Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 22
heilsa 22 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Rekstur heimilisbílsins kost-ar allt frá rúmum 770 þús-und krónum og upp í rúm-ar 1.544 þúsund krónur á ári, samkvæmt nýjum útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Tekið var mið af verðlagi í nýliðnum janúar og það umreiknað yfir á heilt rekstrarár, en samkvæmt útreikn- ingum hafa rekstrarútgjöld bifreiða aukist um allt frá 7,37% og upp í 10,14% milli ára. Það, sem þyngst vegur í bifreiða- kostnaðinum, er kostnaður vegna notkunar og verðrýrnunar. „Helst er mögulegt að hafa áhrif á vægi þess- ara útgjaldaliða, t.d. með því að kaupa lítinn og eyðslugrannan bíl, reyna að sinna hluta viðhaldsins sjálf og hafa endursöluverð í huga við kaup á nýjum bíl,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem bætir við að FÍB-félagar njóti auk þess margvíslegs afsláttar af þjónustu og rekstrarvörum vegna bíla sinna og geti í mörgum tilfellum lækkað kostn- aðinn verulega. Við útreikningana var stuðst við þrjá verðflokka nýrra bifreiða sem annars vegar er ekið 15 þúsund km og hinsvegar 30.000 km á ári. Endurnýjun bifreiðarinnar miðast við árlegan akstur. Endurnýjað er eftir fimm ár miðað við 15 þúsund km á ári og eftir þrjú ár miðað við 30 þús- und km á ári. Eldsneytiseyðsla, viðhald, skattar, tryggingar, verðmætatap og vextir eru grunnur þessara kostnaðarút- reikninga. Útreikningarnir styðjast við meðaltöl þannig að ekki er hægt að búast við nákvæmum niðurstöðum í einstökum tilvikum. Ákveðin fylgni er á milli vissra útgjaldaliða, sem tengjast verði og stærð bifreiða, svo sem bensínkostnaður, tryggingar, viðhald og verðrýrnun. Þetta gerir bifreiðaeigendum kleift að glöggva sig á rekstrarkostnaði eigin bifreiðar. 20% hækkun á eldsneyti „Eldsneyti og tryggingar hafa hækkað mest á tímabilinu, sem um ræðir, en kostnaðarverð sjálfra öku- tækjanna er hins vegar innan al- mennrar verðþróunar,“ segir Run- ólfur. „Nærri lætur að bensínliðurinn hafi hækkað um 20% milli ára á með- an tryggingaliðurinn hefur hækkað um nærri 12%.“ Dísellítrinn er nú orðinn dýrari hér á landi en bensínlítrinn í samræmi við heimsmarkaðsverð. Heimsmark- aðsverð á bensíni er nú um mundir á 45 kr/l á meðan dísellítrinn kostar 52 kr. Bensínverð á íslenskum sjálfs- afgreiðslustöðvum Shell, Olís og N1 nemur nú um 138,90 kr/l á meðan dís- ellítrinn kostar 143,60. Opinberir skattar nema yfir 50% af söluverði bensíns og díselolíu en skattar af dí- selolíu eru örlítið lægri en af bensíni þótt ekki muni nema einni krónu. Víða í nágrannalöndunum við- gengst hinsvegar meiri munur sem er liður viðkomandi stjórnvalda í að hvetja fólk til að draga úr eldsneyt- isnotkun. „Sá pólitíski hvati hefur ekki verið tekinn upp hér á landi, en þó díseldropinn sé nú um fimm krón- um hærri í útsöluverði en bensín- dropinn geta bíleigendur sparað sér allt að 25% í eldsneytiskostnaði með því að aka um á díselbíl í stað bens- ínbíls og það þrátt fyrir að kaup á dís- elbíl séu ívið dýrari en á bensínbíl. Sem dæmi má nefna að bensín- jepplingur, sem eyðir 15 lítrum af hundraði, myndi sem díseljepplingur eyða um 11,5 lítrum af hundraði.