Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 26

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 26
á átakasvæðum 26 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ – Það hefur verið tilfinningaþrungin stund? „Það var hræðilegt. Fullorðnir menn voru í ekkasogum. Þeir höfðu þurft að skilja eftir samstarfsfólk, fólk sem við höfðum leigt hjá, vini og kunningja. Það var ólýsanlega erfitt að fara svona, við vissum ekkert hvað myndi gerast en grunaði hið versta.“ – Varðandi málefni Kósóvó varð úrræðaleysi vestrænna ríkja smám saman nöturlegt. Funduð þið það ekki á eigin skinni? „Jú og mér fannst það rosalega erf- itt. Ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert meira. Viðbrögð mín voru held ég dæmigerð: ég gaf allt sem ég gat; svefnpokann minn, peysur og stakka og teppi sem ég átti. Mér leið svo sem ekkert betur á eftir. En ég varð að gera þetta. Nató hóf síðan loftárásir á Kósóvó rúmri viku síðar. Það var erfitt að fá upplýsingar um gang mála um leið og við vorum komin úr héraðinu. Við urðum líka að fara varlega í að hringja í fólk, við hefðum getað komið því í vandræði. Það var í nógu erfiðri aðstöðu fyrir. Þess í stað fórum við strax að aðstoða fólk, enda hófst flóttamannastraumurinn strax út úr héraðinu. Þetta er það góða við ÖSE. Stofnunin er sveigjanlegri en aðrar stofnanir, það var hægt að gjörbreyta eðli starfsins á þremur dögum. Fyrst við vorum ekki lengur vopna- hléseftirlitssveit fórum við að hjálpa flóttamönnum með SÞ og fleirum. Þarna fékk ég mína eldskírn sem blaðafulltrúi og fór í fyrsta alvöru- viðtalið í beinni útsendingu á CNN. Ég var með skræpóttan hálsklút í við- talinu og nokkrum dögum síðar bauð stöðin mér aftur í viðtalsþátt og eina skilyrðið var að ég væri með klútinn. Það segir kannski sitt um eðli sjón- varpsins. Hættulegt að tala rangt mál á röngum stað Við vorum í Makedóníu meðan á loftárásum Nató stóð en fórum svo strax aftur inn í Kósóvó. Það var mjög tilfinningaþrungið. Þegar við fórum vissum við heldur ekki betur en við kæmum þangað aldrei aftur. Pristína er ekki fallegasta borg í heimi og ástandið þar var ekki beysið. Samt held ég að ég hafi aldrei verið jafnfegin að koma á nokkurn stað aft- ur.“ – En þarna voru Serbar búnir að ráðast til atlögu og myrða Kósóvó- Albana í stórum stíl? „Já, þeir voru að fara þegar við komum. Andrúmsloftið var þanið.“ – En gerðuð þið ykkur ljóst hvað hafði gengið á? „Já, en kannski ekki umfang þess. Byggingin sem við höfðum verið í stóð enn uppi, þótt búið væri að ræna úr henni öllu steini léttara. En það var ljóst frá fyrstu stundu að það var að byrja uppgjör milli þjóðernishópa. Og um leið og við höfðum komið okkur fyr- ir fóru að streyma að Albanar og Serb- ar og ásakanirnar féllu á báða bóga. Sumt starfsfólk okkar var ásakað um hryllilega glæpi. Þá tók við feiknaleg vinna að reyna að komast að hinu sanna. Við urðum að láta nokkra starfsmenn fara því það lék of mikill vafi á því hvað þeir hefðu verið að gera.“ – Var þá ekki áfall að kynnast í ná- vígi þessari heift og langvinna hatri milli Serba og Albana? „Jú, það var rosalega erfitt.“ – Var það kúltúrsjokk? „Ég held að kúltúrsjokkið hafi falist í að koma aftur til Norðurlanda. Flestum finnst mjög erfitt að koma úr svona um- hverfi og á stað þar sem verið er að karpa um smáatriði. Í Kósóvó var bara of mikið að gera til að fá kúltúrsjokk. Maður bara hellir sér út í að reyna að skilja aðstæður og bregðast við þeim. Til dæmis þarftu að hugsa vel um allt sem þú segir og gerir. Þú getur ekki bara farið út og heilsað fólki á máli þarlendra, ef maður talar rangt mál á röngum stað er voðinn vís. Það var reyndar maður drepinn við slíkar aðstæður. Honum varð á að spyrja til vegar á vitlausu máli og var skotinn á staðnum. Það er kannski svolítið hrikalegt hvað maður er fljótur að venjast þessu öllu. Og skilja það.