Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er ótrúlegt að hún móðir mín sé farin yfir móðuna miklu. Hún sem var svo hress og kát um jólin og bara allt síð- asta ár. Sumarið hafði verið svo ynd- islegt og hún hafði notið þess að sitja á svölunum og fylgjast með fólkinu og ekki síður að fara með Daníel bróður og fjölskyldu til Spánar sl. haust. En svona gerist þetta bara. Hún fær kransæðakast og þá kom í ljós að skrokkurinn var bara búinn, nýrun hættu að starfa og svo mætti áfram telja. Það er ekki skrýtið þó að hún hafi verið orðin svolítið lúin. Hún eign- aðist 9 börn en eitt dó aðeins nokk- urra mánaða. Hún var alin upp í Reykjavík og átti eina hálfsystur er lifir hana en faðir hennar dó er hún var á fjórða ári og amma giftist aftur yndislegum manni sem alltaf reyndist mömmu vel. Lífið í Reykjavík og svo í sveitinni hjá föðurafa hennar norður á Sauð- árkróki var ósköp venjulegt og ró- legt ef frá er talið að alltaf var gesta- gangur mikill á heimili ömmu. En þetta átti eftir að breytast. Hún giftist og fór að hrúga niður börnum og lífið snerist um okkur og pabba það sem hún átti eftir ólifað. Það var ekki alltaf auðvelt að vera með þennan stóra hóp og sjá okkur farborða. Ég man þegar mamma fór ✝ Þorbjörg Daní-elsdóttir fæddist í Reykjavík 5. októ- ber 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík 13. jan- úar síðastliðinn. Útför Þorbjargar var gerð í kyrrþey. að vinna í sjoppu í Hafnarfirði í smátíma nokkur kvöld í viku til að drýgja tekjurnar að það var svolítið skrítið að hafa hana ekki heima. Það gat verið að ég þyrfti að tala við hana! Það gat verið að mig vantaði eitthvað! Að vísu bjó móður- amma okkar hjá okkur þá og auðvitað stjan- aði hún við okkur út í eitt. Pabbi var lærður ljósmyndari en eftir að börnunum fjölgaði dugði sú vinna skammt svo hann fór út í ýmislegt eins og bíla- sölu, útgerð, sveitarstjórn og fl. Við áttum heima á Kvisthaga í vesturbæ Reykjavíkur fyrstu árin en fluttum svo í Garðabæinn, þá Grund- arfjörð og sum okkar, sem ekki voru farin að heiman, fluttu með á Suð- urnesin, fyrst í Grindavík, þá í Hafn- ir en að síðustu í Keflavík. Mamma stóð með pabba í öllu saman og sá meðal annars um mötu- neyti fyrir hann er hann var með fiskvinnslu og verbúðir í Grindavík og í Höfnum. Einnig vann mamma í nokkur ár uppi á velli í hreingern- ingum. Mamma og pabbi voru mjög gestrisin og tóku vel á móti öllum og gat mamma galdrað fram ótrúleg- ustu kræsingar þó stundum hefði tíminn verið naumur til undirbún- ings. Mamma var gagnfræðingur að mennt, vel gefin og átti ekki í vand- ræðum með að tjá sig á ensku og dönsku, svo var hún best í félagsvist- inni og naut sín vel í alls konar spil- um, eins og scrabble, og vann hún ósjaldan. Hún naut þess að fylgjast með íþróttum og voru „strákarnir okkar“ í handboltanum og golfið eitt af því. Þótt oft hafi verið basl og þröng á þingi áttum við systkinin góða for- eldra sem ólu okkur upp með það að leiðarljósi að allir væru jafnir fyrir guði og mönnum og sannaðist það á þeim aragrúa af fólki sem „droppaði“ inn til þeirra, háir sem lágir. Síðustu 14 ár, eða fljótlega eftir að pabbi dó, hefur mamma búið í fé- lagsíbúð fyrir aldraða og þar í húsinu var Dagvistun aldraða einnig til húsa. Þetta var henni ómetanlegt og talaði hún alltaf um hversu gott var að vera þar og allt starfsfólk til fyr- irmyndar. Erum við systkinin innilega þakk- lát fyrir þá góðu umönnun og þjón- ustu sem hún fékk þar. En nú er komið að leiðarlokum og var mamma oft búin að segja að þetta væri komið nóg og því veit ég að hún er sátt og sæl í faðmi pabba núna. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir Jóhanna. Móðir mín Þorbjörg Daníelsdóttir lést 13. janúar síðastliðinn og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Eftir að ég fór sjálf að búa sótti ég mikið heim til mömmu og pabba. Þangað var alltaf gott að koma. Mamma og pabbi voru einstaklega gestrisin og þangað komu margir, ekki bara vinir og ættingjar, heldur alls konar fólk sem átti leið um og sjálfsagt þótti að bjóða inn í kaffi og annað góðgæti. Það urðu því miklar breytingar í lífi mömmu árið 1994 þegar faðir minn Þórarinn Stefán Sigurðsson lést mjög snögglega. Þá má eiginlega segja að ég hafi kynnst mömmu upp á nýtt. Í stað þess að við færum til þeirra fór mamma að koma meira til okkar. Þá gaf hún sér tíma til að spjalla og segja sögur frá því hún var ung í Vesturbænum og frá árunum á Króknum. Þá voru ófáar sögurnar af árunum með pabba og sumar hverjar ansi ævintýralegar, enda engin lognmolla að búa og starfa með pabba sem vílaði ekki fyr- ir sér að taka sig upp með fjölskyld- una og róa á ný mið. Það var alltaf mikið spilað heima og farið í leiki í öllum jólaboðum, afmælum og ferm- ingarveislum. Þannig er það enn þegar við systkinin hittumst. Mömmu var mjög annt um barna- börnin og barnabarnabörnin sín og voru synir mínir þar engin undan- tekning. Þeir áttu sérlega gott sam- band við ömmu sína sem þeir minn- ast nú með hlýhug. Elsku mamma, ég kveð þig nú með þessum sálmi og þakka fyrir all- ar góðu stundirnar. Hátt ég kalla, hæðir fjalla, hrópið með til Drottins halla. Mínum rómi, ljóssins ljómi, lyft þú upp að herrans dómi. Eg vil kvaka, eg vil vaka, allt til þess þú vilt mig taka. Til þín hljóður, Guð minn góður, græt ég eins og barn til móður. (Matthías Jochumsson.) Þín dóttir Hrönn. Þorbjörg Daníelsdóttir Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 4.2. Spilað var á 11 borðum. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 251 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 251 Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 248 Árangur A-V Ragnar Björnsson – Guðjón Kristjánss. 255 Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 253 Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímsson 237 Karl Alfreðsson og Eiríkur Jónsson unnu Vesturlands- mótið í tvímenningi Vesturlandsmót í tvímenningi var haldið í Logalandi sunnudaginn 3. febrúar. Þátttaka var undir vænt- ingum en aðeins 12 pör mættu til keppni. Sveinn Rúnar Eiríksson var keppnisstjóri og átti rólegan dag og ég minnist þess ekki að hann hafi verið kallaður að nokkru borði í krafti embættis síns. Skagamenn- irnir Karl Alfreðsson og Eiríkur Jónsson áttu góðan dag. Þeir tóku snemma forystu í mótinu og þó þeir hafi heldur gefið eftir í lokin var sigur þeirra aldrei í hættu. Úrslit urðu annars sem hér segir: Karl Alfreðsson – Eiríkur Jónsson 44 Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 30 Guðm. Ólafss. – Hallgrímur Rögnvaldss. 26 Garðar Garðarss. – Þorgeir V. Halldórss. 4 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins. Sunnudaginn 3/2 var annað spila- kvöld af þremur í hraðsveitarkeppni hjá deildinni. Staða efstu sveita breyttist lítið. Magnús Sverrisson, Halldór Þor- valdsson, Sigþór Haraldsson, Axel Rudólfsson 993 Þorleifur Þórarinsson, Haraldur Sverrisson, Skúli Sigurðsson, Ragn- ar Jónsson 958 Sturlaugur Eyjólfsson, Birna Lárusdóttir, Gísli Gunnlaugsson, Friðrik Jónsson 922 Karólína Sveinsdóttir, Sigurjóna Björgvinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Gunnar Guðmundsson 920 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga