Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR J ón Ásgeir Jóhannesson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Í fyrstu virtist hann beina spjótum sínum helst að stöðu ís- lensku bankanna, en hefur nú varpað kastljósi sínu að ímynd Íslands á er- lendri grund, sem hann telur mjög brothætta. Engum vafa er undirorpið að Jón Ásgeir og félagar hafa verið fyrirferð- armiklir í íslensku útrásinni svoköll- uðu. Þess vegna hljóta skoðanir hans á íslenska fjármálakerfinu að vekja at- hygli. Í sjónvarpsþætti á dögunum lýsti hann því að nú væru allir Íslendingar í útlöndum settir í sömu körfu, sama frá hvaða fyrirtæki þeir kæmu og það lá í orðunum að viðbrögð við íslensku útrásinni séu fremur neikvæð um þessar mundir. Í raun hafa sams kon- ar vangaveltur komið frá greining- ardeildum íslensku bankanna. Ef horft er t.d. til skuldatryggingarálags bank- anna, virðist það hækka með sam- bærilegum hætti hjá öllum íslensku bönkunum, þótt það sé mishátt í grunninn. Því má leiða líkur að því, að lendi eitt íslenskt fyrirtæki í vanda, gæti það haft áhrif á hin. Og að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er nauð- synlegt að bregðast við, með sam- hæfðri og stöðugri kynningu á Íslandi. Þetta er ekki nýr sannleikur. Þessu hafa margir haldið fram og nægir að minna á að Viðskiptaráð hefur skoðað ímynd Íslands sérstaklega og bent á hversu óþekkt við erum víða um lönd. Raunar má einnig draga þá ályktun að þjóðir séu fljótar að gleyma okkur, enda eru merkisberarnir aðeins um 300 þúsund, þótt kraftarnir séu oft mun meiri. Minnumst þess að öll verðmæta- sköpun og öll sú orka sem leystist úr læðingi í útrásinni, varð til með einka- væðingu íslensku bankanna. Munum að með því að stórauka frelsi í við- skiptum á síðasta áratug hafa skapast skilyrði fyrir meiri vöxt en nokkurn óraði fyrir. Ekki er þar með sagt að öllum verkefnum á sviði bætts þjóð- félags og atvinnulífs sé lokið, því fer fjarri. Og talandi um verkefnin, evran er töluvert til umræðu, í þinginu, fjöl- miðlum og hjá hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Það hefur svo sem verið heilmikið ritað um Evrópumál, vönduð skýrsla var gefin út í apríl sl. og nú hefur ný Evrópunefnd, tvíhöfða nefnd, verið sett í það að fylgjast með hags- munum Íslands gagnvart ESB til 2011. En mikið er auðvelt að ruglast í þessu öllu saman: Sumir eru að ræða evru almennt, aðrir einhliða upptöku evru. Svo koma þeir sem tala um tví- hliða samninga um upptöku evru og hinir sem aðeins tala um starf- rækslumyntina evru. Ekki gleyma um- ræðum um aðild að Evrópusamband- inu, sumir segja strax, aðrir svolítið seinna, einhverjir mun seinna. Og loks vilja sumir kveðja krónuna strax og nota evruna í staðinn. Viðskiptaþing 2008 virtist hafna upptöku evru með einhliða samningi. Vænn hluti stærri fyrirtækja í landinu vill ekki aðild að ESB en flest þeirra eru þó á því að evran sé sá gjaldmiðill sem helst komi til greina, verði skipt um gjaldmiðil. Það er áreiðanlegt, að stjórnvöld verða að horfa til hagsmuna íslenskra fyrirtækja um leið og horft er til hags- muna þjóðarinnar. Þessi sjónarmið eiga að fara saman og hlutverk stjórn- valda er að tryggja að svo sé. Sú breyting hefur orðið á undanförnum árum að heimilin í landinu hafa í vax- andi mæli tekið lán í erlendri mynt, hvort sem er til fasteigna- eða