“ Hann bendir þó á að díselolían hafi verið dýrari en bensínið í þó nokkurn tíma. „Það helgast m.a. af aukinni eft- irspurn í díselbíla. Viðleitni mark- aðarins snýst um að leita í eyðslu- grennri ökutæki enda er það sannreynt að betri orkunýting fæst úr díselbílum auk þess sem nýjustu dís- elbílarnir eru nú orðið að brenna brennisteinssnauðari díselolíu en við þekkjum frá því í gamla daga þegar sótmengun frá díselbílum olli mikilli svifryksmengun með óæskilegum áhrifum á heilsu manna. Á seinni ár- um hefur markvisst verið unnið gegn þessari mengun með sótvarnarsíum sem gera það að verkum að díselbílar brenna nú mun hreinna díseleldsneyti en áður,“ segir Runólfur. 20% verðrýrnun fyrsta árið Verðrýrnun nýrra ökutækja vegur líka þungt í kostnaðarútreikningum bifreiðaeigenda en bílar falla hlut- fallslega mest í verði þegar þeir eru nýir. Ekki er óeðlilegt, að sögn Run- ólfs, að gera ráð fyrir 20% verðrýrn- un af nýjum bíl fyrsta árið. „Gamla slagorðið „fasteign á hjólum“, sem komið er frá Volvo, er fjarri sanni því að bíll verður aldrei fjárfesting. Hann er fyrst og fremst nytjahlutur og hon- um fylgir kostnaður,“ segir Runólfur og bætir við að í samanburði við hin Norðurlöndin megi ætla að danskir og norskir bíleigendur borgi eilítið hærri rekstrarkostnað en íslenskir bíleigendur á meðan Svíar sleppi mun ódýrar en við. „Danir og Norðmenn eru með hæstu opinberu skatta á bíla sem þekkjast, en við njótum heldur lægri vörugjalda. Aftur á móti búa Ís- lendingar við mjög dýrt vara- hlutaumhverfi og fákeppni á þeim markaði enda getur munað allt að helmingi á varahlutum hjá íslenskum og sænskum umboðsaðilum.“ join@mbl.is Notkun og verðrýrnun vega þyngst 0+     1 +      * '    *17 $85 8+ 19 ; /9 : <   9= %:   1 <  1 9 %: >4  1*+   1  5 % + 4 93 :- ;21  '  #  < = = < = * ?>     1 >0 ?   < = = < = * .@5 = * @>?    A  5%A "9   < = = < = * .@5@B = * 3>8+7 1 ; 6:= + ; 6:= + < = * .@5@B@C = * <>B   1 ;D , < = * ?* 2 1 0 =  1 = =  1 = *  1 , 5 0 %  = , , 3 3 ,   4 3 4 93 44 , 3 3 3 9 9 , ,   , 93 4 9 3 4 9,4 39 4 3 394 ,, ,3 3 94 , 3  9  , 4 4 44 44 3 3 ,9 44  ,  , 9 9 ,   9 9  , 9 , 4 9   49 3 , 439  3  9  3 3 3 4 3 4 3 4 3 9 3  9 4 93 , ,   , 93 49 4 ,4 9 3 94 3 9 4 3 3 9 ,4 ,9  3 4 4 4, 3 34  3 3, 3 9 3 3  3 39 9 ,   9 393  44 9 49, , 49, 3 ,  93  934 4 3 43 4 3 3 4 ,3 3 4 3 4 4 ,3 9 3 3 4  ,3  9, 4,9 3 , ,   , 93 4 9 4 4  3 94 9 4  4 9 4 3 ,39 3 , ,94, 4 3 43 4 4 4  43 , 3  43 49 3 4 ,3 39  9 ,   9 9   9 , 9   39 3 3 3 9  4 , 9  Rekstrarkostnaður bifreiða hefur aukist um 7,37%–10,14% milli áranna 2007 og 2008, skv. nýjum útreikningum Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér forsendur útreikninganna hjá Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB.  