Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 46
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is KJÓAHRAUN - HF. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt 187,2 fm einbýli þar af er bílskúr 37,2 fm. Húsið er á frábærum stað við Einarsreitinn í Hfj. Eignin skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og bílskúr. Á efri hæð eru 3 herbergi, hjónah og baðh. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Stór afgirt verönd. Frábær staðsetning. V. 67.millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm 8960058. 46 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS 44 ha land við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið liggur að Björk, sem er í eigu Árborgar og er framtíðar byggingarland Selfoss. Þetta land er í land- búnaðarnotkun og er hægt að sækja um lögbýlisrétt eða skipuleggja hluta eða allt til íbúðabyggðar. Land sem eykur verðgildi sitt. Ásett verð 250 millj. kr. ATH. Grunnskóli og leikskóli innan um 1 km fjarlægðar. Flugvöllur er í um 1,5 km fjarlægð. Til leigu í nýju vönduðu húsi með mikið auglýsingagildi rétt við Reykjanesbraut. Tvö pláss laus, annarsvegar 215 fm verslunar og/eða skrifstofurými ásamt 2 stæðum í bílageymslu. Hinnsvegar 330 fm skrifstofu/þjónustuhúsnæði á sömu hæð (jarðhæð, beint inn), húsnæði þetta skiptist í 9 herbergi, móttöku, snyrtingar, geymslu, 3 stæði í bílgeymslu og fl. Þessar leigueiningar liggja hvor að annari með stigahús á milli (auðveldur samgangur) og geta því nýst saman fyrir t.d. heildsölu eða þjónustufyrirtæki sem þyrfti á sýningarplássi að halda. Leigjast saman eða sitt í hvoru lagi. Hagstæð leiga fyrir frábæra staðsetningu og vandað húsnæði. Upplýsingar í síma 896-5222. Bæjarlind 12 Kópav. Glæsilegt verslunar og skrifstofuhúsnæði á besta stað Til afhendingar strax Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Agnar Agnarsson Sigurberg Guðjónsson hdl. Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 17-17:30 LAUS! FURUGRUND 68, KÓP. BJALLA MERKT 3-C 4RA HERB. Á 3. HÆÐ + BÍLSKÝLI – LYFTA – ÚTSÝNI! Skemmtileg 83,2 fm íbúð á 3. hæð auk 23,8 fm bílskýlis á grónum stað í Kópavogi. Þrjú svefnherb. Suður svalir. Ný gólfefni. Endurnýjað baðher- bergi og eldhús. Þvottahús á hæð. Lyfta. Verð 22,9 millj. „Kona getur ekki verið herra!“ Þetta var haft eftir konu í um- ræðum á Alþingi ný- lega. Vissulega hverju orði sannara. Herra er annað heiti á karl- manni og kona getur að sjálfsögðu ekki verið karlmaður! En allt um það getur kona mætavel verið ráðherra. Ráðherrar eru nefnilega ekki einhver sérstök teg- und af herrum heldur er orðið starfsheiti manns, karls eða konu, sem á sæti í rík- isstjórn. Með þessum orðum konunnar sýnist mér að verið sé að blanda saman líffræðilegu kyni ann- arsvegar og málfræðilegu kyni hinsvegar. Og að ætlast sé til að málfræðilegt kyn starfsheitis sé hið sama og líffræðilegt kyn þess sem gegnir starfinu. Slík krafa finnst mér ekki skynsamleg. Þess- konar samræming á málfræðilegu og líffræðilegu kyni hlyti þá að eiga við víðar en í starfsheitum ef gerð er krafa um hana á annað borð. Og tvö starfsheiti þyrftu þá að vera til fyrir öll störf; annað fyrir karla og hitt fyr- ir konur. Barn er málfræðilega hvor- ugkynsorð. En ekkert barn er hvorugkyns. Og þýska orðið yfir „stúlka“ er hvor- ugkynsorð enda þótt allar stúlkur séu kvenkyns. Þetta sýnir vel að í daglegu máli fólks hér á landi og annarsstaðar fer málfræðilegt kyn og líf- fræðilegt ekkert endilega saman. Ef fallist er á að kona geti ekki verið ráðherra vegna þess að það starfsheiti hafi annað málfræðikyn en líffræðilegt kyn hennar má með sömu rökum halda því fram að kona geti ekki verið Íslendingur af því að það er karlkynsorð, eða ver- ið prófessor, forstjóri, læknir, kennari, bílstjóri eða ritari af sömu ástæðu. Það yrði að búa til sérstök kvenkynsnafnorð til að hafa um þessi hugtök þegar kona á í hlut. Karlmaður gæti þá, með samskonar rökum, ekki verið per- sóna því að það orð er kvenkyns. Sjá menn ekki að rökræður af þessu tagi enda í tómri vitleysu? Alþingi hefur áreiðanlega mik- ilvægari mál að ræða. Ekki eru allir ráðherrar herrar Jakob Björnsson ræðir um líffræðilegt og málfræðilegt kyn orða »Með þessum orðum konunnar sýnist mér að verið sé að blanda saman líffræði- legu kyni annarsvegar og málfræðilegu kyni hinsvegar. