Slík ummæli virka ekki beint hvetjandi fyrir stjórnmálaþátttöku almennings. Talning atkvæða er álíka skrípa- leikur. Í heimildarmynd sem ung- liðarnir í BPF gerðu um kosning- arnar 2006 er meðal annars hægt að sjá myndskeið sem tekið var upp með myndsíma í einu talning- arherbergjanna. Þar sést hvernig fulltrúi ríkisstjórnarinnar telur at- kvæðin og gerir öðrum sem við- staddir eru í herberginu að standa í 20 metra fjarlægð á meðan at- kvæðin eru talin. Svo mætti lengi telja og í skýrslum má finna langar frásagnir um ótrúlega framgöngu stjórnvalda. Nær byltingin til Hvíta-Rússlands? Baráttan við ofríki og einræði Lúkasjenkós heldur áfram. Þrátt fyrir að hafa litlu áorkað í margra ára átökum eru stjórnarandstæð- ingar hvergi af baki dottnir. Mót- mæli atvinnurekendanna vöktu von í brjósti lýðræðissinna í land- inu þar sem aðgerðirnar voru skipulagðar án beinnar aðkomu stjórnarandstöðunnar, sem er sjaldgæft. Samtök atvinnurekenda tóku það upp hjá sjálfum sér að mótmæla hinum gerræðislegu lög- um og endurtóku leikinn mánu- daginn 21. janúar sl. Í bæði skiptin endaði lögreglan á að leysa fund- inn upp og handtaka forsprakk- ana. Stjórnarandstaðan heldur í von- ina um að rósa- og appelsínubylt- ingar Georgíu og Úkraínu nái til Hvíta-Rússlands en það er við ramman reip að draga og baráttan gæti tekið langan tíma. En þótt Lúkasjenkó virðist hafa öll spil á hendi sér má ekki gleyma því að barátta hans gengur í raun út á að halda andstæðingum sínum niðri og verja virkið. Slík varnarstaða heldur ekki að eilífu og taflið get- ur breyst á skömmum tíma. Höfundur er formaður alþjóða- nefndar SUS og framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. arnihelga@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.