Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ 12. febrúar 1978: „Morg- unblaðið hefur stundum áður minnzt á heimilið og nauðsyn þess að slá skjaldborg um það. Kennimenn hafa lagt áherzlu á það og mikilvægi uppeldis í samræmi við kristna trú sem á sterkari rætur í hugum Íslendinga en margir vilja vera láta. Þá hef- ur það einnig sýnt sig að sál- fræðingar eru komnir að þeirri niðurstöðu að börnum er nauðsynlegt að njóta móð- urástar fyrstu árin og getur það haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar ef börn eru svipt mæðrum sínum á viðkvæm- asta aldri. Á þetta hefur verið bent einkum upp á síðkastið svo mikla áherzlu sem sál- fræðingar – og þá ekki sízt á Norðurlöndunum – hafa lagt á þessu mikilvæga niðurstöðu nýjustu rannsókna.“ . . . . . . . . . . 7. febrúar 1988: „Við Íslend- ingar höfum nú eignast verð- ugan arftaka Friðriks Ólafs- sonar, sem fyrstur manna tryggði okkur sess í hinum alþjóðlega skákheimi. Í því sambandi er skemmtilegt að lesa ummæli Jóhanns Hjart- arsonar hér í blðainu í gær, þar sem hann segir: „En það unnu aðrir fyrir mig sál- fræðistríðið, aðallega Friðrik, sem meðhöndlaði þetta mjög glæsilega og kom okkar sjón- armiðum á framfæri þannig að ég fengi að tefla ótruflað- ur.“ Í ljósi þessara ummæla Jóhanns Hjartarsonar eru þau orð Victors Kortsjnojs athyglisverð, að Friðrik Ólafsson hafi unnið einvígið! Auðvitað vann Jóhann Hjart- arson þetta einvígi en orð þeirra beggja, Jóhanns og Kortsjnojs, sýna hvað reynsla Friðriks hefur verið Jóhanni mikils virði.“ . . . . . . . . . . 8. febrúar 1998: „Afkoma Ís- lenzka álfélagsins á síðasta ári er einkar ánægjuleg og hlýtur að vekja sérstaka at- hygli. Ástæðan er sú, að ým- islegt hefur gengið á í rekstr- inum þau tæpu 30 ár sem það hefur verið starfrækt. Á síð- asta ári urðu greinilega þáttaskil í rekstri ÍSAL, hagnaðurinn varð um þrír milljarðar króna fyrir skatta (tæpir tveir milljarðar eftir skatta), lokið var 60 þúsund tonna stækkun álversins og langtímasamningar tókust án átaka við starfsmennina. Nú er svo komið, að ÍSAL er flaggskip móðurfélagsins í ál- iðnaði með um hluta af ál- framleiðslu þess. Ekki verður betur séð en rekstur ÍSAL sé tryggður til langrar fram- tíðar ólíkt því sem áður var, þegar ráðagerðir voru um að hætta rekstrinum eða a.m.k. draga verulega úr framleiðsl- unni.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHRIF ALÞJÓÐLEGRA FJÁRMÁLAMARKAÐA Í fyrradag endaði úrvalsvísitalaKauphallarinnar í tæplega 5000stigum eða á svipuðum nótum og í nóvember 2005. Hún hefur sem sagt ekki verið lægri í rúmlega tvö ár. Og augljóst, að þessi mikla lækkun er farin að taka í á öllum sviðum við- skiptalífsins. Bankarnir eru farnir að draga úr útlánum, sem leiðir til margvíslegra vandamála í atvinnulíf- inu, ekki sízt í byggingariðnaði. Í fyrradag hækkaði skuldatrygg- ingaálagið á íslenzku bankana. Þann- ig fór Kaupþing upp í 495 punkta, Glitnir í 445 punkta og Landsbankinn í 250 punkta. Kaupþing hækkaði um 20 punkta, Glitnir um 10 punkta og Landsbankinn um 5 punkta. Vonir manna í fjármálalífinu hér, um að ákvörðun Kaupþings vegna hollenzka bankans mundi leiða til mikillar lækkunar á skuldatryggingaálaginu, hafa því ekki rætzt enn sem komið er. Í brezka blaðinu Financial Times sagði í fyrradag að áhyggjur vegna skulda fyrirtækja og eignatengdra skuldbindinga færu vaxandi bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Mark- aðirnir hafi áhyggjur af því að veik- leiki í efnahagslífinu hafi áhrif á hagnað fyrirtækja, skuldsettar yfir- tökur og atvinnuhúsnæði. Þar með sé fjármálakreppa, sem hafi hafizt vegna húsnæðislána í Bandaríkjun- um, að breiða úr sér. Ástandið á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum er ekki að batna. Flest bendir til að það sé að versna, þótt ekki sé hægt að útiloka, að vaxta- lækkanir seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands og aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að gefa efnahagslífinu vítamínsprautur hafi jákvæð áhrif, þegar fram í sækir. Um það eru þó skiptar skoðanir. Við óbreyttar aðstæður er ljóst, að íslenzku bankarnir eiga ekkert erindi út á hinn alþjóðlega