Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING AÐALVON okkar á slaghörpu af yngstu kynslóð, Víkingur Heiðar Ólafsson (24), á sér trauðla fylgjend- ur fáa, eins og berlega kom fram á uppseldum tónleikum í Salnum á þriðjudag. En þó að æskudýrkun nú- tímans hjálpi sjálfsagt eitthvað til, er það að öðru leyti ofur skiljanlegt – miðað við óvenju glæsilegan feril á aðeins átta árum, að nýloknu sex ára framhaldsnámi við Juilliard. Og þó að samspilari hans Denis Bouriakov (28) hafi ekki verið hlustendum jafn- kunnur, virtist ferill flautuleikarans frá Krímskaga engu ómerkari ef marka mátti kynningarorð SÍ-flautu- leiðarans Hallfríðar Ólafsdóttur í Mbl. Þurfti því varla að undrast flenniaðsóknina. En jafnvel þótt innsti kjarni fagur- tónkera væri hér kannski minna áberandi en oftast gerist, þá má óhætt segja það strax að útkoman hafi réttlætt húsfyllinn. Samspil þeirra félaga hefði nefnilega að fullu átt skilda álíka hástigs umfjöllun og forðum féll í skaut fremstu „ofur- tríóum“ rokkgeirans kringum 1970, enda var á köflum engu líkara en að piltarnir hefðu starfað saman í ára- raðir. Fyrir hlé beindist brennidepillinn hins vegar að einleik hvors um sig. Bouriakov tjaldaði umritun sinni á frægum Chaconne-þætti Bachs úr II. Fiðlupartítu í d-moll, og kom hún fjöl- rödduninni furðuvel til skila með eld- liprum herplum. Þó að flautan réði vitanlega lítt við tvíröddunargetu fiðl- unnar, náðist samt merkilega mikil dýpt og stígandi. M.a. þökk sé óvenju styrkvíðum blæstri, er fyrst heyrðist hér um slóðir úr flautu Manuelu heit- innar Wiesler. Nutu og seinni flautu- atriði kvöldsins góðs þar af. Að því loknu flutti Víkingur 28. píanósónötu Beethovens Op. 101 í A-dúr frá 1816 (þá fyrstu frá svoköll- uðu þriðja sköpunarskeiði) og var hún líflega túlkuð í vakurri meðferð Víkings á hröðu þáttunum en af syngjandi íhugun í þeim hægari. Marsinn (II) var kannski í hrað- skreiðara lagi og sumir stakkatóstað- ir nær staccatissimo, en þróttmikil innlifunin hélt samt hlustendum bí- sperrtum á stólbarmi allt til enda. Fyrir mér varð nýklassískur gim- steinn Prokofjevs frá 1943, Flautu- sónatan í D-dúr Op. 94, hápunktur kvöldsins. Hann ku að vísu jafntíður í seinni útgáfu tónskáldsins fyrir fiðlu og píanó, en í sprækri útleggingu dúósins staðfestist grunur manns um að frumgerðin þjóni tjábrigðum verksins bezt. Hér vottaði hvergi fyr- ir snöggum blettum (allavega voru þeir vel faldir að góðra virtúósa hætti), og húmor, kraftur, hressileiki og ljóðrænt legató fóru á sannköll- uðum kostum í hnífsamstilltri með- ferð tvímenninganna. Þótt grynnra væri á skemmtiverki Benjamins Godards (Suite de Trois Morceaux Op. 116) og hinu alkunna Introduction et Rondo Capriccioso Op. 28 eftir Saint-Saëns í flautum- ritun Bouriakovs, þá hélzt leikgleðin þar engu ósviknari. Funheitar undir- tektir áheyrenda voru eftir því, enda af nægu tilefni. Ungt ofurdúó TÓNLIST Salurinn Verk eftir Bach, Beethoven, Prokofjev, Godard og Saint–Saëns. Denis Bouriakov flauta, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó. Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20. Kammertónleikarbbbbm Ríkarður Ö. Pálsson Árvakur/Frikki Stórgóðir Víkingur og Bouriakov á tónleikunum í Salnum í fyrrakvöld. VIKULEGT, opið og stefnu- laust spjall og flæði verður í boði í hádeginu á föstudögum á kaffihúsinu Babalú, Skóla- vörðustíg 22, frá og með morgundeginum. Þar verður m.a. hægt að hitta myndlistarmenn, fræði- menn og rithöfunda, boðið upp á fastan stað og stund en breytilegt flæði fólks og um- ræðuefna. Fjórir komu í spjall 8. febrúar sl. og var umræðuefnið þá m.a. svokölluð við- burðavæðing safna og alþjóðleg þróun og breyt- ingar í starfsemi sýningarsala. Ekki er alltaf sérstakt umræðuefni enda er spjallinu ætlað að vera stefnulaust. Umræðufundur Stefnulaust spjall og flæði í Babalú Babalú JAZZKLÚBBURINN Múlinn er í fullu fjöri og býður upp á nýja 15 tónleika dagskrá. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld á DOMO Bar, Þingholtsstræti 5, til heiðurs gítarsnillingnum Jóni Páli Bjarnasyni sem er nýorðinn sjötugur. Á tónleikunum munu margir af helstu djassleikurum þjóð- arinnar leika með Jóni í ýms- um samsetningum, m.a. Ásgeir Ásgeirsson og Eð- varð Lárusson, Óskar Guðjónsson, Ólafur Jónsson, Ómar Guðjónsson, Jóhann Ásmundsson og Pétur Grétarsson. Tónleikar Múlans hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Tónleikar Múlinn heiðrar Jón Pál Bjarnason Jón Páll Bjarnason SÖGUBÍLL Borgarbókasafns- ins, Æringi, leggur af stað í sína fyrstu ferð á morgun kl. 11, en þá verður hann afhjúp- aður við leikskólann Tjarnar- borg í Reykjavík með aðstoð barnanna þar. Æringi er litli bróðir bóka- bílsins Höfðingja og mun í framtíðinni heimsækja alla leikskóla Reykjavíkur og bjóða börnum í sögustund. Brian Pilkington myndskreytti bílinn. Í bílnum verður lesið fyrir börn, þeim sagðar sögur en einnig stendur til að fá eldri borgara til að koma í bílinn og segja börnunum frá atburðum eða aðstæðum úr eigin bernsku. Bækur Sögubíllinn Æringi rúllar af stað Brian Pilkington Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is DANS-ANDI nefnist febrúarsýning íslenska dansflokksins, sem verður frumsýnd á föstudagskvöldið. Þá svífur norrænn andi yfir sviði Borg- arleikhússins, í verkum Norð- mannsins Jo Strömgren og Svíans Alexanders Ekman. Verk Ekmans, Station Gray - Last Stop, hefur hann frumsamið fyrir dansflokkinn. Ekman hefur verið lýst sem rísandi stjörnu í evr- ópskum dansheimi. „Í verkinu mínu er hópur af full- orðnu fólki og við fylgjumst með því í ólíkum aðstæðum á einum degi. Þau finna æskuna að nýju og við spinnum út frá því,“ segir Ek- man þegar hann lýkur æfingu einn morguninn fyrr í vikunni. „Þetta er verk með mörgum kar- akterum og býsna hrynkennt,“ heldur hann áfram. „Ég nota allan hópinn og það er leikrænt, með ýmsum uppákomum.“ Brosandi segir Ekman að þetta sé heimsfrumsýning á föstudags- kvöldið. „Tónlistin er talsvert blönduð og sjálfur samdi ég það sem heyrist í einni senunni. Annars er þetta blanda af gamalli tónlist og hún er býsna notaleg.“ Fæ að vera hreinni dansmaður Jo Ströngren kemur til okkar og þegar hann er spurður um verk sitt, Kvart, kemur skelmislegt bros fram á varirnar og hann segir það „norrænt meistaraverk.“ Að minnsta kosti sé verkið mjög nor- rænt, en aðrir verði síðan að dæma um hitt. Íslenski dansflokkurinn er að sýna verk eftir Strömgren í annað sinn en hann samdi Kraak fyrir flokkinn árið 2001. Þá hefur hann komið með leikverk hingað til lands og tók í vor þátt í uppsetningu Ræðismannsskrifstofunnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sagt er um Kvart, sem dansað er á hvítu teppi, að höfundurinn sé að rannsaka dans sem sést ekki oft á sviði, þar sem dansarar dansa hver fyrir annan. „Við Ekman höfum deilt pró- grammi áður,“ segir Strömgren en það fer greinilega vel á með dans- höfundunum. „Venjulega er það ég sem þarf að vera með leikræna þáttinn og gefa öðrum höfundum „leikræna fjarvistarsönnun“ en þeg- ar ég er með Ekman í prógrammi, þá fæ ég tækifæri til að vera hreinni dansmaður. Ekman fær að sjá um hið listræna.