Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIG langar til þess að vekja athygli á því að þeim sem þiggja bætur sér til framfærslu er gróflega mismunað þegar kemur að því að greiða fyrir lækniskostnað, rannsóknir, lyf og fleira, svo sem að ferðast með strætó í Reykjavík. Fjárhagsaðstoð einstaklings í Reykjavík er tæpar 100 þúsund krón- ur á mánuði fyrir húsaleigu og öllu sem einn maður þarf til þess að lifa af. Lækniskostnaður er ekki nið- urgreiddur en það er gert fyrir ör- yrkja og eldriborgara sem þó hafa einhverju meiri fjárráð. Skjólstæð- ingar sveitarfélaga greiða 21.000 krónur áður en þeir fá afsláttarkort vegna veikinda. Öryrkjar greiða hins- vegar 5.200 krónur. Öryrkjar hafa niðurgreiddar strætóferðir en skjól- stæðingar borgarinnar ekki. Mér virðist sem þeir sem hafa allra minnst sér til framfærslu hafi enga afslætti að auki, jafnvel þó að um óvinnufæra einstaklinga sé að ræða. Ég kannast við að hægt er að fá endurgreiddan læknis- og lyfjakostnað ef tekjur eru litlar og fer það eftir ákveðnum reglum Tryggingastofnunar. En eitt er víst og það er að enginn fær end- urgreitt ef hann hefur ekki efni á því að leggja út fyrir kostnaðinum fyrst. Ég tel að þarna ríki ekki jafnræði meðal þegnanna og ef til vill ástæðan fyrir ógreiddum gíróseðlum fyrir læknisþjónustu sem enda í lögfræði- innheimtu með ennþá meiri kostnaði fyrir greiðendur. Ég tel að skjólstæð- ingar sveitarfélaganna þurfi talsmann sem fylgist með þeirra réttindum og að þau séu virt. Öryrkjar hafa félag á bakvið sig, börn hafa umboðsmann en skjólstæðingar sveitarfélaga virðast ekki hafa neinn ákveðinn talsmann. Þessu tel ég að þurfi að breyta. Ég er ekkert undrandi á að ein- staklingar sem eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu hugsi til þess að komast bara sem fyrst á örorkubæt- ur þar sem þær styðja fólk þó tölu- vert betur en framfærsla sveitarfé- laganna. DAGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Fífuseli 18, Reykjavík. Bótaþegum mismunað Frá Dagrúnu Sigurðardóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is „HÆTTU nú að blessa Guðmundur – einhversstaðar verða vondir að vera!“ Mér datt þessi saga um bisk- upinn góða í hug þegar ég las um hertar aðgerðir gegn opinberum reykingum í höfuðborginni okkar sem sjálf er jú kennd við reyk. Hvers vegna þessa hörku? Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að reykingafólk fái að iðka sína fíkn eins og allir aðrir, t.d. þeir sem neyta áfengis eða annarra fíkniefna? Mér finnst það bara vera allt í lagi að reykingafólk fái að reykja á afmörk- uðum svæðum hvort sem er utan- eða innandyra á veitingastöðum. Reykingafólki fylgir heldur ekki þetta ofbeldi bæði gagnvart starfs- fólki veitingastaða og annarra sam- borgara okkar sem oft fylgir neyslu áfengis. Reykingar deyfa og róa en valda ekki æsingi og ofbeldisfullum hugsunum eins og stundum fylgir neyslu áfengis. Sjálfur hef ég ekki reykt sl. 35 ár því mér tókst eftir margar tilraunir að hætta að reykja. En ég hef ekkert við það að athuga þótt aðrir reyki, hvorki í nálægð við mig eða annars staðar. Í röðum vís- indamanna er heldur enginn ein- hugur um þá skoðun að reykingar skaði aðra en þá sem stunda þær. Ég skora því á yfirvöld að hætta þessari hörku í garð reykingafólks en reyna heldur að stemma stigu við vaxandi ofbeldi gagnvart borg- urunum sem