Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rebekka Ingv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. mars 1951. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Ingvar Þor- steinsson, hús- gagnasmíðameist- ari í Reykjavík, f. 28. maí 1929, og Steinunn Guðrún Geirsdóttir hús- freyja, f. 31. jan. 1930. Rebekka var elst fimm systkina. Hin eru Bergljót, f. 8. feb. 1954, Ásta, f. 4. nóv. 1955, Þorsteinn, f. 19. mars lauk þaðan stúdentsprófi árið 1971. Hún stundaði íslensku- og enskunám við Háskóla Íslands og síðar viðskipta- og rekstrarnám við Endurmenntun HÍ. Hún stund- aði einnig MBA-nám við Háskól- ann í Reykjavík um tíma en þurfti frá því að hverfa vegna veikinda sinna. Rebekka hóf störf árið 1972 sem deildarstjóri starfsmanna- halds hjá Varnarliðinu. Árið 1987 réði Rebekka sig til Skeljungs sem starfsmannastjóri og starfaði þar til æviloka. Hún sat lengi í samn- inganefnd fyrir Vinnuveitenda- samband Íslands og Samtök at- vinnulífsins og átti sæti í svæðisráði Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var hún félagi í Auði í krafti kvenna. Útför Rebekku verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1960 og Geir Örn, f. 9. apríl 1967. Rebekka giftist ár- ið 1972 Einari Ágústi Kristinssyni, f. í Reykjavík 15. febr. 1945. Foreldrar hans voru Kristinn Ólason brunavörður, f. 28. jan. 1910, d. 14. maí 1992 og Anna Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1921, d. 11. apríl 1983. Börn þeirra Rebekku og Einars eru Ingvar Örn, f. 28. júní 1981 og Anna Kristrún, f. 1. mars 1991. Rebekka stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og Látin er langt um aldur fram Re- bekka Ingvarsdóttir, systir og mág- kona. Kletturinn í fjölskyldunni er horfinn og eftir stendur tómarúm og syrgjandi ættingjar. Rebekka var búin að berjast við illvígan sjúkdóm und- anfarin rúm þrjú ár, en baráttuna háði hún skipulega og af festu. Það voru einmitt einkenni Rebekku. Hún var mjög skipulögð kona, hvort sem um var að ræða vinnuna, sem fylgdi henni hvert sem hún fór, málefni fjölskyld- unnar eða tómstundir. Aðrir geta vott- að um starfshæfni Rebekku, en við getum staðfest að þeir sem leituðu til hennar varðandi ráð eða hjálp fengu alltaf góðar móttökur og úrlausn sinna mála. Ef einhver átti í vandræðum í námi eða þurfti gagnrýni eða yfirlestur á skólaritgerð var leitað til Rebekku. Í augum hennar skipti menntun miklu máli og var hún óbilandi í því að hvetja aðra áfram á því sviði. Helzta tómstundagaman Rebekku hin síðari ár var stangaveiði. Stundaði hún þá iðju bæði með hópi vinkvenna sinna og veiðifélaga og svo með fjöl- skyldu sinni. Á því sviði var hún einn- ig skipulögð og föst fyrir. Þegar Re- bekka kom að veiðistað gaf hún sér góðan tíma til að huga að veiðigræj- unum, aðstæðum á veiðistað og hverju átti að beita. Ef maðkur varð fyrir valinu voru settir upp gúmmí- hanzkar, því ekki gat hún tekið á orm- inum. Eftir að kastað var út í gat tekið við margra tíma yfirlega. Ef vitað var um fisk, gaf hún sig ekki og oftar en ekki varð þrjózka Rebekku ofan á í baráttunni við fiskinn. Þær minningar helztar, sem við munum geyma um Rebekku, eru hve yndisleg systir og vinur hún reyndist okkur í blíðu og stríðu. Alltaf til staðar og tilbúin að veita ráð og rétta hjálp- arhönd. Klettur fjölskyldunnar. Elsku Einar, Ingvar, Anna Krist- rún, mamma og pabbi. Við vottum ykkur samúð og megi góður Guð varðveita Rebekku. Blessuð sé minning Rebekku Ingv- arsdóttur. Ásta og Brynjólfur. Elsku Rebekka Nú er komið að kveðjustund og það er sárt að kveðja eins góða konu og þig. Við munum ávallt geyma þær minn- ingar sem við eigum um þig í hjarta okkar og bera til þín mikið þakklæti fyrir þá hlýju sem þú sýndir okkur. Við vottum Einari, Ingvari og Önnu Kristrúnu okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og megi Guð blessa þau á þessum erfiðu tímum. Við sendum þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, við biðjum að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg okkar