“ – Skilja hatrið og heiftina? „Já. Ég geri mér bara grein fyrir því núna þegar við erum að tala um þetta. Manneskjan hefur svo ótrúlega hæfni til að aðlagast þessu vonda líka.“ Ómæld ást og hatur Urður var í Kósóvó í eitt og hálft ár á vegum ÖSE. „Eftir það ætlaði ég að fara að lifa „eðlilegu lífi“ og fór til Kaup- mannahafnar fyrir Morgunblaðið. Það var svo sem fínt en allt í föstum skorðum og fljótlega var ég farin að ferðast á Balkanskaga. Ég fór tvisvar til Belgrad, þegar Milosevic féll og svo aftur þegar hann var handtekinn. Í seinna skiptið var mikil spenna og fótboltabullur um allt sem börðu blaðamenn. Svo það sem átti að vera rólega árið mitt var það nú aldrei. – Loks fór ég aftur til Bosníu fyrir ÖSE og var þar í tvö ár. Þá endurnýjaði ég kynni við staði sem ég hafði verið á 1995. Balkanskaginn er dálítið í anda Miðjarðarhafslanda. Þar eru miklar tilfinningar, mikið hatur en líka mikil ást, það er mikið af öllu. Líka mikið stolt. Það er engin lognmolla. Þetta er allt heillandi, náttúrfegurðin og mús- íkin. Það er bara svo mikið drama þar. Og ég heillaðist upp úr skónum.“ – Þetta drama, það býr þá jafnvel í hverri manneskju sem þú hittir og kynnist? „Já, það getur hver sem er sagt þér slíkar sögur. Að elska til dauða. Það er mikil væntumþykja en hún getur líka snúist upp í banvænt hatur. Erfiðast við Bosníu er hve hægt gengur að fá þjóðarbrotin til að vinna saman í alvöru. Við vorum til dæmis að reyna að bæta skólakerfið, þar sem börnum er kennt að önnur þjóðarbrot séu glæpamenn. Tilraunir til umbóta gengu ágætlega upp að vissu marki en svo var komið að vegg og málinu varð ekki bifað lengra. Það var mjög sárt að horfa upp á að ráðamenn skyldu nota þjóðernishyggjuna til að hafa af al- menningi möguleika á að lifa mann- sæmandi lífi.“ Af einræðislýðræði Síðustu árin hefur Urður þó fengist við allt annað umhverfi en í Bosníu. Hún hefur einkum verið að gegna kosningaeftirliti í Austur-Evrópu á vegum ÖSE. Hvernig kom það til? „Ég gat ekki verið í Bosníu að eilífu. Mér var bent á að starf væri laust við kosningaeftirlitið. Og svo allt í einu var ég komin til starfa hjá ÖSE í Varsjá. Ég var reyndar minnst þar heldur á eilífum ferðum um Austur-Evrópu. Ég er búin að fara til allra ríkja gömlu Austur-Evrópu nema Tadjíkistan, og það hefur verið ótrúlega gaman og áhugavert að koma til landa eins og Georgíu, Hvíta-Rússlands og Kasakstans.“ – Er ekki forvitnilegt að koma sem starfsmaður við kosningaeftirlit inn í þessi Austur-Evrópuríki sem eru í svo mikilli pólitískri deiglu? „Jú, ég kom til dæmis beint inn í appelsínugulu byltinguna í Úkraínu og rósabyltinguna í Georgíu. Og til Kírgistans bæði fyrir og eftir byltingu þar.“ – Þarna kynnistu í návígi fólki sem er að upplifa dramatískar breytingar á eigin stjórnmálakerfi. Hvernig er það? „Það var ótrúleg upplifun og æsti upp blaðamanninn í mér. Kosninga- eftirlit snýst um lýðræðisþróun, og um grundvallarspurningar á borð við afstöðu manna til lýðræðis. Kosninga- eftirlitið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að þar séu Vesturlönd að troða sínum gildum upp á Sovétríkin. En gömlu Sovétríkin og síðan ríkin sem spruttu upp úr þeim skuldbundu sig til að virða þessi gildi. Þegar Sovétríkin hrundu áttuðu ráðamenn sig á að betra væri að setja tiltekin lýðræð- isstefnumið á blað. Þeir skrifuðu því upp á að þeir myndu halda lýðræð- islegar kosningar með tilteknum hætti, virða mannréttindi og svo fram- vegis. Og það eru þessar skuldbind- ingar sem kosningaeftirlitið vinnur samkvæmt.