gerir það að verkum að það er varla þorandi að fara út fyrir dyr eftir að skyggja tekur. Hættu nú að blessa Guðmundur, eða Vilhjálmur, Dagur, Ólafur eða hvað hann nú heitir borgarstjórinn í Reykjavíkinni þessa dagana, eins og biskupinn forðum þegar tröllið bað hann ásjár. HERMANN ÞÓRÐARSON, Eskivöllum 9b, Hafnarfirði. Einhversstaðar verða vondir að vera! Frá Hermanni Þórðarsyni SAGT er að menn þurfi að bíða í nokkur ár eftir því að veðurathug- anir á Hólmsheiði skeri úr því hvort æskilegt sé að hafa þar flug- völl Reykvíkinga. Eitt er það þó sem nú þegar er hægt að fullyrða með nokkurri vissu. Þó að það sé ekki algilt er skýjahæð oftast álíka hátt fyrir ofan sjáv- armál á Hólmsheiði og í Vatnsmýri þar sem flugvöllurinn hefur verið í hálfan sjöunda áratug. Sem sagt jafnhátt yfir sjó, en ekki jafn hátt yfir þessum tveimur stöð- um. Hólmsheiði er 120 metrum hærra yfir sjávarmáli en Vatnsmýrin. Flestar flugvélar á leiðum innanlands geta kom- ið inn til lendingar í Reykjavík þegar skýjahæð er þar um það bil 65 metrar (200 fet). Þá telst Vatnsmýrarflugvöllur opinn. En á sama tíma leynist Hólmsheiði 55 metrum ofar neðra borði skýjanna. Hún er sem sagt á kafi í þoku. Til þess að þar yrði þá hægt að lenda mætti hugsa sér að flug- maður reyndi að sveima neðan skýja úti á Faxaflóa þar til neðra borð skýjanna hækkaði um 120 metra. Það gæti reynt á þolinmæðina, jafnvel í sólarhringa, og það mundi reyndar enginn reyna. Þegar Reykvíkingar og aðrir landsmenn verða næst spurðir í skoðanakönnun hvort flugvöllurinn eigi að vera á Hólmsheiði eða í Vatnsmýri þyrftu menn að velta þessu fyrir sér áður en þeir svara. Skýjahæð yfir Hólmsheiði Páll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæði Páll Bergþórsson » Þegar lágmarks- skýjahæð til lend- ingar í Vatnsmýri er 65 metrar, leynist Hólms- heiði í þokunni 55 metr- um ofar neðra borði skýjanna. Höfundur er veðurfræðingur og rit- höfundur. ,,KRISTILEG siðfræði stendur á brauðfótum vegna þess að hún byggist á umbun og refsingu. Það eru hæpnar siðferðislegar for- sendur.“ Ef sagnfræðingurinn sem skrifaði þetta í Morgunblaðið fyrir stuttu væri hér að vitna til ,,karma“-lögmálsins í austrænum trúarbrögðum væri þessi tilvitnun ekki fjarri lagi en kristið siðgæði byggist á persónulegu sambandi við Drottin Jesús Krist og umbun og refsing koma þar hvergi við sögu. Af heilbrigð- isástæðum setjum við ekki mat á skítugan disk. Eins er með Guð, hann setur ekki siðfræði sína í ,,skít- uga sál“ ,,Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Róm. 3:23. Jóhannes skírari var sendur til að greiða veg Drottins, hann boðaði iðrun til fyrirgefningar synda, svo kom Jesús með friðarboðskap fyr- irgefningarinnar. Það má því setja fram þá líkingu að ,,iðrunin“ sé sápan á diskinn og ,,fyrirgefn- ingin“ vatnið sem þvær hann. Hér vísar líka til dæmisögunnar að byggja hús sitt á bjargi þar sem iðrunin er undirstaðan en fyr- irgefningin húsið. Allur kristinn lífsmáti byggist á því að auðmýkja sig undir Guðs voldugu hönd og deila siðgæðisvitund sinni með Jesú Kristi í blíðu og stríðu. En er kristið siðgæði ekki eitt- hvað fyrir alla? Látum gömlu húmanistana frá 19. öld svara því, þá samtíðarmennina, Darwin, Huxley og Romanes. Charles Darwin, höfundur þróunarkenn- ingarinnar, sér ástæðu til að verja kristniboð gegn árásum, sem hann verður var við þegar