Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 57 ✝ Kristján SergeKristjónsson fæddist í Stavangri í Noregi 3. ágúst 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sólveig Kornelia Larsen Kristjánsson húsmóðir og Krist- jón Kristjánsson húsgagnasmíða- meistari. Kristján var elstur af fjórum systkinum. Hin eru Karly Jóna Legere, Róbert Arnar Krist- jónsson (látinn) og Elvar Krist- jónsson. Kristján kvæntist Rose-Marie Christiansen 29. október 1955 og eignuðust þau þrjú börn: Pétur Karl, Erlu Sólveigu, gift Grétari Ó. Guð- mundssyni og Krist- ján Harrý, kvæntur Aralyn Q. Krist- jánsson. Barnabörn- in eru 6, Erla á fjór- ar dætur: Helgu Maríu, Lísu Rut, Lindu Rós og Katr- ínu Ósk og Kristján tvær, Margréti Hólmfríði og Sól- veigu Maríu. Til Íslands flutti Kristján sex ára að aldri og hefur búið hér síðan, fyr- ir utan eitt ár í Danmörku. Hann stundaði nám við Iðnskólann en starfaði lengst af sem bifreiða- stjóri hjá Hreyfli. Útför Kristjáns fór fram í kyrr- þey. Nú þegar komið er að kveðjustund reikar hugurinn til baka og ýmislegt rifjast upp. Ýmsir atburðir liðinna ára koma upp í hugann og gefa lífinu meira gildi en áður. Pabbi var sterkur karakter en dul- ur og bar ekki tilfinningar sínar á torg og það var ekki pabba stíll að hrósa fyrir það sem vel var gert. Hins vegar gat maður svo frétt hjá öðrum að hann hefði talað vel um þann sem hafði gert honum greiða eða hjálpað á einhvern hátt. Pabba leið vel einum, hvort sem hann hlustaði á skemmti- lega tónlist, las bækur eða horfði á sjónvarpið. Þegar ég hugsa til baka þá er mér einna minnisstæðust ferð sem mamma, pabbi, Erla og ég fórum árið 1967 með Gullfossi til Kóngsins Kaupmannahafnar. Við tókum bílinn með okkur og síðan var ekið um Dan- mörku, Svíþjóð og Noreg. Þetta var sérstaklega skemmtileg og vel heppnuð ferð í alla staði og pabbi stóð sig afar vel við keyrsluna enda at- vinnumaður þar á ferð. Einnig fórum við oftar til Danmerkur ýmist fljúg- andi eða siglandi þar sem pabbi vann um hríð en þar eigum við frændfólk sem alltaf tók vel á móti okkur. Aðal- áhugamál pabba voru taflmennska, badminton, ferðalög og sundgarpur var hann mikill. Hann átti það til að taka í nikkuna við og við og var þá oft kátt á hjalla. Pabbi hafi mikið yndi af tónlist. Síðustu æviárin dvaldi pabbi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykja- vík við gott atlæti og þar fékk hann góða umönnun hjá yndislegu starfs- fólki. Jafnvel eftir að pabbi missti heilsuna hafði hann gaman af að skreppa með okkur bræðrum í sum- arbústaði ýmist í Borgarfirði eða austur fyrir fjall við Álftavatn og Apavatn þar sem pabbi naut sín vel í heitu pottunum. Oft var vel tekið í taflið og önnur spil og sjálfsögðu vor- um við svo með eitthvað gómsætt á grillinu. Við bræðurnir fórum með pabba í helgarferð til Kaupmanna- hafnar árið 2005. Þó að pabbi væri kominn í hjólastól var útþráin greini- lega enn fyrir hendi. Pabba leið ekki vel í hjólastólnum og að vera upp á aðra kominn, þótt hann talaði ekki um það. Hann reyndi alltaf að gera hlutina sjálfur og bað ekki um aðstoð fyrr en í lengstu lög. Víst gat það verið erfitt fyrir okkur systkinin að horfa upp á þennan áður stóra og sterka mann „fastan“ í stóln- um og vera öðrum háður. Andlega hliðin var samt alltaf 100% og hann var vel inni í öllum fréttum og fylgdist vel með þjóðfélaginu. Pabbi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og fór ekki í felur með þær. Þúsund þakkir fyrir allt elsku pabbi og hvíl í friði. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Pétur Karl. Elsku pabbi minn, Pétur bróðir til- kynnti mér að þú værir dáinn rétt eft- ir að við komum heim úr kirkjunni þar sem verið var að skíra dótturdótt- ur mína. Það var eins og hjartað hefði hætt að slá, það gat ekki verið að þú værir farinn fyrir fullt og allt. Ég var alls ekki tilbúin, mér hlaut að hafa misheyrst. Ég vildi ekki trúa því að ég gæti aldrei knúsað og kysst þig aftur, aldrei sest niður og spjallað um daginn og veginn, aldrei aftur. Þó að heilsu þinni hefði hrakað mikið síð- ustu mánuði er maður aldrei viðbúinn að missa pabba sinn. Það er þó hugg- un harmi gegn að núna líður þér vel í faðmi ástvina og ættingja hinum megin. Þegar ég lít til baka þá standa ýms- ar minningar upp úr. Það var mjög sterkt samband á milli okkar pabba og var ég mikil pabbastelpa þegar ég var lítil. Eftir að pabbi og mamma skildu þá mynduðust enn sterkari tengsl á milli okkar – ég gat alltaf leit- að til pabba. Þó að pabbi hefði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum þá virti hann ætíð mín sjónarmið. Ég gleymi því aldrei hvað pabbi var glæsilegur á brúðkaupsdaginn minn þegar hann fylgdi mér til alt- aris. Ég var svo montin að eiga svona háan og myndarlegan pabba. Þegar dætur okkar Grétars komu í heiminn hver af annarri og við eign- uðumst okkar heimili var pabbi tíður gestur í mat og kaffi. Oft kom pabbi með kaffibrauð til mín þegar ég var ein á daginn með dætrunum, og var þá oft glatt á hjalla. Við hjónin fórum í ógleymanlega ferð með pabba til Mexíkó og Banda- ríkjanna. Pabbi naut sín einstaklega vel og var þetta ein af bestu ferðum okkar með honum. Okkur var tíðrætt um þessa ferð og er ekki langt síðan við vorum að rifja upp ýmis atriði úr ferðinni. Þegar við fjölskyldan fluttum til Bandaríkjanna var mikið um bréfa- skriftir okkar á milli. Þó að pabbi væri ekki mikið fyrir bréfaskriftir þá skrifaði hann okkur oft. Eftir að hann veiktist keypti hann sér fartölvu til að geta verið oftar í sambandi. Pabbi var alltaf að vonast eftir að við flyttum fljótt aftur til Íslands. Hann kom einu sinni í heimsókn til okkar á meðan við dvöldum erlendis og áttum við ynd- islegar stundir saman. Það var mikið út af pabba sem við ákváðum að flytja aftur heim til Íslands til að gera okk- ur kleift að eyða fleiri stundum sam- an. Pétur og Kristján bræður mínir voru einstaklega góðir við pabba eftir að hann veiktist. Kristján og Aralyn buðu pabba gjarnan heim í mat á sunnudögum. Pabbi hafði einstak- lega mikla ánægju af sumarbústaða- ferðum sem hann fór með Pétri og Kristjáni. Síðasta utanlandsferð pabba til Kaupmannahafnar með bræðrum mínum og Sólveigu Maríu var lengi í minningunni. Þakka þér fyrir allt, pabbi minn. Ég sakna þín mikið en ég veit að þú ert hjá okkur í anda. Ástar- og saknaðarkveðjur. Guð blessi þig elsku sæti pabbi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Erla Sólveig, Grétar og dætur. Þó að ég vissi að þú myndir fara frá mér á endanum þá er alltaf svo erfitt að kveðja einhvern sem manni þykir svo vænt um. Afi minn, alltaf svo sæt- ur og skemmtilegur og aldrei hrædd- ur við að segja hvað þér fannst. Afi minn sem kvartaði ekki þó þú værir fangi í þínum eigin líkama Ég er ánægð fyrir þína hönd að vera loksins frjáls en þó get ég ekki annað en óskað eftir einu faðmlagi, einni súkkulaði-sígarettu-lykt og ein- um kossi í viðbót. Ég veit þú horfir yfir okkur og bíður eftir að búa til fiskiveisluna þegar við hittumst aft- ur. Við söknum þín mikið. Helga María. Ég