lánamarkað. Þeir geta fengið peninga en peningarnir eru svo dýrir, að þeir koma ekki að notum. Bankarnir eru misjafnlega vel undirbúnir að takast á við þessa stöðu. Landsbankinn hefur sérstöðu m.a. og ekki sízt vegna þess hvað bankinn byggir útlánastarfsemi sína í ríkum mæli á innlánum bæði hér og ekki síður í Bretlandi. Kaupþing og Glitnir eru háðari hinum alþjóðlegu fjármálamörkuðum, þótt bankarnir fylgi nú í kjölfarið með innlánsþjón- ustu í öðrum löndum. Þótt þeir bankanna sem eru í erf- iðastri stöðu hafi nægt starfsfé tölu- vert fram á næsta ár er tíminn fljótur að líða. Hafi engin breyting orðið á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum þegar líður á þetta ár á eftir að fara um menn. Kreppan á hinum alþjóðlegu fjár- málamörkuðum hefur lítið verið til umræðu á vettvangi stjórnmála- manna hér. Þó er ljóst að þetta getur orðið alvarlegasta kreppa, sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveld- istímanum. Þegar síldin hvarf eða þorskveiðar brugðust gátum við grip- ið til ráðstafana og gerðum. Frammi fyrir þeim vanda, sem nú blasir við, er enga auðvelda lausn að sjá vegna þess, að hún á rætur sínar í atburða- rás á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um, sem við Íslendingar höfum ná- kvæmlega engin áhrif á. Enn sem komið er sjást engar vísbendingar í umræðum í Bandaríkjunum, Evrópu eða annars staðar um betri tíð. Þótt íslenzk stjórnvöld geti fátt gert til þess að bregðast við þessu ástandi er þó ljóst að ríkisstjórn og yfirmenn fjármála í landinu geta búið sig undir það versta ef svo illa fer að það dynji yfir. Það dugir ekki að hefja umræður um gagnaðgerðir ef og þegar ósköpin hafa orðið. Þess vegna þarf ríkis- stjórnin að vera búin undir það versta, þótt vonandi þurfi aldrei að koma til þess að slíkum aðgerðum verði hrint í framkvæmd. Átta stjórn- völd sig á þessu? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ að felast söguleg tímamót í REI-mál- inu, eins og jafnan er um mikil átaka- mál. Ekki var þó margt nýtt í REI- skýrslunni eða velt við hverjum steini, eins og heitið hafði verið. En þrátt fyrir að skýrslan hafi verið málamiðlun, illa unnin á köflum, má ekki gera lítið úr sameiginlegri niðurstöðu allra flokka í stýrihópn- um. Það er athyglisvert að sjá hvað þeir samein- uðust um. Umboð og ábyrgð U pphaf málsins má rekja til þess að sumir kjörnir fulltrúar og emb- ættismenn ráðskuðust með stærsta fyrirtæki í eigu borgar- innar án þess að bera það undir borgarstjórn eða borgarbúa. Þeg- ar aðrir borgarfulltrúar heyrðu loks af málinu á ell- eftu stundu, var lítið gefið fyrir þeirra skoðanir og gagnrýni. Þvert á móti má ráða af gögnum málsins að lagt hafi verið upp með að borgarfulltrúar fengju sem allra minnstar upplýsingar og kom fram að þeir töldu kynningu embættismanna lítillækkandi. Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, voru and- vígir samruna REI og Geysis Green Energy. Vil- hjálmur var fyllilega meðvitaður um það á eigenda- og stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur, 3. október í fyrra, þar sem hann greiddi atkvæði með samrun- anum. Ekki var meirihluti í borgarstjórn fyrir þeirri ákvörðun. Í bókun Svandísar Svavarsdóttur kemur skýrt fram að hana vantaði upplýsingar til að geta tekið afstöðu. Um það snerist barátta borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, svokallaðra sexmenninga, að þeir höfðu ekki nægar upplýsingar. Og þær litlu upplýsingar sem þeir höfðu fengið voru þess eðlis, að þeim leist ekki á blikuna. Í áliti Láru V. Júlíusdóttur hrl., sem fylgdi skýrslu stýrihópsins, kemur fram sú skoðun, að vinnubrögð Vilhjálms hafi verið ólýðræðisleg. Andri Árnason hrl. gengur lengra í áliti sínu er hann segir að Vilhjálmur hafi ekki haft umboð á fundi eigenda OR til að samþykkja samruna við GGE eða til að leggja hlut OR í Hitaveitu Suð- urnesja hf. til REI eða til að samþykkja þjónustu- samning milli OR og REI. Ábyrgð Vilhjálms verður meiri þegar horft er til hraðans í málinu og laumuspilsins. Hann vildi ekki deila ábyrgðinni með öðrum í borgarstjórnar- flokknum. Þess vegna hvílir hún á herðum hans. Nýi og gamli tíminn E n hvað var það sem