Í útreikningunum er bensínverðið haft fast eða 139,50 krónur á lítrann. Þessi liður er breytilegur og ræðst af þróun bensínverðs á heimsmarkaði og landfræðilegri staðsetningu.  Viðhalds- og viðgerðarkostnaður er meðaltalskostnaður vegna ábyrgð- arskoðana skv. forskrift framleiðenda.  Gert er ráð fyrir að fjögur vetrardekk séu keypt með nýjum bíl. Umfelg- un ásamt jafnvægisstillingu á hjólbarðaverkstæði tvisvar á ári er tekin með í reikninginn.  Stuðst er við meðaltalsgjald fyrir ábyrgðartryggingu, slysatryggingu ökumanns og eiganda, framrúðutryggingu, kaskótryggingu og vátrygg- ingu ökumanns. Tekið er tillit til sjálfsáhættu vegna tjóna.  Þá er bifreiðagjald innheimt tvisvar á ári fyrir sex mánuði í senn.  Hugsa þarf fyrir bílageymslum, stöðumælum og leigustæðum, en undir þrif falla m.a. heimsóknir á bílaþvottastöðvar, bón og hreinsiefni.  Fjármagnskostnaður í útreikninginum eru reiknaðar vaxtatekjur af því fjármagni, sem að meðaltali er bundið í bifreiðinni á eignartíma hennar. Stuðst er við raunvexti, sem í boði eru hverju sinni. Forsendur útreikninga ERFÐAEFNI eineggja tvíbura er ekki nákvæmlega eins í öllum smáatriðum eins og hingað til hefur verið talið. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem sænsk- ir, bandarískir og hollenskir vísindamenn standa að baki og forskning.no segir frá. Rannsóknin var gerð við Háskólann í Alabama í Bandaríkjunum og var fyrst birt í tímaritinu American Journal of Human Genetics. „Jafnvel þótt erfðaefnið væri nánast alveg eins sýndu okkar niðurstöður að það er býsna algengt að örlítill breyti- leiki sé til staðar í því milli tvíbura,“ er haft eftir einum vísindamannanna, Jan Dumanski. Hann leiddi rannsóknina ásamt Carl Bruder sem segir niðurstöð- urnar gefa ýmislegt til kynna. „Með því að uppgötva örlítinn mun í erfðaefni ein- eggja tvíbura þar sem annar er haldinn sjúkdómi, opnast möguleikar á að tengja ákveðnar erfðabreytingar við uppruna algengra sjúkdóma,“ segir hann. Gæti útskýrt af hverju einn tvíburi veikist en ekki hinn Niðurstöðurnar geta haft mikla þýð- ingu við rannsókn arfgengra sjúkdóma sem og við þróun nýrra greining- araðferða segir í frétt forskning.no. Hingað til hafa menn aðallega leitað út- skýringa í umhverfisþáttum en ekki erfðaþáttum þegar aðeins annar ein- eggja tvíbura fær til dæmis Parkinsons- veiki. Vísindamennirnir rannsökuðu 19 ein- eggja tvíbura sem höfðu að því er virtist sama erfðaefni (DNA). Vísindamennirnir fundu hins vegar mun í fjölda eintaka ákveðinna erfðaefnisþátta hjá tvíbura- systkinunum. Einn þáttinn gat til dæmis vantað eða hann verið í mörgum eintökum hjá öðr- um tvíburanum en ekki hinum. Slíkir hlutir geta, að mati vísindamannanna, útskýrt af hverju annar eineggja tvíbura veikist af arfgengum sjúkdómi meðan hinn er frískur sem fiskur. Eineggja tvíburar ekki nákvæmlega eins Eineggja En þó með örlítið mismunandi gen. neytendur Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.