“ – En þið eruð að takast á um þessa hluti við menn á hverjum stað í mis- munandi stöðum? „Já, það er það sem eftirlitið hefur verið að gera. Og þá grípa kannski sumir til orðalags eins og að tala um „stýrt lýðræði“.“ – Og hvað er það fyrir nokkuð? „Ég veit það varla, sumir tala líka um einræðislýðræði, með vísan til þess að lýðræði sé eitt og sér ekki nóg, heldur þurfi járnaga svo að allt fari ekki úr böndunum … Þú heyrir bara hvílík della þetta er. Ég fer ekkert ofan af því að fólk vill lýðræði. Það vill mannréttindi. Það eru bara engin tvö lönd eins. Og það er hollt að kynnast því.“ – Manstu einhver dæmi þess hvern- ig þessar lýðræðishugmyndir rekast á siðvenjur á viðkomandi stað? „Ég gæti nefnt suma staði í Mið- Asíu. Þar er að vissu leyti stjórnkerfi eins og við þekkjum, stjórnarskrá, forseti og ríkisstjórn. En síðan er þetta gamla stjórnkerfi sem nefnist akímat, sem eru í raun bara gömlu öldungaráðin, nokkur hundruð manna ráð skipuð gömlum körlum með sítt hvítt skegg og hatt. Þegar við fórum að tala um æskilegar breyt- ingar á stjórnarskránni var okkur bent á að viðkomandi breytingum yrði fyrst að ná fram í öldungaráð- unum. Þaðan gætu þær svo gengið upp goggunarröðina og loks yrði stjórnarskráin löguð að því sem öld- ungaráðin væru búin að ákveða. Svo við sáum að við þyrftum kannski að- eins að hugsa betur hvað mætti gera hér. Stundum þarf að taka tvö skref aftur á bak fyrir eitt fram. Ísland mikið fram að færa Þessi langa dvöl á átakasvæðum hefur kannski fyrst og fremst kennt mér að taka hlutum með jafnaðargeði og ekki of hátíðlega,“ segir Urður. „Eða jafnaðarógeði, eins og einn koll- egi minn á Mogganum sagði stund- um.“ – Nú er eins og áherslur í utanrík- isþjónustu Íslendinga séu að breytast á allra síðustu misserum? „Þegar ég var að kynna mér starfið leist mér strax mjög vel á hve margt nýtt væri að gerast í ráðuneytinu, mikið af ungu fólki og nýjar áherslur sem ég vil starfa eftir. Því þetta snýst ekki um kokteilboð; utanríkismál snú- ast um ímynd Íslands og hvaða gildi við Íslendingar viljum leggja áherslu á. Sem lýðræðisþjóð sem virðir mann- réttindi höfum við heilmikið fram að færa, til dæmis í friðargæslu. Friðar- og öryggismál snúast nefnilega líka um mannréttindi, lýðræði og það að efnahagurinn sé í lagi. Þegar fólk hefur í sig og á og helstu réttindi þess eru virt þá eru miklu minni líkur á að til ófriðar komi. Á sama hátt verða spilling og mannrétt- indabrot fyrr eða síðar til þess að upp úr sýður.“ Ólga Leigusali Urðar í herbergi hennar í Kosovo. Serbneskir her- menn höfðu ruðst þar inn og um- turnað öllu. Mikilsmetinn kosningaréttur Síðustu kosningarnar sem Urður fylgdist með fyrir ÖSE voru í Georgíu í janúar 2008. Kjósendur í höfuðborginni Tbilisi urðu að gera sér að góðu að bíða lengi eftir að kjósa. Á rósturvegum Ljósmyndari ÖSE í Kosovo tekur mynd af flóttafólki í mars 1999. Appelsínugulu jepparnir voru einkennismerki eftirlitssveita ÖSE. Á vettvangi stórviðburða Urður ljósmyndar mótmæli eftir forsetakosn- ingarnar í Úkraínu í nóvember 2004, appelsínugulu byltinguna svokölluðu. Klár í upptöku Þau eru orðin æði mörg sjónvarpsviðtölin sem Urður gaf í tengslum við kosningar, hér er hún í Skopje í Makedóníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.