hann kemur til Englands úr hnattferð rann- sókna sinna. Tilv. úr ,,Dagbók rannsóknarmannsins“: ,,Þeir gleyma, eða vilja ekki muna eftir því, að valdi heiðinna presta, sem iðkuðu alla mögulega lesti, er leiða af trúarbrögðum þeirra, svo að ekki eru dæmi til slíks annars stað- ar í heiminum, svo sem mannblót, barnamorð, blóðuga bardaga, þar sem sigurvegararnir þyrmdu hvorki konum né börnum, öllu þessu hefir kristindómurinn út- rýmt, og einnig hefir hann að mikl- um mun dregið úr óráðvendni, drykkjuskap og lauslæti. Ef ferða- maður gleymir þessu, sýnir það ódrengilegt vanþakklæti, því að ef hann skyldi verða fyrir því að bíða skipbrot við einhverja ókunna strönd, mundi hann biðja Guð þess inni- lega, að kenning kristniboðanna næði þangað. Kenning kristniboðanna hefur gert kraftaverk.“ Thomas Huxley, tilv. úr ,,Ritgerðir um va- faspurningar“. ,,Bibl- ían hefur verið vinur hinna fátæku og und- irokuðu allt til okkar tíma. Ekkert ríki hefir haft stjórnarskrá, þar sem jafnmikið tillit er tekið til hagsmuna almennings, og þar sem eins mikil áhersla er lögð á það, að skyldurnar skuli metnar meira en einkaréttindi stjórnend- anna, eins og kemur fram í þeirri stjórnarskipun, sem Ísraelsmönn- um var gefin. Hvergi er þeim grundvallarsannindum, að velferð ríkisins til langframa er komin undir ráðvendni borgaranna, jafn kröftuglega haldið fram. Ég trúi því, að mannkynið sé ekki enn og verði ef til vill aldrei í því ástandi að geta verið án Biblíunnar“. George Romanes, tilv. úr ,,Hugleið- ingar um trúarbrögð“ ,,Þannig er kristindómurinn eigi aðeins ómæl- anlega miklu fremri öllum öðrum trúarbrögðum, heldur og sérhverju öðru kenninga- og fræðikerfi, varð- andi siðferðileg og andleg efni, sem nokkur tíma hefir kunngert verið. Hvað sem öðru líður, þá er það víst, að hvorki heimspeki, vísindi né skáldskapur hafa nokkurn tíma framleitt þær hugsanir þá hegðun og þá fegurð, sem á nokkurn hátt er sambærileg við það, sem krist- indómurinn hefir komið til leiðar. Hann sýnir á fullkomnasta hátt allt það, sem fagurt er og háleitt, allt það í heimi okkar, sem á öllum tímum hrífur hið andlega eðli okk- ar. Hvað hafa öll vísindi og öll speki heimsins gert til að göfga hugsunarhátt manna, er sambæri- legt sé við þessa einu kenningu. „Guð er kærleikur.““ Þessir menn sýndu sanngirni og leyfðu reynsl- unni að móta viðhorf sín. Pólitískt afsprengi húmanista eru kommúnistar. Í Kína er Bibl- ían ritskoðuð og út úr henni hent, t.d. Opinberunarbókinni. Ef ólög- leg Biblía finnst hjá einhverjum á hann á hættu að vera dæmdur af stjórnvöldum sem glæpamaður og látinn afplána margra ár fangelsi, við harðræði, svona var siðgæðinu líka framfylgt í Sovétríkjunum. Ráða má það af skrifum þeirra manna sem kenna sig við trúleysi og eru óþreytandi við að halda á lofti andkristnum áróðri í dagblöð- unum að þeir sæki andagift sína í sjóði hins pólitíska guðleysis, enda er þar meiri peninga von. Þetta ræð ég af því, að þessi hluti, ,,húmanistastofninn“ á Íslandi, ber þau úrkynjunareinkenni að unna kristindómnum ekki sannmælis. T.d. fór einn þeirra í kristna bænagöngu og skrifaði svo ferða- sögu sín, ekki var þar satt orð að finna og lyktaði hver setning af hroka og mannfyrirlitningu, en síðan hafa trúbræður pílagrímsins keppst við að vitna í lygabullið. Sannleikur á brauðfótum kiknar undir öllu siðgæði. Þessir van- trúarmenn hafa þó þá trú, að ef kristin skírskotun er tekin út úr íslensku lögum, eins og þeir berj- ast linnulaust fyrir, þá verði þess ekki langt að bíða að hætt verði að kenna kristinfræði í skólum. Að tala í nafni réttlætis undir vernd lýðræðis heyrði þá fljótlega sög- unni til í íslensku samfélagi. Ég bið íslenskri þjóð Guðs frið- ar. Kristið siðgæði og húmanismi Ársæll Þórðarson skrifar um trúmál » Sannleikur á brauð- fótum kiknar undir öllu siðgæði. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. Saga HB&Co á Akranesi spannar yfir 100 ára glæsta út- gerðarsögu. Sagan inniheldur feril framsækins fyrirtækis í út- gerð, margháttaðri landvinnslu, verslun o.fl. Nútíma sægreifar í HB Granda hafa líklega annan stíl. Slíkir virðast taka minna mið af fólkinu sem skapað hefur verðmæti með fyrirtækjum. Sag- an í byggðarlaginu verður þá partur af historíunni. Slíkt er að gerast víða. Þetta verður meira áberandi einkenni eftir því sem nýsægreifinn elst meira upp í borgarlífi, unir sér betur erlend- is og fellir sig betur við jakkaföt og bindishnúta hversdags. Ætli slíkir ráði meirihluta HB Granda um þessar mundir? Í ágúst sl. tilkynnti fyrirtækið að öll land- vinnsla yrði flutt á Akranes. Þar er nægt rými, fyrirækið átti þar miklar byggingar, tæki og allt til alls. Eina sem þurfti að mati HB Granda var bætt aðstaða fyrir löndun og nýtt vinnsluhús á kaj- anum. Hagræðing var skýrð sem lykilþáttur í þessari samþjöppun og hlýtur að vera, enda nægt framboð á góðum löndunar- og vinnsluaðstæðum þarna. Bestu aðstæður við Faxaflóa fyrir fisk- vinnslufyrirtæki. Bæjarstjórn Akraness kom glöð af fjöllum. Tóku heimamenn gleði sína, því ein stærstu fiskvinnsluhús lands- ins stóðu þar þegar aðgerðalítil og nægt vinnuafl laust. En bíð- um við! Þetta var eins og með veðrið. Fáum vikum síðar, í september sl., „snérannsér“ og kom þá önnur tilkynning; „við erum hættir við, sorry!“ Átyllan var að Faxaflóahafnir gætu ekki byggt nýjan hafnargarð nógu fljótt fyrir nýtt athafnasvæði og vinnsluhús HB Granda. Lá það ekki alltaf fyrir hjá „stjórn- endum“ að það tæki allt að tveim árum að byggja grjótvörn, hafnargarð og fiskvinnsluhús? Hvers konar vinnubrögð við- gangast hjá einu kvótamesta fyr- irtæki landsins? Er eitt í dag og annað á morgun? Nei, bíðum aft- ur við! Þar kom það svo! Raun- verulega skýringin, sú sanna, var að stjórnin á Grandanum hafði ekki fengið jákvæða af- greiðslu á erindi um að breyta athafnasvæði HB Granda við Reykjavíkurhöfn í íbúðabyggð. Já, íbúðabyggð! Það sem sæ- greifana úti á Granda langaði til var að hámarka gróðann ofan á kvótaítökin með íbúðarhús- abraski við gömlu höfnina, rétt handan við olíutankana í Örfir- isey. Það var lóðið, lóðabrask var hin raunverulega ástæða sem öllum leiknum ýtti af stað. Í dag hefur öllu starfsfólki hjá HB Granda á Akranesi verið sagt upp með stæl og tilþrifum. Ráð- gert er að tuttugu konur verði „hugsanlega“ áfram í starfi. Fróðlegt væri að sjá það excel- skjal á Grandanum er sýnir þann ágóða af starfi tuttugu kvenna á Akranesi sem á að standa undir fasteignagjöldum, rekstri og viðhaldi mörg þúsund fermetra fiskvinnslumannvirkja sem búin eru bestu tækni á Skaga. Yfir þetta er aðeins eitt orð: Grandabraskarar. Pálmi Pálmason Grandabrask Höfundur starfar að fram- kvæmdastjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.