Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Mikið hefur snjóað um land allt í vikunni. Um-ferð hefur víða raskast og víða hættu-legar að-stæður skapast. Fimm ára stúlka á Akureyri fékk á mánu-daginn snjó-hengju ofan á sig af þaki þriggja hæða húss. Slapp hún þó ómeidd vegna snar-ræðis móður sinnar. Á fimmtu-daginn féllu þrjú snjó-flóð í Súðavíkur-hlíð. Einn bíll lenti í fyrsta flóðinu og kona sem var í honum var flutt með sjúkra-bíl til Ísa-fjarðar. Skömmu síðar lokaðist lögreglu-bíll af í öðru flóði. Víða var þjóð-vegum lokað, en margir sátu fastir á þeim tímum saman uns björgunar-sveitir mættu á svæðið. Af þeim sökum var mikil röskun á ferðum áætlunar-bíla, en einnig á millilanda-flugi. Mikil ófærð var einnig í borgum og bæjum þar sem götur voru ill-færar fólks-bílum. En van-búnir bílar tepptu víða umferð. Mikil snjó-þyngsl um land allt Árvakur/Árni Sæberg Allt á kafi í Kópavogi. Fær-eyjar stefna nú aftur að aukinni sjálfs-stjórn. Fyrir viku náðu þrír flokkar:- Jafnaðar-- flokkurinn, Þjóðveldis-flokkurinn og Mið-flokkurinn, samkomu-lagi um myndun nýrrar land-stjórnar undir for-ystu Jóannesar Eidesgaard, leið-toga jafnaðar-manna. Það var einkum Þjóðveldisflokkurinn, undir for-ystu Høgna Hoydal, sem beitti sér fyrir aukinni sjálfs-stjórn. Ár-legt fjár-framlag Danmerkur til Fær-eyja á að lækka á næstu árum, og til lengri tíma litið er síðan stefnt að því að efna-hagur Fær-eyja verði sjálf-bær. Fær-eyjar auka sjálfs-stjórn Jóannes Eidesgaard Viggo Mortensen heldur ljósmynda-sýningu Heims-frægi Hollywood-leikarinn dansk-ættaði Viggo Mortensen heldur sýningu í Ljósmynda-safni Reykjavíkur í sumar. Sýningin verður opnuð 31. maí. Myndirnar eru af náttúrunni, teknar hér á landi og annars staðar. Mortensen vill selja myndirnar á lágu verði, og mun ágóðinn renna til Náttúru-verndar-samtaka Íslands. Friðrik Þór gerir mynd um sjálfan sig Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda-gerðarmaður ætlar að gera mynd sem að hluta til byggist á ævi hans. Myndin hefur hlotið vinnu-heitið Mamma Gógó. „Þetta fjallar um móður mína og sam-skipti hennar við mig. Þetta er sem sagt leikin gaman-mynd og ég skrifa hand-ritið,“ segir Friðrik. Hilmir Snær Guðnason mun leika Friðrik sjálfan. Sigur Rós á Bonnaroo Hljóm-sveitin Sigur Rós mun koma fram á hinni frægu Bonnaroo-hátíð sem fram fer í Tennessee í sumar. Bonnaroo-hátíðin er ein stærsta fjöl-lista-hátíð heims. Á meðal þeirra sem koma fram á há-tíðinni má nefna Metallica, Pearl Jam, Kanye West og Allison Krauss. Stutt Banka-rán var framið í úti-búi Glitnis í Lækjar-götu á mánudag. Karl-maður á þrítugs-aldri ógnaði starfs-fólkinu með múr-öxi og krafðist pen-inga. Hann komst á brott með um eina milljón króna. Málið telst upp-lýst en ræninginn játaði sök. Hann játaði líka að hafa framið rán í Select-verslun í Ár-bænum fimmtu-daginn á undan. Annar maður sem stóð að banka-ráninu með ræn-ingjanum sjálfum hefur einnig játað sína að-ild, og verður hann vistaður á við-eigandi stofnun. Tveir grunaðir menn til viðbótar voru látnir lausir. Banka-rán hjá Glitni „Stóri þriðju-dagur“ var í vikunni, en seinasta þriðjudag var kosið í 24 ríkjum Banda-ríkjanna í for-kosningum forseta-kosninganna 4. nóvember. Engum fram-bjóðanda demókrata og repúblikana tókst að ná af-gerandi for-ystu í kapp-hlaupinu um út-nefningu flokks síns, og spennan heldur því áfram. Öldungadeildar-þingmaðurinn John McCain vonaðist til að vinna fullnaðar-sigur í for-kosningum repúblikana, en varð ekki að ósk sinni. Hann er þó lang-líklegastur til að hljóta út-nefningu þótt nokkrir áhrifamiklir íhalds-menn telji hann með öllu óhæfan. Spennan gæti vart verið meiri demókrata-megin. Hillary Clinton vann fjöl-mennustu ríkin sem í boði voru, New York og Kaliforníu, um leið og Barack Obama undir-strikaði hversu öflugur and-stæðingur hann er með því að hljóta fleiri atkvæði í fleiri ríkjum en hún. Spennan magnast Reuters Hljóm-sveitin Jakobínarína er hætt störfum. Sveitin vann Músík-tilraunir árið 2005 og hefur síðan notið mikilla vin-sælda. Fyrsta plata hennar, The First Crusade, kom út hjá 12 tónum í haust og fékk frá-bæra dóma innanlands sem utan. Í haust fór sveitin í tónleika-ferðir til Bret-lands, Banda-ríkjanna og Danmerkur og líka í Evrópu-hljómleikaferð með Kaiser Chiefs. Loka-tónleikar hér á landi verða 8. mars á Organ. Jakobínarína hætt Ljósmynd/Sigurjón Guðjónsson Bætti fjögur Íslands-met Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni bætti fjögur Íslands-met á Meistara-móti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardals-höll fyrir viku. Helga bætti metin í flokki stúlkna og unglinga-flokki í kúlu-varpi og 200 metra stúlkna-met í hlaupi. Helga Margrét sigraði í öllum sex greinunum sem hún tók þátt í: 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi, 60 metra grinda-hlaupi, lang-stökki, há-stökki og kúlu-varpi. Sigruðu loksins Íslenska lands-liðið skoraði loksins mörk og vann leik undir stjórn Ólafs Jóhannessonar þegar Ísland sigraði Armeníu, 2:0, í loka-umferð Möltu-mótsins á Ta’Qali-leikvanginum á miðviku-daginn. Ólafur þurfti að bíða í 315 mínútur eftir því að fagna marki sem landsliðs-þjálfari. Áður en Ólafur tók við liðinu hafði það ekki skorað í 128 mínútur. Sam-tals liðu því 443 leik-mínútur, tæpir fimm leikir, á milli marka hjá liðinu. Íþróttir Morgunblaðið/Karl Helga Margrét Þorsteinsdóttir Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.