hjörtu þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Við þökkum þau ár sem við áttum þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hugann fer. Þó þú sért horfinn í heimi við hittum þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minning þín ávallt lifi. Þín frændsystkini Berglind og Bergsveinn. Elsku Rebekka frænka, ég bara trúi því ekki ennþá að þú sért farin og þetta gerðist alltof hratt. Síðan ég fékk símhringingu frá pabba sem færði fréttirnar, hefur sú setning end- urtekið sig aftur og aftur í huganum: „Rebekka er dáin“. Nú er komið stórt skarð í fjölskylduna og ólýsanleg sorg sem vekur samt allar góðu minning- arnar sem ég átti með þér og öðrum í okkar samheldnu fjölskyldu. Þið mamma mín hafið gengið sam- an í gegnum sjúkdómsferli í þrjú og hálft ár, þar sem þið hafið deilt reynslu og tilfinningum sem enginn annar getur fullkomlega skilið. Þó mamma mín sé ein eftir með sjúk- dóminn, þá er hún ekki ein, hún hefur okkur og við pössum hana vel. Ég veit að þú vakir yfir henni sem fallegur engill. Þú varst alltaf svo lífleg og skemmtileg kona með smitandi hlátur sem gleymist aldrei. Þú hvattir alla í kringum þig til dáða og leituðu því all- ir til þín þegar þurfti að taka skyn- samlegar ákvarðanir og líka til að njóta félagsskapar þíns. Ég á skýrar og góðar minningar frá því þegar þið Einar og Ingvar tók- uð mig og Ingu Lillý systur með ykk- ur til Englands og Ítalíu, en þá var ég tíu ára. Það var alveg einstök ferð og gerðum við margt saman eins og að fara í tívolí, vatnsrennibrautagarð og í dýragarðinn, en ekki má gleyma því að við keyptum okkur fullt af leik- föngum sem urðu eftir í ferðatöskun- um í London. Hver dagur leið eins og mánuður meðan við biðum eftir dótinu til Íslands. Þú hefur alltaf verið svo góð og skemmtileg við okkur og ekki var leiðinlegt að koma í barnaafmæli þeirra Ingvars og Önnu, þegar þau voru lítil og borða kremkökuna sem þú dundaðir við. Það var oft Mikka mús kaka, stundum bíll og stundum dúkka. Þú gerðir líka þessar kökur fyrir okkur hin og það vakti mikla lukku. Ósjaldan var leitað til þín til að fara yfir ritgerðir og koma með ýmis góð ráð varðandi framtíðina. Þú varst allt- af svo dugleg og skipulögð. Ég kom til þín þegar ég var að sækja um Listaháskóla Íslands og síðan Mynd- listaskólann á Akureyri. Frændur þína og frænkur hefur þú nánast gert að þínum eigin börnum og hefurðu spurt okkur hvort þú meg- ir eiga okkur. Ég sá skilaboð frá þér í ársgamalli bloggfærslu sem ég skrifaði meðan ég bjó á Ítalíu. Þú notaðir titilinn: Uppá- haldsfrænkan skrifaði … og þar hafð- irðu rétt fyrir þér. Þú ert frænka sem allir myndu vilja óska sér og mín ósk rættist. Ég hef alltaf verið stolt af þér sem frænku og er enn. Mikill sársauki nístir hjartað þegar ég átta mig á því að þú ert raunveru- lega farin en aldrei muntu hverfa úr huga mínum. Þú verður einnig alltaf í hjarta mínu og ég sakna þín mjög mikið. Elsku Einar, Ingvar og Anna, við Halli vottum ykkur enn og aftur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykk- ur og veri alltaf með ykkur. Auður og Haraldur. Það var bjartur sumardagseftir- miðdagur og það var eftirvænting í loftinu á heimili ömmu minnar á Víði- melnum. Einar frændi var nefnilega að koma í fyrsta skipti í heimsókn með kærustuna sína, konuna með sér- saka nafnið (allavega fannst 10 ára gutta það), hana Rebekku. Það er mér einnig í fersku minni þegar við sátum við kaffiborðið og ég gæddi mér á safaríku epli, þá benti Einar mér kurteisilega á það að beiðni Re- bekku að ég smjattaði of mikið á epl- inu. Ég svaraði þeim um hæl með þeim orðum að það gæti ekki verið rétt þar sem ég heyrði það ekki sjálf- ur. Við þetta svar mitt hló Rebekka mikið. Síðan þá hef ég ekki smjattað. Snemma á unglingsárum mínum hög- uðu heimilisaðstæður því þannig til hjá mér að ég bjó á heimili Einars og Rebekku í einn vetur. Samvera mín með þeim þar og síðan er þau keyptu fokhelt hús að Vesturbergi 91, þar sem eyddi ég ánægjulegum stundum við að hjálpa til eftir