Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 29
tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 29 uppnefna gyðinga í New York (Hy- mies og Hymietown), sem hann síð- ar baðst afsökunar á, en skaðinn var skeður. Þegar demókratar skelltu á for- setaskeið fyrir kosningarnar 1988, mætti Jackson til leiks sterkari en nokkru sinni fyrr. Hann var frjáls- lyndur demókrati með sterka stöðu sem talsmaður mannréttinda og framkvæmdamaður á því sviði. Og hann hafði aðgang að digrari kosn- ingasjóðum og betri kosningavél en fjórum árum fyrr. En þótt hann nyti nú meðbyrs sem aldrei fyrr, lagðist stríðslukkan ekki öll hans megin. Hann vann ell- efu forkosningar og fékk 6,9 millj- ónir atkvæða og mætti á flokks- þingið með 1.218 kjörmenn, sem dugðu lítt gegn 2.687 kjörmönnum Michaels Dukakis. Ýms stök mál urðu til að gera Jackson erfitt fyrir í forkosningunum; hann lenti m.a. í vandræðum vegna afbrota hálf- bróður síns, en umfram allt er talið, að tími blökkumanns í forseta- framboð í Bandaríkjunum hafi ein- faldlega ekki verið kominn. Persónulegur ráð- gjafi Bills Clinton Þegar leið að forsetakosningum 1992, komu þær raddir upp innan demókrataflokksins að nú væri tími Jesse Jackson kominn. En hann sagðist vera búinn að fá sig full- saddan af eftirsókn eftir Hvíta hús- inu. Sól Bills Clinton reis hratt á himni demókrata, en Jackson var framan af lítt hrifinn af „þriðju leið- inni“ hans, fannst hún full hófsöm, en snerist svo á sveif með Clinton og gekk rösklega fram í því að afla hon- um stuðnings blökkumanna. Vinátta tókst með Jackson og Clinton; Jack- son var persónulegur vinur forseta- hjónanna og persónulegur ráðgjafi forsetans, sem sæmdi hann frels- isorðunni, æðsta borgaralega heið- ursmerki Bandaríkjanna. Jackson hélt áfram að tala fyrir mannréttindum og var áfram þungaviktarmaður innan demó- krataflokksins, þótt ljóst væri að hann væri að hverfa úr fremstu röð. Ummælin um gyðingana í New York eru ekki einu ummælin um gyðinga sem Jackson hefur misst út úr sér og lent úti í kuldanum fyrir. Þegar leikurinn endurtók sig, var hann fljótur að biðjast afsökunar og var einn ganginn enn tekinn í sátt og honum boðið til flokksþingsins 2000 til þess að tala til stuðnings Al Gore og Joe Lieberman. Eftir kosn- ingarnar var Jackson áberandi í mótmælum í Flórída gegn „vand- ræðaganginum“ í sambandi við taln- ingu atkvæða þar. Og Jackson hefur ekki látið deig- an síga í mannréttindabaráttunni. Síðast í fyrrasumar var hann hand- tekinn vegna mótmælastöðu í skot- vopnaverzlun, en mótmælendurnir héldu því fram að verzlunareigand- inn seldi klíkufélögum vopn og stuðlaði þannig að hnignun sam- félagsins. Jackson neitaði að víkja úr verzlunardyrunum og hleypa við- skiptavinum framhjá og var fluttur burt í járnum fyrir vikið. Sonur á þing og dóttir framhjá Jackson og kona hans, Jacqueline Lavinia (Brown) Jackson, eiga fimm börn og er elzti sonur þeirra, Jesse Jackson jr., fulltrúadeildarþingmað- ur fyrir Illinois. 2001 var upplýst að Jackson hafði átt í ástarsambandi við starfskonu sína og eignast með henni stúlku og að peningagreiðslur Regnboga/Push-samtakanna til hennar orkuðu tvímælis. Jackson dró sig tímabundið í hlé vegna þess- ara mála. Jackson þykir með eindæmum áhrifamikill ræðumaður. Ég hef sótt messu í Harlem þar sem Jesse Jack- son steig í stólinn. Um ræðumann- inn Jesse Jackson er engu logið. Þótt ég muni ekki öll atriði ræð- unnar núna stendur ræðumaðurinn mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum og röddin hljómar enn. Britannica Morgunblaðið The New York Times Wikipedia freysteinn@mbl.is Færeyska orðið tutl er þaðsem á íslensku mættikalla öldugjálfur, þ.e.þetta fissandi hljóð sem heyrist er aldan er í andarslitr- unum, rennandi upp sandinn. Jack Johnson þekkir þetta hljóð mæta vel enda var fyrsta ástríðan brim- bretti og í eina tíð var Johnson á góðri leið með að verða atvinnu- maður í íþróttinni. Þegar Johnson, sem fæddist á Hawaii árið 1975, var ekki að veltast um í öldurót- inni lét hann líða úr sér á á ströndinni. Þægilegur andvari hafsins leitaði auðheyrilega inn í tónlist Johnsons, sem átti þó ekki eftir að veita henni útrás fyrr en mörgum árum síðar. Því öfugt við stillu hennar hefur ævi Johnsons verið nokk ævintýraleg þar sem gengið hefur á með éljum og hríð- arbyljum. Johnson er enda ekki allur þar sem hann er séður, er fjölhæfur skolli sem tók sér drjúg- an tíma í að finna sína fjöl. Bara að gutla Johnson var sautján ára þegar hann landaði samningi við Quiksil- ver brimbrettaframleiðandann og leiðin í heim atvinnumennskunnar virtist greið. Hann lendir þá í al- varlegu slysi, skerst illa í andliti og mölvar í sér tvær framtennur. Alls þurfti að sauma 150 spor og