Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 69

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 69 ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Litrík verk með fjölbreyttri hljóðfæraskipan. Claude Debussy: Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu. Sergei Prókofíev: Kvintett fyrir óbó, klarinett, fiðlu, víólu og kontrabassa. Maurice Ravel: Inngangur og allegró fyrir hörpu, flautu, klarinett og strengjakvartett. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Music Director position open www.folkoperan.se Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is VEFSÍÐAN Encyclopaedia Metall- um: The Metal Archives leggur upp með það erfiða – sumir myndu segja ómögulega – verkefni að koma einhvers konar fræðilegum böndum á allra handa þungarokk. Síðan er gríðarleg að vöxtum og byggist á framlögum ástríðufullra sjálfboðaliða, líkt og Wikipedian, en er og ritstýrt með nokkuð harðri og þungri hendi. Skráðir notendur eru tæplega 100.000, misvirkir eins og gengur, og á skrá eru rúmlega 50.000 hljómsveitir. Upplýsingarnar eru afar tæmandi, t.a.m. má finna nokkuð ítarlegar skrár um íslensk- ar sveitir, starfandi sem örendar. Notendur fá punkta eftir því hversu virkir þeir eru og efst tróna bárujárnsguðirnir (e. Metal Gods). Síðuna ófu tveir Kanadamenn ár- ið 2002. Hún er enn rekin úr heima- húsi og af henni eru engar tekjur. Mesti fengurinn í vefnum er plötu- dómarnir, og má finna marga lærða og langa dóma um einstakar plötur sem gott er að brúka til sam- anburðar. Notendur hjálpast að við að halda upplýsingum um einstakar sveitir til haga og þessi anarkíska Wikipediuleið virkar, þar sem eng- inn er gróðinn í spjöllum eða mis- vísandi upplýsingum. Reglur um hvað telst „alvöru“ þungarokk og hvað ekki eru afar strangar, Uriah Heep fær t.d. ekki samþykki harðhausanna sem síð- unni stjórna (en Deep Purple flýg- ur hins vegar inn). Þá eru sveitir sem hallast að pönki oft úti í kuld- anum og reglulega gjósa upp harð- vítugar og langvinnar deilur á spjallborði síðunnar um af hverju þessi sveit eða hin eigi að vera inni eða úti. Síðan virkar því eins og Wiki- pedia þótt hún sé ekki með sama sniði og helsti gallinn er að aðgeng- ið er heldur stirðbusalegt. Þá liggur síðan stundum niðri í nokkra daga, án skýringa. Innihaldið er þó gulls ígildi, eða ætti maður kannski að segja bárujárns ígildi? VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.METAL-ARCHIVES.COM» Alfræðivefur öfgarokkarans Fræði Gunnar hinn franski grúskar í Encyclopaedia Metallum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.