því sem ég gat, eru með ánægjulegustu minningum unglingsára minna. Voru þau óþreyt- andi að hvetja mig til framhaldsnáms og buðu mér alla þá aðstoð sem ég kynni að þurfa, hvert svo sem hugur minn stefndi. Þau sendu mig t.d. til tungumálanáms í Bournemouth í Englandi, en sú utanför var sú fyrsta sem ég hafði farið á ævinni og því mjög spennandi. Rebekka var hins vegar ekki alveg nógu ánægð með mig þar sem ég skrifaði þeim fyrsta bréfið eftir ca. 6 vikur til þess að láta vita að utanferðin hefði bara gengið vel. En dvölin ytra var ánægjuleg og námið gekk mjög vel. Ég ákvað hins vega að geyma frekara nám þar sem annað í lífinu virtist vera meira spenn- andi en lestur bóka. Þessar minning- ar eru þær fyrstu sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til baka og enn fleiri fara í gegnum huga minn þegar ég rifja upp kynni mín af Re- bekku. Í gegnum tíðina hefur það ver- ið einkar ánægjulegt að heimsækja Einar og Rebekku og eru þau eina fólkið sem ég þekki sem hefur tekist að halda afmælisveislur barna sinna og aðrar veislur alltaf í glimrandi sól- skini. En um svipað leyti og Einar og Re- bekka voru að flytja í nýja húsið sitt að Smárarima dró ský fyrir sólu. Þær fregnir bárust að Rebekka væri al- varlega veik. Ég fylltist mikilli reiði við þessar fréttir, fannst þetta ein- faldlega ekki réttlátt. En nú er Re- bekka horfin á braut langt um aldur fram. Mér finnst sem almættinu hafi orðið á þau mistök að stimpla rangt brottfararspjald. Í huga mínum er minningin um Rebekku einstaklega björt, minning um einstaklega vel gerða manneskju sem gerði alla þá sem henni kynntust ríkari. Ég kveð hana Rebekku með mikilli sorg í hjarta en einnig miklu þakklæti vegna þess láns sem ég varð aðnjót- andi að hafa notið þeirra forréttinda í lífinu að hafa kynnst Rebekku. Ég vil votta fjölskyldu Rebekku, Einari, Ingvari og Önnu mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Foreldrum, systkinum og mökum votta ég einnig mína dýpstu samúð. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til þess að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Kristinn R. Kristinsson. Elsku besta Rebekka. Mér finnst það svo skrýtið að þú sért dáin og ég fái ekki að sjá þig aftur, það er svo Rebekka Ingvarsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, GUÐNI ODDGEIRSSON, Melási 3, Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Rut Guðnadóttir, Ársæll Geir Magnússon, Oddgeir Guðnason, Elísabet Karlsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Árni St. Björnsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BIRNA HALLDÓRSDÓTTIR Dalalandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sóltúns hjúkrunarheimilis sími 590 6000. Laufey Vilhjálmsdóttir, Samir Bustany, Halldór Vilhjálmsson, Bryndís Helgadóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför, BENEDIKTS THORARENSEN Þorlákshöfn. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen. ✝ Við viljum færa innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR GUNNARSSONAR, Kristnibraut 53. Sérstökum þökkum viljum við skila til Sr. Gunnars Matthíassonar fyrir hlýlegt viðmót og til félaga í Kiwanisklúbbnum Kötlu fyrir þeirra stuðning. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Kristján Jóhannesson, Þórey Gísladóttir, Helgi Jóhannesson, Margrét Ingibergsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON hárskerameistari, Funalind 13, Kópavogi, áður til heimilis í Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. febrúar kl 15.00. Rósa Helgadóttir, Helga Harðardóttir, Halla Harðardóttir, Þóra Harðardóttir, Sigurgeir Þorleifsson, Inga Sigríður Harðardóttir, Gunnar Guðjónsson, og barnabörn. ✝ Elsku systir okkar, ÓSK F. ÞÓRSDÓTTIR frá Bakka í Svarfaðardal, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík sunnudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 23. febrúar kl 13.00. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Kristín, Eva, Helga og Vilhjálmur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.