Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 34
Styrkirúr Pokasjó›i andóf og einræði 34 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Valdakerfi Lúkasjenkó, eins og annarra einræðisherra, byggist fyrst og fremst á tveimur þáttum; annars vegar ótta og hins vegar skorti og skömmtun upplýsinga til al- mennings,“ segir Alexander Milinkevich, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenkó árið 2006. Milinkevich var sam- eiginlegur frambjóðandi lýðræðissinnaðra stjórn- málaflokka og félagasamtaka í Hvíta-Rússlandi. Milinkevich er háskólamaður, var dósent í eðlisfræði við Háskólann í Hrodna áður en hann ákvað að taka þátt í stjórnmálum. Hann er alvörugefinn en vinalegur í fasi. Þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir miklum árásum og ofsóknum vegna framboðs síns er hann hvergi af baki dottinn og rekur starfsemi sína leynilega í íbúð í Minsk þar sem við fengum að hitta hann. Þar starfa með honum nokkrir samstarfsmenn og einn þeirra situr með okkur meðan á samtalinu stendur og túlkar fyrir Milinkevich, sem segir okkur brosandi að þótt hann tali ekki ensku sjálfur skilji hann enskuna ágætlega. „En ég skil ekkert í íslensku,“ bætir hann við og hlær. Ákveðinn árangur 2006 Pólitískt lýsir hann sér sem óflokksbundnum lýðræðis- og sjálfstæðissinna. Þrátt fyrir að kosningarnar árið 2006 gefi ekki beint tilefni til bjartsýni, segir Milinkevich að ákveðinn árangur hafi náðst með kosningabarátt- unni, þ.e. að fá fólk til þess að sigrast á ótta sínum í garð stjórnvalda og tekist hafi að sá fræjum tortryggni í garð ríkjandi yfirvalda. „Þetta sást til að mynda á hinni miklu þátttöku í fundarhöldunum á kjördag,“ segir hann en sá fundur endaði með því að yfirvöld leystu samkomuna upp með hörku. Heldur ótrauður áfram Aðspurður um áform sín til framtíðar segist Mil- inkevich ætla að halda áfram. „Ég gaf stuðnings- mönnum mínum loforð á sínum tíma um að ég myndi ekki hætta og við það stend ég. Þeir eru hetjur, ekki ég,“ segir Milinkevich. Þrátt fyrir hógværð hans er erfitt annað en að hrífast af baráttunni sem hann stendur fyr- ir, ekki síst þegar haft er í huga að synir hans mega ekki koma til landsins og verða að búa í Póllandi. Ennfremur að hann sjálfur hefur ítrekað verið settur í fangelsi fyrir upplognar sakir. Hluti af starfsemi Milinkevich núna felur í sér að að- stoða og vinna með þeim mikla fjölda fólks sem orðið hefur fyrir ofsóknum í kjölfar forsetakosninganna árið 2006. Þetta eru meðal annars fjölskyldur sem hafa þurft að horfa á eftir aðstandendum sínum fara í fangelsi en líka stúdentar sem tóku þátt í kosningabaráttunni fyrir hönd stjórnarandstöðunnar. Þessir stúdentar voru dæmdir til fangelsisvistar og síðan útilokaðir frá frekara námi í Hvíta-Rússlandi. Til þess að hjálpa þessum hópi hefur Milinkevich og kona hans sett á fót samstarf við ýmis Evrópulönd um að þessir stúdentar fái að ljúka námi sínu þar. Meðal þeirra landa sem taka við stúd- entum á grundvelli þessa verkefnis eru Pólland, Eistland og Frakkland. Ein ósk til Íslands Milinkevich segir við okkur að ef hann megi biðja um eina ósk til ríkisstjórnar Íslands þá væri hún að taka við stúdentum sem lent hafa í þessari aðstöðu. „Það myndi virkilega muna um slíkt, jafnvel þó það væri ekki mikill fjöldi,“ segir hann og bætir við að verkefnið hafi dýpri tilgang en einungis að mennta viðkomandi nemendur. „Okkar sýn er sú að þessi hópur stúdenta, sem lærir í Evrópu og kynnist af eigin raun lífinu í frjálsu og lýðræð- islegu landi, muni síðar meir snúa til Hvíta-Rússlands og beita sér með okkur í baráttunni hér heima.