jafnvel bílakaupa. Tekjurnar í krónum og lán- in í erlendri mynt. Þetta hlýtur að vera eitt af þeim atriðum sem Seðla- PISTILL » Tekjurnar í krónum og lánin í erlendri mynt. Þetta hlýtur að vera eitt af þeim atriðum sem Seðla- bankinn horfir til þegar hann leitar leiða til að lækka stýrivexti. Ólöf Nordal Árás evrunnar og ímynd Íslands bankinn horfir til þegar hann leitar leiða til að lækka stýrivexti. Svo er það hitt, sem væri í sjálfu sér fróðlegt að vita; hvað er mikið af evru í umferð í landinu? Marel lýsti því yfir að það ætlaði að greiða laun í evrum að einhverju leyti; víst er að eitthvað er um það að minni fyrirtæki hafa greitt laun í evrum. Trúlega fer mikið af þeim fjármunum út úr land- inu aftur, en er hugsanlegt, að evran sé að hreiðra um sig í bakher- bergjum? Og hvernig er lánasamsetn- ingu heimilanna í landinu háttað? Hve stór hluti lána á síðustu árum er í er- lendum myntum og þá hvaða? Af hverju kaupum við bíl með mynt- körfu? Væri ekki fróðlegt að leita svara við þessum spurningum? LÖGREGLUSTJÓRI höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að flýta fyrirhugaðri úttekt innri endurskoðunar embættisins á starfsemi fangamóttöku LRH í tilefni þess að gæslu- varðhaldsfanginn Annþór Kristján Karlsson strauk úr haldi fyrir skemmstu vegna þess að ekki var fylgt verklagsreglum við vistun hans. Umrædd úttekt var samkvæmt fyrirliggj- andi áætlun innri endurskoðunar á dagskrá síðar á þessu ári. Í þeirri athugun, sem þegar er hafin vegna atviksins, verður farið heild- stætt yfir móttöku fanga hjá embættinu og gengið úr skugga um að sú móttaka sé eins og reglur kveða á um. Ítarleg innanhúsrannsókn á þeim atriðum sem fóru úrskeiðis í aðdraganda stroks Ann- þórs stendur enn yfir en að kröfu lög- reglustjóra er verið að afla frekari gagna auk þess sem nánar er verið að fara yfir alla þætti málsins, frá móttöku fangans deginum áður til framkvæmdar vistunar, eftirlits, skráningar o.fl. Þegar liggur fyrir að móttaka og vistun fangans sem og eftirlit með honum var ekki í samræmi við gildandi verklagsreglur. Einnig liggur fyrir að fanganum fylgdu ekki nauðsyn- legar upplýsingar um tilhögun og framkvæmd vistunar. Hins vegar eru ekki uppi grunsemd- ir um að starfsmenn embættisins hafi komið að málinu með refsiverðum hætti. Viðeigandi úrbætur gerðar Þegar niðurstöður rannsóknar embættisins á því hvað úrskeiðis fór liggja fyrir verður metið hvernig unnt sé að koma í veg fyrir að slíkt gerist á ný og viðeigandi úrbætur gerðar á framkvæmd og skipulagi þessara mála hjá embættinu. Jafnframt mun lögreglustjóri upp- lýsa dóms- og kirkjumálaráðuneytið um nið- urstöður athugunar embættisins og hvernig brugðist verði við þeim atriðum sem aflaga fóru í meðferð embættisins á gæsluvarðhalds- fanganum. Flýta úttekt á fangamóttöku Ráðuneytið upplýst um viðbrögð við þeim atrið- um sem aflaga fóru Strauk Gæsluvarðhaldsfanginn Annþór Kristján Karlsson strauk úr haldi lögreglu. EIGENDUR nokkurra af þeim 11 smá- virkjunum sem ekki hafa sótt um rekstr- arleyfi hafa þegar sent umsóknir um virkj- analeyfi til iðnaðarráðuneytisins, eftir að ósk um það barst þeim frá Orkustofnun, sem er eftirlitsaðili með raforkumálum. Þetta segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu. Hann segir að í ljós hafi komið að þessi tilteknu leyfi vantaði við störf