Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 69 ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu, flautu, klarinett og strengjakvartett. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Music Director position open www.folkoperan.se Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is VEFSÍÐAN Encyclopaedia Metall- um: The Metal Archives leggur upp með það erfiða – sumir myndu segja ómögulega – verkefni að koma einhvers konar fræðilegum böndum á allra handa þungarokk. Síðan er gríðarleg að vöxtum og byggist á framlögum ástríðufullra sjálfboðaliða, líkt og Wikipedian, en er og ritstýrt með nokkuð harðri og þungri hendi. Skráðir notendur eru tæplega 100.000, misvirkir eins og gengur, og á skrá eru rúmlega 50.000 hljómsveitir. Upplýsingarnar eru afar tæmandi, t.a.m. má finna nokkuð ítarlegar skrár um íslensk- ar sveitir, starfandi sem örendar. Notendur fá punkta eftir því hversu virkir þeir eru og efst tróna bárujárnsguðirnir (e. Metal Gods). Síðuna ófu tveir Kanadamenn ár- ið 2002. Hún er enn rekin úr heima- húsi og af henni eru engar tekjur. Mesti fengurinn í vefnum er plötu- dómarnir, og má finna marga lærða og langa dóma um einstakar plötur sem gott er að brúka til sam- anburðar. Notendur hjálpast að við að halda upplýsingum um einstakar sveitir til haga og þessi anarkíska Wikipediuleið virkar, þar sem eng- inn er gróðinn í spjöllum eða mis- vísandi upplýsingum. Reglur um hvað telst „alvöru“ þungarokk og hvað ekki eru afar strangar, Uriah Heep fær t.d. ekki samþykki harðhausanna sem síð- unni stjórna (en Deep Purple flýg- ur hins vegar inn). Þá eru sveitir sem hallast að pönki oft úti í kuld- anum og reglulega gjósa upp harð- vítugar og langvinnar deilur á spjallborði síðunnar um af hverju þessi sveit eða hin eigi að vera inni eða úti. Síðan virkar því eins og Wiki- pedia þótt hún sé ekki með sama sniði og helsti gallinn er að aðgeng- ið er heldur stirðbusalegt. Þá liggur síðan stundum niðri í nokkra daga, án skýringa. Innihaldið er þó gulls ígildi, eða ætti maður kannski að segja bárujárns ígildi? VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.METAL-ARCHIVES.COM» Alfræðivefur öfgarokkarans Fræði Gunnar hinn franski grúskar í Encyclopaedia Metallum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.