“ Það sem vekur ekki síður eftirtekt við Milinkevich er að bjartsýni virðist einkenna störf hans og þeirra sem vinna fyrir hann. Kannski er það óraunhæf óskhyggja en til grundvallar þessari trú er sannfæring þeirra sjálfra um að þeir séu að vinna að réttum málstað sem sagan muni einhvern tíma síðar meir þakka þeim fyrir. „Næst þegar þið komið hingað í heimsókn tökum við á móti ykkur í forsetahöllinni,“ segir aðstoðarmaður Mil- inkevich brosandi í kveðjuskyni. Ótti og upplýsingaskortur Stjórnarandstæðingurinn Alexander Milinkevich, for- setaframbjóðandi frá 2006, settist niður með gestunum frá DEMYC. Opinberar tölur gáfu honum 6,0% fylgi en í reynd var fylgi hans að öllum líkindum mun meira. Ljósmynd/Árni Helgason mælunum var fyrsta dag heim- sóknar okkar í borginni. Við slóg- umst vitanlega í hópinn og tókum þátt í aðgerðunum, sem fram fóru fyrir framan þinghúsið í Minsk þar sem stytta af Lenín gnæfir yfir torgið. Fyrirkomulag þingstarf- anna er reyndar allsérstætt en for- setinn sjálfur tilnefnir þingmenn og hefur því löggjafarvaldið í hendi sér. Þinghúsið sjálft, risavaxinn steypuklumpur, er ólíkt öðrum þjóðþingum að því leyti að almenn- ingi er bannaður aðgangur. Það vita því fæstir hvað gerist bak við hinar luktu dyr þingsins en bak við skyggt glerið í gluggunum mátti sjá móta fyrir mannverum sem fylgdust með mannfjöldanum á torginu. Ég gat ekki annað en velt því fyrir mér hvernig þessum skuggaverum liði – hvað ætli brjót- ist um í kolli svona fólks? Mótmælin fóru rólega fram og báru þess skýrt merki að helstu leiðtogar mótmælendanna höfðu verið handteknir og því voru fáir til að taka af skarið og leiða hópinn. Fljótlega tókum við eftir mynda- tökumönnum sem fylgdu okkur eftir á torginu af miklum áhuga. Okkar til mikilla vonbrigða var það ekki útlitið sem olli áhuganum – heldur voru þetta starfsmenn KGB. Þeir mæta iðulega á fundi sem þessa til að taka upp það sem fram fer og sjá hverjir taka þátt. Afleiðingar þess að nást á mynd voru, að því er okkur var sagt, að við myndum ekki fá vegabréfsárit- un inn í landið aftur. Um tvö til þrjú þúsund manns voru mætt á torgið til þess að mót- mæla 10. janúar sl. Ef til vill hefðu fleiri tekið þátt ef yfirvöld hefðu ekki tekið sig til og lokað neðanjarðarlestarkerfinu í borg- inni, látið loka vefsíðum með upp- lýsingum um mótmælin og hindrað útsendingar útvarpsstöðva sem sögðu frá atburðinum. Stjórnvöld þurftu ekki að hafa áhyggjur af öðrum fjölmiðlum, enda rötuðu mótmælaaðgerðirnar ekki í fréttir. Einn heimamanna, sem var við- staddur mótmælin, sagði okkur frá því að hann hefði verið að tala við konuna sína, sem væri heima að horfa á sjónvarpið, og þar væri ekki minnst einu orði á mótmælin heldur væri verið að sýna íshokkí! Þegar við tylltum okkur niður á kaffihús skammt frá torginu sáum við ritskoðun með skýrum hætti. Daninn í hópnum gat sótt allar heimasíðurnar í Hvíta-Rússlandi sem hann vildi skoða í gegnum far- símann sinn og netþjóninn í Dan- mörku en einn af hvítrússnesku Fylgst með Lögreglumenn í Minsk fylgdust með mótmælunum á torginu úr fjarska en flestir af forsprökkum mótmælendanna höfðu verið handteknir um daginn auk þess sem margir þátttakendur voru teknir næstu daga. Ljósmynd/Raul Liive
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.