stýrihóps um smávirkjanir, sem nýlega skilaði skýrslu. Hópurinn skoðaði 11 smávirkjanir og reyndust tvær þeirra, Hvestu- og Árteigsvirkjun, ekki hafa rekstrarleyfi. Umsókn vegna Árteigsvirkj- unar hefur þegar borist og unnið er að umsókn vegna Hvestuvirkjunar. Aðrar virkjanir sem ekki reyndust hafa rekstrarleyfi voru níu talsins, en þær voru ekki á borði nefndarinnar. Flestar þeirra eru undir 1 MW að stærð. Í 4. grein raf- orkulaga komi fram að til þess að reisa og reka raforkuver þurfi virkjanaleyfi. Virkj- anir sem eru smærri en 1 MW séu hins vegar undanþegnar því að sækja um virkj- analeyfi. Undantekning frá undanþágunni sé hins vegar sú að þegar virkjanir tengj- ast dreifikerfinu þarf að sækja um leyfi til þess að reka virkjanirnar. Lárus segir að svo virðist sem ákveðinnar óvissu hafi gætt hjá viðkomandi virkjunaraðilum um að þeir væru orðnir leyfisskyldir þegar þeir tengdust dreifikerfinu. Þeim hafi ver- ið bent á gallann og leiðbeint um ferlið. Nokkrir hafa þegar sótt um SAMKVÆMT breytingaskrá þjóðskrár fengu 647 landsmanna íslenskt ríkisfang árið 2007. Að sögn Hagstofunnar eru þetta færri einstaklingar en verið hefur undanfarin þrjú ár en fram til 2006 fjölg- aði þeim sem veitt var íslenskt ríkisfang jafnt og þétt og mest var fjölgunin á milli 2003 og 2004. Árið 2006 fengu 844 manns íslenskt rík- isfang og var það mesti fjöldi ríkisfangs- veitinga fram að því. Árið 2007 fækkaði því ríkisfangsveitingum um 197 frá árinu á undan. Flestir einstaklingar sem hlutu íslenskt ríkisfang árið 2007 höfðu áður ríkisfang í Póllandi, líkt og árin á undan. Fjöldi þeirra var þó minni en 2006, eða 162 árið 2007 á móti 222 árið áður. Næstfjölmenn- asti hópurinn var áður með ríkisfang á Fil- ippseyjum, eða 69 manns. Nánar á hagstofa.is. Færri fengu ís- lenskt ríkisfang SJÖ íþróttakonum var í gær út- hlutað samtals 2,5 milljónum króna úr Afrekskvennasjóði Glitn- is og Íþróttasambands Íslands. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa tryggt sér sæti á ólympíu- leikunum í Peking síðar á þessu ári eða eru skammt frá því takmarki. Um er að ræða Ásdísi Hjálms- dóttur, Íslandsmethafa í spjótkasti úr Ármanni, Emblu Ágústsdóttur, Íslandsmethafa í sundi úr íþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík, Erlu Dögg Haraldsdóttur, Íslands- methafa í sundi úr Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar, Ragn- heiði Ragnarsdóttur, Íslandsmethafa í sundi og KR-ingi, Sigrúnu Brá Sverrisdóttur, Ís- landsmethafa í sundi úr Fjölni, Silju Úlfarsdóttur, Íslandsmethafa í spretthlaupum úr FH, og Sonju Sigurðardóttur, sundkonu úr Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og Íslandsmethafa í nokkrum sundgreinum. Þetta er í þriðja sinn sem út- hlutað er úr sjóðnum en hann hef- ur það að markmiði að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Alls bárust 97 umsóknir til Af- rekskvennasjóðsins að þessu sinni og nam heildarfjárhæð þeirra um 150 milljónum króna. Næsta út- hlutun úr verður í september nk. Í stjórn sjóðsins sitja þær Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnuþjálfari og Vala Flosa- dóttir, verðlaunahafi á ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000. Sjö íþróttakonur styrktar um 2,5 milljónir úr Afrekskvennasjóði Glitnis Stefnt á ÓL í Peking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.