trúi því ekki að þú sért farinn, afi minn. Ég mun aldrei gleyma þeirri stundu þegar mér var sagt að þú værir dáinn. Ég var svo leið og mér brá svo við fréttirnar, og ég sagði við sjálfan mig: Ég hefði átt að fara oftar að heimsækja afa eða hringja oftar, en núna er það of seint. Ég mun aldrei gleyma því að afi kvartaði aldrei þó að hann væri með verki því að hann vildi ekki að honum yrði vorkennt. Ég mun aldrei gleyma hans smitandi hlátri og hlýja brosi. Við söknum þín, elsku afi. Lísa Rut. Ó afi, á hverjum degi mun ég sakna þín. Ég trúi ekki að á hverjum degi þegar ég vakna þá sért þú ekki lengur hjá okkur. Þú hrósaðir mér og sagðir alltaf að ég væri sæt og liti vel út þegar ég gekk með Gabríel, þó að mér fyndist svo ekki vera. Gabríel fær því miður ekki tæki- færi til að kynnast þér og sjá hversu mikill snillingur og hversu góður þú varst, en ég mun segja honum frá þér þegar hann verður eldri. Guð blessi þig. Linda Rós. Afi minn. Þú munt verða í huga okkar og bænum. Þakka þér fyrir að vera fyrsta flokks faðir mömmu minnar og þakka þér fyrir að vera frábær afi. Við munum aldrei gleyma þér og við munum ennþá hlæja að bröndur- um þínum. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Núna ertu frjáls eins og fuglinn. Við söknum þín mjög mikið. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig oft: „See you later Alligator.“ Katrín Ósk. Mig langar til þess að minnast á samvistir okkar frændanna, en við vorum bræðrasynir. Minnistæðust mér eru helst gamlárskvöldin á Grímstaðaholtinu, þar sem feður okkar og bræður þeirra hittust og sungu mikið saman, en þeir voru allir miklir söngmenn. Þá er einnig að minnast ferðar okkar Kristjáns til Kaupmannahafnar þegar við vorum um 25 ára aldur, þar sem við bröll- uðum ýmislegt saman í þeirri ógleymanlegu ferð. Góð vinátta okk- ar hélst alla tíð frá barnæsku. Seinna hófum við á svipuðum tíma báðir leigubílaakstur hjá Hreyfli. Þegar heilsu hans fór að hraka um 2004 lét- um við það ekki stoppa okkur í því að hittast. Mikill vinur okkar beggja og bróðir Kristjáns var Róbert en hann lést fyrir um það bil rúmlega 30 ár- um. Kæri frændi og vinur, gakk þú á guðs vegum. Reynir Kristinsson og fjölskylda. Kristján S. Kristjónsson Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS GUÐNASONAR, Furugerði 1, áður Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13D, Landspítala við Hringbraut, fyrir alúð og kærleika. Ólína Kristjánsdóttir, Guðni Kristinsson, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, Kristján Kristinsson, Birna Guðbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS KRISTJÁNSSONAR frá Drumboddsstöðum, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, fyrir frábæra aðhlynningu og virðingu. Svavar Ásmundur Sveinsson, Laufey Eiríksdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Guðríður Sveinsdóttir, Gísli Rúnar Sveinsson, Sigurveig Helgadóttir, Baldur Indriði Sveinsson, Betzy Marie Davidson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, KARLS LEVÍ JÓHANNESSONAR, Seljavegi 11, Reykjavík, Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Z. Karlsson, Hera M. Karlsdóttir Toutai, Karl Karlsson, Hörður Karlsson, Sigríður Karlsdóttir, Kristján Jóhannes Karlsson, Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EYDÍSAR HANSDÓTTUR, Hjallavegi 7, Reykjavík. Guðbrandur Kjartansson, Alda Gunnarsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ingólfur Steinar Óskarsson, Kolbrún Björgólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.