enn efst í Akureyrarmóti. Akureyrarmótið í sveitakeppni stendur nú sem hæst hjá Brids- félagi Akureyrar. Að loknum þrem- ur kvöldum af fimm er staðan þessi: Sveit Sparisj. Norðlendinga 171 Sveit Gylfa Pálssonar 163 Sveit Gissurar Jónassonar 138 Sveit Unu Sveinsdóttur 135 Sunnudagsbrids hefst aftur hjá BA 3. febrúar eftir nokkurt hlé. Spilaður verður léttur eins kvölds tvímenningur, allir bridsspilarar velkomnir. Spilamennska hefst kl. 19.30 og spilastaður okkar er Lionssalurinn Áin, Skipagötu 14, 4. hæð. Heitt á könnunni og góð stemning. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Ég kallaði hana gjarnan Siggu vinkonu og þá vissu allir hverja var átt við. Hún bless- unin kvaddi þennan heim svo snögg- lega en þó átti maður orðið von á þessu. Því miður var ég ekki á land- inu þegar hún var jarðsungin, það þótti mér mjög leitt. Við hjónin vor- um hjá henni á sjúkrahúsinu kvöldið áður en við fórum í flug. Við vinkon- urnar töluðum saman og okkar sam- tal endaði á því að hún bað okkur að skála fyrir sér, og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kæmi til landsins aft- ur væri að hringja í sig. Ég náttúr- lega lofaði því. En því miður gat ég ekki efnt seinna loforðið. Hún sofnaði sínum langa svefni áður. Sem ung kona með tvö börn átti ég heima í næsta húsi við hana í Kefla- vík. Við vorum rúmlega tvítugar. Við urðum strax vinkonur, og heimsótt- um hvor aðra með börnin okkar. En einn daginn stóð ég ein uppi með drengina mína, og þá var þessi elsku vinkona mín mér betri en eng- inn. Ég fór út á land að vinna, sem ráðskona á sveitabæ. Þá skrifuðumst við á. Hún vissi hvað ég var mikið fyrir tyggigúmmí. Hún sendi mér stundum nokkrar plötur í bréfunum. Þá hugsaði ég hlýtt til hennar að detta þetta í hug. Og hennar mikla hlýja var sérstök, og ef það væri eitt- hvað sem hún gæti gert þá var hún alltaf reiðubúin. Hún gekk svo langt einu sinni að hún tók af matarpen- ingum sínum til þess að borga fyrir mig reikning svo að ég missti ekki íbúðina mína. Og hafði hún ekki mik- ið á milli handanna. Hún var með stórt hjarta og breitt faðmlag. Á þessum tíma fór ég með bænirnar mínar, og bað Guð um að ég gæti launað henni greiðann á einhvern hátt. Seinna gerðist það að ég bauð henni til Englands. Þar heimsóttum við fólkið mitt, og hafði hún gaman af. Var mikið hlegið að því síðar að í Sigríður Björnsdóttir ✝ Sigríður Björns-dóttir fæddist í Seli í Grímsnesi 8. september 1940. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 21. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 28. janúar. þessari ferð keypti hún dragt til að vera í á fermingardaginn hans Bjössa. En þá kom upp eldur í byggingunni þar sem hún keypti hana. Hún var því allt- af kölluð brunadragt- in, og mikið var hlegið. Já við Sigga höfum oft hlegið og grátið saman. Hún var svo mikill hluti af mínu lífi og barnanna minna. Hilmir var hjá henni um tíma, þegar ég fór í burtu. Ég var einu sinni með börnin hennar þegar hún fór utan. Í tæp 40 ár bjó ég á Hömrum. Þá var oft hringt á milli Keflavíkur og Hamra. Oft kom fjölskyldan úr Keflavík í sveitina. Það voru alltaf gleðistundir. Þegar Suðurlandsskjálftinn 17. júní 2000 kom, þá var hún hjá mér. Við hlupum út í bíl, sátum þar í um þrjá tíma þangað til við þorðum inn. Þá pakkaði hún saman í hvelli og kvaddi og ætlaði ekki að vera í þessu jarðskjálftabæli. Það kom sér vel að hún var ekki þegar seinni skjálftinn kom. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Margir henni tengdir farnir allt of snemma á vit englanna. Blessuð sé minnig þeirra. Miklar sorgir og erfiðleikar, en þess á milli bjartir og gleðitímar. Hún var alltaf mikil mamma og börnin voru henni allt. Svo þegar barnabörnin komu, þá voru þau gimsteinarnir hennar, og nú er komið eitt langömmubarn. Ekkert nema gleði af þessum mynd- arlega hópi. Síðustu árin áttu hún og Árni vin- ur hennar gott samband. Ég var mjög glöð yfir því hvað þau voru samhent í að ferðast um landið og gleðjast saman, helgi eftir helgi. Ég spurði Siggu oft hvort hún væri ekki þreytt á svona miklum ferðalögum. Hún hélt nú ekki. Var mjög sátt við þetta. Nú er komið að leiðarlokum að sinni. Við Gunnar biðjum alla guðs engla að umleika þig og vernda. Þakka þér fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa. Við biðjum góðan guð að styrkja börn þín, tengdabörn og af- komendur nú á erfiðum tímum, og um alla framtíð. Þín vinkona Kristín, Hömrum. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar „Vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt.“ Nú berast vinir og sam- ferðamenn með ógnarhraða með tímans straumi. Við sem komin er- um á efri ár sjáum einn eftir annan hverfa á braut, þeir hafa lokið sínu hlutverki hér á þessu tilverustigi. Að lifa, blómstra, fölna og deyja. Nú þegar Stjana vinkona mín til margra ára hefur kvatt þetta líf er mér bæði ljút og skylt að þakka trygga vináttu og hjálpsemi við for- eldra mína á sínum tíma, sem bæði hún og Manni eiginmaður hennar veittu þeim. Það voru sannarlega gleðidagar þegar gesti bar að garði í Hjarðarholti á árum áður. Þar var oft gestkvæmt og undu foreldrar mínir því vel. Stjana og Manni komu oft og Manni þó oftar, liðu sjaldan margir dagar svo Manni liti ekki inn, með sitt blíða bros og mildu hljómþýðu rödd. Hann var sannur heimilisvinur, ef svo má að orði kom- ast. Vinátta okkar Stjönu hefur hald- ist öll árin eftir að Manni og for- eldrar mínir féllu frá. Þegar hún kom hér suður yfir heiðar áttum við einkar ánægjulegar stundir saman, og það sama var um að segja þegar ✝ Kristjana EmilíaVigfúsdóttir fæddist á Þorvalds- stöðum í Suður- Þingeyjarsýslu 23. desember 1919. Hún lést á heimili sínu á Húsavík, 15. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 26. janúar. ég kom norður, þá var heimsókn til Stjönu ævinlega sjálfsögð. Það var gott að koma á Tungötuna á meðan þau bjuggu þar, og eins eftir að komið var í Hvamm. Einstaklega hlýlegar móttökur, fagurt heimili, þar sem handverk hús- móðurinnar prýddi borð og bekki, gólf og veggi. Þau voru sam- hent hjónin, að gera heimilið hreint og fág- að. Ég held það megi með sanni segja að Stjana hafi átt fáa sína líka hvað viðkom handavinnu. Ég undr- aðist oft hvað hún var lagin að lesa út flóknustu mynstur, því hún sagði mér eitt sinn að hún ætti ekki gott með að lesa á bók. En nú er lífsstarf- inu lokið, heklunálin og prjónarnir lagðir til hliðar. Mér skildist þegar ég talaði við hana síðast, að hún færi nú að verða hvíldinni fegin, hún fór heldur ekki varhluta af mótlæti og sorg í lífinu, heilsubilun í áraraðir og missir ást- vina, hún tók því með æðruleysi, og trúði því, eins og segir á einum stað, að það standi vinir í varpa þegar von er á gesti. Og ekki efa ég, ef við vilj- um trúa því, að eitthvað sé fram- undan, sem er betra, fegurra og full- komnara en okkar jarðneska líf, að Manni standi í varpa með sitt ylhýra bros og útbreiddan faðm, að taka á móti Stjönu sinni. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og glaða og góða daga. Hvíl í friði. Mína samúð votta ég aðstandend- um. Guðrún K. Jóhannsdóttir frá Hjarðarholti. Kristjana Emilía Vigfúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.