stýrihópurinn kom sér saman um? Einn kaflinn í skýrslunni ber yf- irskriftina: „Pólitíkin“. Þar segir að stýrihópurinn telji að af at- burðarásinni megi draga lærdóm „um pólitísk vinnubrögð og aðferðir“. Og stýrihóp- urinn „er sammála um að skýra þurfi betur á vett- vangi borgarstjórnar að borgarstjóri, sem æðsti embættismaður borgarinnar, leiðir ákvarðanir borgarstjórnar. Því þarf að skerpa á þeim skilningi að borgarstjóri Reykjavíkur þurfi framvegis skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar við meiri háttar ákvarðanir. Slíkar ákvarðanir eiga að vera teknar við borð fjölskipaðs stjórnvalds og það er síðan framkvæmdastjórans að koma þeim ákvörðunum í kring.“ Ennfremur segir: „Með sama hætti þarf umboð fulltrúa borgarstjórnar í ráðum og fyrirtækjum borgarinnar að endurspegla vilja meirihlutans hverju sinni.“ Það er út af fyrir sig merkilegt að stjórnmála- menn úr flokkum með ólíkar áherslur telji sig þurfa að ramma inn vinnubrögð í stjórnmálum með þess- um hætti. Í þessu felst uppgjör við gamla tímann – verið er að kveðja ímynd borgarstjórans sem al- valds í málefnum borgarinnar. Ekki er lengur litið á það sem sjálfsagðan hlut að borgarstjóri útdeili styrkjum og mislægum gatnamótum án þess að bera það undir kóng eða prest. Og ramminn er ekki fundinn upp af þeim stjórn- málamönnum sem skipa stýrihópinn, heldur má líta á þetta sem kröfu tímans. Smám saman hefur dreg- ið úr svigrúminu sem stjórnmálamenn hafa til geð- þóttaákvarðana. Í því sambandi nægir að nefna lög- bundið ferli eins og umhverfismat og háværar kröfur um íbúalýðræði. Áður fyrr voru íbúar ekkert spurðir áður en framkvæmdir hófust við skólp- dælustöð fyrir utan gluggann hjá þeim. Það var bara kýlt á það. Ef til vill var REI-málið öðrum þræði árekstur gamla og nýja tímans. Lagt er upp með að vinnubrögðin verði með nýju sniði í meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn. Of snemmt er að segja til um hvernig til tekst, enda aðeins rúmar tvær vikur liðnar. En viðkvæðið er: „Allar stórar ákvarðanir eru bornar undir hópinn“. Og tekið er eftir því að meirihlutinn hittist nánast daglega. Það er áreiðanlega liður í nýjum vinnubrögðum borgarfulltrúa að vekja aftur traust borgarbúa og ekki síður starfsmanna borgarinnar. Sjálfstæðis- menn verða því einhuga í orðum sínum og athöfn- um, eins og heyra mátti á Kjartani Magnússyni í fréttum Sjónvarps, þar sem hann var í fríi með fjöl- skyldunni í öðru bæjarfélagi. Það eru ekki aðeins sjálfstæðismenn í borgar- stjórn sem hafa lært af REI-málinu. Nú eru uppi kröfur um ný vinnubrögð í öllum flokkum og þeim er mætt. Það er ekki lengur hlutverk borgarfulltrúa að verja stefnu sína gagnvart borgarstjóra, hann útfærir þeirra stefnu. Ef að líkum lætur er liðin tíð að borgarfulltrúar taki sæti í stjórnum og síðan heyrist ekki meira frá þeim. Að minnsta kosti þangað til rykið sest. Löggjafarvald og framkvæmdavald E n það er ekki aðeins við Tjörnina sem krafa er uppi um breytt vinnubrögð. Hið sama á við um ná- grannana við Austurvöll. Framan af lýðveldistímanum höfðu for- ystumenn stjórnmálaflokka sterk tök á þingflokkum sínum og fátítt að ágreiningur milli þeirra yrði opinber. En á móti kemur að op- inberar umræður um stjórnmál voru snarpari og átakalínur heiðar og skýrar. Utanríkis- og varn- armál höfðu sérstöðu sem ekki verður rakin hér. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stjórn- málaumræðan breyttist með tilkomu sjónvarpsins og meira aðgengi að fjölmiðlum, átakalínur urðu ógreinilegri og máðust nánast út í öryggis- og varn- armálum með hruni Sovétríkjanna. Kalda stríðið hafði þjappað mönnum saman. Engu að síður héldu forystumenn stjórnmálaflokkanna áfram að fara sínu fram eins og ekkert hefði breyst og þess vegna hefur það reglulega gerst að þeir hafa nánast klesst á nýjan tíðaranda. Þá er viðkvæðið hjá þeim yf- irleitt það sama – svona hefur þetta alltaf verið gert. Einstakir forsetar Alþingis hafa viljað styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, m.a. fyrir ofríki ráðherra og embættismannavaldsins, og Laugardagur 9. febrúar Reykjavíkur Við Þorlákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.