“ Og aftur læð- ist bros fram á varirnar. „Ég hef komið að leikhúsverk- efnum hér á landi – þannig að nú er gaman að vera bara með abstrakt dans.“ Kvart hefur ekki verið sýnt á Ís- landi áður og Strömgren segir verkið fært í nýjan búning hér, með nýrri lýsingu og búningum Stein- unnar Sigurðardóttur fatahönn- uðar. Tónlistin er harmónikkumús- ikk eftir Finnann Kimmo Pohjonen. „Þetta er afskaplega norræn dag- skrá,“ segir hann. „Meira að segja tónlistin er hánorræn.“ Snjórinn var upphafspunktur Fatalína Steinunnar Sigurðar- dóttur er iðulega út í svart svo að það kemur á óvart þegar hún segir búningana við verkið vera hvíta. „Það er búið að snjóa svo mikið,“ segir hún. „Allur snjórinn hér í vet- ur var eiginlega upphafspunkt- urinn. Glit og frost. Og hrímuð and- lit.“ Steinunn segir að sér finnist erfiðara að gera búninga en hanna fatnað. „Hér er verið að spila svo mikið upp á hreyfinguna – hreyf- ingarnar stjórna eiginlega búning- unum. Á æfingu voru dansararnir með þessar áhugaverðu axlahreyf- ingar; útfrá þeim spunnust hug- myndirnar.“ Afskaplega norræn dagskrá Árvakur/Einar Falur Á sviðinu „Þegar ég er með Ekman í prógrammi, þá fæ ég tækifæri til að vera hreinni dansmaður.“ Danshöfundarnir Ekman og Strömgren. Dansverk Jo Strömgren og Alexander Ekman á febrúarsýningu Íd Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is EIN skærasta stjarna sellóheims- ins, Þjóðverjinn Daniel Müller- Schott, leikur einleik í sellókonsert eftir Joseph Haydn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í kvöld. Müller-Schott fór með sigur af hólmi 15 ára gamall í Tsjækovskíj- keppninni fyrir unga tónlistarmenn í Moskvu og í kjölfarið tók fiðlusnill- ingurinn Anne-Sophie Mutter hann upp á sína arma. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, segir Mutter hafa greitt götu sellóleikarans unga, séð til þess að hann kæmist í selló- tíma hjá Rostropovitsj og dýrt og fínt selló og tekið hann með sér í tón- leikaferðir. Út á það hafi Müller- Schott fengið mikla og góða kynn- ingu. Eftir sigurinn í keppninni komst ferill hans á flug, að sögn Atla. „Hann fer bara frá einni stór- hljómsveitinni til þeirrar næstu, er að fara beint héðan að spila sama konsertinn í tónleikaferð um Hol- land. Hann sagði mér það í morgun að hann stoppaði varla nokkurn tíma heima hjá sér í München,“ segir Atli. Lúmskt erfiður Atli segir sellókonsertinn sem Müller-Schott kemur til með að leika vera lúmskt erfiðan, líkt og mörg verk Haydns. Haydn samdi aðeins tvo sellókonserta um ævina. Müller- Schott leiki konsertinn afskaplega vel. „Það sem hann gerir líka er að hann spilar sína eigin kadensu, það er staður í konsertinum þar sem sólóistinn fær að gera það sem hon- um sýnist, og hann semur sinn eigin bút, sína eigin fantasíu, um stef Haydns,“ segir Atli. Müller-Schott sé án efa einn allra besti sellóleikari heimsins í dag. Fyrir tónleikana verður haldinn s.k. súpufundur á Hótel Sögu kl. 18. Þar mun Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræðingur fjalla um tón- skáldin og verkin sem leikin verða á tónleikunum á meðan gestir gæða sér á veitingum. Auk sellókonserts- ins eru það forleikurinn að Töfra- flautunni eftir Mozart og Sveita- sinfónía Beethovens. Hljómsveitar- stjóri er Eyvind Aadland. Sellóstjarna og súpukvöld Ljósmynd/Sonja Werner Einbeittur Daniel Müller-Schott, einn fremsti sellóleikari heims. Daniel Müller-Schott leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.