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. AUSTURLAND er fjarri Reykjavík eins og alkunna er. Ekki það að hvorugur að- ilinn sýti það sér- staklega. Sjálfsagt er sú staða kostum hlað- in í flestu tilliti að mati beggja. Við sem búum hér fyrir sunn- an erum sjálfsagt hér því við kunnum því vel eða þekkjum ekkert annað. Sömu sögu má sjálfsagt segja um þá fyrir austan. Nútímatækni hefur fært fjarlægar byggð- ir nær hver annarri. Tæknin hefur gert okkur kleift að hafa samskipti mun hraðar og örar en áður, án tillits til búsetu. Hægt er að senda gögn á rafrænu formi á sekúndum. Framþróunin hefur einnig sett auknar kröfur á þjóðfélagið. Þessi krafa um hraða og skilvirkni hefur einnig sett mark sitt á heilbrigð- iskerfið. Alltaf hafa snör handtök skipt miklu þegar um bráða- sjúkdóma eða slys er að ræða. Áð- ur fyrr skipti kannski ekki svo miklu máli hvar þú varst búsettur, svipuð meðferð var í boði á flestum stöðum. Með sívaxandi tækni hefur mismunun aukist með tilliti til bú- setu. Viss meðferð er eingöngu í boði í Reykjavík við bráðum veikindum. Sem dæmi er hægt að nefna bráða kransæðastíflu. Hægt er að meðhöndla hana með blóðþynning- arlyfjum hvar sem er. Aftur á móti næst bestur árangur við kransæðastíflu ef sjúk- lingurinn kemst inn á Landspítalann innan 4-6 klst í hjartaþræð- ingu. Í henni opnar hjartalæknirinn krans- æðina og setur í fóðr- ingu ef þarf. Því hafa þeir einstaklingar sem búa næst Landspít- alanum ákveðið for- skot. Einnig má nefna nýbura. Það gerist einstaka sinnum að jafnvel eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu þarf nýburi gjörgæslumeðferð á Landspítalanum eftir fæðinguna.Til að árangur verði svipaður og hjá Reykvíkingum þarf sjúklingurinn að komast sem fyrst að austan. Vandamálið er að ekki er hægt að senda sjúklinga jafnhratt og tölvu- póst á milli landshluta. Þar með er ég loksins kominn að efninu. Það er flugvöllur rétt hjá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Ekki tekur nema nokkrar mínútur að aka sjúklingi þangað. Galli er samt á gjöf Njarðar því þetta er malarvöllur og oft ekki hægt að lenda vegna aurbleytu. Þá þarf að flytja sjúklinginn á Egils- staðaflugvöll, ferð sem tekur um klukkustund. Um er að ræða fjall- vegi sem geta verið viðsjárverðir að vetrarlagi. Þar sem ég hef oft leyst af á Neskaupstað sem læknir þekki ég þetta á eigin skinni. Þegar kunn- ugir tjáðu mér að kostnaðurinn við að leggja bundið slitlag á flugvöll- inn í Neskaupstað hlypi á 20-30 milljónum gat ég bara ekki orða bundist. Þetta eru þvílíkir smáaur- ar að það tekur því varla að ræða um það. Þetta malbik verður búið að greiða sig upp á örfáum árum bara í minnkuðum kostnaði við akstur sjúklinga til Egilsstaða. Þegar við bætist betri árangur af meðferð sjúklinga vegna minni tafa við að komast í meðferð erum við að tala um endurgreiðslutíma í mánuðum. Ég skora hér með á ábyrg stjórnvöld að sýna skynsemi í ráð- stöfun skattpeninga okkar og mal- bika Norðfjarðarflugvöll sem allra fyrst, að öðrum kosti eru menn að henda krónunni en spara aurinn. Norðfjarðarflugvöllur – bætum heilsuna með malbiki Gunnar Skúli Ármannsson vill að Norðfjarðarflugvöllur verði malbikaður fyrr en seinna » Vandamálið er að ekki er hægt að senda sjúklinga jafn- hratt og tölvupóst á milli landshluta. Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er svæfinga- og gjörgæslulæknir. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.