Johnson var frá störfum í tvo mánuði. Sér til dægrastyttingar tók hann að glamra á gítarinn sinn sem hann lærði á fjórtán ára gamall, og lék sér að því að setja saman lagstúfa. Fyrir Johnson var gítargutlið þó bara til að drepa tímann. Hann lagði brimbrettinu eftir að bata var náð og flutti austur til Kali- forníu þar sem hann innritaðist í kvikmyndanám við University of California, sem staðsettur er í bænum Santa Barbara. Og líkt og með brimbrettin varð Johnson þar fljótlega fremstur á meðal jafn- ingja. Árið 2000 bjó hann til heil- mildarmynd ásamt vini sínum um iðjuna sem hann hafði yfirgefið, mynd sem hann nefndi Thicker Than Water og svo aðra slíka, The September Sessions, tveimur árum síðar. Myndirnar vöktu talsverða athygli og þá sérstaklega tónlistin sem var undir, en hún var að sjálf- sögðu eftir Johnson sjálfan. Johnson leit enn á tónlistina sem aukaafurð, praktískt mál sem þurfti að leysa fyrir kvikmynd- irnar. Það var ekki fyrr en upp- tökustjórnandinn J. P. Plunier kom að Johnson og þrýsti á hann um að gera plötu að hann fór að hugsa málin lengra. Plunier hafði verið að vinna náið með Ben Har- per sem var í miklum metum hjá Johnson, og saman tóku þeir upp fyrstu sólóplötu Johnsons, Brus- hfire Fairytales, og kom hún út árið 2001. Ári síðar stofnaði John- son svo plötuútgáfuna Brushfire Records til að gefa út eigin tónlist og annarra, en á mála hjá fyr- irtækinu eru m.a. samverkamaður Beastie Boys, Money Mark, trúb- barnir Mason Jennings og Mark Costa og nýrokksveitin geðþekka Rogue Wave. Næsta plata Johnson var svo On and On (2003) en hann treysti sig síðan rækilega í sessi með plöt- unni In Between Dreams (2005). Ári síðar ákvað Johnson að sprikla svolítið með því að tón- setja kvikmyndina Curious George. Johnson hefur sagt að hann hafi tæmt úr gleði- og gáskaskjóðunni á þeirri plötu og nýja platan beri því með sér öllu íbyggnari smíðar. Löng nasahár Jack Johnson er þó að vonum spakur með þetta allt saman, eins og lund hans og list á til, og hefur lítið gefið upp um plötuna annað en að hann hafi þyngst nokkuð og nasahárin séu að lengjast. Hann segir þá að börnin sín tvö spili mögulega inn í andblæ plötunnar. Johnson tileinkar hana frænda sínum sem lést og sumir vilja meina að hún sé máluð nokkuð dekkri litum en undanfarnar skíf- ur vegna þessa. Þetta er þó ofmat, að áliti þess sem skrifar. Öldurót lífsins hefur sannanlega skilað ýmsu misjöfnu upp að fótum John- sons í gegnum tíðina en honum virðist í lófa lagið að taka hlut- unum af stöku æðruleysi. Hann rúllar því áfram sína leið, í takt við tutlið, nú sem endranær. arnart@mbl.is Jack Johnsons er fjölhæfur skolli Hann erjafnvígur á brimbretti, kvikmyndatökuvél og kassagítar en þaðsíð- astnefnda er þó það sem hefur fært honum hvað mesta frægð. Í takt við tutlið Jack Johnson hefur með stóískri ró plant- að ljúfum stemmum inn á milljónir manna um leið og hann hefur siglt glæsilega undir radar smekkmótara . Hann gaf út fjórðu hljóðversplötu sína, Sleep Through The Static, í vikunni en hana tók þessi fyrr- verandi brimbretta- kappi upp með til- stuðlan sólarorku. Arnar Eggert Thor- oddsen rekur feril Johnsons . » Johnson er enda ekkiallur þar sem hann er séður, er fjölhæfur skolli sem tók sér drjúgan tíma í að finna sína fjöl. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2008 Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjár- framlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2008. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvísle- grar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Reglur um úthlutun 1. Rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar hafa listamenn, samtök listamanna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mosfellsbæ. 2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: a) Verkefnastyrkir til einstakra verkefna. b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ. 3. Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum. 4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 3. mars 2008 á skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar. Þeim ber að skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að fá hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Þeir sem óska eftir að fá eyðublöðin á rafrænu formi sendi netfang sitt til Þjónustuvers á netfangið: mos@mos.is merkt: Ósk um eyðublað vegna styrkja til menningarmálanefndar. Rafrænum umsóknum ber að skila á netfangið: bth@mos.is 5. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið. 6. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 31. mars 2008 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar Þverholti 2 270 Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.